Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TÆKJA-Tækni ehf. hefur gert
tilboð í 90% af útgefnu hlutafé
Vatnsvirkjans ehf. Tilboðið er
með fyrirvara um áreiðanleika-
könnun og hefur verið sam-
þykkt af eigendum Vatnsvirkj-
ans.
Vatnsvirkinn ehf. var stofn-
aður 1954 og starfar á pípu-
lagna- og hreinlætistækja-
markaði. Tækja-Tækni ehf. var
stofnað 1984 og sérhæfir sig í
innflutningi á pípulagnavörum,
sundlaugum og heitum pottum.
Gert er ráð fyrir að nýir eig-
endur taki við rekstri Vatns-
virkjans 1. desember nk. að
lokinni áreiðanleikakönnun og
undirritun endanlegs kaup-
samnings.
Íslandsbanki veitti ráðgjöf
við kaupin og annast fjármögn-
un.
Vatns-
virkinn
seldur
TAP Marels hf. á fyrstu níu mánuðum
þessa árs nam um 1,1 milljón evra eft-
ir skatta, jafnvirði um 98 milljóna ís-
lenskra króna. Á sama tímabili á síð-
asta ári var tap félagsins um 330
þúsund evrur, eða um 30 milljónir
króna. Hagnaður félagsins á fyrri
helmingi ársins 2002 var um 1,3 millj-
ónir evra. Tap á þriðja ársfjórðungi
var því um 2,4 milljónir evra.
Í tilkynningu frá Marel í Kauphöll
Íslands í gær segir að þriðji ársfjórð-
ungur hafi verið samstæðunni erfið-
ur, þar sem framleiðsla liggi að mestu
niðri um eins mánaðar skeið vegna
sumarfría. Auk þess komi að þessu
sinni til kostnaður við flutninga móð-
urfélagsins í nýjar höfuðstöðvar í júlí
síðastliðnum og nokkur röskun sem
af því hlaust á framleiðslu félagsins.
Rekstrartekjur Marels fyrstu níu
mánuði ársins 2002 voru 75,6 milljónir
evra, sem er 15% aukning frá sama
tíma í fyrra. Rekstrartekjur sam-
stæðunnar eru um 6% lægri en áætl-
anir gerðu ráð fyrir og afkoman á 3ja
ársfjórðungi einnig lakari en reiknað
var með í áætlunum. Segir í tilkynn-
ingu Marels að þetta megi einkum
rekja til minni sölu og afhendinga á
tímabilinu en reiknað var með. Sú
efnahagsniðursveifla sem sé á helstu
mörkuðum félagsins í Bandaríkjun-
um og Evrópu hafi leitt til þess að
ákvörðunum um fjölmargar stórar
fjárfestingar í þeim iðgreinum sem
Marel sé að þjóna, hafi verið frestað.
Fjárfest var fyrir 17,0 milljónir
evra á tímabilinu janúar til septem-
ber. Þar er um að ræða fjárfestingu í
nýbyggingu Marels á Íslandi og kaup
á danska fyrirtækinu CP-Food. Á
sama tíma 2001 námu fjárfestingar
9,8 milljónum evra.
Veltufé frá rekstri var 0,6 milljónir
evra en 4,4 milljónir árið áður.
Hagnaður á fjórða ársfjórðungi
Í tilkynningunni segir að Marel
hafi að undanförnu gripið til aðgerða
til að bæta óviðunandi afkomu félags-
ins og laga rekstur þess að erfiðu
rekstrarumhverfi um þessar mundir.
Meðal annars hafi starfsmönnum
þegar verið fækkað um 70 í samstæð-
unni, eða um 9%, rekstur dótturfyr-
irtækja sameinaður, óhagkvæm
framleiðsla erlendis flutt til Íslands
og áherslum breytt í markaðsstarfi
félagsins. Á næstunni muni jákvæð
áhrif af flutningum Marels í nýtt hús-
næði byrja að skila sér.
Marel reiknar með að hagnaður
verði á rekstri félagsins á fjórða árs-
fjórðungi en tap verði þó á rekstri
þess á árinu 2002.
