Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 67
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 67
Tilvera okkar er
undarlegt ferðalag. Við
erum gestir og hótel
okkar er jörðin. Þannig
er byrjunin í kvæði
borgarskáldsins. Kæri félagi og vin-
ur, það var hótelrekstur sem leiddi
okkur saman, fyrir rúmlega ári síð-
an. Þú hafðir eins og ég brennandi
áhuga á ferðamálum og öllu því sem
gæti verið tekjuaukandi fyrir Ís-
lenskt þjóðfélag með því að fólk
hvaðanæva úr heiminum fengi að
njóta þeirra náttúru sem þú naust í
ríkum mæli og dáðist mikið að.
DANÍEL S.
LÁRUSSON
✝ Daníel SigurðurLárusson fæddist
á Akranesi 22. des-
ember 1947. Hann
lést á sjúkrahúsi í
Búdapest 21. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 5. nóvem-
ber.
Gönguferðir, laxveiði
og útivist voru hluti af
þínum hjartans málum,
sem þú hafðir mikið dá-
læti á að ræða. Þú
vannst þér fulla virð-
ingu mína fyrir vönduð
vinnubrögð, einlægni,
heiðarleika og að vera
góður félagi. Það var
okkur Hansínu mikið
áfall þegar við fengum
þá frétt að þú hefðir
veikst í fríinu ykkar
Dórotheu í Búlgaríu.
Það fyrsta sem mað-
ur hugsar við svona
frétt er að vonandi er þetta ekki al-
varlegt, en því miður þá varð það
lokaferðin á Hótel Jörð. Kæra
Dórothea – Árný og Brynja, við vott-
um ykkur og aðstandendum okkar
dýpstu samúð. Við vitum að missir
ykkar er mikill og sorgin þungbær.
Megi Guð styrkja ykkur á þessari
stundu.
Jón Rafn og Hansína B.
✝ GuðmundurJónsson fæddist
í Reykjavík hinn 19.
ágúst 1924. Hann
lést á Landspítalan-
um miðvikudaginn
30. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðrún Halldóra
Sigurðardóttir, f. á
Lambastöðum á Sel-
tjarnarnesi 13. apríl
1889, d. 22. sept.
1948, og Jón Sig-
urðsson, stýrimaður
og skipstjóri á skip-
um Eimskipafélags Íslands, síð-
ast á Gullfossi frá 1951 og þar til
hann lét af störfum sökum aldurs
árið 1958, f. á Fagurhóli Vatns-
leysustrandahreppi 8. júlí 1892,
d. 19. nóv. 1973. Systkini Guð-
mundar eru: 1) Anna Hulda, f.
1916, látin, var gift Georg Luth-
er Sveinssyni, látinn, þau voru
búsett í Seattle í Bandaríkjunum,
Börn Herdísar eru Svala
Thorlacius, f. 1942, gift Gylfa
Thorlacius, og Elsa Guðrún Stef-
ánsdóttir, f. 1949, d. 1999, gift
Magnúsi Eiríkssyni. Stjúpdóttir
Herdísar er Hulda Stefánsdóttir
Yodice, f. 1938, gift John Yodice,
og eru þau búsett í Bandaríkj-
unum.
Á yngri árum var Guðmundur
siglingum með föður sínum og
sigldi m.a. á stríðsárunum en hóf
nám í rafvirkjun í Iðnskólanum í
Reykjavík og lauk þar sveins-
prófi 1949. Starfaði hann um
árabil hjá Johan Rönning við ým-
is verkefni á vegum fyrirtækis-
ins, meðal annars við lagningu
raflína frá Sogsvirkjun. Hann
var búsettur í Bolungarvík um
nokkurra ára skeið og rak þar
rafmagnsverkstæði en fluttist
aftur til Reykjavíkur og starfaði
sem rafvirki hjá Íslenska álfélag-
inu í Straumsvík þar til hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir.
Á yngri árum var Guðmundur
keppnismaður í sundi og sund-
knattleik hjá Sundfélaginu Ægi
og var alla tíð mikill áhugamað-
ur um sund.
Útför Guðmundar var gerð frá
Bústaðakirkju 5. nóvember.
