Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ E in af athyglisverð- ustu fréttum vik- unnar, að mínu mati, var fréttin um að ráðherrar jafn- réttismála á Norðurlöndum ætli að koma af stað rannsókn á nor- rænni karlmennsku! Það mátti ekki seinna vera. Því norrænir karlmenn, og þá sérstaklega þeir íslensku, eru einstakir. Og vissu- lega full ástæða til að rannsaka þá. Mér verður til dæmis hugsað til Kastljóssþáttarins í Sjónvarpinu í síðustu viku, þar sem tveir brúna- þungir karlkyns spyrlar spurðu jafn brúnaþunga karlkyns lækna spjörunum úr um horm- ónameðferð kvenna á breyting- arskeiðinu. Vissulega áhugavert umfjöllunar- efni (þótt sjálfri hafi mér ekki fundist tímabært að setja mig inn í þjáningar miðaldra kvenna) og full ástæða til að taka það fyrir í fjölmiðlum. Þátturinn var þó ekki síst áhugaverður fyrir þær sakir að þarna sátu fjórir karlmenn og töluðu – af mikilli visku býst ég við – um vandamál kvenna á miðjum aldri. Engin kona var kölluð til, sem er líklega ástæðulaust, því karlmenn, vel að merkja íslenskir karlmenn, eru fullfærir um að setja sig inn í reynsluheim kvenna. (Eða hvað?) Hvar annars staðar en á Íslandi hefðum við séð sjónvarpsþátt sem þennan? Jú, kannski á hinum Norðurlöndunum. En mér er það til efs að við hefðum séð hann í suðlægri löndum Evrópu. Enda er jafnréttisbaráttan komin mun lengra á veg á Norðurlöndunum en í öðrum löndum Evrópu. Sam- þykkt jafnréttisráðherra Norður- landanna um að rannsaka nor- ræna karlmennsku ætti því varla að koma á óvart. Vissulega ástæða til að rannsaka svo vel upp alda karlmenn! Á heimasíðu Norðurlandaráðs kemur fram að rannsóknin eigi, nánar tiltekið, að snúast um hlut- verk karlmanna á Norðurlöndum. T.d. um hlutverk þeirra í atvinnu- lífinu og um hluverk þeirra í fjöl- skyldulífinu. Ég velti því hins veg- ar fyrir mér hvort rannsóknar- efnið beri einhvern keim af því að karlmenn – norrænir karlmenn – eigi í einhverri tilvistarkreppu um þessar mundir. Hvort karl- mennskuhugtakið sé eittthvað á reiki? Víst er að karlmenn eiga undir högg að sækja, ef svo má að orði komast, á mörgum sviðum. Ég nefni í þessu sambandi m.a. aukinn hlut kvenna í mennta- kerfinu. Þar eru konur víða í meirihluta, þ.e. sem nemendur í framhaldsskólum og í háskólum. Og ég trúi því reyndar að sú stað- reynd eigi fyrr en síðar eftir að sjást í launaumslagi kvenna. Konur eru aukinheldur að ná meirihluta í stéttum sem áður þóttu dæmigerðar karlastéttir svo sem í læknastétt og lögfræð- ingastétt og að mati undirritaðrar er þess ekki langt að bíða að þær nái meirihluta á vettvangi stjórn- málanna, svo önnur dæmigerð karlastétt sé nefnd til sögunnar. Að sama skapi virðast karlmenn, því miður, ekki hasla sér völl í dæmigerðum kvennastéttum, s.s. við umönnunarstörf. Það er helst að þeir „skapi sér“ nýjar stéttir, eins og dæmið um uppgang verð- bréfamiðlarastéttarinnar sýnir. (Sífellt fleiri konur eru reyndar að koma til starfa á þeim vettvangi.) Af þessu má sjá að æ fleiri „karlavígi“ eru að falla; þau falla m.a. í atvinnulífinu og í mennta- geiranum. Er því ekki að undra að karlmenn grípi til þess ráðs, að því er virðist, að styrkja aðra þætti á móti, til að mynda áhugamálin. Það er a.m.k. merkilegt hve marg- ir karlmenn stunda golf og hve margir karlmenn stunda laxveiði. Og hvað þeir eru í miklum meiri- hluta á þeim sviðum. (Þá er nátt- úrlega rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna svo margir karl- menn aki um á risastórum jeppum hér í höfuðborginni.) Þegar maður flettir við- skiptablöðunum og sér viðtöl við karla í viðskiptalífinu er ótrúlega oft dregið fram hve þeim þyki mikilvægt að hafa tíma til að iðka golfið og veiðarnar! Þá var það ekki vinnandi vegur að fá karlmann með sér á kaffihús um miðjan dag sl. laugardag. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þá fór fram landsleikur Skota og Íslendinga. Það sást varla karl- maður í bænum, þann daginn. En um kvöldið varð ekki þverfótað fyrir þeim, þ.e. Skotum og íslensk- um karlmönnum (ekki það að mér hafi þótt það leiðinlegt), þar sem þeir sameinuðust í áhuga sínum á knattspyrnu karla. Þeir íslensku að vísu súrir yfir tapinu en Skot- arnir að vonum hæstánægðir. (Það er sem ég sjái konur láta svona yfir einum landsleik!) En ekki má gleyma því að um leið og einar dyr lokast opnast oft aðrar. Flestar konur vilja með öðrum orðum fá fleiri karla inn á heimilin. Þar eiga þeir m.a. að taka þátt í barnauppeldinu og sinna öðrum þörfum heimilisins, s.s. elda mat og þvo upp. Og á tím- um jafnréttis kynjanna eiga þér sér varla undankomuleið í þessum efnum. Þátttaka þeirra í fæðing- arorlofinu hefur til að mynda verið lögfest á þingi. Almennt geri ég nú ráð fyrir því að karlar taki þessu nýja tækifæri inni á heimilinu fagnandi en um leið ímynda ég mér að mörgum finnist sem hin „gamla“ karl- mennskuímynd sé eitthvað að riðl- ast til. (Karlmennska er í íslenskri orðabók sögð m.a. vera hetjuskap- ur, hugrekki og hreysti.) Flestir karlmenn viti með öðrum orðum ekki – svo vel sé – hver staða þeirra raunverulega sé í þjóð- félaginu. Þeir „flakki“ á milli þess að vera „ofurmjúkir“, eins og strákarnir í Kastljósinu, sem vita allt um breytingarskeið kvenna eða að vera „harðir“ og „töff“ eins og sannir laxveiðimenn eða fót- boltabullurnar á fyrrnefndum knattspyrnuleik. A.m.k. er ég sannfærð um nauðsyn þess að norræna karlmennskan verði rannsökuð til hlítar! Norræn karl- mennska „Flestir karlmenn viti með öðrum orðum ekki – svo vel sé – hver staða þeirra raunverulega sé í þjóðfélaginu.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is SVERRIR Hermannsson bað mig nýlega að svara nokkrum spurning- um um íslenzka fiskveiðistjórnunar- kerfið og að svörin myndu hugga þína hrelldu sál. Huggun get ég ekki lofað þér, en ég get leitazt við að svara þér. Eins og þú veizt hef ég um langa hríð ritað um sjávarútveg í Morgunblaðið. Ég viðurkenni það fúslega að vera hlynntur kvótakerf- inu, ekki vegna þess að það sé að mínu mati fullkomið, heldur vegna þess að ég tel betri leið til fiskveiði- stjórnunar vandfundna. Á kerfinu eru vissulega vankantar sem enn á eftir að sníða af, en með tímanum tekst það vonandi. Að ég tilbiðji kvótakerfið er fullmikið sagt. Það er vafalaust rétt munað hjá þér að eitt af markmiðum kerfisins var að auka vöxt og viðgang fiski- stofna. Þá var gert ráð fyrir að betri tök næðust á fiskveiðistjórnuninni en áður. Sé litið á gang mála, þá veiddum við um 460.000 tonn af þorski 1981. Upp úr því kom hrunið sem leiddi til kvótakerfisins sem tekið var upp 1984. Þá veiddust 283.000 tonn af þorski, en fiskifræð- ingar lögðu til 200.000 tonna veiði. Frá árinu 1984 til til fiskveiðiársins 1995 til 1996, þegar svokölluð afla- regla var tekin upp, fór afli mest í 392.000 tonn árið 1987, en minnstur varð hann fiskveiðiárið 1994 til 1995, 165.000 tonn, og á þessu fiskveiðiári má veiða um 179.000 tonn. Þessi árangur í „uppbyggingu“ stofnsins er vissulega ekki góður, en það hefur sáralítið eða ekkert með kvótakerfið að gera. Á umræddu tímabili var þorskafli umfram tillög- ur fiskifræðinga 815.000 tonn. Þeir sem því réðu voru valdhafarnir hverju sinni. Kvótakerfið er úthlut- unarkerfi. Með því er úthlutað þeim heimildum til veiða sem stjórnvöld ákveða. Ákveði stjórnvöld að meira verði veitt en fiskifræðingar telja ráðlegt er við þau að sakast og þau geta hunzað