Morgunblaðið - 09.11.2002, Page 77

Morgunblaðið - 09.11.2002, Page 77
KVIKMYNDIR/FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 77 ÞÝSKA spennumyndin Das Experiment er forsýnd í Há- skólabíói um helgina á vegum kvikmyndaklúbbsins Film- Undurs. Myndin naut mikilla vinsælda í heimalandinu og hefur hlotið fjölda verðlauna þar sem víðar. Þess má geta að leikstjór- inn Oliver Hirschbiegel fékk leik- stjóraverðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Montréal í Kanada og aðal- leikarinn Moritz Bleibtreu hlaut áhorfendaverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Seattle í Bandaríkjunum. Bleibtreu er ekki síst þekktur fyrir hlutverk sitt í myndinni Hlauptu Lola, hlauptu. Myndin, sem gerist í sam- tímanum, er byggð á atburð- um, er áttu sér stað í Stan- ford-háskóla árið 1971 og varða tilraunir á fólki. Bleib- treu leikur rannsóknarblaða- mann sem ákveður að taka þátt í rannsóknarverkefni háskóla í ónefndri stórborg Þýskalands. Háar fjárhæðir eru í boði fyrir þátttak- endurna 20. Tólf manns eru skipaðir fangaverðir og átta manns eru í hlutverki fanga. Í tilkynningu frá Film-Undri segir að fyrr en varir taki alvaran yfirhöndina. „Þykjustu- leikurinn breytist því í hatramman og blóðugan raunveruleika.“ Moritz Bleibtreu í hlutverki sínu í Das Experiment en hann leikur rannsóknarblaða- mann, sem tekur þátt í til- raunaverkefni ónefnds þýsks háskóla. Hatrammur tilraunaveruleiki JESSICA Stein er leitandi ung kona. Í voninni – og vegna þrýstings- ins – að finna hinn eina rétta fer hún á ótal misheppnuð stefnumót við alls konar mismisheppnaða karlmenn. Dag einn svarar hún einkamálaaug- lýsingu sem hljómar vel – jafnvel þótt það sé kona að leita að konu. Og hún byrjar með Helen, en rólega þó. Á erfiðum tímum aðdáenda róman- tískra gamanmynda ætti þessi kvik- mynd að vera himnasending. Hún er fyndin og skemmtileg, hún er frum- leg, karakterarnir eru trúverðugir og samúðarfullir, það gengur á ýmsu – og svo er myndin auðvitað rómantísk. Helen er eigandi gallerís, opin og af- slöppuð kona sem yfirleitt sefur hjá karlmönnum, en hefur líka prófað konur og líkar vel. Jennifer er ofurná- kvæmur prófarkalesari á dagblaði og alveg kynvís (a.m.k. hingað til) og þótt hún sé spennt fyrir Helen, sem henni líkar strax vel við, tekur hún sinn tíma til að gera meira en bara kyssa hana. Helen sem er mikil kynvera lætur sér það lynda – henni finnst Jessica spennandi áskorun. Eiginlega er ekki hægt að flokka þetta sem lesbíumynd. Hún lendir einhvers staðar á milli, þar sem hún fjallar um fólk að reyna fyrir sér í ást- inni og kynhvötinni. Ekki svart. Ekki hvítt. En skemmtilegt! Og það er kannski skrýtið að maður virðist gleyma því strax að þetta séu tvær konur. Strax fer maður að vona það besta fyrir þeirra hönd, lifa sig inn í þróunina í sambandinu og hlæja að aumingja Jessicu, sem er mjög svo jarðbundin og smámunasöm. Aðalleikonurnar tvær eru einnig handritshöfundarnir og þekkja greinilega sína karaktera mjög vel, sem gerir samband kvennanna mjög sannfærandi. Aðrar leikkonur voru einnig dásamlegar. Jackie Hoffman leikur ófríska samstarfskonu Jessicu og hún á marga góða spretti í mynd- inni. Tovah Feldhuh er einnig stór- kostleg sem móðir Jessicu sem vill henni vel á sinn ákveðna og uppá- þrengjandi hátt. Í raun er þetta kvennamynd um vonir þeirra og væntingar til sjálfs sín, makanna, kynlífsins og fyrir hönd barna sinna. Kissing Jessica Stein er ansi fín mynd, sem ég vona bara að sem flest- ir fari að sjá. Því ef hún vekur ekki spurningar hjá manni um mann sjálf- an, þá a.m.k. bendir hún á að hlutirnir þurfa ekki að vera einmitt svona eða hinsegin, heldur bara einhvern veg- inn. Eins og maður sjálfur vill. Ástkonur, vinkonur, hvað? KVIKMYNDIR KISSING JESSICA STEIN  Regnboginn Leikstjóri: Charles Herman-Wurmfeld. Handrit: Heather Juergensen og Jennifer Westfeld eftir eigin leikþætti „Lipschtick“. Kvikmyndataka: Lawrence Sher. Aðalhlutverk: Heather Juergensen, Jennifer Westfeld, Scott Cohen, Tovah Feldhuh og Jackie Hoffman. BNA. 97 mín. 20th Century Fox 2001. Í umsögn um Kissing Jessica Stein segir að myndin sé ekki lesbíumynd heldur fyrst og fremst rómantísk mynd um ástina og kynhvötina. Hildur Loftsdóttir UNNENDUR Nýrra danskra, gaml- ir sem nýir, ættu að gleðjast yfir því að sveitin mun halda tónleika í Þjóð- leikhúsinu á þriðjudaginn. Tilefni tónleikanna er að sveitin fagnar um þessar mundir 15 ára af- mæli sínu og það verður ekki ein- asta gert með þessum tónleikum heldur kemur einnig út á næstu dögum ný geislaplata. Platan sú ber nafnið Freistingar og mun inni- halda vinsælustu og vanmetnustu lög sveitarinnar í nýjum órafmögn- uðum útsetningum. Daníel Ágúst Haraldsson verður meðal þeirra sem koma fram á plötunni en þar mun Svanhildur Jakobsdóttir einnig taka lagið „Sama tíma að ári“ með Birni Jörundi Friðbjörnssyni. Bæði munu þau Daníel Ágúst og Svan- hildur koma fram með Ný dönsk á þriðjudaginn ásamt fleirum. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er miðasala hafin í Þjóðleikhúsinu. Gömlu Nýju dönsku verða saman á ný í Þjóðleikhúsinu á þriðjudag. Ný dönsk í spariklæðum                              í kvöld Vesturgötu 2, sími 551 8900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.