Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 43
Þ
EGAR varað er við
því að íslenzkri
tungu fari hrakandi
er því tekið með
þyrrkingi af ýms-
um þeim, sem ættu að vita bet-
ur. Telja það svartsýni að klifa á
slíku og til þess fallið að vekja
andúð og leiða hjá yngra fólki.
Sá, sem þetta ritar, varð eitt
sinn vitni að því að málsmetandi
maður taldi enga ástæðu til að
gera sér rellu vegna móð-
urmálsins. Aðalatriðið væri að
menn gætu gert sig skiljanlega.
Hann hefði t.d. komið á
skemmtistað í Lúxemborg þar
sem var talað gjallandi hrogna-
mál, samsull úr mörgum tungu-
málum, frönsku, þýsku, hol-
lenzku. Allir hefðu skilið alla og
legið vel á þeim; virzt hafa það
gott, sem væri aðalatriði. Lúx-
emborgarar ættu ekkert móð-
urmál og þessvegna bless-
unarlega lausir við áhyggjur.
Það er hver fyrir sinn smekk,
eins og svalan sagði, þegar Trít-
ill litli vildi ekki þiggja ána-
maðkinn sem hún bauð honum.
Undirritaður viðurkennir
fúslega að hann hefir lengi ,,bor-
ið hyggju gljúpa“ vegna móð-
urmáls síns. Sýnst það stefna í
ógöngur óðfluga, einkum vegna
áhrifa frá enska sjóræningja-
málinu. Vonandi missýnist hon-
um, en hann er ekki einn á báti
með áhyggjur sínar.
Óþarft er að kafa djúpt í rök-
semdir fyrir varðveizlu ís-
lenzkrar tungu óbjagaðrar. All-
ir, sem láta sig þjóðerni okkar
og bókmenntaarf einhverju
varða, telja varðveizlu tung-
unnar öllu skipta. Raunar sé allt
annað unnið fyrir gýg ef það
mistekst. Að svo komnu stæði
raunar á sama hvoru megin á
rassi þjóðarkrílið ríður eða á
klakki klúkir.
Allt um það, þótt á hafi horfzt
illa um sinn, höfum við ekki enn
glatað svo miklu að ekki megi úr
bæta, enda ber okkur til þess
heilög skylda. En til þess þarf
allt menntakerfið að taka sig
stórlega á um kennslu og alla
meðferð málsins. Ennfremur
verði ríkisfjölmiðlarnir stórum
efldir til varnar tungunni, og
síðan til öflugrar sóknar.
Að þjóðin hefir staðið sæmi-
lega í stykkinu hingað til er að
þakka fram úr skarandi ein-
staklingum, sem lagt hafa sig í
framkróka með vandað mál og
kynningu þess. Of langt mál
yrði upp að telja einstaklinga í
því frækna liði, en ekki látið hjá
líða að minna á Orðabókarmenn
og Íslenzka málstöð.
En nú sem minnzt var á
Orðabókina er komið að því,
sem greinarhöfundi liggur að
þessu sinni helzt á hjarta, þótt á
styttingi verði orðfært.
Að safna saman öllum orðum
sem löndum okkar kann um
munn að líða er sjálfsagt mál.
En að sulla því öllu saman er
óhæfa, jafnvel þótt ómálið sé
merkt með aðvörun. Slíkt safn á
heima í sérstöku sorp-riti. Sorp
er eitt algengasta fyrirbrigðið á
heimilum manna, en engum
dytti þó í hug að stilla því upp á
borð með matföngum, þótt sér-
merkt væri. Það er blátt áfram
lífsnauðsyn að halda góðu máli
og slanguryrðum af ömurleg-
ustu gerð aðgreindu. Hitt er
undanhald, sem ekki má líðast,
þegar móðurmálið á í hlut.
Undanhald
Eftir Sverri
Hermannsson
Höfundur er alþingismaður.
órninni
inginu.
fstofu
ofustjóri
2000 til
er síðast-
aður Inuit
ldisflokk-
kka þing-
Nord-
i sínu hafa
sú, að
anska
r eftir
því að
aupmanna-
um merkj-
áhrifamátt
a kjósenda
m til
sjálfstæð-
fstæð-
ndi. Auk
nginu fyrir
flokksins
ssum þing-
ofnaður
5. desem-
amning.
egur
sem þing-
um. Í sam-
shafsþing-
gur milli
haldi
á þinginu.
