Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 52

Morgunblaðið - 09.11.2002, Side 52
UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG hef verið svo heppinn að fá að byrja að starfa í pólitík með Jóhanni Geirdal. Það er gott að leita til hans. Hann er alltaf til í að að- stoða og útskýra, enda er maðurinn vanur kennari. Hann getur út- skýrt flókin atriði á einfaldan hátt. Hann á auðvelt með að setja sig í spor annarra og skilur vel þarfir annarra, s.s. okkar unga fólksins. Þetta kemur líka fram í því hve mikið af ungu fólki styður hann og lítur á hann sem sinn mann í pólitíkinni. Ég hef reynslu af því hvað hann á auðvelt með að vinna með fólki og er tilbúinn að treysta öðrum sem hann er að vinna með. Hann hefur líka mikla reynslu af félagsstörfum og mun örugglega verða duglegur við að sinna öllu kjördæminu, þegar hann verður kominn á þing. Það hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með Jó- hanni og ég er sannfærður um að hann mun verða góður þingmað- ur. Ég skora því á samfylking- arfólk í Suðurkjördæmi að setja Jóhann Geirdal í 2. sætið. Það er eðlilegt að Suðurnesjamaður sé í því sæti og Jóhann er rétti mað- urinn. Jóhann Geirdal á þing Davíð Bragi Konráðsson skrifar: Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. ÞAÐ er mörgum áhyggjuefni hversu mikil einstefna virðist hafa verið í stjórnmálaheiminum á Vest- urlöndum undanfarin ár. Sú ofur- áhersla sem lögð hefur verið á hagn- að og gróða hefur mengað alla hugsjónabaráttu. Engu að síður er þörfin fyrir andleg verðmæti og fé- lagslegt réttlæti hrópandi í þessum samfélögum. Það á einnig við um okkar íslenska velferðarþjóðfélag. Fjölmennir hópar hafa orðið útund- an og þörfin á því að berjast fyrir jafnræði og réttindum þeirra er knýjandi. Gamaldags viðhorf – ný gildi Stundum er sagt að ég haldi fram gamaldags viðhorfum í stjórnmál- um. Ef sígild viðhorf jafnaðarhreyf- ingar um meira réttlæti og jöfnuð í þjóðfélaginu eru gamaldags, þá er ég hreykin af því að vera kölluð gam- aldags stjórnmálamaður. Það er í fullvissu þess að almenningur deili með mér þessum sígildu viðhorfum um frelsi, jafnrétti og bræðralag sem ég fer fram á stuðning til forystustarfa fyrir hreyfingu jafnað- armanna. Ísland þarfnast þeirra gilda jafnréttis og samábyrgðar sem jafnaðarmenn halda fram. Eftir margra ára ofuráherslur á gróða- sjónarmið meðan réttlæti og jöfnuð- ur eru á undanhaldi eru slík gildi ný gildi í stjórnmálum samtíðarinnar. Þú getur haft áhrif Stjórnmálahreyfingar hafa marg- þættu hlutverki að gegna í lýðræð- isþjóðfélaginu. Því virkari þátt sem almennningur tekur í stjórnmálum þeim mun lýðræðislegri verða þau. Það er í rauninni vandamál nútíma- þjóðfélags á Íslandi hversu fáir hafa áhrif á störf og stefnumótun. Með þátttöku í vali á framboðslista gefst fólki kostur á að hafa áhrif á framtíð- ina. Þess vegna skora ég á alla þá sem vilja og geta að ganga til liðs við okkur í dag. Þá verður raðað upp á lista í prófkjöri Samfylkingarinnar. Þátttakendur eiga að merkja við átta nöfn með tölustöfum. Þeir átta sem best koma út úr prófkjörinu verða svo fulltrúar tveggja kjör- dæma í Reykjavík. Það er af þessum ástæðum sem ég sækist eftir 2. sæti í prófkjörinu – til að leiða annað Reykjavíkurkjördæmið í næstu kosningum. Áskorun til jafnaðar- manna Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur „Ég sækist eftir 2. sæti í prófkjörinu – til að leiða annað Reykjavíkurkjör- dæmið.