Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 14
FRÉTTIR
14 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar-
andi yfirlýsing frá Landsvirkjun vegna um-
fjöllunar í fjölmiðlum og á Alþingi um mat á
umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar veitu
við Norðlingaöldu.
„I. Landsvirkjun vísar á bug ásökunum
sem komið hafa fram um að óeðlileg áhrif hafi
verið höfð á vísindamenn og niðurstöður
þeirra affluttar eða falsaðar við mat á um-
hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. For-
stjóri fyrirtækisins hefur óskað eftir fundi
með iðnaðarnefnd Alþingis til þess að kynna
nefndinni afstöðu fyrirtækisins til ásakana
um þetta efni sem bornar hafa verið á Lands-
virkjun í fjölmiðlum undanfarna daga. Sá
fundur verður haldinn nk. mánudag.
II. Aðdróttanir þriggja vísindamanna
Þrír prófessorar við Háskóla Íslands, Þóra
Ellen Þórhallsdóttir, Arnþór Garðarsson og
Gísli Már Gíslason hafa í fjölmiðlum ýmist
gefið í skyn eða lýst yfir að Landvirkjun hafi
beitt óeðlilegum vinnubrögðum við úrvinnslu
á sérfræðirannsóknum þeirra og annarra í
matsvinnunni, m.a. með því að beita vísinda-
menn þrýstingi eða þvingunum og velja með
óeðlilegum hætti úr niðurstöðum sérfræði-
rannsókna þeirra við matsvinnuna. Þau eru í
hópi um 20 sérfræðinga sem komu að yf-
irlestri einstakra kafla matsskýrslunnar. Að
auki hafa tugir vísindamanna komið að þeim
rannsóknum sem matsskýrslan byggist á. Í
þessum hópi eru helstu vísindamenn þjóð-
arinnar á fjölmörgum sviðum.
Um ummæli þeirra þremenninga vill
Landsvirkjun segja eftirfarandi:
1. Afstaða þeirra og annarra vísindamanna
til verndunar Þjórsárvera, eða orku- og um-
hverfismála almennt, er Landsvirkjun óvið-
komandi. Fyrirtækið hefur aldrei valið vís-
indamenn til starfa eða metið niðurstöður
þeirra eftir því hver sú afstaða er.
2. Landsvirkjun hefur aldrei hundsað,
leynt eða afbakað niðurstöður sem fram
koma í sérfræðiskýrslum vísindamanna.
3. Landsvirkjun sem framkvæmdaraðili og
ráðgjafar hennar við mat á umhverfisáhrifum
framkvæmda eins og Norðlingaölduveitu eða
Kárahnjúkavirkjunar hafa samkvæmt lögum
rétt til að leggja sínar áherslur í matskýrslu
vegna framkvæmdarinnar enda eru þeir
ábyrgir fyrir matsskýrslunni. Við matsvinn-
una hefur Landsvirkjun það fyrir reglu að
þegar vitnað er í niðurstöður vísindamanna í
sérfræðiskýrslum eru tilvitnanirnar bornar
undir þá og afstaða tekin til þeirra athuga-
semda sem þeir kunna að gera á röklegum og
faglegum grundvelli.
4. Ábyrgðin á matsskýrslunni er Lands-
virkjunar og séu viðkomandi vísindamenn
ekki sáttir við framsetninguna þegar upp er
staðið geta þeir vakið athygli Skipulagsstofn-
unar á því. Þóra Ellen Þórhallsdóttir skilaði
ein þremenninganna athugasemdum um
matsskýrsluna til Skipulagsstofnunar og
svaraði framkvæmdaraðili athugasemdum
hennar með fullnægjandi hætti að mati
Skipulagsstofnunar eins og lesa má í úr-
skurði hennar. Enginn þremenninganna
kærði úrskurð Skipulagsstofnunar til ráð-
herra.
Landsvirkjun skorar á þremenningana að
draga ummæli sín til baka en finna þeim stað
ella.
III. Þáttur dr. Ragnhildar Sigurðardóttur
Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir, sem áður
starfaði fyrir VSÓ ráðgjöf við gerð mats-
skýrslu Landsvirkjunar um Norðlingaöldu-
veitu, hefur komið fram opinberlega og lýst
því að verk hennar hafi verið afflutt. Und-
anfarna mánuði hefur staðið deila milli henn-
ar og VSÓ ráðgjafar um starfslok hennar og
eðli þeirra starfa sem hún vann fyrir VSÓ. Sú
deila er Landsvirkjun óviðkomandi. Ragn-
hildur telur að vinna sín hafi falist í sjálf-
stæðum vísindarannsóknum en VSÓ og
Landsvirkjun telja störf hennar hafa snúist
um samantekt á vísindarannsóknum annarra
við gerð matsskýrslunnar. Framsetning efnis
í skýrslunni er á ábyrgð Landsvirkjunar og
ráðgjafa hennar eins og áður var vikið að og
því hefur Landsvirkjun rétt til að ritstýra því
efni. Skrif Ragnhildar um þetta efni fóru til
Skipulagsstofnunar þegar stofnunin bað um
þau að gefnu tilefni og féllst stofnunin á þá
afstöðu VSÓ ráðgjafar að skrif þessi teldust
vinnugögn og væru sem slík ekki hluti grunn-
gagna sem matskýrslan byggist á.
