Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 47
HINN 28. október sl. var kveð-
inn upp í Héraðsdómi Reykjaness
dómur í máli fréttamannsins
Magnúsar Hafsteinssonar gegn
sjávarútvegsráðherra Árna
Mathiesen. Niðurstaða dómsins
var m.a. sú að Árni hefði brotið
rétt á fréttamanninum með um-
mælum, sem talin voru hafa falið í
sér ásökun um að myndskeið, sem
birtist með frétt um brottkast
sjávarafla, hefði verið sviðsett.
Aðdróttun ráðherrans um svið-
setningu á umræddu brottkasti
hefði hann hvorki sannað né rétt-
lætt á annan hátt.
Eins og lesendum blaðsins er
kunnugt hafði Magnús fréttamað-
ur farið út á sjó með fiskibáti og
haft með sér kvikmyndatöku-
mann. Þar tóku þeir kvikmynd af
því þegar áhöfn skipsins kastaði
hluta af afla bátsins í sjóinn eftir
að hann hafði verið innbyrtur.
Í málinu liggur fyrir:
1. Fréttamaðurinn fór gagngert
í sjóferðina til að taka kvikmynd
af þeirri háttsemi áhafnarinnar að
kasta fiski í sjóinn. Háttsemi
áhafnarinnar brýtur gegn lögum.
2. Skipstjórinn og áhöfnin vissu
um tilgang fréttamannsins og
heimiluðu honum för með skipinu
til að ná honum fram. Þeim var
kunnugt um nærveru hans og
myndavélarinnar, þegar þeir
frömdu lögbrotið. Ásetningur
þeirra laut að því að láta taka af
sér mynd við iðju sína.
Það verður að telja hverjum
sem er heimilt að telja myndskeið,
sem svona er stofnað til, sviðsett.
Þá skiptir engu máli hvort þessi
skipstjóri eða áhöfn hans hafi fyrr
kastað fiski í sjóinn. Myndskeið úr
þessari ferð er jafnsviðsett fyrir
það.
Til að taka dæmi af hliðstæðu
má nefna mann sem ekur yfir
gatnamót gegn rauðu ljósi. Náist
mynd af honum á myndavél sem
hann veit ekki af er ekki unnt að
telja myndina sviðsetningu. Ef
hann á hinn bóginn veit af frétta-
manni með myndatökuvél á
gatnamótunum, sem gagngert er
kominn til að taka mynd af honum
aka gegn rauðu ljósi, og hann
fremur afbrotið með ásetningi um
að láta þennan mann festa það á
filmu, er atvikinu ágætlega lýst
með því að segja það sviðsett.
Skiptir þá engu máli hvort þessi
ökumaður hefur áður ekið yfir
gatnamót gegn rauðu ljósi.
Í þessu ljósi má því segja um
frétt Magnúsar fréttamanns: Víst
var hún sviðsett.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Víst var hún
sviðsett
Höfundur er prófessor við laga-
deild Háskólans í Reykjavík.
er þekkt fyrir hugsjónir sínar, dugnað og málafylgju í starfi.
Hún stendur vörð um velferðarkerfið og er óþreytandi að boða
jöfnuð og réttlæti í samfélaginu.
Ásta Ragnheiður hefur barist ötullega fyrir framförum og rétt-
indum almennings í heilbrigðis- og tryggingamálum og nýtur
þar yfirburðaþekkingar sinnar á þeim málaflokkum.
Hún hefur barist fyrir fjölmörgum öðrum framfaramálum,
t.d. á vettvangi félagsmála, samgöngu- og fjarskiptamála.
Ásta Ragnheiður hefur hagsmuni Reykjavíkur í fyrirrúmi
og hefur ávallt verið öflugur málsvari höfuðborgarinnar
á Alþingi Íslendinga.
Nú höfum við tækifæri til að tryggja
að Ásta Ragnheiður haldi áfram
að standa vörð um velferð,
réttindi og hagsmuni
almennings.
