Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SPOR nefnist sýning sem opnuð verður í tveimur sölum í Hafnar- borg, Sverrissal og Apóteki, í dag, laugardag kl. 15. Það er verkefnið Handverk og hönnun sem stendur að sýningunni en markmið verkefn- isins er m.a. að stuðla að eflingu handverks og listiðnaðar og bæta menntun og þekkingu handverks- fólks. Sýningin var öllum opin og dóm- nefnd valdi úr innsendum munum. Mikill áhugi var á sýningunni og um eitthundrað einstaklingar sóttu um þátttöku, en verk 42 aðila voru val- in. Dómnefndin var skipuð Tinnu Gunnarsdóttur, iðnhönnuði, Baldri J. Baldurssyni innanhúsarkitekt og skorarstjóra í Iðnskólanum í Reykjavík og Signýju Ormarsdótt- ur, fatahönnuði á Egilsstöðum. „Þema sýningarinnar er norðrið en öll verkin eru því tengd á ein- hvern hátt,“ segir Sunneva Haf- steinsdóttir framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar. „Mér finnst sýningin bera þess merki að mikil gróska er á þessu sviði á Íslandi og við eigum fullt af framúrskarandi handverks- fólki. Hér gefur að líta listhandverk og listiðnað úrkeramik, textíl, silfri, gler o.fl. og það er spennandi verk- efni að sýna í Hafnarborg .“ Sýningin verður sett upp í sýn- ingarsal Sívalaturnsins á Köbmag- ergade í Kaupmannahöfn í lok mars á næsta ári. „Sú hugmynd kom upp að rétt væri að kynna íslenskt list- handverk í útlöndum og í framhaldi af því sótti ég um sýningarrými í miðborg Kaupmannahafnar og fengum við inni í Sívalaturninum. Trúlega verða fleiri verk sýnd í Kaupmannahöfn.“ Í tengslum við sýninguna er gefin út sýningarskrá þar sem allir sýn- endur eru kynntir. Sýningarstjóri er Birna Kristjánsdóttir. Núna í haust hefur Handverk og hönnun farið með sýningu um land- ið og er hún nú á Skriðuklaustri. Sýningin í Hafnarborg stendur til 25. nóvember. Hún er opin alla daga, nema þriðjudaga, kl. 11-17. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri og Birna Kristjánsdóttir sýn- ingarstjóri vinna að uppsetningu verkanna í Hafnarborg. Frá Hafnarborg til Kaupmannahafnar FYRRI kvikmyndatónleikar vetr- arins – hinir seinni verða í dag – þeg- ar umrenningurinn heimskunni með kúluhatt og reyrstaf snæðir skóinn sinn eina ferðina enn í Gullæði Chaplins – voru fyrir fullu húsi Há- skólabíós á fimmtudag. Enda ekki á hverjum degi sem menn geta upp- lifað klassíska þögla kvikmynd við lifandi undirleik 70 manna hljóm- sveitar fyrir aðeins tvöfalt bíómið- averð. Á hinn bóginn grisjaðist ískyggilega úr áhorfendafjöldanum eftir hlé, og er það einsdæmi á sin- fóníutónleikum. Um ástæður þess arna er aðeins hægt að gizka. Samt segir manni svo hugur um að tvennt hafi aðallega komið til. Annars vegar „erfið“ nú- tímamúsíkin hans Bernds Schult- heis, sem – þótt félli ágætlega að framvindunni á hvíta tjaldinu – gæti varla staðið ein. Hins vegar „teat- ralskur“ leikur þöglu leikaranna, ýkt svipbrigði þeirra og fettur sem vöktu oftlega tilhlaup til hláturs meðal áhorfenda. Fyrir utan furðugamal- dags útlit – af framtíðarhrollvekju að vera – sem hlaut að verka frekar „lúðó“, ekki sízt hjá yngri og lítt sögumeðvitaðri kynslóð. Því þó að myndin þyki óumdeilanlegt kvik- myndasögulegt meistaraverk hjá þeim er vel til þekkja, þá minnir hún, ekki síður en svo margar aðrar fram- tíðar- og vísindaskáldsögusýnir frá öndverðri nýliðinni öld, núorðið mest á sjálfan tilurðartímann. Það er svo umhugsunarefni út af fyrir sig af hverju gamanefni (eins og Gullæðið, þrátt fyrir alvarlegan undirtón) eld- ist oft betur en þegar kvikmyndahöf- undi er mikið niðri fyrir. Það sem kannski stakk mann mest við sýninguna í gærkvöld var þó stíl- rænt samspil myndarinnar, sem kemur þeim er hér ritar umfram allt fyrir sjónir sem ósvikið tímahylki 3. áratugar 20. aldar (þrátt fyrir að eiga að gerast árið 2000) og tónlistarinn- ar, sem hljómaði í einu og öllu sem ósvikin afurð síðasta áratugar. Þetta andvirka samspil verkaði ósjálfrátt sem stílbrot – allavega í tíma – og mun svæsnara misræmi en t.a.m. þegar Straussvínarvalsinn Dóná svo blá sveiflaðist letilega við geimstöðv- arskeiðið í „2001“ Stanleys Kubricks. En e.t.v. var það fyrst og fremst spurning um rétt hugarfar. Að geta horft fram hjá og undir yfirborðið og einblínt á boðskapinn – „hjartað verður að ráða huga og hönd“. Það má reyndar til sanns vegar færa, að sambúð hinna í fljótu bragði gjör- ólíku stílþátta fyrir sjón og heyrn vandist öllu betur eftir hlé, þegar tónlistin varð hvassari og hnitmið- aðri, enda var hljómsveitin þá komin í smellandi fítonsham og lék sem einn maður undir afburðavel tímasettri stjórn Franks Strobels. 