s er lýst á
tæði Fær-
nn vinna
a, Fær-
Þingmennirnir hafa kynnt starf sitt í Færeyjum og
Grænlandi en auk þess efnt til funda til að ræða mál-
stað sinn í Óðinsvéum, Álaborg og Árósum í Dan-
mörku. Þar hafa þeir lagt sig fram um að efla tengsl
við félög Færeyinga og Grænlendinga og virkja þau í
þágu málstaðar síns.
x x x
Til að skilgreina stefnu sína og málstað og afla sér
þekkingar um þau málefni, sem setja svip sinn á sam-
starfið innan þingflokksins, hefur hann ákveðið að
stofna nefndir sérfróðra manna til að rannsaka fjögur
meginviðfangsefni: efnahagslegar hliðar utanríkis- og
öryggismálastefnunnar á Norður-Atlantshafi, þjóð-
réttarlega stöðu og kosti Færeyja og Grænlands, leið-
ir til að tryggja betri lífskjör Norður-Atlantshafs-
borgara í Danmörku og betri samgöngur á
Norður-Atlantshafi.
Þjóðréttarnefndin er að safna gögnum um þjóðrétt-
arleg og stjórnskipuleg málefni, sem snerta hagsmuni
Færeyja og Grænlands. Er ætlunin að miðla upplýs-
ingum um málið til almennings og stjórnmálamanna í
Grænlandi, Færeyjum og Danmörku til að auðvelda
málefnalegar umræður um framtíðarstöðu Grænlands
og Færeyja. Meðal nefndarmanna er dr. Guðmundur
Alfreðsson, forstöðmaður Raoul Wallenberg-
stofnunarinnar í Svíþjóð.
Félagsmálanefnd hefur verið komið á fót til að
leggja á ráðin um leiðir til að bæta félagslegar að-
stæður Grænlendinga í Danmörku. Margir þeirra búa
við erfið kjör.
Þegar þessar tvær nefndir hafa lokið störfum á
árinu 2003 verður skipaður vinnuhópur til að lýsa
hernaðarlegum þáttum, sem tengjast Færeyjum og
Grænlandi.
x x x
Færeyskir kjósendur skiptast í tvær jafnstórar
fylkingar í afstöðu sinni til sjálfstæðis eyjanna. Í fær-
eysku landsstjórninni sameinast flokkar með ólíka
stefnu í innanlandsmálum undir merkjum sjálfstæð-
isbaráttunnar. Málsvarar stjórnarinnar ræða ekki
lengur um það, hvort Færeyjar verði sjálfstæðar
heldur hvenær. Hinir áköfustu eins og Tórbjörn Jac-
obsen nefna árið 2006.
Sjálfstæðissinnar í Færeyjum vísa mjög til Íslands
sem fordæmis. Minna þeir á hrakspár á sínum tíma,
að Íslendingar gætu ekki staðið á eigin fótum efna-
hagslega eftir slit tengslanna við Danmörk. Allt ann-
að hafi komið á daginn.
Eftir opinbera heimsókn Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra til Færeyja í ágúst síðastliðnum sam-
þykkti ríkisstjórn Íslands að ósk Anfinns Kallsbergs
að taka færeyska embættismenn í starfsþjálfun í ís-
lenska stjórnarráðinu. Vilja færeysk stjórnvöld, að
færeyskir embættismenn kynnist starfsemi íslensku
ráðuneytanna og starfsháttum innan þeirra. „Ég er
viss um að við höfum meira gagn af því að sjá hvern-
ig samfélag sem er fimm sinnum stærra en okkar
tekur á málunum en samfélag með fleiri milljónir
íbúa,“ sagði Kallsberg í samtali við Morgunblaðið af
þessu tilefni.
x x x
Sjálfstæðisþróunin er mun skemmra á veg komin á
Grænlandi en í Færeyjum. Grænlendingar ganga til
þingkosninga 3. desember næstkomandi og er líklegt
að sjálfstæðismálin setji svip á kosningabaráttuna.
Lars-Emil Johansen telur, að skynsamlegasta leið-
in til að efla sjálfstæðisvitund Grænlendinga sé að
efna til þjóðarhreyfingar eins og hann og félagar
hans gerðu, þegar þeir börðust fyrir því að segja
Grænland úr lögum við Evrópusambandið á sínum
tíma og fengu það samþykkt í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Það kunni að taka nokkur ár, að virkja
Grænlendinga í þágu eigin sjálfstæðis en baráttan
fyrir því sé hafin og muni setja svip á kosningarnar
3. desember.
Íslensk stjórnvöld hafa lagt Færeyingum lið í sjálf-
stæðisbaráttu þeirra með því að bregðast vel við ósk-
um landsstjórnarinnar þar. Sæki Grænlendingar eftir
slíkri liðveislu verður hún vafalaust veitt.
