Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 51
AUSTFIRÐINGAR hafa lengi
beðið eftir athygli að sunnan, vanda-
málin eru mörg þ.á m. landsbyggð-
arflótti og of hátt orkuverð. Loks
þegar þeir fá áheyrn er álver á
Reyðarfirði það eina sem stjórn-
málamönnum dettur í hug, það
skapast jú nokkur hundruð nýrra
starfa og málum er reddað að þeirra
mati. Ég skil Austfirðinga mjög vel,
orkuverð er of hátt og margir, að-
allega unga fólkið, flykkjast úr sveit-
unum til að leita sér betri kjara, ál-
verið er það eina sem boðið er upp á
og margir taka því fegins hendi.
Landsbyggðarflótti er alheims-
vandamál og ættu Íslendingar að
reyna að læra af mistökum ná-
grannaþjóðanna. Norðmenn t.d.
hafa reynt að sporna við lands-
byggðarflótta með stóriðju, en það
er ekki nema í sárafáum tilvikum
sem það hefur tekist. Ljóst er að
það er brýn nauðsyn að gera eitt-
hvað fyrir landsbyggðina, en lausnin
felst ekki í stóriðju heldur verður að
skapa blómleg samfélög sem fólk
sækist eftir að búa í. Það er ekki lík-
legt að margir sem fara á mölina til
að mennta sig komi til baka í sveit-
ina til þess eins að vinna í álveri.
Unga fólkið kemur ekki til baka
nema þar bíði störf sem henta
menntun þess. Atvinnuleysi í land-
inu er lítið og ráðamenn fyrir austan
hafa viðurkennt að líklega verði að
flytja inn erlent vinnuafl fyrir álver-
ið. Ég ber mikla virðingu fyrir því
erlenda fólki sem býr og starfar á
Íslandi en er ekki hin raunverulega
byggðastefna að halda Íslendingum
sjálfum á landsbyggðinni? Vinsæl
spurning virkjunarsinna er hvað
hægt sé að gera í staðinn fyrir álver-
ið og hér koma nokkur dæmi: Það
væri t.a.m. upplagt að Háskóli Ís-
lands myndi stofna útibú eða rann-
sóknarsetur á Austurlandi með
kennslu í greinum eins og tölvunar-
fræði, sjávarútvegi og náttúrufræði.
Hugbúnaðarfyrirtæki eru einnig
góður kostur því þau geta verið hvar
sem er. Ferðamennskan er á hraðri
uppleið og þar eru óteljandi mögu-
leikar, þjóðgarður norðan Vatnajök-
uls, skipulagðar ævintýraferðir,
hreindýraskoðun, bátaferðir o.fl. En
til þess að svona hugmyndir geti
orðið að veruleika þurfa stjórnvöld
og lánastofnanir að hjálpa til með
fjármögnun. Ég bið ykkur Austfirð-
inga að íhuga þessa kosti vel og láta
ekki blekkjast af þeirri þröngsýni
sem ríkir í sambandi við álverið.
Mótmæli gegn náttúruspjöllum
Það er staðreynd að það þarf oft
mikið til að almenningur mótmæli á
Íslandi, þegar von er á bensínhækk-
un hleypur fólk til og hamstrar
bensín í stað þess að berja í borðið
og mótmæla yfirganginum. Það
hlýtur því að teljast til tíðinda í sögu
náttúruverndar á Íslandi að dagleg
mótmæli gegn náttúruspjöllum á
hálendinu hafa verið í gangi síðast-
liðnar vikur á Austurvelli. Einnig
hafa verið haldnir baráttufundir á
Grand Rokk á laugardögum og mót-
mælin munu halda áfram. Mótmæl-
endur eru alls staðar að úr sam-
félaginu, frá stjórnmálamönnum til
listamanna. Hópurinn er ört vaxandi
og er með þau markmið að draga at-
hygli þjóðarinnar að því sem er að
gerast. Ef Kárahnjúkavirkjun og
Norðlingaölduveita verða að veru-
leika þá stefnir Ísland að mestu
náttúruspjöllum sem framin hafa
verið af manna völdum í sögu þjóð-
arinnar. Því miður setja allt of
margir samasemmerki milli nátt-
úruverndar og ofstækis en oft eru
þeir sem halda þessu fram, sjálfir
uppfullir af ofstæki og fordómum.
Ofstækisfólk er að finna í öllum hóp-
um samfélagsins hvort sem það eru
meiri- eða minnihlutahópar, stjórn-
málaflokkar, virkjunarsinnar eða
náttúruverndarsinnar. Það er því
ekki hægt að dæma hóp eftir nokkr-
um einstaklingum sem eyðileggja
málstaðinn fyrir hinum. Það er mjög
sorglegt að hlusta á fólk, þar á með-
al háttsetta stjórnmálamenn, lýsa
því yfir að náttúruverndarsinnar séu
„á móti framförum“ í landinu. Að
segja svona opinberlega ber vitni
um ómálefnalegan málflutning og
þekkingarskort.
