Morgunblaðið - 09.11.2002, Page 16
fyrir fólk á öllum aldri
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IS
S
19
31
6
1
1/
20
02
Metsölubækur
3.sæti
á metsölulista
Pennans/Eymundssonar
- barnabækur
4. sæti
á metsölulista
Pennans/Eymundssonar
- barnabækur
5. sæti
á metsölulista
Pennans/Eymundssonar
- barnabækur
Óskabók allra sem tala íslensku
Íslensk orðabók er grundvallarrit um íslenska tungu og
í nýrri útgáfu hennar eru nú 90.000 flettur og er hún
1900 blaðsíður í tveimur bindum. Hér eru þúsundir
nýrra orða sem bæst hafa við frá fyrri útgáfu, fyllri
skýringar og bætt efnisflokkun, en að auki greiðir breytt
uppsetning aðgang að lýsingu orðanna. Í Íslenskri
orðabók skynjar notandinn samhengið í íslenskri tungu
frá Eddukvæðum til tölvutækni.
Ný bók frá Kristínu Helgu
Systkinin Torfi og Gríma búa á
annasömu nútímaheimili og finnst sífellt
verið að skipa þeim fyrir. Þau leita til afa
Gissa sem að venju á ráð undir rifi hverju
– en eru það ráð sem duga? Er virkilega
gagn að gallsteinum? Að því komast
systkinin von bráðar og lenda síðan í
ótrúlegum ævintýrum.
Konungar háloftanna
Agnarlítill fjaðralaus dúfuungi laumar sér
inn í líf fjörugrar fjölskyldu og kemur þeim
sannarlega oft á óvart. Lygileg – en sönn –
saga sem Brian Pilkington myndskreytir á
sinn einstæða hátt.
Veisla í máli og myndum
Glæsileg bók eftir Kristínu
Steinsdóttur, sem Halla Sólveig
Þorgeirsdóttir myndskreytir, með
varúlfi, Línu langsokk, silfurskottu
og engli sem öll búa í sömu
blokkinni!
1.sæti
á metsölulista
Pennans/Eymundssonar