Morgunblaðið - 09.11.2002, Síða 69
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 69
DAGBLÖÐ í skólum er
samstarfsverkefni
Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur og dag-
blaðaútgefenda. Nem-
endur vinna með dagblöð í skóla-
tíma og heimsækja dagblað á
Reykjavíkursvæðinu að verk-
efnaviku lokinni. Fyrir
skömmu heimsóttu 7.
bekkingar úr Ártúns-
skóla Morgunblaðið til
að kynna sér starfsem-
ina og skoða sig um. Blaðið vonar
að þau hafi orðið einhvers vísari og
þakkar þeim um leið fyrir komuna.
Morgunblaðið/Golli
7. bekkur H.G. í Ártúnsskóla í heimsókn hjá Morgunblaðinu.
HRINGURINN heldur sinn árlega
handavinnu- og kökubasar í Perl-
unni 10. nóvember kl. 13:00. Þar
verða til sölu margir fallegir munir
og heimabakaðar kökur. Basar-
munir eru til sýnis í glugga Herra-
garðsins, Laugavegi 13.
Jólakort Hringsins árið 2002
verða einnig til sölu í Perlunni.
Kortið er hannað af Hringskonunni
Önnu Lovísu Tryggvadóttur. Allur
ágóði af fjáröflun félagsins rennur í
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Hringskonur vilja þakka öllum
velunnurum félagsins bæði ein-
staklingum og fyrirtækjum fyrir
stuðning og traust sem félaginu
hefur verið sýnt í gegnum árin.
Morgunblaðið/Þorkell
Jólabasar Hringsins
GEÐHJÁLP fagnar því að stjórn
Hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands
hefur óskað eftir viðræðum við sam-
starfsnefnd ríkisstjórnarinnar um
málefni geðfatlaðra, en greint var
frá því í Morgunblaðinu á fimmtu-
dag.
„Tekið skal undir þá sýn manna
að húsnæðivandinn sé hluti þeirra
brýnu úrlausnarefna í málefnum
geðsjúkra sem hrint verður í fram-
kvæmd. Það er því ósk Geðhjálpar
að aðrir þættir sem ræddir hafa ver-
ið og lagðir hafa verið fyrir opinbera
aðila og flokkast undir brýn úrlausn-
arefni í ofangreindu samhengi, s.s.
umönnunarstofnun, hreyfanlegt
teymi (með þverfaglegri aðkomu) og
skoðun lagaumhverfisins verði jafn-
framt sett í forgang,“ segir m.a. í
frétt frá Geðhjálp.
Fagna við-
ræðum um
húsnæðismál
geðfatlaðra
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir
eftir vitnum að árekstri sem varð
laugardaginn 2. nóvember sl. á
gatnamótum Hjallahrauns og
Reykjavíkurvegar.
Klukkan 18:40 skullu þar saman
bifreiðirnar XG 630 (hvítur VW Golf
CL) og OO 170 (dökkblár Dodge
Stratus). Við áreksturinn kastaðist
XG 630 á bifreiðina OY 453, sem var
kyrrstæð við gatnamótin. Ágreining-
ur er um stöðu umferðarljósanna
þegar áreksturinn varð. Vitni að
óhappinu eru beðin að hafa samband
við lögreglustöðina í Hafnarfirði í
síma 525-3300.
Lýst eftir
vitnum
GUST & dísjón ný verslun með ís-
lensk föt verður opnuð í dag, laug-
ardaginn 9. nóvember, klukkan 11, á
Laugavegi 39.
Fatahönnuðirnir Guðrún Kristín
Sveinbjörnsdóttir og Ásdís Jóns-
dóttir,sem báðar hafa selt föt und-
anfarin ár, hafa sameinað krafta sína
og flutt sig í hjarta miðbæjarins á
Laugaveg 39. Fjölbreyttur fatnaður
fyrir ungar konur verður til sölu, allt
frá flíspeysum til silkikjóla. Meðal
annars föt unnin úr íslensku hráefni
eins og ull, mokkaskinni og sjávar-
leðri.
Ný verslun með
íslenskan fatnað
Roðpils og jakki úr íslenskri ull.