75 ára tímastílbrot? TÓNLIST Háskólabíó Fritz Lang: Metrópólis. Tónlist eftir Bernd Schultheis. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Franks Strobels. Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 19:30. KVIKMYNDATÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÞAÐ er ekkert víst að Pavarotti, Carreras og Domingo séu neitt betri en þeir tenórar sem ætla að gleðja tónleikagesti í kvöld og á morgun á því sem okkar menn kalla stórtónleika tenóranna þriggja. Okkar menn eru þeir Jóhann Frið- geir Valdimarsson, Snorri Wium og Jón Rúnar Arason og hafa allir ver- ið í sviðsljósinu fyrir söng sinn. Ólafur Vignir Albertsson leikur með þeim á píanó og efnisskráin er hlaðin vinsælum sönglögum, ís- lenskum, amerískum og ítölskum. Snorri Wium hefur orð fyrir þeim félögum: „Þetta íslenska er nú þessi stórskotamúsík sem allir þekkja, Hamraborgin, Heimir, Bikarinn, Sjá dagar koma og fleira slíkt sem við syngjum bæði einir sér og sam- an. Amerísku lögin eru út West Side Story og það ítalska eru kans- ónur og óperuaríur.“ Snorri vill ekki viðurkenna að það sé rígur á milli tenóranna þriggja, þeir séu búnir að þekkjast lengi og af og frá að þetta verði keppni í því í hverjum heyrist mest. „Ætli ég færi ekki illa út úr því,“ segir Snorri hógvær. „Við reynum bara að syngja vel og skemmta fólki. Það verður létt yfir þessu.“ Snorri segir að þeir tenórar hafi ákveðið að bæta við prógrammið þegar í ljós kom að Stöð tvö vildi taka tónleikana upp til útsendingar um jólin. „Þetta er syrpa af jólalög- um. Ólafur Vignir setti þessa syrpu saman og við ætlum að syngja hana í lok tónleikanna.“ Þegar Snorri er spurður um vin- sældir þessa tónleikaforms, að þrír tenórar syngi saman segir hann að þær helgist af því að þetta sé gott skemmtiefni. „Ég vil nú meina að tenórinn sé mest spennandi rödd manneskjunnar og þegar fleiri ten- órar koma saman – þó ekki of margir, þá verða til ótrúlega mörg desibil, og fólk hefur gaman af.“ Snorri segir að þeir þrír séu mjög ólíkir tenórsöngvarar, Snorri hefur bjarta, mjúka og lýríska rödd, en Jón Rúnar og Jóhann Friðgeir hafa kraftmiklar raddir og drama- tískari. Píanóleikarann, Ólaf Vigni, þekkja allir. „Hann temur okkur vel og heldur vel utan um þetta og það er gott fyrir okkur að hafa svona reyndan mann með okkur. Svei mér þá ef hann hefur ekki spilað með öllum íslenskum tenórum frá því miklu fyrr en maður man eftir sjálf- um sér. Hann er búinn að vera lengi að og er alltaf jafnöruggur.“ Fyrri tónleikar tenóranna þriggja verða í kvöld kl. 20.00, en þeir seinni á morgun kl. 16. Samsöngur þriggja tenóra „Tenórinn er mest spennandi röddin“ Morgunblaðið/Sverrir „Ótrúlega mörg desibil.“ Tenórarnir þrír, Jón Rúnar Arason, Snorri Wium og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, með Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara. RUT Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í Nýheimum á Hornafirði annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Á efnisskrá verða verk eftir Wolf- gang Amadeus Mozart, Fjölni Stef- ánsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Johannes Brahms. Nýheimar eru mennta- og menn- ingarsetur Hornfirðinga og nýr flyg- ill hússins verður m.a. í sviðsljósinu á þessum tónleikum. Tónleikarnir eru á vegum Menn- ingarmiðstöðvar Hornafjarðar. Rut Ingólfs- dóttir og Richard Simm í Nýheimum stærðir 38-46 Samkvæmissjöl fjölbreytt úrval kvenfataverslun Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. Samkvæmisfatnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.