Tap á Kárahnjúkavirkjun
Hálendið heillar flesta sem heim-
sækja það og er Kárahnjúkasvæðið
einn stórkostlegasti staður sem ég
hef komið á. Hins vegar eru alltaf
einhverjir sem finnst það ekkert
sérstakt, finnst gljúfrin ómerkileg
og segja að hreindýrin og gæsirnar
geti bara farið eitthvað annað, þeim
er alveg sama og vilja frekar fara í
sólarlandaferð en ferðast um Ísland.
Menn hafa mismunandi smekk og
það er ekkert við það að athuga. En
ef þessir sömu aðilar eru spurðir
hvort þeir séu tilbúnir að borga tap-
ið af virkjuninni þá getur dæmið
snúist við. Nú spyr ég: Er þjóðin
tilbúin að borga tapið á Kárahnjúka-
virkjun úr eigin vasa með hærri
sköttum og hærra orkuverði? Ólafur
S. Andrésson og Þorsteinn Sig-
laugsson hafa fært rök fyrir því að
svo verði raunin og ég vil nota tæki-
færið og skora á Landsvirkjun að
svara greinum þeirra í Morgun-
blaðinu.
Því miður eru allt of margir Ís-
lendingar sofandi í þessum málum,
hafa ekki áhuga eða hafa ekki kynnt
sér málin, en þetta er málefni sem
varðar alla landsmenn, hvort sem
þeir búa í þéttbýli eða dreifbýli og
eru náttúruverndarsinnar eða ekki.
Eini aðilinn sem mun græða á Kára-
hnjúkavirkjun og álverinu á Reyð-
arfirði er álrisinn Alcoa sem er dott-
inn í lukkupottinn því íslensk
stjórnvöld eru tilbúin að fórna sál
þjóðarinnar, hálendinu, fyrir stór-
iðju.
Ísland
og stóriðja
Eftir Rannveigu
Magnúsdóttur
„Íslensk
stjórnvöld
eru tilbúin
að fórna sál
þjóðarinnar,
hálendinu, fyrir stór-
iðju.“
Höfundur er líffræðingur.
SJÓMANNAFÉLAG Reykjavík-
ur hefur sýnt aðdáunarverða stað-
festu í baráttu fyrir kjörum sjó-
manna. Það hefur vissulega oft verið
á brattann að sækja. Íslensk skipa-
félög hafa þannig reynt að grafa und-
an kjarasamningum íslenskra sjó-
manna með því að ráða erlendar
áhafnir á kjörum sem liggja langt
undir því sem samið er um í íslensk-
um kjarsamningum. Þegar skipa-
félögin hafa ekki komist upp með
þessa starfshætti hefur verið brugðið
á það ráð að taka upp fána erlends
ríkis sem lætur sig þessi mál litlu
skipta. Þannig verða til hentifána-
skip. Meira að segja Eimskip, sem á
sínum tíma hlaut sæmdarheitið óska-
barn þjóðarinnar, lét sér sæma slík
vinnubrögð.
Bananar um borð
Um þessar mundir stendur yfir
hatrömm deila við Atlantsskip. Það er
sorglegt til þess að vita að ungir og
kraftmiklir menn sem þar eru í for-
svari skuli reiðubúnir að nýta sér
neyð í löndum þar sem atvinnuleysi
er mikið til að ráða áhafnir langt und-
ir íslenskum kjarasamningum. Stefán
Kjærnested, framkvæmdastjóri fé-
lagsins, segir að fyrirtækið fari að ís-
lenskum lögum. „Samkvæmt þeim
lögum er starfsemi okkar fyllilega
lögleg,“ segir Stefán í viðtali við
Fréttablaðið 4. nóvember. „Það er
ákveðinn rammi sem fyrirtæki og ein-
staklingar þurfa að fara eftir í þessu
samfélagi og svo lengi sem maður er
innan þess ramma hljóta það að telj-
ast grundvallarréttindi að fá að lifa og
starfa í friði.“ Framkvæmdastjórinn
segir það vera á ábyrgð ríkisstjórnar
og Alþingis að breyta lögunum ef þau
eru ekki mönnum að skapi. Það kann
vissulega að vera nokkuð til í því. Jón-
as Garðarsson, formaður Sjómanna-
félags Reykjavíkur, segir í viðtali við
Fréttablaðið þennan sama dag að
„varðandi siglingarnar frá Evrópu …
[sé] dálítill bananalýðveldisbragur á
íslensku lögunum og Atlantsskip eru
að nýta sér það.“ Jónas segir hins
vegar að í flutningum fyrir ameríska
herinn sé „Atlantsskip að brjóta gegn
íslenskum lögum … Í þeim samning-
um er alveg klárt hvernig þetta á að
vera. Það á að vera íslensk útgerð,
sem rekur skip í eigin reikning og
ræður til sín áhöfn. Þessi skilyrði
uppfylla þeir ekki.“
Í skjóli utanríkis-
ráðuneytisins
Í mjög þungorðu bréfi sem birtist í
Morgunblaðinu 6. október segir Birg-
ir H. Björgvinsson m.a. eftirfarandi:
„Atlantsskip siglir bæði til Bandaríkj-
anna og Evrópu. Ameríkusiglingarn-
ar eru í skjóli utanríkisráðuneytisins.