KOSNINGAMIÐSTÖÐ PÓSTHÚSSTRÆTI 13
OPIÐ Í DAG KL.10–22
SÍMI 594 7676
PRÓFKJÖR SAMFYLKINGARINNAR - Í DAG, 9. NÓVEMBER
Ástu R. í 3. sætið!
Ásta R. Jóhannesdóttir
þingmaður Reykvíkinga
Fjölmennum í prófkjör
Samfylkingarinnar
í dag og tryggjum
Ástu Ragnheiði
3. sætið
– þitt atkvæði getur
ráðið úrslitum.
Glæsileg leðursófasett
3+1+1
239.000kr.
Sevil la
3+2
Dökkbrúnt, ljósbrúnt og svart
189.000kr.
Sófasett
s e m s a m e i n a f e g u r ð o g þ æ g i n d i
Mán.– Fös. 10.00 –18.00 • Laugard. 11.00 –16.00 • Sunnud. 13.00 –16.00
OPIÐ:
só
fa
se
tt
L
e
ð
u
r
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I Y
D
D
A
•
N
M
0
7
8
5
7
/
si
a.
is
t m h u s g o g n . i s
Á ÞRIÐJA og fjórða áratug síð-
ustu aldar var mikill baráttu- og
frelsishugur ríkjandi meðal ís-
lensku þjóðarinnar. Fullveldið var
í höfn og stofnun lýðveldis var
framundan. Íslensk hjörtu slógu í
takt og það var ekkert tómahljóð í
þeim hjartslætti. Fólkið var
reiðubúið til að taka á sig þær
byrðar sem þyrfti til að vera frjáls
og fullvalda þjóð. Frelsinu mátti
ekki glata aftur það var alltof dýr-
mætt til þess. Það hafði margra
alda áþján ófrelsis kennt íslenskri
þjóð.
Frelsið á markað
Sjálfstæði þjóðarinnar er mesta
auðlind hennar. Það er undirstaða
þess að hún hafi yfirráðin yfir
landi sínu með öllum gögnum og
gæðum og yfir landhelginni með
tilheyrandi auðlindum. Þetta eig-
um við að vita.
Þær raddir sem heyrast að full-
veldið geti verið falt á markaði
fyrir þá sem vel bjóða er því lítt
skiljanlegt. Að kanna markaðsvirð-
ið svona rétt eins og þeir stóru
gera á verðbréfamarkaðnum er
jafnfáránlegt.
Að fá „nammi“
Samfylkingin nýr flokkur sem
virðist enn vera á „nammialdri“ og
vill bæta málefnastöðu sína telur
„nammi“ frá Brussel góðan kost.
Þar leggst lítið fyrir kappann.
Sjálfstæðið verði tryggt
Það getur engin umræða farið
fram um aðild að ESB eða afsal á
forræði auðlinda og sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar nema hún sam-
þykki fyrst í almennri atkvæða-
greiðslu að afsala fullveldi og
sjálfstæði í einhverri mynd eða að
öllu leyti.
Hjartað í Brussel
Þótt fólk telji sig heyra fyrir-
boða gulls og grænna skóga í
slætti Brussel-hjartans leynast þar
þau bönd sem undan getur blánað
um aldir ef þau verða einu sinni
hnýtt. Það hefði aldamótakynslóð-
in í upphafi 20. aldar skilið.
Íslendingar. Stöndum vörð um
frelsi og sjálfstæði þjóðar okkar.
Það er og verður okkar fyrsta
skylda nú og um alla framtíð.
… og Brussel-
hjartað slær
Eftir Pál V.
Daníelsson
Höfundur er
viðskiptafræðingur.
„Stöndum
vörð um
frelsi og
sjálfstæði
þjóðar
okkar.“
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
GRILLPÖNNUR
kr. 2.900 (stærri)
kr. 2.300 (minni)