Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 65
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 65
ræðumennsku. Það vissu fáir, en
hann fylgdist með mér á fundum í
Borgarnesi og reyndar víðar og gaf
mér gagnrýni á frammistöðuna.
Sagði mér hiklaust til syndanna ef
honum fannst ég fara yfir strikið. Við
tókum einu sinni mikla rimmu um
það að honum fannst ég stundum
vera of vinstri sinnuð og of mikil
kvenréttindakona. Ég held að eftir
það hafi ég afmarkað skoðanir mínar
betur og orðið betri framsóknarmað-
ur. Allir stjórnmálamenn þyrftu að
eiga sinn Jón.
Kaupfélagsklíkan í Borgarnesi
voru mínir aðal stuðningsmenn og
hvergi var betra að koma. Síðari ár
hitti ég Jón sjaldan því miður.
Við Helga erum eins mikið skyldar
og hægt er að vera án þess að vera
systur. Mæður okkar voru systur og
miklar vinkonur og feður okkar
bræður og miklir vinir. Hugur minn
er hjá henni og sonum þeirra öllum
og ekki síst Sigga Palla sem reyndist
mér vel þegar ég sárast þurfti á því
að halda. Guð styrki ykkur og hjálpi.
Dagbjört Höskuldsdóttir.
Þegar ég frétti af andláti Jonna
leitaði hugurinn strax aftur í tímann,
frá því ég var lítil stelpa í Elliðaey á
sumrin. Jonni var óþreytandi að spila
við okkur krakkana sjóræningja. Ég
held að hann hafi kennt öllum systra-
börnum Helgu að spila. Einhverra
hluta vegna var og er aldrei spilaður
sjóræningi nema í Elliðaey. Sumarið
2000 er mér mjög minnisstætt þegar
Jonni og Helga voru með okkur í
Elliðaey, þá var spilað og Jonni
kenndi Unnari syni mínum að spila,
rétt eins og mér forðum. Þolinmæðin
sem hann hafði í heyskapnum með
Þrúðu og Auðunni Hrafni, keyrandi
þau í hjólbörunum. Ekki var laust við
að hann hafi orðið svolítið afbrýði-
samur þegar litli langafastrákurinn,
hann Símon kom, Jonni sagði við mig:
„Stelpan má ekkert vera að því að
heyja með mér lengur,“ og hafði
lúmskt gaman af. Þegar ég sagði
Þrúðu að Jonni væri dáinn spurði hún
hvort það væri vinur sinn úr Elliðaey.
Hún man þetta vel þó hún hafi aðeins
verið sjö ára.
Jonni, ég þakka þér fyrir allar
samverustundirnar og sjóræningj-
ann, hann verður áfram spilaður af
næstu kynslóðum. Hver á nú að sjá
um að slá flötina með orfi og ljá, svo
við kvenfólkið getum lagst í sólbað?
Elsku Jonni minn, minning þín mun
lifa með okkur áfram.
Elsku Helga, Jónas, Bragi Siggi,
Einar og fjölskyldur, hugur minn er
hjá ykkur.
Guðrún Birna.
Líklega er liðið á þriðja áratug síð-
an fundum okkar Jóns Einarssonar
bar fyrst saman, og þá ábyggilega í
afmælisboði, en lofsvert er hve Jónas
sonur Jóns og Stefanía tengdadóttir
eru viljug að hóa saman ættingjum og
vinum á sitt myndarheimili.
Margra góðra stunda er líka að
minnast frá Berugötu í Borgarnesi.
Ég laðaðist fljótt að Jóni – enda
maðurinn afburða greindur, mjög
víða heima, sérlega ljóðelskur og
söngvinn. Marga langa og magnaða
drápuna kunńann. Er mér sérlega í
minni Kleppsför Sigurðar Z, úr
Speglinum, um meinta geðveilu
Hriflu-Jónasar.
Jón var nemandi Jónasar í Sam-
vinnuskólanum og notaði drápuna
sem æfingu í vélritun. Ég fékk eintak
og skal játa hér, að mér þótti vissara
að renna yfir textann, ef von var í að
hitta Jón, því oftar en ekki víxllásum
við þessa perlu upp úr okkur, eða
hvísluðum e.t.v. eina og eina, sem
ekki er höfð yfir í blönduðum selskap.
Eitt var það sem Jóni var sérlega
vel lagið og það var að finna lag við
ljóð, kom það oft til góða í þrengri
hóp, munu og Borgfirðingar hafa tíð-
um notið krafta hans þegar blásið var
til blóts.