tillögur fiskifræðinga í hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi sem er. Það ætti svo ekki að þurfa að benda trillukarlinum á, að umfram- veiði síðustu árin má nær eingöngu rekja til trillukarla. Að mínu mati verður sjávarút- vegur aldrei nýttur til að tryggja búsetu á öllu landinu og það hefur væntanlega aldrei verið markmið kvótakerfisins, þar sem það átti að leiða til hagkvæmari útgerðar. Að rígbinda aflaheimildir við ákveðna landshluta eða staði samræmist því markmiði ekki. Því miður voru miklir erfiðleikar í útgerð á Vestfjörðum, áður en kvótakerfið var sett á. Þessir erf- iðleikar fylgdu þeim inn í kerfið og á endanum var það niðurstaða flestra vestfirzka sjávarútvegsfyrirtækja að selja frá sér heimildirnar eða sameinast öðrum og fá fyrir það hlutafé. Sömu sögu er að segja frá Sandgerði, þegar Miðnes sameinað- ist HB og eigendur Miðness seldu síðan hlut sinn í HB. Á Stöðvarfirði sameinaðist útgerðin og fiskvinnslan Snæfelli og þaðan lá leiðin inn í Samherja. Togari Stöðfirðinga hefur verið seldur en fiskvinnslu hefur verið haldið uppi á staðnum með góðum árangri. Á Ólafsfirði sameinaðist Sæberg Þormóði ramma á Siglufirði. Kvóti ÞrS hf. er vistaður á skipum félags- ins óháð því hvar þau eru skráð á landinu, en hann er nýttur með eft- irfarandi hætti: Nánast allur bol- fiskkvóti ÞrS hf. er veiddur af frystitogurum félagsins sem gerðir eru út frá Ólafsfirði. Allur rækju- kvóti ÞrS hf. er nýttur á Siglufirði (enginn bolfiskur). Í Þorlákshöfn er flatfisk- og humarkvóti nýttur. Allur bolfiskkvótinn sem „tilheyrði“ Siglu- firði, þ.e. kvóti Rammans og 75% af kvóta Siglfirðings hf., er nú nýttur á Ólafsfirði. Nánast allur bolfiskkvóti sem „tilheyrði“ Árnesi í Þorlákshöfn er nú nýttur á Ólafsfirði. Á sínum tíma sameinuðust sjáv- arútvegsfyrirtækin á Breiðdalsvík og Djúpavogi í Búlandstindi og á endanum fór kvótinn til Djúpavogs. Þegar Vísir hf. keypti Búlandstind seldi fyrirtækið Breiðdælingum frystihúsið á Breiðdalsvík. Þeir stofnuðu síðan Útgerðarfélag Breið- dælinga og fengu 200 tonna byggða- kvóta. Því til viðbótar hafa þeir keypt ígildi 300 tonna af þorski og gera nú út einn bát og vinna fiskinn í frystihúsinu. Því miður hefur ekki tekizt að laga stærð fiskiskipaflotans nægi- lega vel að hæfilegum afrakstri fiskimiðanna. Á því eru aðallega tvær skýringar. Í kjölfar Valdimars- dómsins svokallaða var lögum um fiskveiðistjórnun breytt á þann veg að engar hömlur eru á fjölgun fiski- skipa. Afnumin var sú kvöð að úrelda þyrfti skip eða taka af skipa- skrá ef annað ætti að koma inn. Ís- land er líklega eina landið á norð- urhveli jarðar sem ekki takmarkar stærð fiskiskipaflotans. Önnur skýring er sú að þorsk- kvótinn hefur verið skorinn veru- lega niður síðustu árin. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva voru heildarskuld- ir sjávarútvegsins í júní um 205 milljarðar króna og höfðu lækkað nokkuð frá áramótum, meðal annars vegna breytinga á gengi. Staða sjáv- arútvegsfyrirtækja er almennt góð og gjörólík því sem var á árunum 1980 til 1990, þegar skuldum var breytt hvað eftir annað fyrir tilstilli hins opinbera. Skuldbreytt var síð- ast í sjávarútvegi 1998 ef ég man rétt og þá skuldbreytt 8 til 9 millj- örðum króna. Mikið hefur verið fjár- fest, bæði í veiðum og vinnslu, á undanförnum árum til að standa að nauðsynlegri endurnýjum flotans, meðal annars til að geta sótt í kol- munna, og vinnslan hefur verið end- urbætt til að auka hagkvæmni og nýtingu. Skuldbreytingar heyra nú sögunni til. Það er ekkert frjálst sem þarf að skammta. Það ætti öllum að vera ljóst. Vissulega er liðin sú tíð að ungir menn, eða gamlir, geti af eigin rammleik og krafti