Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ARNÞÓR Garðarsson, Gísli
Már Gíslason, Ragnhildur Sig-
urðardóttir og Þóra Ellen Þór-
hallsdóttir hafa beðið Morgun-
blaðið um birtingu á eftirfarandi
vegna umræðna undanfarið um
Norðlingaölduveitu:
Mat á umhverfisáhrifum er
gert í þeim tilgangi að upplýsa
og mæla raunveruleg áhrif fram-
kvæmda. Matið nær ekki tilgangi
sínum ef mikilvægum atriðum er
sleppt, ef niðurstöður eru settar
fram með misvísandi hætti og
vísindamenn eru beittir þrýstingi
í þeim tilgangi að fá fram hag-
felldari niðurstöður fyrir fram-
kvæmdaaðila. Þetta ætti ekki að
vera ágreiningsefni.
Að undanförnu hefur talsvert
verið rætt um hvort mat á um-
hverfisáhrifum áformaðrar Norð-
lingaölduveitu í Þjórsárverum
hafi farið fram með þeim hætti
að tilgangi þess hafi verið náð.
Við fjögur sem þessa grein ritum
höfum tekið þátt í þessari um-
ræðu þar sem við höfum haft ým-
islegt við vinnubrögð, efnistök og
framsetningu upplýsinga að at-
huga. Við komum að þessu máli
sem sjálfstæðir vísindamenn en
ekki sem hópur, enda voru at-
hugasemdir okkar og sjónarhorn
af ólíkum toga þótt öll bæru þau
að sama brunni. Nú hafa farið
fram víðtæk skoðanaskipti um
þetta mál í fjölmiðlum. Það er
von okkar að sú umfjöllun hafi
varpað ljósi á það sem við teljum
að kunni að hafa verið alvarlegir
misbrestir í matinu, og hafi hugs-
anlega valdið því að niðurstaða
Skipulagsstofnunar varð önnur
en ella hefði orðið.
Skýrslur
Tvenns konar skýrslur eru
lagðar fram við mat á umhverfis-
áhrifum: skýrslur sérfræðinga
um einstaka þætti málsins og yf-
irlitsskýrsla sem á að gefa heild-
stæða og trúverðuga mynd af
framkvæmdinni og áhrifum
hennar. Yfirlitsskýrslan byggist
á því sem fram kemur í sérfræði-
skýrslum. Það er mikilvægt að
niðurstöður sérfræðinga komi
fram í yfirlitsskýrslu. Séu rit-
stjórar hennar ósammála þeim,
ber ritstjórum að greina frá því
og færa fram rök fyrir öðru áliti.
Gagnrýnin
Gagnrýni okkar var af ólíkum
toga og var sett fram á ýmsum
stigum matsferlisins.
Arnþór Garðarsson, dýrafræð-
ingur og prófessor, gagnrýndi að
lýsingum á niðurstöðum rann-
sókna á fuglalífi í yfirlitsskýrslu
bar ekki saman við rannsókn-
arskýrslu. Orðaval var með þeim
hætti að ætla mátti að áhrif væru
minni en niðurstöður rannsókna
hans höfðu gefið til kynna. Rit-
stjórn matsskýrslu gat ekki vísað
í rannsóknir sem sýndu að áhrif-
in væru önnur en rannsókn Arn-
þórs hafði gefið til kynna.
Gísli Már Gíslason, vatnalíf-
fræðingur og prófessor, taldi að
áhrif lóns á lífríki tjarna og
lindáa væru meiri og víðtækari
en gefið var til kynna yfirlits-
skýrslu. Þar kom ekki fram að
með Norðlingaölduveitu yrðu
stærstu lindár sem eftir eru í
Þjórsárverum settar að hluta eða
öllu leyti undir lón og að áður
höfðu aðrar stórar lindár í
Þjórsárverum farið undir
Kvíslaveitu. Gísli gagnrýndi að í
matsskýrslu væri dregið úr
áhrifum á lífríkar tjarnir í vest-
urhluta veranna og á lífríki
Þjórsár, sem yrði umturnað á 30
km kafla.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir,
grasafræðingur og prófessor,
taldi að ritstjórar matsskýrslu
hefðu ekki getið rannsókna sem
hefðu getað varpað skýrara ljósi
á áhrif vetrarflóða og breyttrar
grunnvatnsstöðu á freðmýra-
rústir og gróður. Niðurstöður
Þóru Ellenar gáfu tilefni til að
ætla að umhverfisáhrif fram-
kvæmdarinnar kynnu að verða
önnur en lesa mátti í mats-
skýrslu. Þessar rannsóknir voru
birtar í erlendum tímaritum að
undangengnu faglegu mati og
ekki lágu fyrir aðrar rannsóknir
sem gátu komið í þeirra stað.