Eftirminnileg er ferð í Elliðaey á
Breiðafirði, þangað fóru afkomendur
Jónasar í Elliðaey og Dagbjartar,
tengdaforeldra Jóns, og fylgifiskar.
Ekki fór á milli mála hver fór fyrir
flokknum, hann kunni þetta, hvort
heldur var að háfa lunda og hamfletta
eða slá með orfi og ljá, söguna þekkti
hann út í hörgul, hann fylgdist vel
með öllu hvort það var burður á sem-
enti eða hvað vera kunni.
Hugurinn reikar til sunnudagsins,
fyrir nóttina örlagaríku, afmælisboði
að ljúka, eftir voru Stebba og Jónas,
Jón og Helga, Helga yngri og Sigga
og undirritaður. Helga sagði fram
gamla sögu, hún rædd og krufin. Það
var komið að kveðjustund: „Eigum
við ekki að taka Framsóknarnall-
ann?“ spurði einhver. Sótt var ljóð
Guðmundar Inga á Kirkjubóli, Söng-
ur ungra framsóknarmanna, í nokkr-
um eintökum, því textinn skyldi vera
réttur.
Nú mátti heyra út í kvöldkyrrðina
hið hressilega lag Kaldalóns við fyrr-
nefnt ljóð, ein röddin djúp og söng af
mestri innlifun – sú rödd er nú þögn-
uð.
Blessuð sé minning Jóns Einars-
sonar.
Gísli Óskarsson.
Þeir fara hver á fætur öðrum
gömlu góðu vinirnir í Borgarnesi,
þeir Guðsteinn S. Sigurjónsson, Sig-
fús Sumarliðason og núna Jón Ein-
arsson, og það er eftirsjá að þeim.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri’ en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Við vottum öllum aðstandendum
innilega samúð. Kærar kveðjur.
Svala og Reynir.
Kveðja frá Bridgefélagi
Borgarness
Í dag kveðjum við kæran félaga
okkar, Jón E. Einarsson.
Áratugum saman var hann dyggur
liðsmaður Bridgefélagsins, lagði jafn-
an gott til mála, tók þátt í stjórnar-
störfum og náði prýðisgóðum árangri
í keppni, var m.a. oftsinnis í sigur-
sveit á meistaramótum félagsins.
Hann var traustur spilafélagi og
hafði ágætt spilamat.
Hitt er þó mest um vert að eiga
góðar minningar um hógværan, kurt-
eisan og jafnframt bráðskemmtileg-
an mann sem setti svip sinn á sam-
veru okkar við spilaborðið.
Við sem á þessum vettvangi nutum
við hann samvista munum lengi
sakna hans og minnast. Eiginkonu
hans og fjölskyldu allri vottum við
dýpstu samúð.
Kveðja frá starfsfólki
Kaupfélags Borgfirðinga
Kær félagi og samstarfsmaður til
margra ára, Jón Einarsson, er látinn.
Jón vann langa starfsævi hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga, sem gjald-
keri en lengst var hann fulltrúi kaup-
félagsstjóra og skrifstofustjóri. Jón
var með stærri mönnum bæði í sjón
og raun, hann gekk ákveðinn og fum-
laus að hverju verki, hljóp ekki eftir
nýjungum eða lét tískusveiflur
stjórna sér. Hann var glöggur á
menn og málefni, minnugur og miðl-
aði okkur óspart af fróðleik sínum. Þó
svo Jón sýndist e.t.v. alvörugefinn og
jafnvel strangur þegar hann hallaði
örlítið undir flatt og horfði íbygginn á
mann í gegnum þykk gleraugun, þá
reyndist hann gæddur mikilli kímni-
gáfu. Það var gott að leita til hans
sem yfirmanns og hægt var að
treysta því að hann stæði við orð sín.
Jón var góður félagi í Starfsmanna-
félagi KB og á þeim vettvangi nutum
við hæfileika hans. Var hann veislu-
stjóri á árshátíðum okkar í mörg ár
og þar var hann hrókur alls fagnaðar,
annan skemmtikraft þurfti tæpast.
Í einkalífinu var Jón mikill gæfu-
maður, og heim að sækja voru þau
Helga einstök. Upp við Gufá áttu þau
sinn sælureit, lítið hús umvafið trjám
og öðrum gróðri, sem þau hjón höfðu
gróðursett og hlúð að.
Eftir að Jón lét af störfum fyrir
aldurs sakir fylgdist hann ávallt með
starfsemi KB.