Ragnhildur lýsti því einnig í fjölmiðlum
hvernig ónafngreindur verkfræðingur hjá
Landsvirkjun hefði beitt hana óeðlilegum
þrýstingi á fyrsta verkfundi VSÓ og Lands-
virkjunar sem hún sótti. Landsvirkjun hefur
óskað eftir því við Ragnhildi að hún segi hver
þessi einstaklingur er og þangað til hún gerir
það getur fyrirtækið einungis upplýst að eng-
inn verkfræðinga Landsvirkjunar kannast
við að hafa beitt Ragnhildi þrýstingi.
IV. Öll frumgögn eru opinber
Sá misskilningur þáttarstjórnenda og
blaðamanns í þættinum „Ísland í bítið“ kom
ítrekað fram undanfarna daga að ýmis gögn
hafi ekki legið fyrir við umfjöllun Skipulags-
stofnunar um Norðlingaölduveitu. Af því til-
efni bendir Landsvirkjun á að við mat á um-
hverfisáhrifum fá Skipulagsstofnun,
sérfræðingar á hennar vegum og sérfræði-
stofnanir ríkisins öll gögn, þar með talið
frumskýrslur allra sérfræðinganna. Almenn-
ingur sem þess óskar getur kynnt sér allar
þessar sömu frumskýrslur. Sjálf matsskýrsl-
an er samantekt, einkum ætluð almenningi
og hún á þess vegna að vera aðgengileg, á
skiljanlegu máli, ekki of fræðileg og alls ekki
of löng. Ef einhverra hluta vegna reynast
vera aðrar áherslur í samantekt fram-
kvæmdaraðila og ráðgjafa hans en í einhverj-
um skýrslum sérfræðinga, þá á það ekki að
koma að sök, því sérfræðingar á vegum
Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila leggja
óháð mat á hlutina byggt á frumgögnunum.
Það leiðir af sjálfu sér að framkvæmdaraðili
kemst ekki upp með neinar falsanir, en
áherslumunur getur verið eðlilegur.
Loks minnir Landsvirkjun á að eftir vand-
aða lögformlega meðferð í mati á umhverfis-
áhrifum hefur Skipulagsstofnun skilað skýrri
niðurstöðu og hún staðfestir álit Landsvirkj-
unar sem fram kemur í matsskýrslu fyrir-
tækisins að Norðlingaölduveita valdi ekki
umtalsverðum umhverfisáhrifum og að
Þjórsárver haldi náttúruverndargildi sínu
þótt veitan verði byggð.“
Yfirlýsing frá Landsvirkjun um umhverfismat vegna Norðlingaveitu
Vísar ásökun-
um um óeðlileg
áhrif á bug
PRÓFKJÖRSBARÁTTU frambjóðenda Samfylk-
ingarinnar lýkur í dag með prófkjöri í öllum kjör-
dæmum landsins að undanskildu Norðvest-
urkjördæmi. Þá heldur Sjálfstæðisflokkurinn
prófkjör í dag í Norðvesturkjördæmi og styttist
óðum í prófkjör flokksins í Reykjavík um þar-
næstu helgi.
Samfylkingin heldur sameiginlegt prófkjör í
báðum Reykjavíkurkjördæmunum og er Helgi
Hjörvar varaborgarfulltrúi einn þeirra 13 fram-
bjóðenda sem eru í kjöri. Til að vekja athygli á
málstað sínum setti frambjóðandinn upp vaxta-
klukku í Kringlunni í gær. Sést þar hvernig
skuldir heimilanna hækka um 2 þúsund krónur á
sekúndu. Þegar klukkan var sett upp í gær, námu
skuldirnar tæpum 751 milljarði króna. Með þessu
er Helgi einnig að vekja athygli á þeim vaxtamun
sem er á Íslandi og nágrannalöndunum.
Þá opnuðu stuðningsmenn Sólveigar Péturs-
dóttur dómsmálaráðherra kosningaskrifstofu á
Suðurlandsbraut 8 vegna prófkjörs sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík 22. til 23. nóvember, en hún
stefnir á 3. sæti listans í sameiginlegu prófkjöri
flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.
Var margt um manninn við opnunina eins og
vera ber, meðal annarra þau Helga Guðrún Jón-
asdóttir formaður Landssambands sjálfstæð-
iskvenna og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Morgunblaðið/RAX
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra opnaði kosningaskrifstofu í gær.
Með henni eru Helga Guðrún Jónasdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Hörð keppni í prófkjörum
Helgi Hjörvar varaborgarfulltrúi setti upp vaxtaklukku í Kringlunni. Hún
sýndi að skuldir heimilanna námu í gær u.þ.b. 751 milljarði króna.
