Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 64

Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 64
MINNINGAR 64 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Eyjólfur Ein-arsson fæddist í Stafholti í Stafholts- tungum 9. febrúar 1926 en foreldrar hans bjuggu þá í Grísatungu í Staf- holtstungum og einnig á Ásbjarnar- stöðum til 1930. Hann lést á Akranesi 29. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Einar Helgason bóndi og verkamað- ur, f. 1887, d 1960, fæddur og alinn upp á Ásbjarnarstöðum í Stafholts- tungum, og Helga Jónsdóttir hús- freyja, f. 1885, d. 1959, fædd á Brekku í Norðurárdal en alin upp í Hvammi í Hvítársíðu. Systkini Jóns voru Karl, f. 1913, d.1963, Helgi, f. 1914, d. 1946, Helga, f. 1915, d. 2001, Guðrún, f. 1918, og Ragnhildur, f. 1924. Hinn 27. maí 1950 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni Helgu Jón- asdóttur, húsmóður og leikskóla- kennara, en hún er dóttir Jónasar Pálssonar sjómanns, f. 1904, d. 1988, og Dagbjartar Níelsdóttur húsmóður, f. 1906, d. 2002. Börn Jóns og Helgu eru: 1) Jónas Hólm, Björn, Hekla Sóley og Bergdís Björk. Jón fluttist til Borgarness með foreldrum sínum 1930 og ólst þar upp. Eftir að skólagöngu lauk í Borgarnesi fór hann í Reykholts- skóla og lauk þaðan námi 1942. Hann stundaði nám í Samvinnu- skólanum í Reykjavík 1943–1945 og hóf síðan störf hjá SÍS það sama ár og starfaði til 1946. Hann flutt- ist þá aftur til Borgarness og varð gjaldkeri hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga og var í því starfi til 1957. 1957–1996 gegndi hann starfi sem fulltrúi kaupfélagsstjóra og skrif- stofustjóri. Jón starfaði að ýmsum fé- lagsmálum eins og með Lions- klúbbi Borgarness, var þar stofn- félagi og formaður um tíma. Þá var hann einnig stofnfélagi í Bridgefélagi Borgarness og var þar einnig formaður um tíma. Hann var formaður Framsóknar- félags Borgarness 1971–1977. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyr- ir bæjarfélagið eins og í skóla- nefnd 1962 og á árunum þar á eftir og formaður um tíma. Hann gegndi einnig trúnaðarstörfum fyrir samvinnuhreyfinguna, var t.d. í fulltrúaráði Samvinnutrygg- inga frá 1964, sat í stjórn Ung- mennafélagsins Skallagríms og í stjórn Ungmennasambands Borg- arfjarðar. Útför Jóns verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. f. 14.1. 1950, við- skiptafræðingur hjá Fjársýslu ríkisins, eig- inkona V. Stefanía Finnbogadóttir, starfsmaður Flug- leiða, þau eiga tvær dætur, Helgu Þóru há- skólanema og Sigríði Svölu nema, og áður eignaðist Jónas son, Kristján Emil rekstr- arfræðing, og hans dóttir er Elísabet Thea. 2) Bragi, húsa- smiður og tækniteikn- ari, f. 29.10. 1951, starfsmaður Vegagerðar ríkisins í Borgarnesi, sambýliskona hans er Sonja Hille, starfsmaður feðaskrif- stofu, áður eignaðist Bragi dótt- urina Hörpu Berglindi tækniteikn- ara og hennar sonur er Kristófer Karim. 3) Sigurður Páll, rafvirki og sjómaður, f. 23.6. 1958, sam- býliskona Hafdís Björgvinsdóttir sjúkraliði og þau eiga dótturina Björgu Brimrúnu en áður eignað- ist Sigurður soninn Braga Pál. 4) Einar Helgi, rafmagnsverkfræð- ingur, starfsmaður Ericson í Dan- mörku, f. 1.5. 