Ragnhildur Sigurðardóttir
vistfræðingur gagnrýndi að
orðalagi á mikilvægum þáttum í
vísindalegri samantekt hennar á
fjölmörgum rannsóknum var
breytt þannig að neikvæð áhrif
framkvæmda virtust minni en
grunnrannsóknir höfðu leitt í
ljós. Þá höfðu ritstjórar skýrsl-
unnar valið að birta ekki kafla
sem hún hafði skrifað um áhrif
framkvæmda á vistfræði svæð-
isins í heild. Auk þess taldi
Ragnhildur að framkvæmdaaðili
hefði beitt þrýstingi í þeim til-
gangi að framsetning og orðalag
samantektar hennar yrði með
þeim hætti að hún drægi síður
úr þeim möguleika að til fram-
kvæmda gæti komið. Þegar
Ragnhildur neitaði að verða við
þessu, var köflum hennar breytt
að henni forspurðri.
Ritstjórn
matsskýrslu
Landsvirkjun réð fyrirtækið
VSÓ-ráðgjöf til að sjá um mat á
umhverfisáhrifum Norðlinga-
ölduveitu. VSÓ-ráðgjöf hefur
fullyrt að við matið hafi í einu og
öllu hafi verið farið að lögum og
reglum sem gilda um mat á um-
hverfisáhrifum. Við töldum það
skyldu okkar að upplýsa að við
hefðum, hvert á sinn hátt, fundið
fyrir því að ekki var farið með
okkar innlegg eða niðurstöður á
þann hátt sem við töldum eðli-
legt. Aðrir munu taka ákvörðun
um hvort ástæða sé til að kanna
hvort vinnubrögð við mat á um-
hverfisáhrifum Norðlingaöldu-
veitu gætu talist lögbrot. Við
teljum mikilvægast að líta fram
á við og draga lærdóm af þeim
misbrestum sem okkur virðast
hafa orðið í umræddu mati
þannig að bæta megi mat á um-
hverfisáhrifum í framtíðinni.
Lærdómur
Langoftast ríkir góð samvinna
milli sérfræðinga og fram-
kvæmdaaðila um vinnu við mat á
umhverfisáhrifum framkvæmda.
Þeir fræðimenn sem að matinu
koma verða ekki varir við þrýst-
ing frá framkvæmdaaðila, né
það að rannsóknaniðurstöðum sé
hallað eða úr þeim sigtað. Oftast
er heldur ekki um að ræða sér-
stakar eða óumdeildar náttúru-
perlur og ekki verið að hætta
mjög miklum verðmætum. Vera
má að ferlið, eins og það er sett
upp núna, gangi vel meðan ekki
eru alltof miklir náttúruvernd-
arhagsmunir í húfi, en síður þeg-
ar um er að ræða mjög verðmæt
svæði og þegar áhrifin eru orðin
svo neikvæð að fyrirfram leikur
vafi á hvort framkvæmdin muni
fást samþykkt eða hvort henni
verður hafnað vegna óásættan-
legra umhverfisáhrifa.
Það hlýtur að geta skapað tog-
streitu að framkvæmdaraðili beri
alfarið ábyrgð á framsetningu á
rannsóknum og niðurstöðum eins
og gert er ráð fyrir í lögum um
mat á umhverfisáhrifum fram-
kvæmda. Í flestum tilfellum hef-
ur framkvæmdaaðili verulega
hagsmuni af því að framkvæmd
fái jákvæða umsögn og því hlýtur
það að vera freistandi að búa
þannig um hnúta að kostir fram-
kvæmdar verði meira áberandi
en gallar. Víða hefur verið valin
sú leið að fela sjálfstæðum stofn-
unum að annast umhverfismat
einmitt í þeim tilgangi að koma í
veg fyrir að togstreita af þessu
tagi leiði til þess að matið verði á
einhvern hátt bjagað. Þar sem
þessi leið hefur ekki verið valin
hér á landi verður hlutverk
Skipulagsstofnunar sem eftirlits-
aðila afar mikilvægt. Tryggja
verður stofnuninni aðstæður til
að sinna því hlutverki.
