Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KJARANEFND felldi í gær úr-
skurð um laun og önnur starfskjör
heilsugæslulækna, sem taka á gildi
1. nóvember næstkomandi. Úr-
skurður um mánaðarlaun nær þó
aftur til 1. apríl á þessu ári og 1.
janúar næstkomandi eiga laun
heilsugæslulækna að hækka um 3%.
Tók kjaranefnd mið af samningi rík-
isins við Læknafélag Íslands sl. vor
en einnig var höfð hliðsjón af gjald-
skrársamningum sérfræðilækna við
Tryggingastofnun ríkisins.
Samkvæmt úrskurðinum geta
heilsugæslulæknar valið á milli
fastra mánaðarlauna og samsettra
launa. Verði heilsugæslulækni
greidd föst mánaðarlaun fyrir 100%
starf þá verður heilsugæslustöðvum
og heilbrigðisstofnunum heimilt að
greiða honum allt að 15% álag ofan
á mánaðarlaun, enda sinni hann
ekki öðrum launuðum störfum utan
heilsugæslunnar. Álag til læknis án
sérfræðimenntunar verður allt að
10% af mánaðarlaunum.
Samsett laun þýða að heilsu-
gæslulækni verði greidd að hluta
föst mánaðarlaun og að hluta af-
kastatengd laun samkvæmt gjald-
skrá. Læknir getur þannig innt af
hendi allt að 20% af vinnuskyldu
sinni á afkastatengdum launum
gegn samsvarandi lækkun fastra
mánaðarlauna. Innifalin í föstum
mánaðarlaunum eru öll laun fyrir
viðtöl og önnur læknisverk á dag-
vinnutíma. Laun fyrir læknisverk
og vitjanir og eða viðtöl á vöktum
verða greidd samkvæmt gjaldskrá
en öll laun eiga samkvæmt úrskurði
kjaranefndar að vera greidd af
heilsugæslustöð eða heilbrigðis-
stofnun. Til þess hafa greiðslur
einnig komið frá Tryggingastofnun.
Yfirlæknir með
508 þús. kr. í mánaðarlaun
Frá 1. apríl sl. eiga mánaðarlaun
heilsugæslulækna án sérfræði-
menntunar að vera frá 222 þúsund
krónum að 246 þús. kr., allt eftir
starfsaldri, og laun heilsugæslu-
lækna með sérfræðileyfi frá 378
þús. kr. til 425 þús. kr. Mánaðarlaun
yfirlækna verða 508 þús. kr. sam-
kvæmt úrskurðinum.
Læknir án sérfræðimenntunar
sem 1. janúar árið 1995 átti að baki
minnst tólf ára reynslu við heim-
ilislækningar skal taka laun sem
sérfræðingur.
Heilsugæslulæknir, sem fær
greidd samsett laun, þarf að inna af
hendi allt að 20% af vinnuskyldu
sinni við sérstaka móttöku á stöð-
inni á afkastatengdum launum sam-
kvæmt gjaldskrá. Á móti kemur að
föst mánaðarlaun lækka um 2,5%
fyrir hverja klukkustund sem unnið
er samkvæmt gjaldskrá eða um allt
að 20%. Einingarverð samkvæmt
gjaldskránni er 90 krónur en var
áður 42 krónur. Álag vegna yfir-
vinnu og helgidagavinnu greiðist
ekki.
Vinnuskylda læknis í fullu starfi
er 40 klukkustundir á viku og er
læknum skylt að taka vaktir þar
sem þess er þörf. Heimilt verður að
semja um að heilsugæslulæknir taki
frí í stað greiðslu fyrir gæsluvaktir.
Kjaranefnd úrskurðar að tíma-
kaup fyrir yfirvinnu verði rúmar 3
þúsund kr. hjá heimilislækni með
sérfræðileyfi og tímakaup fyrir yf-
irvinnu á stórhátíðum verði rúmar 4
þúsund kr. Tímakaup læknis án sér-
fræðileyfis er rúmt 1% af mánaðar-
launum.
Úrskurðinn má nálgast á vef heil-
brigðisráðuneytisins. Slóðin er
http://www.heilbrigdisraduneyti.is.
Kjaranefnd hefur úrskurðað um laun heilsugæslulækna
Geta valið á milli fastra
og samsettra launa
ÞAÐ var fallegt og bjart um að litast við
Þingeyrarklausturskirkju að morgni ann-
ars dags opinberrar heimsóknar forseta Ís-
lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í Húna-
þing. Á Þingeyrum í Austur-Húnavatns-
sýslu er óvenju mikið og fagurt útsýni um
sýsluna og saga klausturs og kirkju þar
spannar hartnær 900 ár. Forseti hafði orð
á því að náttúran skartaði sínu fegursta í
heimsókn sinni í Húnaþing. „Hún gerði
það reyndar líka kvöldið áður þegar við
komum af fjölmennri kvöldskemmtun á
Hvammstanga; þegar við ókum þaðan
skartaði himinhvolfið einhverjum mesta
norðurljósadansi sem ég hef séð í áratugi
þannig að Húnavatnssýsla hefur tekið vel á
móti okkur, bæði á himni og jörð ef svo
má segja.“
Á Skagaströnd heimsótti forseti m.a.
fiskvinnslufyrirtækið Norðurströnd en það
sérhæfir sig í framleiðslu á aukaafurðum
úr bolfiski og Rækjuvinnsluna, sem er í
eigu Skagstrendings. Þar heiðraði forset-
inn Sigurð Bjarnason sem unnið hefur við
rækjuvinnslu í liðlega þrjá áratugi.