Tap Marels tæpar 100
milljónir króna
KAUPHÖLL Íslands og Verðbréfaskráning Íslands
héldu upp á flutning í nýtt húsnæði á Laugavegi
182 síðastliðinn fimmtudag. Félögin eru fyrstu fyr-
irtækin til að flytja í hið nýja hús sem stendur á
mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar í
Reykjavík.
Morgunblaðið/Sverrir
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, og
Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka og stjórnarformaður Kauphallarinnar, voru í opnunarhófinu.
Kauphöll Íslands í nýju húsnæði
HAGNAÐUR Frjálsa fjárfestingar-
bankans hf. fyrstu níu mánuði ársins
2002 var 367 milljónir króna. Arð-
semi eigin fjár á tímabilinu var
22,4% og kostnaðarhlutfall bankans
var 24%.
Í fréttatilkynningu frá bankanum
segir að ef afkoman sé borin saman
við afkomu sama tímabils á árinu
2001 þá sé um að ræða 80 milljóna
króna betri afkomu fyrir skatta, en
eftir skatta sé afkoman 23 milljónum
króna lakari.
Hagnaður eftir skatta á þriðja árs-
fjórðungi 2002 nam 156 milljónum
króna samanborið við 95 milljóna
króna hagnað á öðrum ársfjórðungi
2002 og 116 milljóna króna hagnað á
fyrsta ársfjórðungi 2002.
Eigið fé bankans var 2,6 milljarðar
króna í lok tímabilsins.
367 milljóna
hagnaður hjá
Frjálsa fjár-
festingar-
bankanum
HAGNAÐUR samstæðu Haraldar
Böðvarssonar hf. fyrstu níu mánuði
ársins var 833 milljónir króna sam-
anborið við 275 milljóna króna tap
sama tímabil árið 2001. Afkomubati
á milli tímabilanna er því 1.108
milljónir króna. Helsta skýring á
betri afkomu félagsins er að fjár-
munatekjur félagsins nema nú 375
milljónum króna en á sama tímabili
í fyrra námu fjármunagjöldin 770
milljónum króna. Vegna styrkingar
á gengi íslensku krónunnar á tíma-
bilinu var gengishagnaður vegna
lána í erlendri mynt 482 milljónir
króna. Heildarskuldir samstæðunn-
ar hafa minnkað um 803 milljónir
króna frá síðustu áramótum.
Hagnaður fyrir skatta nam 994
milljónum króna samanborið við
270 milljóna króna tap fyrstu níu
mánuðina árið áður.
Hagnaður samstæðunnar fyrir
afskriftir og fjármagnsliði (fram-
legð eða EBITDA) fyrstu níu mán-
uði ársins 2002 nam 1.056 milljón-
um króna, sem er 24,5% af tekjum,
samanborið við 877 milljónir króna
sama tímabil árið áður, sem er
25,4% af tekjum þess tímabils.
Veltufé samstæðunnar frá rekstri
nam 913 milljónum kr. á tímabilinu.
Heildarafli skipa félagsins var
tæplega 147 þúsund tonn á tíma-
bilinu, þar af um 18 þúsund tonn af
bolfiski og 128 þúsund tonn af upp-
sjávarfiski. Félagið beitir verðleið-
réttingum í uppgjörinu. Ef ekki
hefði verið tekið tillit til áhrifa
verðlagsbreytinga á tímabilinu
hefði hagnaður tímabilsins verið
60,6 milljónum lægri og bókfært
eigið fé hefði verið 98,7 milljónum
lægra.
Haraldur Böðvarsson hf.
Gengishagnaður
482 milljónir
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N/
SI
A.
IS
T
O
Y
19
18
8
1
0/
20
02
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 • www.arctictrucks.is
markaður jeppamannsins
RX-1 er kominn, ert þú tilbúinn?
YAMAHA er komið í Arctic Trucks
MEIRA AFL
vélin í RX-1 skilar
rúmlega 145 hö.
Á LAUGARDAG FRÁ 12-16 OG SUNNUDAG
FRÁ 13-16 Í ARCTIC TRUCKS
KOMDU OG SJÁÐU RX-1
VÉLSLEÐA ÁRSINS 2003