Kjördagur Samfylkingarinnar, 9. nóvember 2002
Reykjavíkurkjördæmi
1. Kjörstaður í sameiginlegu flokksvali í
Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er
Félagshús Þróttar, Engjavegi 7, í Laugardal,
skáhallt á móti Laugardalshöllinni.
2. Kjörfundur hefst kl. 11 fyrir hádegi og
lýkur kl. 22 að kvöldi.
3. Á kjörskrá eru allir þeir sem á kjördag eiga
lögheimili í Reykjavík, eru fullra 18 ára að
aldri og eru félagar í Samfylkingunni eða
undirrita inntökubeiðni á kjörfundi.
4. Kosning fer fram með rafrænum hætti.
Þeir sem vilja kjósa með hefðbundnu
sniði geta notað prentaða kjörseðla sem
munu liggja frammi.
5. Kosið er um átta sæti.
Merkja skal við frambjóðendur með
tölustöfum í sæti 1 til 8.
Suðvesturkjördæmi
1. Kjörstaðir í flokksvali í Suðvesturkjördæmi
eru sem hér segir:
a. Hafnarfjörður (Hafnarfjörður og
Bessastaðahreppur): Alþýðuhúsið,
Strandgötu 32, kl. 10-20.
b. Garðabær: Hofstaðaskóli kl. 14-18
c. Kópavogur: Þinghóll, Hamragötu 11
kl. 10-20
d. Seltjarnarnes: Mýrarhúsaskóli kl. 10-20
e. Mosfellsbær: Hlégarður kl. 10-18
2. Á kjörskrá eru allir þeir sem á kjördag
eiga lögheimili í Suðvesturkjördæmi,
eru fullra 16 ára að aldri og voru skráðir
félagar í Samfylkingunni kl. 18 miðviku-
daginn 6. nóvember 2002.
3. Kosið er um sex sæti.
Merkja skal við frambjóðendur með
tölustöfum í sæti 1 til 6.
Suðurkjördæmi
1. Kjörstaðir í flokksvali í Suðurkjördæmi eru
sem hér segir:
a. Sandgerði: Miðhús, Suðurgötu 17
kl. 9-17.
b. Reykjanesbær: Salur Verslunarmanna-
félags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14
kl. 9-19.
c. Grindavík: Víkurbraut 26 (Skálholt)
kl. 9-17.
d. Vogar: Lionshúsið kl. 9-17.
e. Þorlákshöfn: Ráðhúsið kl. 9-17.
f. Hveragerði: Samfylkingarhúsið,
Reykjamörk 1 kl. 9-17.
g. Selfoss : Hótel Selfoss, austursalur
kl. 9-19.
h. Flúðir: Félagsheimilið á Flúðum kl. 9-17.
i. Hvolsvöllur (Hvolsvöllur, Hella, Vík,
Kirkjubæjarklaustur og nærsveitir,
póstnúmer 850, 851, 860, 861, 870, 871
og 880): Félagsheimilið Hvoll kl. 9-17.
j. Hornafjörður: Víkurbraut 4, húsnæði
Vökuls (póstnúmer 780, 781 og 785)
kl. 9-17
k. Vestmannaeyjar: Alþýðuhúsið kl. 9-19.
Gert er ráð fyrir að íbúar í póstnúmeri 801
kjósi í Þorlákshöfn, Hveragerði, á Selfossi.
eða Flúðum. Atkvæðagreiðsla utan kjör-
fundar fer fram á skrifstofu flokksins,
Austurstræti 14, Reykjavík, kl. 9-17, en
einnig á hverjum kjörstað fyrir sig. Þannig
getur kjósandi búsettur í Reykjanesbæ
kosið á Selfossi eða í Vestmannaeyjum,
svo dæmi sé tekið.
2. Á kjörskrá eru allir þeir sem á kjördag eiga
lögheimili í Suðurkjördæmi, eru fullra 16
ára að aldri og voru skráðir félagar í
Samfylkingunni á miðnætti laugardaginn
2. nóvember 2002.
3. Kosið er um fjögur sæti.
Merkja skal við frambjóðendur með
tölustöfum í sæti 1 til 4.
Norðausturkjördæmi
1. Atkvæðagreiðsla hefur farið fram
með póstkosningu. Kosið var um
tvö efstu sæti. Talning fer fram í
Lárusarhúsi, Akureyri, laugardaginn
9. nóvember.
Upplýsingar fyrir kjósendur