“ Höfundur er alþingismaður. ALLIR þeir sem ganga til liðs við Samfylkinguna í dag hafa tækifæri, ásamt flokksmönnum, til að velja forystu fyrir alþingiskosningar í vor. Mikilvægt er að sem allra flestir taki þátt í þessu vali svo það endurspegli sem breiðastan hóp jafnaðarmanna. Samfylkingin á mikil tækifæri í vor. Helmingaskiptastjórn Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks hefur setið allt of lengi að völdum. Það gætir valdþreytu, ofríkis, misskipt- ing hefur aukist hröðum skrefum og úrræðaleysi blasir við í velferðar- kerfinu. Við þær aðstæður er þörf á öflugri forystu fyrir hreyfingu jafn- aðarmanna. Ég hef sem fv. formaður Félags- málaráðs Reykjavíkur kynnst því ágætlega hvar skórinn kreppir í henni Reykjavík. Ég trúi því að þekking á þörfum fólks og reynsla af málefnum borgarinnar skipti máli á vettvangi landsmálanna. Reykjavík er og verður brimbrjótur landsins í samkeppni þess við önnur lönd um lífskjör og gæði. Það mun þess vegna ekki síst ráða árangri okkar að skapa Reykjavík skilyrði til vaxtar. Hlutskipti mitt og þau störf sem ég þess vegna hef unnið í samtökum fatlaðra og öryrkja hafa veitt mér mikilvæga reynslu af þeim kjörum sem fjölda lífeyrisþega eru búin. En kjörum deili ég þó ekki síst með ungu fjölskyldufólki. Því fólki sem ætlað er að borga hæstu vexti í heimi og umtalsvert hærra matvöruverð en í nágrannalöndum okkar. Til að eiga fyrir því vinnur það langan dag og lendir þá í tekjutengingum vaxta- og barnabóta. Það er eins og það passi ekki inn í kerfið, en á þó með vinnu sinni og sköttum að standa undir velferðinni og ala upp nýjar kysnlóðir til að taka við því hlutverki. Rödd þessa fólks þarf í stjórnmálin. Tækifæri dagsins Eftir Helga Hjörvar Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Þörf er á öflugri for- ystu fyrir hreyfingu jafnaðar- manna.“ ÉG HEF haft af því atvinnu í mörg ár að fara með innlenda og erlenda ferðamenn um hálendi landsins. Eitt af þeim atriðum sem hefur vakið athygli mína, og reyndar undrun, er að á ótrúlega mörgum stöðum á hálendi Íslands er að finna fjallaskála í einkaeigu. Margir þessara skála eru læstir og stendur hinum almenna ferðalangi ekki til boða að halla höfði sínu í þeim eða leita þar skjóls. Hégómi mannanna teygir anga sína víða, líka til fjalla. Suma þessara skála hafa forráðamenn kappkostað að útbúa sem best og virðist eitt helsta markmiðið að koma þar fyr- ir leðursófasetti. Já, ekki dugar minna en leðursófasett því þá nær viðkomandi skáli þeim stalli að geta kallast sæmdarheitinu „koní- aksstofa“ af eigendum sínum og öðrum. Það er mér orðið til efs að það sé réttnefni að kalla þessi hý- býli fjallaskála þegar á leðursófa- settastigið er komið því orðið einkavilla eða koníaksstofa lýsir þessu fyrirbrigði betur. Einn er sá staður á hálendinu sem er mér mjög kær en það er Laugafell, norðan