2) Marta, f. 1918, lát-
in, gift Ingólfi Jón-
assyni, 3) Richard, f.
1920, kvæntur Erlu
Þórðardóttur, 4) Sig-
urður Þórir, f. 1922,
látinn, var búsettur í
Danmörku, 5) Sigur-
veig, f. 1926, gift Sig-
urði Braga Stefán-
syni, látinn, 6) Helga,
f. 1930, gift Þór El-
íssyni. Seinni kona
Jóns er Dýrfinna
Tómasdóttir, f. 29.
júní 1912.
Fyrri kona Guð-
mundar var Ósk Guðmundsdóttir
en þau skildu. Þeim varð ekki
barna auðið en Guðmundur ætt-
leiddi dóttur Óskar, Guðbjörgu,
sem flutti búferlum með fjöl-
skyldu sinni til Svíþjóðar.
Seinni kona Guðmundar er
Herdís Sigurðardóttir Lyngdal,
f. 11. október 1914, og gengu
þau í hjónaband árið 1974.
Mikill sómamaður er látinn.
Oft er það svo þegar fólk finnur
sér nýjan maka á miðjum aldri að
fjölskyldur þeirra eiga erfitt með
að sætta sig við hinn nýja eig-
inmann eða eiginkonu.
Þegar móðir mín Herdís Sigurð-
ardóttir Lyngdal giftist Guðmundi
Jónssyni hafði hún verið ekkja í 12
ár og stóð á sextugu en Guðmund-
ur var réttum 10 árum yngri.
Við sáum öll strax hvern mann
Guðmundur hafði að geyma og
með kynnum okkar sem stóðu í 28
ár óx virðing okkar fyrir mann-
kostum hans, heiðarleika og góð-
mennsku.
Þegar móðir mín og hann kynnt-
ust hafði hann nokkru áður flust
aftur til Reykjavíkur frá Bolung-
arvík og hafið störf hjá Íslenska ál-
félaginu í Straumsvík. Starfaði þar
þangað til hann lét af störfum sak-
ir aldurs og var þekktur á vinnu-
stað fyrir vandvirkni sína og hirðu-
semi um alla hluti.
Sundíþróttin var líf hans og yndi
og stundaði hann sund daglega
fram undir það síðasta, enda var
hann sem ungur maður keppnis-
maður í sundi og þó einkum sundk-
nattleik og átti fjölda verðlauna-
peninga frá þeim árum.
Nutu barnabörn Herdísar góðs
af sundáhuga hans og einkum tveir
litlir systursynir mínir sem búsett-
ir eru í New York og komu á
hverju ári til Íslands og dvöldu
sumarlangt. Þeim kenndi Guð-
mundur að synda og fór með þeim
vítt og breitt um borgina og ná-
grenni.
Árið 1996 greindist Guðmundur
með krabbamein og gekkst undir
mikla aðgerð. Fyrir þrem árum
kom þessi sjúkdómur fram á nýjan
leik og var Guðmundur að segja
má í stöðugri meðferð síðustu árin
án þess þó að leggjast á sjúkrahús.
Sýndi hann í þessari þrautagöngu
mikla karlmennsku, og lifði lífi
sínu með bros á vör og gamanyrð-
um eins og ekkert hefði í skorist.
Aldrei kvartaði hann yfir vanlíð-
an og því var það þegar hann
hringdi snemma þriðjudagsmorg-
uns í síðustu viku og kvaðst vilja
komast á sjúkrahús að öllum varð
ljóst að hann hlaut að vera illa
haldinn. Reyndist svo vera því
hann lést kvöldið eftir.
Blessuð sé minning hans.
Svala Thorlacius.
Stjúpafi okkar, Guðmundur
Jónsson rafvirki, lést hinn 30.
október. Þrátt fyrir hetjulega og
æðrulausa baráttu við illvígan
sjúkdóm andaðist hann á Land-
spítalanum þar sem hann fékk
góða umönnun á deild G. Hann
giftist ömmu okkar, Herdísi Lyng-
dal, árið 1974, en hún hafði þá ver-
ið ekkja um nokkurra ára skeið.