Það er gæfa að hafa kynnst slíkum
manni, við minnumst hans með virð-
ingu og þökk.
Við sendum eiginkonu hans Helgu,
sonum þeirra og fjölskyldum innileg-
ar samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja þau í sorg og söknuði.
✝ Sverrir Haralds-son var fæddur í
Haga í Þingi Austur-
Húnavatnssýslu hinn
6. janúar 1928. Hann
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 24. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Haraldur Karl
Georg Eyjólfsson, f.
11. júní 1896, d. 31.
júlí 1979, og Sigur-
björg Jónsdóttir, frá
Haga í Þingi, f. 1.
apríl 1899, d. 28. nóv-
ember 1970. Haraldur var fæddur
í Lásakoti á Álftanesi en ólst upp á
Sauðárkróki og Hóli í Sæmundar-
hlíð. Systkini Sverris eru: 1) Jón
Ragnar, bóndi í Gautsdal, f. 11.
janúar 1924, kona hans Elín Val-
gerður Jónatansdóttir, f. 16. júní
1926, d. 20. okt. 1995, 2) Sigurlaug
Svana, f. 22. sept. 1925, d. 18. feb.
2001, maður hennar Einar Karls-
son, fyrrv. bóndi í Káraneskoti, f.
5. júlí 1927, 3) Lára Bjarney, f. 18.
okt. 1932, d. 5. ágúst 1934, og 4)
Lára Sólveig, f. 6. nóv. 1939, mað-
ur hennar er Stefán Eiríksson, f.
29. desember 1934.
Sverrir kvæntist 15. desember
1963 Jóhönnu Ástu Þórarinsdótt-
Sambýliskona Sverris Þórs er
Margrét Jóhannsdóttir, f. 26. des.
1973. Fósturbörn Sverris og Jó-
hönnu eru: a) Magnús E. Baldurs-
son, verktaki í Reykjavík, f. 5. apríl
1954. Kona hans er Helga Ingi-
björg Sigurðardóttir, f. 18. maí
1960. Börn þeirra Sigurður Mar-
geir, f. 18. jan. 1980, Pálmi Snær, f.
9. júní 1984, og Bjarki Freyr, f. 10.
sept. 1994. b) Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, húsmóðir á Hauganesi, f. 4.
apríl 1959. Fyrrverandi eiginmað-
ur hennar er Hallgrímur Hjalta-
son. Börn þeirra eru Jóhanna Sól-
veig f. 31. maí 1978, sonur hennar
er Smári Þór Jökulsson, f. 10. des.
1999; Sigurður Sverrir Ólafur, f. 1.
okt. 1980; og Magnús Árni, f. 16.
Sambýlismaður Ingibjargar er
Björn Grétar Sigurðsson, f. 27.
júní 1957. Börn þeirra eru Hólm-
fríður Helga, f. 16. jan. 1985, Grím-
ur Freyr, f. 5. jan. 1987, og Saga
Karen, f. 29. maí 1989.
Foreldrar Sverris fluttust í
Gautsdal á Laxárdal 1930 og ólst
Sverrir þar upp ásamt systkinum
sínum. Árið 1947 festi Sverrir
kaup á jörðinni Mjóadal á Laxár-
dal og hóf þar uppbyggingu og bú-
skap. Sverrir og Jóhanna fluttu í
Mjóadal árið 1960. Þar bjuggu þau
til ársins 1963 en þá keyptu þau
jörðina Æsustaði í Langadal. Á
Æsustöðum bjuggu þau til ársins
1994 en hættu þá búskap og fluttu í
Hamraborg 28 í Kópavogi.
Útför Sverris verður gerð frá
Þingeyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
ur, frá Skúfi í Norður-
árdal, f. 10. janúar
1934. Foreldrar henn-
ar voru Þórarinn Þor-
leifsson, f. 3. febrúar
1899, d. 24. apríl 1973,
og Sigurbjörg Elín Jó-
hannsdóttir, f. 3. okt.
1896, d. 17 janúar
1971.
