Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 11
FULLTRÚAR ríkisins og Lands-
sambands eldri borgara undirrituðu í
gær í Ráðherrabústaðnum sam-
komulag sem felur í sér tillögur um
margþættar aðgerðir sem snúa að
aðbúnaði og skipulagi öldrunarþjón-
ustu og hækkun á greiðslum al-
mannatrygginga sem koma til fram-
kvæmda næstu tvö til þrjú árin. Á
næsta ári munu útgjöld ríkisins
vegna greiðslna í lífeyistrygginga-
kerfið aukast um 1,6 milljarða króna
og um einn milljarð árið 2004. Talið
er að árlegur kostnaður ríkissjóðs
vegna aðgerðanna verði um 5 millj-
arðar króna þegar þær eru að fullu
komnar til framkvæmda árið 2005.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
sagðist telja að með þessu væri veru-
lega komið til móts við óskir aldraðra
og til móts við þá sem lægstar hefðu
tekjur. Fyrir hvern og einn myndu
tekjur þeirra sem njóta trygginga-
bóta hækka sem svarar 8–14 þúsund
krónum á mánuði.
Ríkisstjórnin skipaði starfshóp
ríkis og Landssambands eldri borg-
ara um málefni aldraðra í september
síðastliðnum sem skyldi verða form-
legur samráðsvettvangur beggja að-
ila um breytingar á almannatrygg-
ingalögum og endurskoðun á
lífeyrisgreiðslum er kæmu til fram-
kvæmda á næstu árum. Formaður
hópsins var skipaður Þórarinn V.
Þórarinsson.
Þá var starfshópnum einnig ætlað
að fjalla um uppbyggingu hjúkrunar-
heimila og þjónustu við aldraða með
það að markmiðið að stytta biðlista
og bæta þjónustu. Ríkisstjórnin hef-
ur þegar fjallað um tillögurnar og
samþykkt að beita sér fyrir því að
þær nái fram að ganga.
Skerðingarhlutfall lækkar
Lagt er til að tryggðar tekjur verði
hækkaðar og að dregið verði úr jað-
aráhrifum tekjutenginga og að sú
hækkun verði umfram hækkun á
greiðslum Tryggingastofnunar ríkis-
ins sem svarar almennum umsömd-
um launahækkunum í upphafi næsta
árs og getið er um í fjárlagafrum-
varpi.
Þannig er lagt til að 1. janúar nk.
hækki tekjutrygging um 3.028 kr. og
verði frá þeim tíma 38.500 í stað
34.372 kr. sem nú er og að tekju-
tryggingarauki hækki um 2.255 og
verði 18.000 fyrir einhleypa í stað
15.257 kr. nú. Tekjutryggingarauki
hjóna og sambýlisfólks hækkar um
sömu krónutölu og verður 14.066 í
stað 11.445 kr. áður.
Þá breytist ákvæði laga um tekju-
tengingu þannig að skerðingarhlut-
fall tekna gagnvart tekjutryggingar-
auka lækkar úr 67% í 45%.
Fyrsta janúar 2004 kemur til
framkvæmda almenn hækkun sam-
kvæmt ákvæðum almannatrygginga-
laga en því til viðbótar er lagt til að
tekjutrygging hækki um 2.000 kr. og
verði 40.500 auk almennrar hækkun-
ar. Þá hækkar tekjutryggingarauki
um 2.000 kr. og verður 20.000 kr. fyr-
ir einhleypinga og 16.066 kr. fyrir
hjón og sambýlisfólk auk almennrar
hækkunar.
Húsnæði Vífilsstaðaspítala
verði tekið í notkun hið fyrsta
Starfshópurinn leggur til að
heimaþjónusta við aldraða verði efld
verulega frá því sem nú er með það
að markmiðið að aldraðir geti dvalið
sem lengst á eigin vegum utan stofn-
ana. Hann kemst að þeirri niður-
stöðu að til að ná þessu marki sé mik-
ilvægt að stjórnvöld beiti sér fyrir
samtvinnun þjónustu af þessu tagi
sem í dag sé ýmist á hendi ríkis eða
sveitarfélaga þannig að einn aðili
verði ábyrgur fyrir framkvæmd og
fjárhag. Lagt er til að ríkið leggi 150
milljónir króna í verkefnið á næstu
þremur árum til viðbótar við þær
fjárveitingar sem nú ganga til verk-
efnanna.
Þá er einnig lagt til að á næstu
tveimur árum verði dagvistarrýmum
aldraðra fjölgað, einkum á höfuð-
borgarsvæðinu, þar sem sinna megi
100 manns sem þessarar þjónustu
þarfnast auk þess sem tryggt verði
aukið framboð á rýmum til hvíldar-
innlagna á hjúkrunarheimili og öldr-
unardeildir sem svarar 20 rúmum á
næstu 12–15 mánuðum. Áætlað er að
árlegur rekstrarkostnaður þessara
þjónustuþátta geti numið 170 millj-
ónum króna.