1966, eiginkona hans er Unnur Mjöll Dónaldsdóttir sál- fræðingur, þeirra börn eru Arnar Fyrstu kynni mín af Jóni tengda- föður mínum eru mér í fersku minni. Ég og Jónas sonur hans vorum farin að draga okkur saman. Dag einn fyrir rúmum tuttugu árum er ég beið eftir Jónasi fyrir utan fjölbýlishús hér í borg opnast dyr og út kemur hár, grannur og myndarlegur maður með mikið þykkt hár klæddur dökkbláum blazer-jakka. Hann gengur í áttina að bíl mínum og gengur svo fram og til baka við bílinn og skáskýtur í sífellu augum í átt til mín. Eftir þó nokkra stund gengur hann í áttina til mín og segir: Þú hlýtur að vera Stefanía. Upphófust þá þau kynni sem engan skugga hefur borið á síðan. Jón bjó mestalla ævi sína í Borgarnesi og var starfsvettvangur hans hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, þar sem hann starfaði af mikilli trúfesti. Hann var ákaflega tengdur sinni heimabyggð og gjör- þekkti hana og allt er henni tengdist. Oft er við komum í heimsókn var hon- um tíðrætt um Borgnesinga og aðra sveitunga. Ef í umræðunni komu upp vafaatriði þá greip hann ávallt í Borg- firskar æviskrár og fletti upp stað- reyndum því ekki mátti fara með rangt mál. Þetta sýnir hvað Jón var mikill nákvæmnismaður í einu og öllu er hann tók sér fyrir hendur. Spila- maður var hann einnig mikill og bridgemaður liðtækur. Vinsælasta spilið var sjóræningi og er fjölskyld- an kom saman var það oftast spilað. Jón var manna ákafastur í þessu spili þó aldursforseti væri og passaði sig ávallt að sitja allar þær umferðir sem spilaðar voru og gaf ekkert eftir. Úr- slit stiga vorum honum oftast í vil og allt fært til bókar, „sjóræningjabók- ar“ sem til þess var gerð. Unaðsreit- ur Jóns og Helgu var Jaðar, sumar- húsið rétt utan við Borgarnes. Þar voru hans bestu stundir og sögðum við hjónin stundum í glettni að nú væri hann kominn í „Jaðarshaminn“. Áhugi hans á jarðrækt og trjágróðri var mikill. Og á hverju vori var ég ávallt upplýst hversu mörg hreiður voru þetta eða hitt árið í garðinum, því á því gerði hann alltaf úttekt af mikilli nákvæmni. Nú er komið að kveðjustund og vil ég þakka Jóni allar þær ógleyman- legu stundir er við höfum átt saman. Hvíli hann í friði. V. Stefanía Finnbogadóttir. Fyrsti snjór vetrarins hafði fallið hinn 29. október sl., þann sama dag kvaddi þessa jarðvist minn kæri mág- ur Jón E. Einarsson. Ekkert okkar var viðbúið þessum snöggu umskiptum. Mikil sorg ríkir í fjölskyldu Jonna, en öll trúum við að látinn lifi, það verður styrkur okkar allra sem syrgjum góðan vin og fé- laga til margra ára. Alla sína starfsævi vann Jonni hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Samvisku- semin og trúmennskan einkenndu öll hans störf þar. Félagsmálamaður var Jonni, tók mikinn þátt í starfi Lions- manna, félagi eldri borgara og einnig hafði hann mikla ánægju af því að spila bridds. Jonni sótti kvonfang sitt til Breiða- fjarðar, er hann kvæntist elstu dóttur hjónanna Jónasar Pálssonar og Dag- bjartar H. Níelsdóttur úr Elliðaey. Þau Ástríður Helga Jónasdóttir hafa alltaf átt heima í Borgarnesi, fyrst á Helgugötu 8 og síðan Berugötu 18. Alltaf var jafngott að heimsækja þau í Borgarnes og fara með þeim upp að Jaðri þar sem þau hafa komið sér upp unaðsreit trjáa og gróðurs, þar sem áður voru ber holt og mýrar. Voru Helga og Jonni mjög samhent í þessari uppbyggingu. Mest og best kynntist ég Jonna í sumardvöl okkar í Elliðaey, þar erum við systur uppaldar og er í okkar aug- um fallegasti staðurinn á annars okk- ar fagra landi. Þetta umhverfi var þeim hjónum og börnum þeirra mikil lífsfylling og var okkur systrum mikil ánægja að dveljast með þeim í Elliða- ey. Börnin mín minnast Jonna sem góðs vinar sem alltaf hafði tíma til að sinna þeim, ganga með þeim um