Dagný Jónsdóttir, formaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna,
hefur gefið kost á sér á framboðs-
lista Framsóknarflokksins í Norð-
austurkjördæmi
fyrir alþing-
iskosningarnar
10. maí 2003.
Hún sækist eftir
3. sæti listans.
Dagný hefur
starfað í Fram-
sóknarflokknum
í 10 ár og gegnt
þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hún
situr m.a. í miðstjórn, fram-
kvæmdastjórn og landsstjórn
flokksins. Hún er varaformaður Fé-
lagsmálaráðs Reykjavíkurborgar
og situr þar fyrir hönd Reykjavík-
urlistans. Þá sat hún í Stúdentaráði
og Háskólaráði HÍ árin 2000-2002
fyrir hönd Röskvu, samtaka fé-
lagshyggjufólks í Háskóla Íslands.
Hún var framkvæmdastjóri Stúd-
entaráðs árið 2001-2002.
Dagný leggur stund á nám í ís-
lensku við Háskóla Íslands og hef-
ur starfað á skrifstofu Framsókn-
arflokksins frá því í mars 2002.
„Aðaláherslumál mín eru m.a. að
standa vörð um jafnan rétt allra til
að afla sér menntunar og jafnt að-
gengi að heilbrigðisþjónustu. Ég vil
að fólki sé gert kleift að velja sér
búsetu þar sem það kýs,“ segir í
fréttatilkynningu frá Dagnýju.
Heimasíðu hennar er að finna á
www.xb.is/dagny.
Eydís Líndal Finnbogadóttir frá
Akranesi hefur ákveðið að gefa
kost á sér í 4. sæti í forvali á lista
Framsóknarflokksins í Norðvest-
urkjördæmi sem
fram fer hinn 16.
nóvember næst-
komandi. Eydís
Líndal, sem er 31
árs jarðfræð-
ingur og kennari,
starfar sem for-
stöðumaður
kortasviðs hjá
Landmælingum
Íslands. Hún hefur meðal annars
látið að sér kveða í félagsmálum og
íþróttastarfi og situr nú í æskulýðs-
og forvarnarnefnd Akraneskaup-
staðar. Eydís Líndal er uppalin á
Akranesi.
Í DAG
TANNLÆKNAR eru ánægðir með
samskiptasamning Tryggingastofn-
unar ríkisins og Tannlæknafélags Ís-
lands, sem greint var frá í gær.
Skjólstæðingar þeirra fái hærri end-
urgreiðslur, endurbætur á reglugerð
séu af hinu góða og gera megi því
skóna að samband á milli aðila verði
betra og faglegra.
Samningurinn hefur fengið ágæt-
ar undirtektir hjá tannlæknum, að
sögn Þórarins Jónssonar, formanns
Tannlæknafélags Íslands, en hann
var kynntur á aðalfundi og ársþingi
félagsins í gær og fyrradag.
Þórarinn bendir á að ekki sé um
breytingu að ræða á gjaldskrá tann-
lækna. Hún hafi verið frjáls undan-
farin fjögur ár og tannlæknar hafi
lagað sig að samkeppnisumhverfinu.
22% hækkunin sem komi á endur-
greiðslur skjólstæðinga tannlækna
sé þeim óviðkomandi enda sé fyrst
og fremst verið að leiðrétta endur-
greiðsluhlutfallið, sem hafi verið
tímabært fyrir löngu, en ekki að
auka greiðslur til tannlækna.
Að sögn Þórarins beitti Tann-
læknafélagið sér fyrir því að reglu-
gerð varðandi forvarnir og fleira yrði
tekin upp og endurbætt og það sé
sérstaklega ánægjulegt að þar verði
gerðar breytingar til batnaðar fyrir
skjólstæðinga tannlækna, en á því
hafi verið mikill áhugi hjá heilbrigð-
isráðuneytinu.
Í þriðja lagi segir Þórarinn mik-
ilvægt að samskiptasamningur liggi
fyrir, en formlegar boðleiðir hafi
ekki verið fyrir hendi. „Öll samskipti
verða eðlilegri og tannlæknar eiga
meiri möguleika á að taka þátt í um-
ræðunni um til dæmis mótun fram-
tíðarstefnu,“ segir hann og bætir við
að í heilt ár hafi verið að störfum sér-
fræðinganefnd, sem hafi unnið að og
tekið saman skýrslu um hvað sé
skynsamlegast að gera í forvörnum á
Íslandi og skili af sér fljótlega.
Viðræður hafa staðið yfir í um
fjögur ár með hléum og segir Þór-
arinn þær hafa tekið allt of langan
tíma. Reyndar sé um flókið mál að
ræða og margir komi að því, en ekki
sé um þrautalendingu að ræða.
„Menn virðast vera mjög ánægðir
með þetta,“ segir hann með þeim
fyrirvara að eftir sé að kynna samn-
inginn fyrir tannlæknum á sérstök-
um fundi.
Tannlæknar eru ánægðir með
nýja samninginn við TR