Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 26
ERLENT
26 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JIANG Zemin, forseti Kína, setti í
gær 16. flokksþing kínverskra
kommúnista og útlistaði hugmyndir
sínar um blandað hagkerfi sósíal-
isma og kapítalisma en lagði áherslu
á að kommúnistaflokkurinn ætti að
halda alræðisvaldi sínu. 16. flokks-
þingið er álitið mikilvægasta póli-
tíska samkoma kínverskra komm-
únista í áratug og ávarp Jiangs í gær
er líklega síðasta stefnuræða hans
áður en hann dregur sig í hlé sem
leiðtogi kommúnistaflokksins.
Jiang hvatti til frekari markaðs-
umbóta og sagði að stefnt væri að
því að fjórfalda verga þjóðarfram-
leiðslu Kína fyrstu tvo áratugi ald-
arinnar og auka samkeppnishæfni
landsins í heimsviðskiptum.
Hann lagði áherslu á nauðsyn þess
að bæta lífskjör bænda og draga úr
atvinnuleysi til að koma í veg fyrir
ólgu í samfélaginu en boðaði ekki
miklar pólitískar umbætur og hafn-
aði algerlega fjölflokkalýðræði.
„Flokkur okkar verður að standa
fastur fyrir í fylkingarbrjósti,“ sagði
Jiang í 90 mínútna setningarávarpi
sínu. „Við þurfum að styrkja og bæta
stjórnkerfið, lýðræðislegt alræði al-
þýðunnar. Við ættum aldrei að líkja
eftir neinum fyrirmyndum pólitíska
kerfisins á Vesturlöndum.“
Talið að Hu varaforseti
taki við af Jiang
2.114 fulltrúar sitja flokksþingið,
sem er haldið á fimm ára fresti og
stendur í viku, í Alþýðuhöllinni í
Peking. Þingið er mikilvægt vegna
þess að á því hefst fyrsta uppstokk-
unin í forystusveit kínverskra
kommúnista frá 1989.
Jiang er 76 ára og á meðal nokk-
urra aldraðra forystumanna komm-
únistaflokksins sem búist er við að
víki fyrir yngri stjórnmálamönnum,
„fjórðu kynslóðinni“ svokölluðu,
undir forystu Hu Jintao varaforseta.
Talið er að Hu, sem er 59 ára, taki
við af Jiang sem leiðtogi flokksins
eftir flokksþingið og verði síðan for-
seti Kína í vor.
Fulltrúarnir á flokksþinginu eiga
að kjósa um það bil 90 manna mið-
stjórn sem velur síðan æðstu leiðtog-
ana undir lok þingsins.
Líklegt er að tilkynnt verði um
breytingarnar á forystunni daginn
eftir að þinginu lýkur.
Fulltrúar á þinginu sögðust ekki
hafa hugmynd um hvaða breytingar
yrðu á forystu flokksins en sögðust
ætla að styðja þá sem yrðu fyrir val-
inu.
Sérfræðingar í stjórnmálum Kína
sögðu að Jiang hefði gefið til kynna í
ræðunni að hann hygðist láta af
embætti flokksleiðtoga en vildi
tryggja sér áhrif á bak við tjöldin. Í
ræðunni hefði hann fjallað ýtarlega
um 13 ára valdatíð sína, ekki aðeins
síðustu fimm árin eins og venja er á
flokksþinginu, og það sýndi að staða
hans í sögubókunum væri honum
mjög hugleikin.
Mikil leynd hvílir enn yfir áform-
um Jiangs. Orðrómur hefur verið á
kreiki um að hann hyggist ekki
draga sig í hlé sem yfirmaður hers-
ins og ætli að koma bandamönnum
sínum í æðstu embætti flokksins.
Jiang varð leiðtogi flokksins árið
1989 og valdatíð hans hefur ein-
kennst af miklum hagvexti og auknu
frjálsræði í efnahagsmálum en póli-
tískri stöðnun.