Starfshópurinn leggur til að hús-
næði Vífilsstaðaspítala verði tekið í
notkun hið allra fyrsta án verulegra
breytinga til að flýta fyrir að aldraðir
hjúkrunarsjúklingar komist út af
sjúkrahúsum í aðstæður sem henti
betur þörfum þeirra og spítalanna.
Hægt sé að nýta húsnæðið lítið
breytt næstu 3–5 árin á meðan önnur
þjónusta byggist upp. Reiknað er
með að unnt verði að veita þar allt að
70 manns þjónustu og að starfsemin
geti hafist í upphafi komandi árs.
Miðað er við að árlegur rekstrar-
kostnaður verði allt að 330 milljónir
króna.
Starfshópurinn telur brýnt að
breyta hlutverki Framkvæmdasjóðs
aldraðra þannig að hann fái formlega
það hlutverk að greiða öldrunar-
stofnunum húsnæðisframlag, leigu-
ígildi sem standi undir viðhalds-
kostnaði og stærstum hluta af
fjárfestingarkostnaði nýrra hjúkrun-
arheimila. Á næstu árum þurfi að að
semja við starfandi stofnanir um hús-
næðisframlag sem annars vegar taki
mið af áður fengnum opinberum fjár-
stuðningi til uppbyggingar en hins
vegar áætlaðri viðhaldsþörf. Sjóður-
inn fái að fullu álögð gjöld og geri
samkomulag við rekstraraðila öldr-
unarstofnana um húsnæðisframlag
sjóðsins.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagðist telja að mjög mikil-
vægt samkomulag hefði náðst varð-
andi bætt kjör aldraðra, meðal
annars í tengslum við heimaþjón-
ustu, stoðþjónustu og flýtifram-
kvæmdir á Vífilsstöðum sem væri í
samræmi við stefnumörkun ráðu-
neytisins að búa öldruðum það um-
hverfi að þeir gætu búið á sínum
heimilum sem lengst.
Þá benti hann á að bætur öryrkja
tækju sömu breytingum og samið
hefði verið um við Landssamband
eldri borgara.
Ráðherra sagði mikilvægt að
breyta hlutverki Framkvæmdasjóðs
aldraðra þannig að hann greiddi hús-
næðiskostnað og að sú vinna myndi
hefjast í framhaldi af samkomulag-
inu.
Nauðsynlegt að fjölga
enn hjúkrunarrýmum
Í tillögum starfshópsins kemur
enn fremur fram að nauðsynlegt sé
að fjölga enn hjúkrunarrýmum og
leggur hann til við heilbrigðisyfirvöld
að þau leiti eftir samningum um
fjölgun vistrýma um 150–200 ný rými
sem verði tekin í notkun á næstu 2–3
árum. Ætla má að viðbótarrekstrar-
kostnaður vegna þessa get numið allt
að 900 milljónum króna miðað við
heilt ár. Þá telur starfshópurinn
tímabært að fjallað verði um sam-
band hefðbundinna öldrunarstofn-
ana og eiginfjármögnunar á íbúðar-
húsnæði í tengslum við slíkar
stofnanir. Áhugi á fjölþjónustu-
kjarna með öldrunaríbúðum fari vax-
andi og setja þurfi skýrar reglur,
einkum hvað varðar samhengi vist-
unarmats og forgang að þjónustu.
Starfshópurinn telur einnig mikil-
vægt að gerðir séu formlegir samn-
ingar um rekstrarstyrki til dvalar- og
hjúkrunarheimila sem kveði á um
viðmið þjónustu sem og réttindi og
skyldur aðila. Þá er tekið undir til-
lögur nefndar um sveigjanleg starfs-
lok og mælt með að almannatrygg-
ingalögum verði breytt á þann veg að
fólk hafi skýran ávinning af að fresta
töku lífeyris frá Tryggingastofnun
ríkisins. Lagt er til að lífeyrisþegi
sem frestar töku lífeyris og tengdra
bóta fái álag á lífeyri sem svarar 0,5%
fyrir hvern mánuð sem töku lífeyris
er frestað fram yfir 67 ára aldur.
Samkomulag ríkis og Landssambands eldri borgara að fullu til framkvæmda árið 2005
Morgunblaðið/Þorkell
Benedikt Davíðsson og Davíð Oddsson innsigla samkomulagið að lokinni
undirritun í Ráðherrabústaðnum í gær að viðstöddum Geir H. Haarde.
$% &# '(
& ) # * #(
* +,&-
. / ,
#'
+
&
0' # &
0' # &
! --1#
2340325
6 6
*
** 6 6 6
*
** 6 6 6
*
** 6
* !'1 %
& ) /
,
#'
+
&
0' # &
0' # &
2340325
6 6
*
*
6 6 6
*
* 6 6 6
*
* 6
Mun kosta
5 milljarða
króna á ári
ÓLAFUR Ólafsson, formaður Félags eldri
borgara, segist álíta að verulega sé komið til
móts við aldraða um bætta afkomu og aðbúnað
með því að draga úr bili milli ellilauna og
launaþróunar og að sér sýn-
ist sem hægt verði að brúa
það bil á næstu tveimur ár-
um. „Við höfum haft mjög
gott loftslag til samninga í ár
og þetta hefur gengið vel.“
Hann segist fagna til-
lögum um flýtiframkvæmdir
við Vífilsstaðaspítala þar
sem unnt verði að veita allt
að 70 manns þjónustu auk
tillagna um að varið verði
900 milljónum króna miðað við heilt ár til fjölg-
unar vistrýma um 150–200 sem kæmust í notk-
un á næstu árum.