Sverrir og Jóhanna
ólu upp tvö fósturbörn
og eignuðust sjálf þrjú
börn. Börn þeirra eru:
1) Þóranna Sigur-
björg, húsmóðir í
Reykjavík, f. 8. júlí
1964. Sambýlismaður hennar er
Magnús Sigurður Alfreðsson raf-
virki, f. 14. sept. 1964. Börn þeirra
eru Alfreð Þeyr, f. 25. sept. 1988,
Ásta Sif, f. 14. júlí 1990, Elías
Sverrir, f. 5. feb. 1998, og Brita
María, f. 30. des. 2000. 2) Haraldur
Bjarnþór, verkamaður í Reykja-
vík, f. 11. nóv. 1967. Sambýliskona
hans er Ólöf Guðjónsdóttir, f. 26.
júlí 1959. 3) Sverrir Þór, bóndi
Auðkúlu 3, Svínadal í A-Húna-
vatnssýslu, f. 6. júní 1972. Fyrrver-
andi eiginkona hans er Auður Ingi-
björg Húnfjörð. Börn þeirra eru
Brynja Marín, f. 12. apríl 1993,
Auðunn Þór, f. 9. sept. 1996, og Jó-
hanna Sigurbjörg, f. 24. jan. 1998.
Hvað er það sem rekur fólk til að
skrifa minningargreinar? Jú, það eru
minningarnar sem maður á um þann
sem manni þótti vænt um, en er nú
fallinn frá. Og maður finnur hjá sér
löngun til að deila minningunum með
öðrum af einhverri ástæðu.
Sverrir Haraldsson, bóndi í Mjóa-
dal á Laxárdal og seinna á Æsustöð-
um Langadal, Austur-Húnavatns-
sýslu, lést 24. október sl.
Ég kynntist Sverri vorið 1960, þá
sex ára gamall, þegar hann og Nanna
föðursystir mín hófu búskap í Mjóa-
dal. Ég fór til að vera í sveit hjá þeim
það sumar. En sumarið varð bara
ekki eitt heldur ílengdist ég hjá þeim
og árin urðu 15. Þessi ár sem við
bjuggum í Mjóadal voru alveg ótrú-
leg. Ég hélt að Sverrir gæti ekki gert
neitt nema ég væri með honum. Við
grófum nýja vatnsleiðslu í bæinn og
stækkuðum Hólhúsin. Þá þurftum við
að stinga klömbrur niður við réttina í
Gautsdal og einnig stækkuðum við
túngirðinguna í Mjóadal helling. Það
var alveg sama hvert Sverrir var að
fara hann leyfði mér alltaf að koma
með sér. Á þessum ferðum okkar um
Laxárdalinn og inn Mjóadalsskarðið
var hann alveg óþreytandi að fræða
mig um örnefni og reyndar alls staðar
annars staðar sem við komum.
Sverrir sagði mér að hann ætti
galdraprik sem hann geymdi uppi á
hanabjálka í Mjóadal. Þar sem ég var
bara 6 ára bar ég óttablanda virðingu
fyrir galdraprikinu. En þegar við
fluttum að Æsustöðum gleymdist að
taka galdraprikið með og brann það
með Mjóadal sumarið 1964. Náði ég
aldrei að sjá það. Ekki veit ég hvort
fleiri vissu um galdraprikið.
Alltaf á sumrin var farið í reiðtúra á
sunnudögum. Þeir voru mjög
skemmtilegir. Mig minnir að það hafi
verið 5 hestar á bænum. Hali og
Gráni; ég átti Grána. Þeir voru drátt-
arklárar, við slógum með hestasláttu-
vél sem þeir drógu. Gulli, sem var hjá
okkur í sveit á sumrin, var á Hala, ég
á Grána, Nanna á Skjóna sínum og
Sverrir á Gusti en hann var gæðingur.
Mig langaði alltaf að fá að ríða Gusti
en ég spurði reyndar Sverri aldrei að
því hvort ég mætti það. Líklega hef ég
vitað að þar færi ég yfir strikið. Þessir
reiðtúrar um Laxárdalinn og víða eru
mjög eftirminnilegir. Eitt finnist mér
reyndar svolítið skrítið, í minningunni
var alltaf sólskin í þessum reiðtúrum.
Sverrir lá á greni á vorin. Eitt vorið
spurði ég hann hvort ég mætti ekki
liggja með honum á greni en þá sagði
hann nei. En bætti við strax á eftir:
„Þú getur komið með mér á morgun
eða hinn fram í Hrafnshólaskál, ég
þarf að gá hvort það er tófa í því greni
þetta vorið.“ Þetta var lítið samfélag
þarna á Laxárdalnum. Mikill sam-
gangur var á milli Mjóadals og Gauts-
dals en þar bjuggu foreldar Sverris,
Haraldur og Sigurbjörg, ásamt Jóni
og Gerðu og þeirra börnum, en Jón er
bróðir Sverris.