Hann reyndist okkur ætíð drengur
góður, enda úrvalsmaður í alla
staði; traustur klettur sem ávallt
var hægt að leita til. Gummi var
alla tíð mikill sundáhugamaður og
eigum við bræður margar góðar
æskuminningar frá tíðum sund-
ferðum sem hann hafði frumkvæði
að.
Gummi kunni best við að hafa
alla hluti í röð og reglu en predik-
aði aldrei yfir neinum og aldrei
heyrðum við hann tala illa um
nokkurn mann. Hann fylgdist alla
tíð vel með því sem var á seyði hjá
okkur og var ávallt boðinn og bú-
inn að rétta fram hjálparhönd ef
þurfa þótti, hvort sem var að
skipta um peru eða útvega sund-
eða strætómiða. Svona voru þeir,
þessir íþróttamenn af ungmenna-
félagskynslóðinni. Hann annaðist
ömmu okkar, Herdísi, af sömu
vandvirkni og allt annað sem hann
gerði. Við biðjum Guð að styrkja
hana í sorginni.
Farðu í friði, góði vinur,
Guðs að ganga á nýjum vegum.
Með virðingu og þakklæti.
Stefán Már Magnússon,
Andri Magnússon,
Magnús Örn Magnússon.
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
✝ Arnbjörg Ara-dóttir fæddist á
Grýtubakka 22.
september árið
1925. Hún lést 24.
október síðastliðinn.
Eiginmaður Arn-
bjargar var Baldur
Jónsson, frá Mýri í
Bárðardal, f. 18. júlí
1916, d. 1979. Börn
þeirra eru: Aðal-
björg, f. 29. október
1947, Sigríður f. 23.
desember 1948,
maki Páll Kjartans-
son, Sigrún, f. 3.
desember 1950, Margrét, f. 30.
apríl 1953, maki Ólafur Einars-
son, Jónas, f. 15. september
1955, maki Guðrún Eyvindar-
dóttir, Bryndís, f.
27. september 1957,
maki Jón E. Berg,
Ari, f. 26. júlí 1959,
maki Kolbrún
Reynisdóttir, Jón
Karl, f. 7. septem-
ber 1963, d. 6. nóv-
ember 1988, og
Guðmundur, f. 9.
september 1968,
maki Elisabeth
Kvelland. Barna-
börnin eru 19 og
barnabarnabörnin
þrjú.
Arnbjörg bjó á
Grýtubakka til ársins 1995 en þá
flutti hún til Akureyrar.
Útför Arnbjargar var gerð frá
Grenivíkurkirkju 1. nóvember.
Mér þykir miður að hafa ekki
verið til staðar til að ganga með
þér síðasta spölinn, það hefðir þú
svo sannarlega átt inni hjá mér.
Fyrir margra hluta sakir.
Margar af mínum æskuminning-
um eru svo samtvinnaðar fjöl-
skyldunni á Grýtubakka 1 að í end-
urminningunni er eins og ég hafi
dvalið þar jafn mikið og á mínu
eigin heimili.
Abba var sístarfandi, þannig
man ég eftir henni í minningunni.
Og eins og við veljum okkur ekki
alltaf þau verkefni sem lífið býður
okkur, held ég að Abba hafi sjaldn-
ast spurt um það. Hún einfaldlega
sinnti þeim.
Mér hefur oft orðið hugsað til
þess tíma þegar mæðurnar á
Grýtubökkunum báðum áttu mörg
börn og lítil þægindi. Oftar en ekki
var Abba við rulluna í þvottahús-
inu þegar ég skottaðist um í heim-
sókn. Og hún Abba átti svolítið
sem ég taldi að enginn annar í
heiminum ætti. Hún átti ofurlítinn
kálgarð. Sá hinn sami varð oftar en
ekki stærsta freisting bernsku
minnar.
Það kom fyrir að til okkar
barnanna sæist, það kom líka fyrir
að okkur var refsað fyrir stuldinn.
Oftar var þó að til okkar sást og
góðlátleg kímni náði til augna
Öbbu þegar hún rétti okkur ný-
bakaðar kleinur í nesti yfir Grýt-
una.
