Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 9
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
konu í vil sem stefndi íslenska rík-
inu vegna launa í barnsburðar-
leyfi. Féllst rétturinn á það sjón-
armið hennar að umsamin 30
klukkustunda föst yfirvinna á
mánuði hafi verið hluti þeirra dag-
vinnulauna sem hún ætti rétt á í
barnsburðarleyfi.
Konan, sem var fulltrúi á sýslu-
mannsskrifstofu, fór í nóvember
1996 í barnsburðarleyfi og um
rétt hennar til launa í slíku leyfi
fór samkvæmt þágildandi reglu-
gerð um barnsburðarleyfi starfs-
manna ríkisins. Hún taldi um-
samda 30 klukkustunda fasta
yfirvinnu á mánuði hafa verið
kaupauka við grunnlaun sam-
kvæmt kjarasamningi, sem aukið
vinnuframlag hafi ekki komið fyr-
ir, og þannig hluti þeirra dag-
vinnulauna sem hún ætti rétt á í
barnsburðarleyfi.
Hæstiréttur taldi sannað að
vinnuframlag umfram dagvinnu
skyldi ekki koma fyrir greiðslu
fyrrgreindra 30 yfirvinnustunda á
mánuði. Var lagt til grundvallar
niðurstöðu í málinu að umsamið
endurgjald konunnar fyrir átta
stunda vinnudag skyldi vera laun
samkvæmt viðeigandi launaflokki
og andvirði 30 yfirvinnustunda.
Hæstiréttur telur að fullt tilefni
hafi verið til að taka fram í um-
ræddri reglugerð að um dag-
vinnulaun samkvæmt kjarasamn-
ingi væri að ræða, hafi önnur laun
fyrir dagvinnu ekki átt að koma til
greiðslu í barnsburðarleyfi starfs-
manna.
Málið var rekið til að fá úrlausn
ágreinings milli stéttarfélags kon-
unnar og íslenska ríkisins. Var
krafa konunnar um 108.878 krónu
greiðslu með vöxtum og dráttar-
vöxtum að fullu tekin til greina.
Ennfremur var ríkið dæmt til að
borga konunni 350.000 krónur í
málskostnað fyrir Hæstarétti, en
málskostnaður í héraði var felldur
niður.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Markús Sigurbjörnsson,
Gunnlaugur Claessen og Ingi-
björg Benediktsdóttir. Lögmaður
konunnar var Jónas Haraldsson
hrl. og lögmaður stefnda, ríkisins,
Einar Karl Hallvarðsson hrl.
Umsamin óunnin yfirvinna
hluti af dagvinnulaunum
í barnsburðarleyfi
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
ríkissjóð af kröfum lögreglumanns
við embætti sýslumannsins á Húsa-
vík, sem krafðist þess að fá greidd-
ar 280 gæsluvaktastundir á mánuði
í stað þeirra 190 sem honum höfðu
verið greiddar. Var dómur Héraðs-
dóms Reykjavíkur frá 11. febrúar
þar með staðfestur.
Umræddur lögreglumaður var
eini lögreglumaðurinn á Þórshafn-
arsvæðinu þar til í mars 1997 þegar
annar lögreglumaður tók við starfi
varðstjóra á Raufarhöfn, en sá var
einnig búsettur á Þórshöfn. Fyrir
þann tíma fékk lögreglumaðurinn
greiddar 280 gæsluvaktastundir á
mánuði í samræmi við ákvæði
kjarasamninga en eftir það 190
stundir en 380 gæsluvaktastundum
var þá skipt milli lögreglumann-
anna tveggja.
Hinn lögreglumaðurinn hætti
störfum um áramótin 1998/1999 og
sá sem við því starfi tók er búsettur
á Raufarhöfn. Lögreglumaðurinn
sem málið höfðaði er því eini starf-
andi lögreglumaðurinn á Þórshöfn
en næsta lögreglustöð, á Raufar-
höfn, er í um 65 km fjarlægð. Taldi
lögreglumaðurinn sig eiga rétt, með
vísan til kjarasamninga, á 280
gæsluvaktastundum á mánuði í stað
þeirra 190 sem honum höfðu verið
greiddar þar sem hann stæði aftur
einn allar vaktir á Þórshöfn í sam-
ræmi við ákvæði kjarasamninga þar
um.