Í Þverárdal bjó fyrirmyndarfólk.
Þangað fórum við, ég, Sverrir og
Nanna, í heimsókn. Á veturna geng-
um við á harðfenni í Þverárdal. Þá var
Laxárdalurinn eins og ævintýraland.
Baðaður í tungsljósi. Birtan var svo
mikil og sérkennileg að maður gleym-
ir svona stundum aldrei.
Svo var það vorið 1963 að við flutt-
um að Æsustöðum í Langadal. Þá gat
Sverrir stækkað búið sem hann og
gerði. Hann var mjög fjárglöggur
maður. Sem dæmi má nefna að hann
þekkti allar sínar kindur með nafni og
voru þær um 400 talsins þegar mest
var. Hafði hann svolítið gaman af því
að spyrja mig hvað þessi eða hin kind-
in héti en ég þekkti ekki nema brot af
fénu með nafni.
Sverrir var þráabelgur. Hann vildi
að hlutirnir væru gerðir eftir hans
höfði hvort sem það var erfiðara eða
ekki. Það var ansi oft sem við vorum
ekki sammála um aðferðir við hin
ýmsu störf en hann sat fast við sinn
keip.
Það var alveg eins hægt að reyna
að fá vatn til að renna uppímóti eins
og að reyna að fá hann til að skipta um
skoðun.
Þetta hafði engin áhrif á okkar
samskipti. Okkur þótti eftir sem áður
jafn vænt hvorum um annan þótt við
værum ekkert að tala um það.
Elsku Nanna, Þóranna, Haraldur,
Sverrir Þór og Ingibjörg. Ég og fjöl-
skylda mín vottum ykkur, börnum
ykkar og mökum okkar dýpstu sam-
úð.
Ég þakka þér Sverrir fyrir allar
þær stundir sem við áttum saman.
Magnús E. Baldursson.
Pabbi minn, það er svo skrýtið að
hafa þig ekki lengur á meðal okkar.
Þú varst hreinskilinn og heiðarlegur
og vildir aldrei skulda neinum neitt.
Þú varst ekki mikið fyrir að bera til-
finningar þínar á torg en það var allt-
af stutt í grínið hjá þér og þú varst
okkur öllum einstaklega góður.
Þegar ég var lítil heima á Æsustöð-
um þá sagðir þú mér að Grýla ætti
heima í fjallinu fyrir ofan bæinn. Hún
á heima þarna í stóra klettinum, sagð-
ir þú.
Og til að sanna þetta fékk ég jóla-
pakka frá Grýlu og í pakkanum var
fullt af brjóstsykri. Ég man að mér
fannst þetta mjög merkilegt. Ég vissi
ekki um neinn sem hafði fengið jóla-
pakka frá Grýlu.
Takk pabbi minn fyrir að hafa gefið
mér allar góðu æskuminningarnar og
að kunna að meta það sem við höfðum
og það sem ég hef í dag.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að vera hjá þér síðustu stund-
irnar þínar. Ég veit að þér líður vel
núna og þú ert aftur orðinn léttur á
fæti.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Blessuð sé minning þín.
Þín dóttir
Þóranna.
Þeim fer óðum fækkandi, sem ólust
upp á Laxárdal í Austur-Húnavatns-
sýslu. Nú er svo komið, að einungis
tvær jarðir eru í byggð í dal þessum-
,sem áður taldi um tvo tugi bújarða.
Sverrir Haraldsson ólst upp í
Gautsdal í skjóli ágætra foreldra.
Hann setti saman bú í Mjóadal og síð-
ar á Æsustöðum í Langadal og bjó
þar, þar til fyrir fáum árum, að hann
fluttist, ásamt konu sinni, í Kópavog.
Þar heimsótti ég þau hjón öðru
hverju. Ég fylgdist með þverrandi
heilsu og þreki Sverris síðustu árin,
þessa mikla dugnaðarmanns. Hann
var hamhleypa til vinnu, enda var
hann orðinn mjög slitinn maður, áður
en búskapnum lauk.
Hann fæddist í Haga í Þingi,
skammt frá hinum merka sögustað,
Þingeyrum. Þar námu foreldrar hans
aðeins staðar, en móðir Sverris var
þaðan.
Ég kveð þennan ágæta son Lax-
árdals með þökk fyrir allt og allt Fari
hann í friði, friður guðs hann blessi.
Og ættmennum votta ég samúð við
brottför hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
SVERRIR
HARALDSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.