Hofsjökuls. Ferðafélag Akureyrar byggði þar skála árið 1948 og síðan hefur eitt og annað gerst í byggingasögu staðarins. Ferðafélagsmenn hlóðu ágæta laug 1976 sem notalegt er að baða sig í og nýtt búnings- aðstöðu- og snyrtihús var tekið í notkun árið 1998. Hins vegar gerð- ist það árið 1989 að hópur manna reisti skála í Laugafelli sem kall- aður er Hjörvarsskáli. Þegar eig- endur þessa skála hafa borist í tal í mín eyru hafa þeir oftast verið kallaðir vélsleðamenn enda sagðir miklir áhugamenn um vélfáka þá sem í daglegu tali kallast vélsleð- ar. Í upphafi var samkomulag gert á milli þessara manna og Ferða- félags Akureyrar að Ferðafélagið fengi yfir háannatímann á sumrin að nýta Hjörvarsskála sem gisti- rými þegar eigið gistirými þryti. Á móti hafa Hjörvarsskálamenn fengið að nýta aðstöðu Ferða- félagsins árið um kring. Hjörvarsskálamenn hafa unnið ötullega að því að búa skála sinn sem bestan úr garði og náðu þeir þeim merka áfanga að nú er hægt að kalla hús þetta „koníaksstofu“. Já, það er komin ný eldhúsinnrétt- ing með flottum gasofni og stærð- ar leðursófasett. Hjörvarsskála- menn settu fram þá kröfu síðastliðið vor að nú skyldi kosta tvöfalt meira að gista í þeirra skála en í skálum Ferðafélagsins og skyldi helmingur andvirðisins renna í þeirra vasa. Að sjálfsögðu dugar ekki minna en að maður borgi tvöfalt gjald fyrir m.a. að fá að fletja rasskinnarnar út á dýr- indis leðursófasetti. Ég var tíður gestur í Laugafelli í sumar og sem utanaðkomandi áhorfandi þá túlka ég aðgerðir Hjörvarsskálamanna sem vísvitandi tilraun til að rjúfa það samkomulag sem við Ferða- félagið var. Hjörvarsskáli hefur verið læstur almenningi tíu mán- uði á ári en nú skyldi hann vera lokaður sauðsvörtum almúganum allt árið um kring. Þessi fjallaskáli er nefnilega orðinn að koníaks- stofu. Þess má geta að þessir sömu aðilar og ráða yfir Hjörvarsskála ráða yfir öðrum skála sem er læst- ur almenningi, en það er skálinn í Gæsavötnum, norðan Vatnajökuls. Nú vakna ótal spurningar í huga mínum. Hvernig fá einkaaðilar leyfi til að byggja sér skála á há- lendi Íslands? Ef menn telja sig hafa fengið öll formleg leyfi þá langar mig til að vita hvaða stjórn- sýslustofnun veitir mönnum slíkt leyfi? Ég hef reyndar heyrt því fleygt að nefndir og ráð á vegum hreppa og sveitarfélaga hafa í mörgum tilfellum veitt mönnum grænt ljós en jafnframt að í sum- um tilfellum sitji byggingaraðilar fjallaskála í þessum ráðum og nefndum. Ef rétt reynist, getur slíkt kallast spilling? Getur verið að einhverjir þessara einkaskála séu hreinlega reistir í leyfisleysi eða með hæpnum leyfisforsend- um? Ef fólk byggir sér bústað í dalabyggðum þá þarf það yfirleitt að kaupa sér land eða það leigir sér land til lengri tíma. Borga þeir sem hafa yfir að ráða einkaskálum í fjallasölum einhverja lóðaleigu og þá til hverra? Eða telja menn sig jafnvel eiga landið? Á skattskýrslu verða menn að tilgreina eigur sín- ar og borga af þeim gjöld og það gera væntanlega allir sumarbú- staðaeigendur. Hvað með eigendur fjallaskála í einkaeign? Kemur þessi eign þeirra fram á skatt- skýrslu? Sumir einkaskálar á fjöll- um eru leigðir