„Síðan vil ég minna á það gamla mál sem mik-
ið hefur verið talað um, að fá betri samvinnu
milli heimahjúkrunar og heimilishjálpar, en það
mál er búið að ræða í 25 ár. Við höfum viljað
meina að það megi samþætta þessa vinnu betur
sem er mikið atriði og fögnum því,“ segir Ólaf-
ur.
Þá fagnar hann sömuleiðis tillögum um
sveigjanleg starfslok þar sem mælt sé með að
lögum um almannatryggingar sé breytt þannig
að fólk hafi skýran ávinning af því að fresta töku
lífeyris, eigi það þess kost og kjósi.
„Þetta er áfangi, fyrsti áfanginn í góðu sam-
starfi og því er auðvitað alls ekki öllu lokið og
við komum ekki til með að sitja þegjandi og
stilltir, það eru ýmis mál sem við eigum eftir að
ræða við forsætisráðherra og munum gera
áfram,“ segir Ólafur.
Meðal baráttumála sem eru framundan nefn-
ir hann tekjuskerðingar hjá öldruðum.
Baráttan við skerðingarnar
næsta baráttumál
„Baráttan við skerðingarnar verður framtíð-
arbaráttumálið því staðreyndin er sú að borið
saman við nágrannalöndin þá eru miklu dýpri
tekjutengingar hérna. Síðan eru ýmis önnur
mál eins og hækkandi þjónustugjöld af ýmsu
tagi sem við munum huga að í nánustu framtíð.“
Þá nefnir hann einnig aukinn lyfjakostnað og
langa biðlista á sjúkrastofnunum. Ólafur segir
engar formlegar tímasetningar varðandi frekari
viðræður stjórnvalda og eldri borgara. Hins
vegar séu nú komin á bein og milliliðalaus
tengsl milli ríkisstjórnarinnar og aldraðra.
ÓLAFUR ÓLAFSSON, FORMAÐUR FÉLAGS ELDRI BORGARA
Ríkið hefur komið verulega
til móts við kröfur aldraðra
Ólafur
Ólafsson
BENEDIKT Davíðsson, formaður Lands-
sambands eldri borgara, segist telja að sá
áfangi sem tekist hafi samkomulag um sé
verulegur í að brúa það bil sem rætt hafi
verið um í tengslum við
kjör aldraðra samanborið
við almenna launaþróun í
landinu. Þetta er að hans
mati viðunandi áfangi í
málinu.
Hann segir Lands-
sambandið fagna því að
hafa fengið að koma að
tillögugerðinni frá upp-
hafi.
„Við hnutum um það
strax þegar við sáum fjárlagafrumvarpið að
það var einungis gert ráð fyrir að trygg-
ingagreiðslur myndu hækka um 3,2% á
þessu fjárlagaári. Þannig var ekki gert ráð
fyrir í því frumvarpi að svara að neinu
þeirri gagnrýni okkar sem uppi hefur verið
um að það hafi hallað á aldraða í sam-
anburði við almenna launaþróun í landinu.
Þess vegna lögðum við ríka áherslu á að ná
inn í fjárlagagerðina núna viðbótarfjár-
magni til þessa málaflokks.“
Benedikt segist telja að sá þáttur sem
veit að heimaþjónustu og umræðan sem
fram hafi farið um hana hafi skilað veruleg-
um árangri í viðræðum við stjórnvöld um
hvað þurfi að leggja höfuðáherslu á.
Margir á biðlista eftir
hjúkrunarrýmisþjónustu
„Ég vænti þess að fram komi í þessum
tillögum okkar verulegur stuðningur við þá
áætlun sem heilbrigðisráðuneytið var búið
að gefa út um þörfina á eflingu og uppbygg-
ingu þessarar þjónustu fyrir aldraða.“
Um 300 manns, sem eru á biðlista eftir
hjúkrunarrýmisþjónustu, eru með mjög
brýna þörf á að fá aðhlynningu, að sögn
Benedikts.
„Þarna var þörf á verulegu átaki. og ég
held að það sem er skrifað niður hér í þenn-
an pappír ætti að styrkja heilbrigðisráðu-
neytið í að flýta þeirri framkvæmd.“
Þá fagnar Benedikt Davíðsson einnig til-
lögum um breytt hlutverk Framkvæmda-
sjóðs aldraðra enda hafi aldraðir lengi bent
á að fé úr sjóðnum færi ekki til þeirra verk-
efna sem gert var ráð fyrir í upphafi heldur
færi meirihlutinn til rekstrar.
BENEDIKT DAVÍÐSSON, FORMAÐUR LANDSSAMBANDS ELDRI BORGARA
Áfangi hefur náðst sem
hægt er að sætta sig við
Benedikt
Davíðsson