Skiptir miklu fyrir okkur Íslendinga að fylgjast
náið með þróun þessara mála í næstu nágrannalönd-
um okkar. Sameiginlegir hagsmunir þjóðanna eru
miklir á mörgum sviðum, ekki síst að því er varðar
stjórn auðlindanýtingar á Norður-Atlantshafi og
ákvarðanir um öryggismál.
á Norður-Atlantshafi
bjorn@centrum.is
ætis bestu verkfræði hvað
argslungið eðli varðar.
æðinu í kringum Kjöl nán-
sem jarðvegurinn er yfir-
ðri sem er í senn viðkvæm-
þrátt fyrir að vera dreifður
r. Hver einasti fíngerður
hefur skotið rótum í
i. Hver og einn þeirra er
við af fágætum styrk. Og
sa brúska flórunnar má
ti og áferð og líf, fínstillt og
og í teikningum Dürers og
st og gróðurhulan breytist.
n eins og úfið haf mosa sem
r mótað – öldurót ofið úr
í líki krapps og frosins
er gáskafull eftirlíking af
vatni, nema kyrrstæð og mjúk og varan-
leg.
Margir Íslendingar vilja ólmir hafa tré
út um allt. En Ísland býr nú þegar yfir
sínum trjám. Þau felast í hinu víðáttu-
mikla útsýni. Útsýnið er tré Íslands. Því
eitt það besta sem tré hafa til að bera er
eiginleikinn til að tengja hluti saman;
jörðina himninum, ljósið myrkrinu, vind-
inn í laufinu kyrrðinni sem umkringir
það, hin smáu rými innan trésins stóra
rýminu sem það byggir. Hér á Íslandi
þjónar útsýnið sama hlutverki og miðlar
algjörlega einstæðri tilfinningu fyrir eig-
inleikum staðarins. Veðrið á stóran þátt í
því – þar sem það er í sambýli við hina
hverfulu, síbreytilegu og iðandi líðandi
stund. Útsýnið felur það fjarlæga og það
nálæga í sér með jafn skýrum hætti. Það
breiðir úr lögun hnattarins fyrir tilstilli
víðáttu og gagnsæi, sem á sér fáar hlið-
stæður annarsstaðar. Það umvefur mann
einveru er gerir mann meiri. Útsýnið set-
ur mann í samhengi við heiminn.*
Óskipulögð trjárækt mun hylja upp-
byggilegt afdráttarleysi landsins og eyði-
leggja fínlega og fjölbreytta og viðkvæma
gróðurhuluna. Hún mun rjúfa kraft sam-
hengisins, búta niður og binda enda á hið
mikilvæga og gagnsæja sjónarsvið þessa
heims. Hvar sem er annarsstaðar myndi
ég mæla með aukinni nærveru trjáa af
sömu ástæðu og ég legg áherslu á að tak-
marka nærveru þeirra hér. Á Íslandi er
þeim hreinlega ofaukið.
Skógrækt er ekki einungis vafasöm leið
til að berjast gegn veðrun, heldur er hún
einnig smekklaus eftirlíking af nátt-
úrunni. Skógrækt nær einungis að draga
fram andstæðu skógarins. Allir sem hafa
einhverntíma farið í gönguferð í skógi
ræktuðum eftir stríð, vita þetta. Slík
reynsla er langt frá því að vera af skógi,
hún er líkari því sem maður upplifir á
Manhattan. Hver er munurinn á skipu-
lögðu rúðuneti trjáa og skipulögðu rúðu-
neti stræta? Upplifunin er í grundvallar-
atriðum sú sama. Rúðunet eru rúðunet.
Eftirlíkingar af rúðunetum eru rúðunet
og eftirlíkingar af lífrænu fyrirkomulagi
eru sömuleiðis rúðunet. Þau einfalda
flókna hluti fram úr hófi og umbreyta
ástandi í uppgerð.
Þeir sem eru fylgjandi kerfisbundinni
trjárækt eða notkun trjáa um allt land til
að berjast gegn veðrun ættu að ferðast
um eyjuna; um Sprengisand, Eldgjá,
Laka, Veiðivötn, Barðaströnd, Öskju, eða
um aðra staði sem ekki eru jafn framandi,
svo sem Snæfellsnes og Eldhraun. Þeir
ættu að horfast í augu við þá staðreynd að
sú ríkulega flóra sem þegar er á þessum
stöðum leggur sitt af mörkum í flóknu og
viðkvæmu vistfræðilegu jafnvægi sem og
í hinu einstaka íslenska yfirbragði. Og
horfast einnig í augu við að þetta jafnvægi
er samhangandi form sem stöðugt stækk-
ar og tekur á sig nýja mynd. Það yfir-
bragð og þau lífsgæði sem því fylgja
mynda kjarnann í íslenskri sjálfsmynd.