eyj- una og benda þeim á fjölbreytileika náttúrunnar. Yngsti sonur minn minnist þess, að hafa fengið að sitja háhest þegar litlir fætur voru orðnir þreyttir. Ógleymanlegar voru kvöld- vökurnar þar sem spilað var við kertaljós og þá var það föst venja að spila sjóræningja, það tilheyrði, þar sem enginn komst upp með neitt múður. Þar kenndi Jonni unga fólk- inu að fara rétt að í spilum og efa ég ekki að þau hafi haft gott af því þegar út í lífið kom. Það var réttlætiskennd- in sem Jonna var í blóð borin, en allt- af fræðandi og hlýr. Minningarnar koma hver af annarri, Jonni að lesa fyrir okkur sögur svo sem Bör Börs- son eða góða dátann Svejk. Lunda- veiðar eða renna fyrir fisk og elda síð- an. Jonni kallaði þetta að lifa af landsins gæðum. Allt þetta og margt fleira er samofið minningu minni um Jonna. En mikil gæfa í lífinu er að hafa kynnst góðum dreng og fengið að verða þeim hjónum og börnum þeirra samferða á lífsgöngunni. Það sem er okkur systrum minnisstæðast er eyjadvölin til margra ára í nótt- lausri voraldar veröld, þar sem haf og himinn renna saman í eitt og jökull- inn heldur tryggan vörð um fjörðinn okkar. Fjölskylda mín, systur mínar og þeirra börn þakka Jonna samfylgd- ina og við biðjum góðan Guð að styrkja Helgu systur og syni sem syrgja góðan dreng. En eitt er víst að eftir dimman vetur kemur aftur vor. Unnur Lára. Elsku afi minn. Það er undarlegt að hugsa til þess að þú sért farinn á vit feðranna svo óvænt og dapurlega. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um þig er hversu natinn þú varst við okkur barnabörnin. Þú varst svo viljugur að spila við mig, sama hversu oft ég bað þig, þú varst alltaf tilbúinn til þess. Þegar ég var yngri spiluðum við Ól- sen-Ólsen og Löngu vitleysu. Þegar ég varð eldri kenndir þú mér Marías og þegar þú taldir mig hafa aldur til þá kenndir þú mér fjölskylduspilið okkar Sjóræningja. Og þá varð ekki aftur snúið, afi minn, því í hvert skipti sem ég kom í heimsókn þá tók ég ekki annað til greina en að spila einn Sjó- ræningja. Og það var sama hversu oft við spiluðum, þú stóðst nánast alltaf uppi sem sigurvegari. Ég gæti talið það á fingrum annarrar handar minnar hversu oft þú þurftir að láta í minni pokann. Þú varst líka alltaf tilbúinn til að lesa fyrir mig áður en við fórum í háttinn. Þau voru ótalmörg skiptin sem þú last fyrir mig Dísu ljósálf, Alf- inn álfakóng, Dverginn Rauðgrana og Jón Odd og Jón Bjarna. Þetta gastu lesið fyrir mig svo blaðsíðum skipti og hafðir gaman af. Ég var svo hrifin af sögunni um Dísu ljósálf og ég held að þú hafir verið sama sinnis því við lásum hana lang oftast. Ég man líka eftir því þegar ég var yngri og við fórum upp að Jaðri. Þá vildi ég alltaf fara með þér og ömmu í gráu Monsunni þar sem þú lumaðir alltaf á hvíta brjóstsykrinum með bleiku röndunum. Þegar við vorum komin upp að Jaðri þá sýndir þú mér oft hreiður með ungum í sem þú hafðir fundið og þetta fannst mér alveg stórmerkilegt. En svona varstu, svo áhugasamur og natinn við allt sem við kom Jaðri. Þú varst líka svo duglegur að hreyfa þig. Til sanns um það eru allar sundferðirnar okkar, þú hafðir alltaf tíma til að fara með mér í sund um helgar. Ég man líka hvað þú varst ánægður þegar íþróttavöllurinn var settur upp við hliðina á lauginni. Þú tilkynntir mér það að nú gætir þú gengið stóran hring. Eða þegar við fórum á Bjössaróló, þetta gerðir þú allt með mér af svo mikilli innlifun. En nú ert þú kominn til himnaríkis og ég er