Forseti og Dorrit Moussaief og fylgd-
arlið snæddu hádegisverð í Kántríbæ og
þágu þar forláta hatta af Hallbirni Hjart-
arsyni í kveðjugjöf. „Mér finnst merki-
legt,“ sagði forsetinn, „hvernig menn hér á
Skagaströnd hafa þróað fiskvinnslu úr
þeim hluta af þorskinum og öðrum fiski
sem áður var hent og fullvinna á erlendan
markað og hafa náð að tvöfalda verðmætið
á fáeinum árum. Það sýnir okkur að nýj-
ungar í sjávarútvegi geta einnig sprottið
fram í hinum smærri byggðum og við að-
stæður þar sem lítið annað en hugvitið og
dugnaðurinn búa að baki. Og Kántríbær,
sem að vísu er annarrar tegundar, er
dæmi um hvernig hugmyndaauðgi eins
manns getur umskapað svipmót heils
byggðarlags. Það er kannski boðskapurinn
í þessari ferð að það er mannauðurinn sem
skiptir okkur mestu máli. Hugmyndaauðg-
in og framsæknin eru sá burðarás sem
byggðirnar geta byggt framtíð sína á.“
Eftir hádegi var ekið í glaðasólskini og
blíðu á Blönduós en þar tóku nemendur og
kennarar í Grunnskólanum á Blönduósi á
móti forsetanum en í skólanum eru 123
nemendur og 28 starfsmenn. Greinilegt
var að yngstu nemendurnir höfðu beðið
komu forsetans í ofvæni og rigndi spurn-
ingum yfir forsetann þegar hann kom í
salinn. Nemendur lásu úr Vatnsdæla sögu,
léku á hljóðfæri, fluttu leikþætti og sungu
Maístjörnuna. Fóru forsetinn og heitkona
hans, Dorrit, um salinn og heilsuðu öllum
nemendum og kennurum skólans. Forset-
inn lofaði dagskrá nemenda sem öll var
byggð á sögu héraðsins, fornsögum, skáld-
skap Jónasar Hallgrímssonar og byggða-
sögu Blönduóss. „Þannig hefur fortíð og
framtíðin ofist hér saman og mér hefur
fundist ánægjulegt að skynja að það er
mikill kraftur í Húnvetningum. Þeir eru
enn þeirrar ættar, sem þeir hafa löngum
verið, að hugsa djarft og láta mikið að sér
kveða. Það eru þau einkenni Húnvetninga
sem við metum mikils.“
Forsetinn heimsótti síðan Heimilisiðn-
aðarsafnið á Blönduósi en þar er að finna
fágætt safn listfengra hannyrða, þjóðbún-
inga og tóvinnu frá horfinni tíð og er þetta
eina safnið sinnar tegundar í landinu. Þá
heimsótti forsetinn Sölufélag Austur-
Húnvetninga, Heilbrigðisstofnunina á
Blönduósi, þar sem eru 36 sjúkrarúm auk
ellideildar, og Hnitbjörg, félagsstarf eldri
borgara á Blönduósi. Á Blönduósi er og að
finna elsta timburhús landsins, að því er
talið er, Hillebrandthúsið, sem byggt var á
Skagaströnd árið 1733 en flutt og endur-
reist á Blönduósi árið 1876. Þar skoðaði
forsetinn gamlar myndir sem gefa
skemmtilega innsýn í líf og byggð á
Blönduósi á fyrri tíð. Fjölmenni var síðan
á fjölskylduhátíðinni með forsetanum í
íþróttahúsinu á Blönduósi um kvöldið þar
sem fram fór fjölbreytt dagskrá.
Opinberri heimsókn forsetans lýkur í
dag en þá sækir hann m.a. Húnavallaskóla
heim og fer um Vatns- og Langadal.
Forseti Íslands heimsótti Blönduós á öðrum degi opinberrar heimsóknar í Húnaþing
Yngstu nemendur Grunnskólans á Blönduósi voru að mála þeg-
ar forsetinn leit við í heimsókn.
Forseti og fylgdarlið snæddu hádegisverð í Kántríbæ og þáðu
þar forláta hatta af Hallbirni Hjartarsyni í kveðjugjöf.
Stubbarnir í leikskóla Blönduóss kveðja forsetahjónin.
Mann-
auðurinn
skiptir
mestu
Morgunblaðið/Ómar
Krakkarnir í Grunnskóla Blönduóss fylgjast með skemmtidagskrá til heiðurs forsetanum í
íþróttasal skólans.