Löngunin til að framfylgja rómantísk-
um hugmyndum um sveitasælu á Íslandi,
til að færa Ísland inn í ramma hinnar
mjúku, skipulögðu náttúru sem þegar
hefur lagt Evrópu og Nýja-England und-
ir sig, er byggð á misskilningi. Sveitasæla
er ein hugmynd um stað, en sú hugmynd
hefur aldrei átt við um Ísland. Löngunin
til að umbreyta sjálfum sér yfir í annars
mynd er brjóstumkennanleg og afar
truflandi. Hugmynd um fegurð er felur
það í sér að ryðja einstæðri upprunalegri
fegurð úr vegi, er ein tegund afmyndunar
á sjálfinu.
Sumir beita þeim rökum að á Íslandi
hafi áður fyrr vaxið tré. Að það hvernig
það lítur út núna sé hvort sem er ekki
náttúrlegt eða upprunalegt. Enn aðrir
halda því fram að landslagið muni breyt-
ast sama hvað gert er. En hvað um þá
óviðjafnanlegu fegurð sem bíður og
þróast fyrir utan gluggann manns? Og
hvað með heilindi þessa landslags? Þá
gjöf sem í því felst á þessum síðustu tím-
um 2002? Ferðist um heiminn og ykkur
mun verða ljóst að ekkert af þessu um-
fangi er óskert, nokkurstaðar, lengur. Ís-
land er ekki góðlátlegt sýnishorn náttúru
sem er að mestu er horfin. Ísland er ekki
upphafinn skemmtigarður. Ísland er ekki
yfirveguð túlkun á því villta.
Þar til nýlega hefði verið hægt að lýsa
landinu sem hrjóstrugu og eyðilegu.
Segja að þær takmarkanir hafi gert þá
frumþörf að lifa af stærsta þáttinn í ís-
lenskum lífsháttum. En það heyrir að
mestu fortíðinni til og nú hafa Íslendingar
tækifæri, kannski í fyrsta sinn í sögu
þjóðarinnar, til að meta eyjuna og þá
óvenjulegu tilvist sem hún býr yfir að
verðleikum. Fyrir tilstilli vega og bíla og
framfara á sviði samgangna, ferðast Ís-
lendingar í fyrsta sinn mjög mikið. Ný-
fengin auðlegð hefur ennfremur aukið
þann hreyfanleika til mikilla muna. Af
þeim sökum er nauðsynlegt að viður-
kenna að þessi auðlegð helst í hendur við
mjög óvenjulega staðreynd: þá að ósnert-
anleiki íslensks landlags er enn að mestu
til staðar. Almennt aðgengi, með þeirri
innrás og þeim skaðandi áhrifum sem
fylgja í kjölfarið gerir umhverfið við-
kvæmara og eykur varnarleysi landslags-
ins. Þar af leiðandi er það á ábyrgð hvers
einasta Íslendings að vernda og viðhalda
þessu upprunalega og, enn sem komið er,
nánast ósnortna landi.
Það að Íslendingar skuli ekki veita
heildinni sem þar er til staðar athygli og
kunna að meta hana – ekki einungis eins
og hún birtist í sjálfri sér, heldur miklu
fremur í samhengi við heim samtímans,
stefnir í að verða harmleikur. Á Íslandi er
til þekking til að breyta öðruvísi. Sem út-
lendingur fylgist ég með því hvernig sá
harmleikur sem felst í því að gefa þessu
ekki gaum snýst, með sívaxandi þunga,
yfir í annarskonar harmleik; limlestingu á
sjálfum sér.
Vegið er að íslensku landslagi úr öllum
áttum: Stífla hér, vegur þar, flákar af
skógi í beinum línum annarsstaðar. Með
hverri og einni þessara nýju breytinga
færist Ísland einu skrefi lengra frá sínu
einstaka sjálfi. Sem áhorfandi að þessu
stríði við fegurðina, rennur það upp fyrir
mér að hin illræmda íslenska veðrátta var
í rauninni dulbúin blessun – sem verndaði
Ísland fyrir Íslendingum í öll þessi ár.
*Sjá: Þetta ekkert sem er, Morgunblaðið,
6. september, 1998.
arnar veðrun
Höfundur er myndlistarmaður.
Ljósmynd/Roni Horn