Hún Abba hafði svo sannarlega
grænar fingur. Hún átti kyn til
þess. Ósjaldan kom hún einhverju
til í eldhúsglugganum sínum,
merkilegum jurtum sem hétu dul-
arfullum nöfnum. Eitthvað af
þessu þykir í dag ómissandi í mat-
argerð landsmanna.
Nú er hún gengin þessi mæta
kona. Ég vil þakka henni að leið-
arlokum allt sem hún gerði fyrir
mig.
Hún átti alltaf eitthvað aukreit-
is, koss á meiddan fingur, eitthvað
í gogginn, mjúka stroku á kinn,
klapp á kollinn og samræður og
þolinmæði sem eru mér ekki bara
minnisstæðar heldur einnig til eft-
irbreytni.
Minninguna um Öbbu mun ég
setja á sérstakan stað í hjarta
mínu og geyma. Ég er þess fullviss
að vel verður tekið á móti henni.
Börnum hennar og öðrum ást-
vinum votta ég hluttekningu mína.
Steingerður.
ARNBJÖRG
ARADÓTTIR
Við urðum þeirrar
ánægju aðnjótandi að
kynnast Sigurði Tóm-
assyni fyrir nokkrum
árum. Þau kynni hófust þegar við
hjónin keyptum Laxárbakka af þeim
Sigurði og Svövu. Gamalt hús á
grónum stað í landi Sigurðar. „Þetta
er gott hús, svolítið úr sér gengið, en
þið ættuð að sjá allan gróðurinn í
sumar þegar hann hefur tekið við
sér,“ sagði Sigurður, þegar við hitt-
um hann fyrst í roki og rigningu í
nóvembermánuði. Við vorum sam-
mála og gengið var frá kaupunum.
Sumarið kom og Sigurður reynd-
ist sannspár. Umhverfið er fagurt
við Laxá og ekki síður mannlífið í ná-
grenninu. Sigurður fylgdist grannt
með uppbyggingu á Laxárbakka
meðan hann hafði heilsu til að koma
við. Hverju handtaki var hrósað og
meira að segja rúmið í svefnher-
berginu er konunglegt, enda sefur
maður vel þar. Reglulega kom ég til
Sigurðar fyrstu árin og tilkynnti
honum um að nú væri gjalddagi og
SIGURÐUR L.
TÓMASSON
✝ Sigurður LofturTómasson fædd-
ist að Bolafæti, nú
Bjargi, í Hruna-
mannahreppi 16.
september 1915.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands 21.
október síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Hruna-
kirkju 2. nóvember.
að afborgunin af hús-
inu hefði verið greidd
inn á reikninginn hans.
Alltaf fékk ég svipuð
svör: „Það getur nú
ekki verið, þú ert nýbú-
inn að borga,“ eða
„Reynir minn, þetta er
nú svo mikið fyrir ykk-
ur, það liggur ekkert á
þessu.“
Í jarðskjálftunum
hér um árið laskaðist
húsið á Hverabakka
það mikið að ekki var
ráðlegt að búa í því.
Nýtt hús skyldi rísa og
ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að
hanna nýja húsið fyrir Sigurð og
Svövu. Sigurður var án efa sá
ánægðasti og skemmtilegasti hús-
byggjandi sem ég hef unnið fyrir,
enda ekki nema 85 ára og yngdist
um mörg ár í anda í hvert sinn er við
skoðuðum tillögur og teikningar.
Hann var snöggur að skilja upp-
drættina og ekki vantaði hrós og
þakkir. Á þeim bæ var þakkað kær-
lega fyrir hvern glugga og hverja
hurð sem sett var á teikningu. Arki-
tektinn gekk út sem heimsmeistari
eftir hvern fund.
Það voru forréttindi að fá að
kynnast Sigurði og seint verður
gestrisni þeirra hjóna oflofuð. Við
vottum Svövu, dætrunum og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúð.
Reynir og Margrét,
Laxárbakka.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein-
stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
og fjölskyldum okkar samúð og hlýhug við and-
lát og útför móður okkar og tengdamóður,
KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Fellsmúla 6,
Reykjavík.
Auður Anna Pedersen, Guðmundur Kjartansson,
Einar Ole Pedersen, Helga Hannesdóttir,
Bendt Pedersen, Kolbrún Guðjónsdóttir,
Halldór Kristinn Pedersen.