byrjað í útgerð við lítil efni og síðan auðgazt og náð góðum árangri. Skýringin á því er fyrst og fremst sú að veiðar eru ekki lengur frjálsar og hafa ekki verið það frá því á áttunda áratugnum, meðal annars vegna skorða við inn- flutningi fiskiskipa. Þá fóru stjórn- völd reyndar ekki eftir þeim leik- reglum sem þau höfðu sett sér og öðrum og heimiluðu innflutning mun fleiri skipa en heppilegt var. Í því lá á sínum tíma rekstrarvandi margra fyrirtækja, meðal annars á Vest- fjörðum. Vissulega er erfitt að komast inn í sjávarútveginn, en það er hægt. Hver sem er getur keypt sér bát og leigt eða keypt kvóta hafi hann til þess fé. Það þurfti líka fé áður til þess að hefja útgerð. Þá voru gamlir bátar ekki nær ókeypis eins og nú er. Fyrir kvótakerfið var líka erfitt að komast inn. Því olli krafan um úreldingu. Það er mikil endurnýjun í sjávar- útvegi. Segja má að nær allir stjórn- endur nú hafi tekið við störfum sín- um eftir árið 1984. Eigendur í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa aldr- ei verið fleiri. Það hafa líklega aldrei fleiri notið góðs gengis í sjávarút- vegi á Íslandi en nú, bæði beint og óbeint. Ég hef kynnt mér fiskveiðistjórn- un Færeyinga ítarlega, rætt við út- gerðarmenn, sjómenn og fiskifræð- inga. Skoðanir eru skiptar þar líka. Dagakerfið þeirra er sóknarstýring. Við höfum reynt þá stýringu hér á landi hjá smábátum. Allir vita hver útkoman hefur verið, veiði langt um- fram heimildir. Sóknardagabátum var á síðasta ári ætlað að veiða 1.909 tonn en aflinn varð rúmlega 12.400 tonn. Ég þakka þér góð samskipti alla tíð. Kveðjur Hjörtur Gíslason Sverri svarað Eftir Hjört Gíslason „Á umræddu tímabili var þorskafli umfram til- lögur fiski- fræðinga 815.000 tonn.“ Höfundur er fréttastjóri. LÍTIL einbeitt klíka í kringum Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, hefur búið til skrípaleik og kallað hann lýðræði. Tilgangurinn er að falsa vilja fé- lagsmanna Samfylkingarinnar og láta líta svo út að meirihluti sé fyrir aðildarumsókn Íslendinga að Evr- ópusambandinu. Spurning sem send er út til flokksmanna er í þremur liðum. Spurt er hvort Íslendingar eigi að skilgreina samningsmarkmið gagn- vart Evrópusambandinu, hvort far- ið skuli fram á viðræður um aðild að ESB og að hugsanlegur samn- ingur verði lagður fyrir þjóðina í at- kvæðagreiðslu. Ítrekað hefur forystu Samfylk- ingarinnar verið bent á að spurn- ingin stenst engan veginn þær kröf- ur sem gerðar eru um að svarið endurspegli vilja þess sem spurður er. Maður getur verið hlynntur því að skilgreina samningsmarkmið en talið ótímabært að sækja um. Hvort ætti maður að svara spurningu Samfylkingarinnar með jái eða neii? Maður getur verið hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu en á móti aðildarumsókn. Hvort yrði svarið já eða nei? Undirritaður lagði til á flokks- stjórnarfundi Samfylkingarinnar í september að spurningin yrði eft- irfarandi: Á það að vera á stefnu- skrá Samfylkingarinnar að Íslend- ingar sæki um aðild að Evrópusambandinu? Tillögunni var vísað til framkvæmdastjórnar að ósk formanns þar sem henni var hafnað og skrípaspurningin sam- þykkt. Evrópusambandssinnar í Sam- fylkingunni hafa ekki meiri trú á málstaðnum en svo að þeir þora ekki að spyrja flokksmenn hlut- lausrar spurningar um afstöðuna til aðildarumsóknar. Þeirri spurningu er ósvarað hvort almennir félagar í Samfylk- ingunni ætli að láta forystuna teyma sig á asnaeyrum út í evr- ópskt kviksyndi. Spurt út í hött um ESB Eftir Pál Vilhjálmsson Höfundur er blaðamaður og félagi í Samfylkingunni. „Tilgang- urinn er að falsa vilja fé- lagsmanna Samfylking- arinnar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.