Kapítalistar fái að ganga
í kommúnistaflokkinn
Í ræðunni greindi Jiang í löngu
máli frá pólitískum kenningum sín-
um sem hann vonar að verði felldar
inn í stefnuskrá flokksins á næstu
dögum. Sérfræðingarnir sögðu að
með því að leggja kapp á að verða
viðurkenndur sem pólitískur hugs-
uður vilji Jiang ekki aðeins hljóta
sess meðal Maos Zedongs og Dengs
Xiaopings í sögunni heldur einnig
tryggja sér völd á bak við tjöldin eft-
ir að hann lætur af embætti.
Jiang hefur meðal annars lagt til
að kapítalistum verði leyft að ganga í
kommúnistaflokkinn og sú tillaga
verður rædd á flokksþinginu.
Útilokar ekki árás á Taívan
Forsetinn sagði að forystumenn
flokksins yrðu að laga sig að breytt-
um tímum og losa sig við „fjötra úr-
eltra hugmynda og venja“.
Hann hvatti til þess að löggæslan
yrði bætt og gerð yrði gangskör að
því að stemma stigu við spillingu inn-
an flokksins.
Forsetinn hvatti ennfremur til
þess að tekin yrðu upp „bein tengsl í
póst-, flug- og sjósamgöngum og við-
skiptum“ milli meginlands Kína og
Taívans, en þessi tengsl hafa verið
rofin í fimm áratugi.
Jiang útilokaði ekki að beitt yrði
hervaldi til að sameina meginlandið
og Taívan. „Sú afstaða okkar að
hafna ekki valdbeitingu beinist ekki
að taívönskum samlöndum okkar,“
sagði hann. „Hún beinist að til-
raunum erlendra afla til að hindra
endursameiningu Kína og sjálfstæð-
isáformum taívanskra aðskiln-
aðarsinna.“
Ekki hægt að þverfóta
fyrir lögreglumönnum
Mikill öryggisviðbúnaður var í
miðborg Peking vegna flokksþings-
ins til að koma í veg fyrir mótmæli.
Einkennisklæddir lögreglumenn,
hermenn og óeinkennisklæddir ör-
yggisverðir frá að minnsta sex stofn-
unum voru á götunum og að sögn
fréttamanns AP voru aðeins sex
metrar á milli lögreglumannanna.
Hótel í Peking fengu fyrirmæli um
að vísa Tíbetum eða múslímum frá
norðvesturhluta Kína á dyr meðan
þingið stendur yfir, að sögn starfs-
manna fjögurra hótela.
Að minnsta kosti þrjár tilraunir
voru gerðar til að dreifa bæklingum
fyrir utan Alþýðuhöllina en lög-
reglumenn voru fljótir að fjarlægja
þá. Nokkrir menn voru handteknir,
meðal annars fámennur hópur iðk-
enda Falun Gong.
Jiang Zemin, forseti Kína, setur sextánda flokksþing kínverskra kommúnista í Peking
Áhersla lögð á
að alræði
flokksins haldist
Talið að Jiang muni draga sig í hlé
Reuters
Kínverskir lögreglumenn handtaka tvo mótmælendur (í bakgrunni) meðan
aðrir tína upp dreifirit sem mennirnir tveir höfðu kastað fyrir framan Al-
þýðuhöllina í Peking áður en flokksþingið hófst.
Hu Jintao, vara-
forseti Kína og
líklegur eft-
irmaður Jiangs.
Jiang Zemin, for-
seti Kína, flytur
ræðu á flokks-
þinginu í gær.
’ Við þurfum aðstyrkja og bæta
stjórnkerfið, lýðræð-
islegt alræði alþýð-
unnar. ‘
Peking. AP, AFP.
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N/
SI
A.
IS
T
O
Y
19
32
4
1
1/
20
02
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 • www.arctictrucks.is
markaður jeppamannsins
RX-1 er kominn, ert þú tilbúinn?
YAMAHA er komið í Arctic Trucks
MEIRI HÁTTAR
útlit sem hæfir
foringja framtíðarinnar
Á LAUGARDAG FRÁ 12-16 OG SUNNUDAG
FRÁ 13-16 Í ARCTIC TRUCKS
KOMDU OG SJÁÐU RX-1
VÉLSLEÐA ÁRSINS 2003