þess fullviss að þú munir finna þér spilafélaga þar og spila við alla englana. Guð geymi þig. Þín afastelpa, Helga Þóra. „Það var í gamladaga, þegar menn trúðu á tröll og álfa, að saga þessi gerist. Langt úti á landsbyggðinni stóð Rauðhóll, en svo var hann kall- aður af því að aldrei hafði sézt gras á honum. Litlu álfarnir lifðu þarna glaðir og ánægðir á ávöxtum og grænmeti, sem þeir fundu á ökrum í kring, þeir veiddu líka smádýr, sem þeir réðu við. Og á kvöldin, þegar sól- in settist bak við fagurrauð skýin fóru þeir að leika sér uppá hólnum sínum. Þeir léku á hljóðfæri og voru svo und- urglaðir, afþví allt var svo fagurt....“ Söguna um Alfinn álfakonung las afi ósjaldan fyrir mig þegar ég var lítill og kúrði í afaholu í Borgarnesi, hann raddaði sögupersónurnar, sýndi mér allar myndirnar en stoppaði svo alltaf á spennandi köflum, sama hvað grát- beðið var um áframhald. Svefninn fór í að hugsa hvað söguhetjurnar gerðu til að bjarga sér úr vandræðum. Um morguninn vakti afi mig og við fórum ávallt í sund. Hann beið þolinmóður eftir vitlausa afabarninu sem vildi hoppa í pollum á leiðinni og vildi svo aldrei fara uppúr lauginni. Svo fórum við heim og spiluðum löngu vitleysu eða rommí, og alltaf fannst mér ótrú- legt hvað afi var nú lélegur í spilum, ég vann alltaf, samt átti hann helling af verðlaunapeningum fyrir að spila bridds. Á jólunum í Borgarnesi ríktu forn- ar hefðir, allt fór eftir ákveðinni form- úlu og ekkert gat raskað henni. Á jóladag vakna allir snemma. Kannski var rúllað upp að Jaðri, eða tekið í spil. Þegar leið á daginn var amma svo byrjuð að elda jólamatinn og svo var farið í kirkju. Ég söng alltaf há- stöfum í kirkjunni og afi gerði ekkert til að stoppa mig, bara brosti. Og stundum sofnaði ég í kirkjunni, og það var líka bara allt í lagi. En þegar ég stækkaði varð ég of stór til að kúra í afaholu, of stór fyrir Alfinn álfakonung og hólinn hans. Ég varð of stór til að vakna snemma og fara í sund, en ég varð aldrei of stór fyrir afa Jonna. Guð geymi þig, afi minn, ég veit við hittumst aftur, og þá ætla ég að knúsa þig og aldrei að sleppa, því mann eins og þig vill mað- ur aldrei missa. Þinn afastrákur Bragi Páll. Elsku afi minn. Enginn hefur kynnst eins mikið og við barnabörnin ljúfmenninu honum afa okkar. Alltaf var hann svo góður við okkur. Hann var alltaf tilbúinn að spila við okkur, fara með okkur í sund og að fara með okkur í göngutúra. Ég man sérstak- lega eftir því þegar ég gisti hjá ykkur ömmu uppi í Borgarnesi. Oft á morgnana fórstu með mig í sund og á daginn spilaðirðu við mig þegar mér leiddist en sjaldan tókst mér að sigra þig. Á kvöldin kúrði ég á milli ykkar ömmu, þú last fyrir okkur þessi sí- gildu ævintýri sem þú hafðir átt langa lengi. Nú er afi horfinn úr lífi okkar, raulið er horfið þegar þú gekkst um gólf og nú er það okkar starf að opna hliðið uppi á Jaðri en aldrei munt þú yfirgefa hjarta mitt, afi minn. Von- andi vakirðu yfir okkur. Guð blessi þig. Litla afastelpan þín, Sigríður. Mér var mikið brugðið þegar mér barst sú fregn að Jonni í Borgarnesi hefði látist af slysförum. Jonni var eiginmaður Helgu Jónasdóttur móð- ursystur minnar og faðir Borgarnes- frænda minna, þeirra Jónasar Hólms, Braga, Sigurðar Páls og Ein- ars Helga. Jonni hefur alltaf átt fast- an sess í mínum huga og hjarta og saknaðartilfinning færist yfir mig þegar ég hugsa tilbaka. Ég hef þekkt Jonna alla mína ævi og ég man vel eftir því að þegar ég var barn fannst mér