Vegna þess að íslensk stjórnvöld og
bandarísk hafa gert með sér samning
á flutningi á varningi fyrir varnarlið-
ið. Þar er meðal annars kveðið á um
að af Íslands hálfu skuli íslensk út-
gerð annast þann hluta flutninga sem
eigi að falla í okkar hlut. Það er á allra
vitorði að Atlantsskip er ekki skipa-
félag. Félagið á ekkert skip og gerir
ekki út skip. Það leigir skip sem með-
al annars eru mönnuð fátækum
mönnum sem þiggja hvað sem er til
að geta keypt næstu máltíð. Þeir geta
seint notið þæginda eða öryggis þrátt
fyrir að starfa í okkar heimshluta.
Atlantsskip kemur í veg fyrir það.“
Auðvitað er það á ábyrgð löggjaf-
ans að tryggja réttláta löggjöf og ef
þar er að finna brotalamir þá ber að
laga þær. Hins vegar skal einnig tekið
undir það með talsmönnum sjómanna
að fyrirtækjum á borð við Atlantsskip
ber að sýna siðferðilega ábyrgð í stað
þess að leita uppi smugur í löggjöfinni
sjálfum sér til hagsbóta jafnvel þótt
það brjóti í bága við lágmarkssamn-
inga Alþjóðasambands flutninga-
manna. Atlantsskip stendur frammi
fyrir tveimur kostum: að ráða erlend-
ar áhafnir á íslenskum kjörum eða
einfaldlega að leita til íslenskra sjó-
manna. Hvað hið síðarnefnda áhrærir
segir Jónas Garðarsson: „Atlantsskip
eru að auglýsa sig sem íslenskt fyr-
irtæki en af hverju taka þau þá ekki
þátt í íslensku samfélagi með því að
ráða til sín íslenska áhöfn?“ Þetta er
góð spurning.
Tekið undir með Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur
Eftir Ögmund
Jónasson
„… fyr-
irtækjum á
borð við Atl-
antsskip ber
að sýna sið-
ferðilega ábyrgð í stað
þess að leita uppi
smugur í löggjöfinni
sjálfum sér til hags-
bóta…“
Höfundur er alþingismaður
og formaður BSRB.
SÍÐASTA ár varð eitt versta ár
mannskaða og tjóna sem Íslendingar
höfðu þolað og það sem af er þessu
ári hafa dauðsföll í umferðarslysum
orðið enn fleiri. Það er tímanna tákn
að svo var ekki af völdum sjávar-
háska eins og oftast áður. Stærstu
tjón verða af eldsvoðum og skipsköð-
um enda gríðarleg verðmæti í nútíma
vinnustöðum og nýjum fiskiskipum
með öllum búnaði. Algengustu tjóna-
ástæður nútímans eru þó innbrot,
rán, skemmdarverk og íkveikjur en
flestum mannsköðum valda umferð-
arslys.
Á fáum árum hefur geigvænlegum
umferðarslysum með manntjónum
og miklum örkumlum fjölgað ört. Um
skeið varð óskapleg fjölgun dauða-
slysa á Reykjanesbraut einni, sunnan
Kópavogs, og urðu þau um sinn fleiri
en allan undanfarinn áratug saman-
lagt. Nú má því miður segja að sú
ólánsalda hafi einnig fallið yfir aðra
þjóðvegi. Þegar slík fjölgun dauða-
slysa verður og sýnist ætla að halda
áfram er skiljanlegt að viðbrögð verði
ákall um að hraða framkvæmdum,
sem þegar hafa verið ákveðnar og
virðast líklegar til að bæta öryggi
vegfarenda.
Ökumenn
og aksturslag
Athuganir á umferðarslysum sýna
að oftast er um að kenna hegðun öku-
manna. Mest ber á röngu mati á að-
stæðum, athygli beinist að öðru en
akstrinum, óvarkárni, of miklum öku-
hraða, jafnvel hreinum glæfraakstri.