Hæstiréttur taldi hins vegar að
eftir breytingar sem gerðar voru á
varðskrá þeirra lögreglumanna sem
höfðu aðalstarfssvæði á Raufarhöfn
og Þórshöfn þar sem ein varðskrá
kom í stað tveggja áður og lög-
reglumönnunum þannig gert kleift
að skipta vöktunum á milli sín væri
um að ræða fámennan stað þar sem
tveir lögreglumenn störfuðu og því
rétt að gæsluvaktastundafjöldinn
væri 380 klst. á mánuði eða 190
klst. fyrir hvorn lögreglumann. Var
ríkið því sýknað af kröfum lög-
reglumannsins.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar
Gíslason og Hrafn Bragason. Lög-
maður áfrýjanda, lögreglumanns-
ins, var Gylfi Thorlacius hrl. Til
varnar ríkinu var Óskar Thoraren-
sen hrl.
Lögreglumaður fær
ekki 90 vinnustundir
viðurkenndar
UM 20 bændur, á Suðurlandi, í Borg-
arfirði og úr Dölunum, hafa stefnt rík-
inu til ógildingar á úrskurði landbún-
aðarráðuneytisins um að viðskipti
milli bænda með mjólk séu óheimil.
Að sögn Ólafs Björnssonar, lög-
manns bændanna, hafa bændur um
árabil samið sín á milli um viðskipti
með mjólk, en landbúnaðarráðuneyt-
ið hafi úrskurðað að slíkt sé ólöglegt
og hafi bakfært beingreiðslur vegna
slíkra viðskipta fyrir verðlagsárið
2001. Um væri að ræða eitt prófmál
fyrir marga bændur þar sem það
varðaði talsverða hagsmuni.
Ólafur sagði ráðuneytið túlka bú-
vörulögin með þeim hætti að bein-
greiðsla til bænda sé styrkur til raun-
verulegra framleiðenda. Viss
sveigjanleiki sé í kerfinu, sem feli í sér
að ekki þurfi að framleiða nema 80%
af kvótanum til þess að fá fullar bein-
greiðslur. Bændur telji hins vegar að
það þurfi að vera meiri sveigjanleiki í
reglugerð ráðuneytisins og líti svo á
að þeir geti átt þess kost að bjarga sér
tímabundið ef þeir lenda í vandræð-
um, svo sem ef þeim tekst ekki að full-
nýta kvótann. Það sé þeirra mál
hvernig þeir fari að því að fullnýta
kvótann.
Kúabænd-
ur stefna
ríkinu
Mörkinni 6, sími 588 5518
Nýjar vörur
Opið virka
daga frá kl. 9-18.
Laugardaga
frá kl. 10-15.
Úlpur, ullarstuttkápur,
hattar, húfur og
kanínuskinn
Síðasti tilboðsdagur
á buxum, peysum og bolum
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Vorum að taka upp
fínar hnepptar peysur
St. 36-44 & 44-56
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—15.
Auðbrekku 14, Kópavogi.
Símar 544 5560 og 820 5562,
www.yogastudio.is
Hentar þeim sem vilja læra að nýta sér ilmkjarnaolíur á
fyrirbyggjandi hátt og í baráttunni við ýmsa almenna
kvilla. Ítarleg kennslumappa, Oshadhi ilmkjarnaolíur,
grunnolía og blöndunarbúnaður fylgir námskeiðinu.
Nánari upplýsingar er að finna á www.yogastudio.is.
Leiðbeinandi: Lísa B. Hjaltested.Kennt 15. og 16. nóv.
(fös. kl. 19:30-22.00 og lau. kl. 14:30-17.00)
ilmkjarnaolíunámskeið
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230
Franskar dragtir, peysur og buxur
frá stærð 34
20% af öllum buxum
Opið í dag kl. 10-16
RAÐGREIÐSLUR
Ný sending á útsöluverði
5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu
Sími 861 4883
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík
SÖLUSÝNING
laugardag 9. nóv. kl. 12-19
sunnudag 10. nóv. kl. 13-19
Verðdæmi Stærð Verð áður nú staðgreitt
Balutch bænamottur ca 80x145 cm 12-16.000 8.900
Pakistönsk „sófaborðsstærð“ 125x175-200 cm 43.900 28.400
Pakistönsk „borðstofustærð“ 219x308 cm 125.500 89.300
Rauður Afghan ca 200x280 cm 90.000 64.100
og margar gerðir af afghönskum og pakistönskum teppum.
Single - Partý
föstudagskvöld 15. nóvember
Viltu vera með?
Sendu þá netpóst á 2single@2single.is
Upplýsingar í síma 698 7799