út til ferðahópa. Koma þær tekjur einhvers staðar fram? Hér áður fyrr voru afdrep á fjöllum gjarna kölluð sæluhús og var óþekkt í hugum manna að læsa slíkum hýbýlum enda gat slíkt valdið fjörtjóni. Ekki eru allir fjallaskálar í einkaeign læstir en margir þeirra eru það. Ég tel að slíkt sé brot á þeim siðalögmálum og þeirri menningu sem hér hefur viðgengist síðastliðnar aldir. Há- lendi Íslands er sameign allrar þjóðarinnar og það á ekki að líðast að mönnum takist að sölsa undir sig sneið af þeirri sameign. Í mín- um huga eiga aðeins frjáls, gagnsæ og opin félagasamtök, sem allir geta gengið í án nokkurra skilyrða, að fá leyfi til að reisa og reka skála á hálendi Íslands. Þess- ir skálar eiga að vera opnir allt ár- ið um kring og öllum frjálsir til gistingar á meðan húsrúm leyfir. Einstaklingar, klíkur eða hópur manna um tiltekin áhugamál eiga alls ekki að fá leyfi til að reisa sér hýbýli í fjallasölum landsins og hafi mönnum tekist það á að hafa slík réttindi af mönnum. Ég geri þá kröfu á hendur stjórnvöldum og skipulagsyfirvöld- um landsins að þau fari í saumana á þessu máli og móti skýrar af- markaðar reglur sem tryggja jafn- an rétt allra þegna Íslands á há- lendi landsins. Í stjórnarskrá landsins er öllum Íslendingum tryggður jafn réttur. Ef ekkert er gert í málunum og mönnum þykir óbreytt ástand eðlilegt þá segi ég eins og litlu börnin „þá vil ég líka“. Ég er ákveðinn í því að ef enginn gerir neitt þá ætla ég að byrja á því að sækja um byggingarleyfi fyrir mig og mína í Laugafelli og í Gæsavötnum. Aðrir staðir á há- lendi landsins koma hugsanlega líka til greina. Ef mér verður synj- að um þessi byggingarleyfi þá mun fyrsta skref mitt verða að kæra þann úrskurð til umboðsmanns Al- þingis og mun ég þá vísa til áð- urnefnds stjórnarskrárákvæðis sem á að tryggja öllum Íslend- ingum jafnan rétt. Ég vona af heil- um huga að ég þurfi aldrei að sækja um þessi byggingarleyfi. Koníaksstofur á öræfum Íslands Eftir Hákon Jóhann Hákonarson Höfundur er leiðsögumaður. Hjörvars- skáli hefur verið læstur almenningi tíu mánuði á ári, en nú skyldi hann vera lokaður sauð- svörtum almúganum allt árið um kring. Í DAG, laugardaginn 9. nóvem- ber, er baráttudagur fyrir stefnu jafnaðarmanna á Íslandi. Í dag skulum við velja á lista Samfylkingar í Suðvesturkjör- dæmi. Lista sem skal bera sig- urorð af íhaldsöflum þessa lands, lista sem skal sýna breiðfylkingu jafnaðarmanna í Suðvesturkjör- dæmi. Þess vegna er mikilvægt að þátttaka í flokksvalinu verði góð, ekki síður er mikilvægt að fram- boðslisti okkar sýni breiða aldurs- skiptingu fólks í kjördæminu. Þess vegna er mjög mikilvægt að eldri borgarar og ungt fólk eigi sína fulltrúa á lista okkar í Suðvest- urkjördæmi. Ég býð mig fram sem fulltrúa eldri borgara í Suðvest- urkjördæmi og óska eftir stuðningi ykkar í 4.-6. sæti listans. Ég er tilbúinn í baráttuna, ykkar er val- ið, kæru félagar. Jafnaðar- menn í Suðvestur- kjördæmi „Mjög mik- ilvægt er að eldri borg- arar og ungt fólk eigi sína fulltrúa á lista okkar.“ Höfundur er loftskeytamaður á eftirlaunum. Eftir Jón Kr. Óskarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.