Morgunblaðið - 09.11.2002, Page 36

Morgunblaðið - 09.11.2002, Page 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Óskað er eftir tillögum að hugmyndum og verkefnum á Vetrarhátíð, sem haldin verður í annað sinn í Reykjavík dagana 27. febrúar-2. mars 2003. Á Vetrarhátíð fögnum við ljósi og vetri og skulu tillögur tengja þessa þætti menningu og listum, orku og atvinnulífi, félags- og skólastarfi, útivist, íþróttum, leikjum, umhverfi eða sögu. Viðurkenningar verða veittar fyrir þrjár bestu hugmyndirnar: Kr. 100.000, 75.000 og 50.000. Hugmyndir skulu merktar Vetrarhátíð og berist til Höfuðborgarstofu, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík - fyrir 10. desember 2002. Í nýju ljósi - Vetrarhátíð í Reykjavík Reykjavíkurborg Í LISTHÚSINU í Laugardal stendur nú yfir sýning Guðrúnar Tryggvadóttur á teikningum úr bókinni Furðudýr í íslenskum þjóð- sögum sem kom út á dögunum hjá bókaforlaginu Sölku. Sýningin stendur til 30. nóvem- ber. Teikningar í Listhúsinu Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Sýning Gunnsteins Gíslasonar er framlengd til 26. nóvember. Gunn- steinn sýnir veggmyndir unnar í járn og tré. Sýningin er opin virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 11–16. Sýning framlengd TÓNLIST frá endurreisnartím- um virðist stödd jafnvel enn utar á jaðri áhugasviðs almennra hlust- enda en nútímalistmúsík. Eða svo hefði alltjent mátt álykta af furðufámennri aðsókn á tónleikum Contrasti-hópsins á sunnudags- kvöld. Að vanda ræðst slíkt sjaldn- ast af innistæðuleysi tónlistarinnar, heldur öllu frekar af viðkynning- arleysi. Má þar nefna litla útvarps- spilun og sinnuleysi kóranna – sér- staklega með tilliti til hins óvefengjanlega blómaskeiðs kór- mennta á áratugunum kringum 1600. Né heldur fer mikið fyrir kennslu í fornri fótmennt í hér- lendum dansskólum. Dagskráin var, burtséð frá grísku nútímaverki Tsoupakis og Örsvítu Sommerfeldts, endurreisn- artónlist frá Stórabretlandi og skiptist á milli að hluta sunginna og al-leikinna verka. Hin síðarnefndu voru tvær möskur („masques“) eftir ókunnan 17. aldar höfund, báðar leiknar á sópranblokkflautu, lútu og bassagömbu og af viðeigandi kyrr- látri fágun. Meistari Dowland, skapari enska lútusönglagsins á efri árum Elísabetar I. og tilnefndur í forkynningu á „Stað og stund“-vef- síðu Morgunblaðsins, reyndist að vísu ekki á boðstólum þegar á hólminn kom. En því meira var eft- ir samtímamann hans Thomas Morley, ekki síður frumlegan höf- und og oft frísklegri. Morley mun einnig kunnur fyrir „A Plaine and Easie Introduction to Practigall Musicke“, eitt af skemmtilegri tón- fræðiritum 16. aldar. Eftir hann voru fluttir döpru madrígalarnir Since my Tears og Sleep slumber- ing eyes, hinn léttari og bráðfallegi April is in my Mistress Face, hinn enn hressari lútu-„ayre“ Mistress mine og gáskafullt dansandi þriggja radda „balettinn“ [með einu l-i og fa la la-viðlagi] Though Philomela lost her love. Sá var reyndar ein- göngu leikinn, þ.e.a.s. á lútu og plokkaðar gömbur, og kom það vel út þrátt fyrir kannski óþarfa var- færni. Aðrir fisléttir og glaðlegir madr- ígalar voru eftir Farmer (Fair Phillis), Vautor (Mother I will have a husband) og – nær angurværari endanum – hinn feikifallegi I love alas yet am not love eftir „lament“- snillinginn John Wilbye. Einnig gat að heyra einfalt en afskaplega hug- ljúft raddsöngslag eftir ókunnan skozkan höfund, Depairte, depairte. Allt verk sem upphaflega voru einkum ætluð til heimilissöngs (sic transit!) en mátti einnig spila á til- tæk hljóðfæri samtímans, eins og yfirskriftir á við „apt for voyces or viols“ bera með sér. Að þessu sinni ýmist sungin af sópran – eða sópr- an og alt – með hinar raddirnar leiknar, þar sem tenór var blásinn á viðeigandi blokkflautustærð og bassinn strokinn á bassagömbu með lútuna til hljómauppfyllingar. Tærar söngraddir systranna Mörtu og Hildigunnar Halldórsdætra féllu bæði dável hvor að annarri og að upphaflegum flutningsmáta hóps- ins. Samt hefði undirritaður per- sónulega heldur kosið hreinan a cappella flutning (eða, til vara, „instrumental“) – einkum svo notið yrði betur raddfærslulistar ensku meistaranna. Síðast fyrir hlé var „Sappho’s Tears“ (1990) fyrir kvenrödd, T- blokkflautu og fiðlu eftir grísku tónskáldkonuna Calliope Tsoupakis, sem búsett mun í London. Camilla og systurnar fluttu hina þétt skip- uðu líðandi þríhljóma verksins (stundum reyndar fleiri tóna þegar spilendur sungu með ofan í hljóð- færaraddirnar) af innlifaðri list. Treinaðist því harmur lesbísku skáldkonunnar lengi undravel. En jafnvel úrvalstúlkun gat ekki dregið fjöður yfir óhóflegu lengdina – rúm- ar 17 mínútur – og hefði án efa far- ið verkinu betur að stytta það um helming. Nema kannski fyrir hörð- ustu fylgjendur mókhyggju þeirrar sem nú virðist í tízku. Ólöf Sesselja Óskarsdóttir lék fyrst eftir hlé „Mini-suite“ (1976), stutt en bráðskemmtilegt einleiks- verk fyrir selló eftir hinn norska Øistein Sommerfeldt (1919–94), af þjálli mýkt eftir örlítið hikandi byrjun. Inn á milli tónverka las Arnar Jónsson leikari upp ljóð af sinni alkunnu snilld, þ.á m. eftir Shakespeare (oftast í þýðingum Helga Hálfdanarsonar), enda þótt valið á öðrum kveðskap vefðist stundum fyrir manni í samhenginu, eins og á færeysku ljóðunum – eða Játvarðskvæðinu (úr Ossian?), þrátt fyrir bragðmikla spennu þess og meistaralega túlkun. Brezkar endurreisnarperlurTÓNLISTHafnarborg Ensk endurreisnartónlist eftir m.a. Morl- ey, Wilbye o.fl. Tár Sapphoar eftir Call- iope Tsoupaki; Mini-suite e. Sommer- feldt. Contrasti-hópurinn: Camilla Söderberg blokkflautur, Marta Guðrún Halldórsdóttir S, Hildigunnur Halldórs- dóttir S/fiðla/tenórgamba, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir selló/bassagamba, Snorri Örn Snorrason lúta. Ljóðalestur: Arnar Jónsson. Sunnudaginn 3. nóvember kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Alþjóðahúsið við Hverfisgötu Í tengslum við þjóðhátíðardag Pól- verja hinn 11. nóvember verður sam- sýning fjögurra pólskra listamanna opnuð kl. 19. Þeir eru Hubert Dobrz- aniecki, málverk, Jacek Pluszcz, ljós- myndir, Michal Bukowski, ljós- myndir, og Marcin Dopieralski, málverk. Kl. 20 verður ljóðakvöld á pólsku. Hubert Dobrzaniecki mun lesa úr nýútkominni ljóðabók sinni. Á morgun, sunnudag, kl. 16. mun formaður Vináttufélagsins, Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur, fara nokkrum orðum um sögu Póllands og að því loknu mun Emilia Mlynska fjalla um þjóðir og þjóðarbrot í Pól- landi. Leiðsögn í Nýlistasafninu Nemar úr Listaháskóla Íslands leiða gesti um sýninguna Flökt – Ambulatory – Wandelgang kl. 15. Um er að ræða samsýningu Magnúsar Pálssonar, Erics Andersens og Wolfgangs Müllers sem stendur í safninu til 24. nóvember nk. Bókabúð MM á Laugavegi 18 Les- ið verður úr nýjum barnabókum kl. 11. Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr bók sinni Gallsteinar afa Gissa, Kristín Steinsdóttir les úr bókinni Engill í vesturbænum, Halldór Bald- ursson les úr bók Heiðar Bald- ursdóttur Sögurnar um Evu Klöru, Auður Jónsdóttir les úr bókinni Skrýtnastur er maður sjálfur. Hver var Halldór Laxness? og Harpa Jónsdóttir les úr bókinni Ferðin til Samiraka. Penninn Eymundsson, Austur- stræti 18 Sögustund verður kl. 14. Gerður Kristný les upp úr barnabók- inni sinni Marta smarta og Að- alsteinn Ásberg les upp úr barna- bókinni sinni Ljósin í Dimmuborg. Magnús Óskar Magnússon opnar ljósmyndasýn- ingu í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16 og eru þær kynjamyndir úr náttúrunni. Ljósmyndirnar eru prentaðar á striga og strekktar á blindramma. Magnús Óskar gaf í fyrra út ljósmyndabók þar sem hann hefur fangað andlit meitluð í kletta og steina víðs vegar um landið. Sýningin stendur til 24. nóvember og er opin virka daga frá kl. 8–19 og kl. 12–18 um helgar. Sólon, Bankastræti Grafíski hönn- uðurinn Jóhanna Svala Rafnsdóttir opnar sýninguna Grafísk hönnun á myndlist kl. 17. Á sýningunni veltir hún fyrir sér þessari fínu línu á milli beggja þessara tvívíðu listmiðla, og eru litirnir þar í fararbroddi. Sýn- ingin stendur til 29. nóvember. Ljósmyndasýning nemenda LHÍ verður opnuð á jarðhæð Borg- arbókasafnins við Tryggvagötu kl. 15. Sýningin samanstendur af ljós- myndum átta myndlistarnema. Þeir eru Arnajaraq Hegelund Olsen, Böðvar Gunnarsson, Dagbjört Drífa Thorlacius, Dodda Maggý, Elín Anna Þórisdóttir, Kristín Helga Káradóttir, Lisa C.B. Lie og Oddvar Örn Hjartarson. Sýningin stendur til 24. nóvember. Þingeyingakórinn heldur tónleika í Þorgeirskirkju í Ljósavatnshreppi kl. 14 og kl. 17 í Húsavíkurkirkju. Þingeyingakórinn er blandaður kór brottfluttra Þingeyinga á höfuðborg- arsvæðinu, stofnaður 1999. Þetta er í fyrsta skipti sem kórinn kemur fram á tónleikum á heimaslóðum. Stjórnandi kórsins er Kári Frið- riksson tónmenntakennari. Þorberg- ur Skagfjörð Jósefsson syngur ein- söng með kórnum og tvísöng með Kára Friðrikssyni. Kórinn leggur m.a. áherslu á flutn- ing sönglaga eftir þingeyska höf- unda og lagahöfunda af þingeyskum ættum s.s. Jón Múla Árnason, Stein- grím Birgisson, Friðrik Jónsson, Að- alstein Ísfjörð og Kára Friðriksson. Einnig eru á efnisskránni negra- sálmar, gömul dægurlög og þekkt kórlög af ýmsum toga. Sönghópurinn Veirurnar heldur söngskemmtun í sal Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki kl. 21. Veirurnar eru að stærstum hluta Skagfirðingar búsettir í Reykjavík og nágrenni og hafa verið starfandi í einhverri mynd síðastliðin 15 ár, en þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn heldur sjálfstæða tónleika í Skaga- firði. Á efnisskrá eru íslensk og nor- ræn sönglög, einnig amerískir slag- arar. Söngstjóri er Þóra Fríða Sæmunds- dóttir, einsöng syngur Ásgeir Ei- ríksson og tvísöng þau Sigríður Gunnarsdóttir og Sigurður Örn Sig- urgeirsson. Sérstakir gestir á tónleikunum eru félagar í Skagfirska Kamm- erkórnum undir stjórn Páls Szabó. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Magnús Óskar Magn- ússon með eina nátt- úrumynda sinna. KAMMERKÓR Norðurlands syngur í Grafarvogskirkju í dag og í Reyk- holtskirkju í Borgarfirði á sunnudag. Kórinn starfar með nokkuð sérstæð- um hætti því í honum er fólk af svæðinu allt frá Sauðárkróki aust- ur á Kópasker, alls 18 manns, tón- listarkennarar, organistar og söngmenntað fólk, sem tekur einnig þátt í tónlistarlíf- inu hvert á sínum stað. Kórinn hitt- ist nokkrum sinnum á ári og æfir þá heilu helgarnar og tónleikar hafa að jafnaði verið haldnir tvisvar á ári. Guðmundur Óli Gunnarsson er stjórnandi kórsins. „Tónleikarnir eru í tvennu lagi. Fyrir hlé flytjum við fimm enska madrígala ásamt tveimur lögum eftir Atla Heimi Sveinsson og eitt eftir Þorstein Hauksson. Íslensku verkin ríma hvort á sinn hátt við þessa gömlu madrígalamúsík. Madr- ígaletto-verkin tvö eftir Atla Heimi eru í stíl madrígalanna. Þetta er leik- hústónlist við leikrit eftir Odd Björns- son og íslenskir kórar hafa talsvert flutt þau. Sapientia, úr óratóríunni Psychomachia eftir Þorstein Hauks- son, var samið fyrir Háskólakórinn 1989. Tónlistin er við gamlan latínu- texta og tónefnið gamallegt,“ segir Guðmundur Óli. Seinni helmingur tónleikanna er helgaður norrænni tónlist og sameig- inlegt er höfundunum að þeir semja allir verkin á tungumáli sem er annað en þeirra eigin. Svíinn Per Nørgård semur t.a.m. við texta eftir Shake- speare, eftir Finnann Einojuhani Rautavaara er verkið Suite de Lorca, sem samið er við texta eftir spænska skáldið Federico Garcia Lorca og auk þess verða flutt fleiri verk. Tónleikarnir verða í Grafarvogs- kirkju í dag kl. 17 og í Reykholts- kirkju á morgun kl. 15. Kammerkór Norð- urlands í söngferð Guðmundur Óli Gunnarsson Á NÝJA sviði Borgarleikhússins verða Ferðalaga- tónleikar kl. 15:15 í dag. Að þessu sinni verður farið um eyjarnar í Norður-Atlandshafi: Ísland, Færeyjar og Bretlandseyjar. Gestur tónleikanna er Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón, en hann mun flytja flokk laga fyrir söngrödd, píanó og selló eftir Pauli í Sandagerði með þeim Daníel Þorsteinssyni og Sigurði Halldórssyni við ljóð eftir William Heinesen, Regin Dahl og Christian Matr- as. Einnig flytur hann tvö skosk þjóðlög við ljóð Roberts Burns. „Það eru eyjamállýskur sem eru ráðandi hjá mér í dag og íslenskt langspil,“ segir Ólafur Kjart- an, „og hef ég verið að kljást við skoska og fær- eyska framburðinn undanfarið.“ Ólafur Kjartan segist einu sinni áður hafa sung- ið lag eftir Páli í Sandgerði, í Færeyjum árið 2000. Þá eru á efnisskránni tvö einleiksverk fyrir selló, Passacaglia eftir William Walton samin 1982 og 3 Ariettur eftir Kristian Blak frá árinu 1991. Einnig verða fluttar tónsmíðar Hafliða Hallgríms- sonar um 6 íslensk þjóðlög frá 1973 fyrir selló og píanó. Eyja- tónlist Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.