Allt eru þetta fylgifiskar þess að stór
hluti Íslendinga ofmetur hæfni sína
sem ökumenn og vanmetur aðstæður
og afl og hraða bifreiðanna. Athug-
anir sýna líka að aukin löggæsla hef-
ur góð áhrif á ökumenn, þeir aka
hægar og sýna meiri aðgætni. Besta
sönnun þess er lág slysatíðni á þjóð-
vegum um landsvæði sem eru þekkt
fyrir góða umferðarlöggæslu. Besta
dæmið er á Reykjanesbraut sunnan
Hafnarfjarðar eftir að umferðarátak
var skipulagt af lögregluliðunum sem
þar starfa.
Af framansögðu leiðir að á þeim
þjóðvegum sem hafa hæsta slysatíðni
og mesta slysafjölgun er brýnt að efla
umferðarlöggæslu. Bent hefur verið
á að það er fljótvirkara, áhrifameira
og kostnaðarminna úrræði í þessu
skyni en miklar vegaframkvæmdir.
Þær þjóna fremur því hlutverki að
auka flutningsgetu veganna.
Rannsóknir
Greining á umferðarslysum er
skammt á veg komin. Til hennar þarf
vel skilgreinda og samfellda skrán-
ingu. Samanburður getur síðan dreg-
ið fram þau atriði sem mestu skipta.
Þannig má greina vegarkafla eða að-
stæður sem eru ökumönnum hættu-
legar. Þær niðurstöður verða betri
forsendur ákvarðana um staðsetn-
ingu vegaframkvæmda en þær sem
nú er gengið út frá.
Að auki má á grundvelli slíkra upp-
lýsinga velja staðsetningu nýrrar
gerðar viðvörunarskilta sem mundu
tengjast skynjunarbúnaði og geta
varað ökumenn við, ekki aðeins þess-
um aðstæðum heldur einnig breyt-
ingum vegna veðurfars svo sem ís-
ingu eða dimmviðri; og við of miklum
ökuhraða. Blikkandi viðvörunarljós
þegar ökumaður nálgast mundu
verða áhrifameiri en gömlu skiltin
sem sjást einungis augnablik eða
hverfa þegar dimmir.
Umferðarmenning
Slök umferðarmenning okkar Ís-
lendinga kemur víðar fram en á
mestu umferðarþjóðvegum landsins.
Tilkynningar eigenda Hvalfjarðar-
ganga voru dæmigerðar um neyðar-
viðbrögð vegna ökumanna sem ekki
hlíta reglum eða sinna aðvörunum.
Þannig er umferðin um mestallt suð-
vesturhorn landsins. Hraðatakmörk
þykja víða óþarflega lág svo öku-
mönnum finnst ástæðulaust að virða
þau. Ökuhraði á vegum, stærri götum
og stofnbrautun er langt umfram að-
stæður sem m.a. ráðast af því hvernig
vegirnir eru byggðir. Tillitssemi í
umferðinni á ekki upp á pallborð Ís-
lendinga undir stýri, þar virðist jafn-
vel íslenski hæglætismaðurinn (kon-
ur jafnt og karlar) breytast í
tillitslausan durg sem hvergi víkur né
gefur eftir, ýmist sest í sæti lestar-
stjóra eða þjösnast áfram án tillits til
annarra eða aðstæðna.
Lögreglan hefur verið sýnilegri en
oftast áður, nýmæli hafa verið tekin
upp í umferðarlöggæslu, umferðar-
átak síðustu sumra hafa gefið góða
raun og samstarf lögregluumdæma
víða til fyrirmyndar. Samt eiga alltof
margir um sárt að binda vegna um-
ferðarslysa og alltof mörg ungmenni
hafa fallið frá áður en þau áttu þess
kost að njóta lífsins. Allt þetta hefur
gerst að óþörfu, því alls enginn þarf
að flýta sér svo að lífshætta hljótist
af.
Mér sýnist tími til kominn að nýir
ökumenn, jafnvel einnig þeir sem fá í
hendur miklu aflmeiri ökutæki en áð-
ur, skuli stunda akstur á æfingabraut
og taka próf þaðan áður en þeir fara
út í umferðina. Ráðuneyti dómsmála
og samgöngumála, Umferðarráð,
Umferðarstofa og Vegagerðin ásamt
tryggingafélögum og samtökum öku-
kennara ættu að gangast fyrir þeim
umbótum á undirbúningi ökumanna.
Einkaframtak frumkvöðla hefur þeg-
ar lagt grunninn að æfingabraut í
Reykjanesbæ í þessu skyni.
Betri umferð-
armenningu
Eftir Árna Ragnar
Árnason
Höfundur er alþingismaður.
„Alltof
margir eiga
um sárt að
binda vegna
umferð-
arslysa.“