Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 41
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 41 Tóbak róm ræmir, remmu framkvæmir, tungu vel tæmir, tár af augum flæmir, háls með hósta væmir, heilann fordæmir og andlit afskræmir. Þ annig kvað Hallgrímur Pét- ursson fyrir um það bil 350 ár- um. Reykingar eru eitt stærsta heilbrigðisvandamál samtímans. Öll tóbaksnotkun er skaðleg og skaðinn eykst því meira sem reykt er og fyrr er byrjað. Reykingar eru meginorsök 18–19% dauðsfalla í landinu eða 350–380 dauðsföll á ári. Margt hefur unnist í baráttu gegn notkun tóbaks. Enn reykir þó fjórði hver Íslend- ingur 15 ára og eldri. Reykingar barna og unglinga fóru að aukast aftur um miðjan 9. áratuginn en talið er að dregið hafi úr þeim á ný. Konur reykja nú meira en karlar. Í því sambandi hrópa á okkur nið- urstöður af samanburði milli Evrópuþjóða á tíðni lungnakrabbameins sem er hvergi algengari meðal kvenna en hér og er ástæða þess rakin til reykinga. Á síðasta áratug hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana í því skyni að hindra tóbaksnotkun, s.s. að banna reykingar á ákveðnum stöðum og sölu tóbaks til yngri en 18 ára. Það er gömul saga og ný að bilið milli þekkingar og hegðunar er breitt. Aðgerðir sem miða að því að draga úr tóbaksnotkun eru m.a.:  Forvarnir sem beinast að börnum, ungmennum og fullorðnum.  Eftirfylgni við banni á tóbaksauglýsingum.  Niðurgreiðsla nikótínlyfja og verðstýring.  Aukið aðgengi að meðferðarúrræðum fyrir reykingasjúklinga.  Reyklaust umhverfi sem víðast.  Aukið eftirlit með sölu á tóbaki til unglinga.  Söfnun og úrvinnsla á tóbaksneyslu þjóðarinnar og þjóðfélagshópa. Hagfræðistofnun metur þjóðfélagslegan kostnað vegna reykinga hér um 5 milljarða á ári. Sennilega er þetta vanmat. Sambærilegir útreikningar í Bandaríkjunum yfirfærðir á Ísland sýna næstum helmingi hærri tölur. Stefnt er að því að árið 2010 verði hlutfall reykingafólks undir 15% meðal fólks 18–69 ára og undir 5% meðal barna og unglinga. Það fæli í sér um helm- ings lækkun þjóðfélagslegs kostnaðar af reykingum og munar um minna. Við getum átt þann draum að í lok aldarinnar lifi hér kynslóðir sem líti á tóbaksreykingar sem sögulega forneskju rétt eins og við sullaveiki í dag. Haukur Valdemarsson aðstoðarlandlæknir Landlæknisembættið Heilsan í brennidepli Bannsett tóbakið! Reykingar eru eitt stærsta heilbrigðisvandamál samtímans BANDALAG vísindamanna, víðs vegar úr heiminum, ýtti nýlega úr vör verkefni sem auka á skilning á breytilegum erfðaeiginleikum mannsins. Vonir standa til að hanna nýja gerð korts af erfða- mengi mannsins sem hugsanlega mun knýja áfram rannsóknir á uppruna algengra sjúkdóma svo sem hjartaáfalls, sykursýki og ofáts. Þetta kemur fram á net- útgáfu Washington Post. Verkefnið er unnið í framhaldi af genamengisáætluninni (Human Genome Project) og er afar viða- mikið, það mun standa yfir í þrjú ár og kosta tæpar 8,6 milljarða króna. Vísindamenn munu rannsaka genabúskap Japana, Kínverja, Afr- íkubúa og Bandaríkjamanna sem þeir álíta gefa nægilega breidd og muni leiða í ljós flest ef ekki öll al- geng genamynstur. Sundurgreining erfðaefnanna mun fara fram á á tilraunastofum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Kína og Kanada. „Verkefnið gæti haft mikil áhrif á framtíð lækn- isfræðinnar,“ er haft eftir Francis Collins, framkvæmdastjóra Nation- al Human Genome Research Inst- itute í Bethesda í Maryland, sem er einn aðalstyrktaraðili verkefnisins. Áður hafa verið gerðar svipaðar tilraunir og verkefni þetta felur í sér, en ætla má að það sem nú fer í hönd verði enn nákvæmara og viðameira. Morgunblaðið/Sverrir Hanna nýtt kort af erfðamengi mannsins www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn alltaf á föstudögum Íslenskt náttúruafl - fy ri r or ku na www.sagamedica.com meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.