alltaf gott að vera í návist hans, því þögnin var partur af samverunni. Þannig var gaman að bara sitja og horfa á hann leggja kapal og um leið heyra hann raula eitthvert lag og humma við. Hann hafði oft ýmislegt fyrir stafni sem börnum þykir gaman að fylgjast með og taka þátt í. Eitt af því var ein- mitt að spila á spil, en Jonni hafði spilagleði sem smitaði frá sér. Þau eru orðin mörg börnin í fjölskyldunni sem hafa lært að spila hjá Jonna. Það var byrjað á Lönguvitleysu og svo var spilaður Sjóræningi þegar litlar hendur gátu haldið á 13 spilum í einu og sorterað rétt og talið trompin. Jonni hafði mikið gaman af söng og nokkur lög minna mig alltaf á hann. Hann var hagyrðingur góður og á ég eitt kvæði sem mér þykir mjög vænt um sem hann orti til mín þegar ég eignaðist dóttur mína Birtu Marlen fyrir ellefu árum. Margar minningar frá því í gamla daga eru geymdar í ferðasögum Jonna sem hann skrifaði svo skemmtilega. Ómetanleg er t.d. ferðasagan af jeppaferðunum fimm sem hann skrifaði í mínu nafni sum- arið 1962 þegar ég var innan við eins árs og sem ég gæti annars ómögulega munað eftir í dag. Ég er þakklát fyrir samverustundirnar gegnum öll árin og ekki síst nú hin síðustu sumur sem við Birta áttum með Jonna og Helgu úti í Elliðaey, uppi á Jaðri og í Borg- arnesi. Alls staðar spiluðum við Sjó- ræningja og þann síðasta rétt áður en við kvöddumst í sumar. Að gjöf fékk Birta jólaspilin hans Jonna. Nú eru allir slagir taldir og skráð- ir. Úrslit og heildartalan hefur verið lesin upp. Jonni er staðinn upp frá spilaborðinu og býður einhverjum hinna yngri áhugasömu að taka sitt sæti. Við sem eftir sitjum heiðrum minningu Jonna með því að stokka spilin, gefa upp á nýtt og spila úr þeim eins vel og við getum. Ég bið Guð að gefa Helgu móð- ursystur minni og Jónasi, Braga, Sigga Palla og Einari svo og fjöl- skyldum þeirra huggun og styrk. Sendi samúðarkveðjur frá okkur Steffen og Birtu Marlen í Stokk- hólmi. Sigurlaug Regína. Í minni mínu lifir andartak þegar ég hef verið fjögurra ára. Það var verið að ferma bróður minn Jón. Í veisluna komu Helga frænka (sem alltaf þykist eiga talsvert í Jóni bróð- ur, því hún var viðstödd fæðingu hans) og með Helgu var maður sem mér var sagt að væri hann Jón. Uppi á vegg í stofunni hjá mömmu var stór mynd af bróður hennar mömmu sem Jón hét og mér hafði verið sagt að hefði drukknað ungur maður. Ég hafði alltaf verið hugfangin af þeirri mynd og fannst að þetta væri falleg- asti maður sem fyrirfyndist. En nú var þarna kominn annar Jón og mér fannst hann svo óskaplega fallegur. Einhvern veginn ruglaði ég þeim saman, en skildi samt ekki hvernig þetta kom allt heim og saman. Ég man að ég sat og horfði á þennan fal- lega mann og þessa fallegu konu sem var hún Helga frænka mín og fannst þau vera eins og út úr ævintýrinu. Svo voru þau með lítinn feitan strák með sér sem hét Jónas, alveg eins og Jónas frændi á Staðarfelli. Skrítið hvað festist í minni barns. Þegar ég svo kynntist Jóni Einars- syni fann ég það að hann var aldeilis bráðlifandi og hinn mætasti maður. Síðar á ævinni, þegar ég tók dálít- inn þátt í pólitík og gekk með svolít- inn þingmann í maganum, var gott að eiga þau að, Jón og Helgu í Borg- arnesi. Umsvifalaust tóku þau mig í einskonar fóstur og ég átti ætíð at- hvarf hjá þeim þegar ég var á ferð í Borgarnesi. Það sem meira var, Jón gerðist einskonar lærifaðir minn í JÓN EYJÓLFUR EINARSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.