Í öðru lagi verður að viðhafa
vinnubrögð sem tryggja að allar
mikilvægar hliðar málsins komi
fram í matsskýrslu. Þótt fram-
kvæmdaraðili sé ekki sammála
tiltekinni rannsókn sem unnin er
af viðurkenndum fagaðila þá má
hann ekki láta hjá líða að greina
frá henni í yfirlitsskýrslu eða
lýsa henni á þann hátt að það
geti valdið misskilningi. Það er
ekkert athugavert við að ólíkar
skoðanir séu uppi um áhrif fram-
kvæmda á tiltekna þætti í nátt-
úrufari. En í yfirlitsskýrslu ber
að greina frá öllum hliðum máls-
ins og færa rök fyrir því ef nið-
urstöður einnar rannsóknar eru
taldar betri skýringarkostur en
annarrar. Hugsanlega væri
ástæða til að setja siðareglur
sem tækju af vafa um þessi at-
riði. Þegar um er að ræða mjög
stór og flókin verkefni virðist
einsýnt að beita þarf meiri fag-
legri ritrýni en nú tíðkast og
taka þá mið af því ferli sem notað
er við birtingu greina í viður-
kenndum vísindaritum.
Í þriðja lagi vekjum við athygli
á hversu mikið skortir á að við
höfum heildaryfirlit yfir náttúru
landsins. Oft þarf framkvæmda-
aðili að standa fyrir grunnrann-
sóknum sem annars staðar á
Vesturlöndum er löngu búið að
vinna. Stuðla má að faglegri
vinnubrögðum með því að styðj-
ast við rannsóknir vísindamanna
sem þegar hafa hlotið viðurkenn-
ingu með birtingu í ritrýndu
tímariti.
Með þessum orðum viljum við
beina umræðunni að grundvall-
arþáttum málsins og þeim lær-
dómi sem af því má draga.Von-
andi stuðlar sú umfjöllum sem
þetta mál hefur fengið að vönd-
uðum vinnubrögðum í framtíð-
inni.
Hvernig má bæta
mat á umhverfis-
áhrifum framkvæmda?
Lærdómur af matsskýrslu
um Norðlingaölduveitu
SIGURÐUR Kári Kristjánsson
er ungur maður með mikla reynslu
og skýra stefnu sem mun nýtast
honum vel sem málsvari komandi
kynslóða á Alþingi.
Ég hef þekkt til
hans frá því við spil-
uðum saman í yngri
flokkum Fram í
Safamýri. Leiðir
okkar lágu því næst
saman í lagadeild-
inni í Háskólanum þar sem fé-
lagsmálin og félagslífið var drifið
áfram undir forystu hans.
Sigurður Kári er mikill áhuga-
maður um íþróttir og þekkir þjóð-
félagslegt mikilvægi þeirra af eigin
raun. Hann er talsmaður þess að
auka frelsi og efla samkeppni í þeim
tilgangi að bæta hér lífskjör, m.a.
með lægra matvöruverði. Þá er Sig-
urður þeirrar skoðunar að lækka
eigi skatta á einstaklinga og er ekki
sammála þeim sem halda því fram
að skattalækkanir þurfi að þýða
minni velferð.
Mér er það því mikið fagnaðar-
efni að Sigurður Kári skuli gefa
kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík fyrir þing-
kosningarnar næsta vor. Við þurf-
um ungan og kraftmikinn mann á
Alþingi. Sigurð Kára í 7. sætið.
Sigurð Kára
í 7. sætið
Andri V. Sigurðsson lögfræðingur skrifar:
GRUNDVÖLLUR velferðarkerf-
isins eru almannatryggingar. Með
núverandi fyrirkomulagi er öllum
landsmönnum tryggður jafn aðgang-
ur að heilbrigðisþjónustu. Með skatt-
greiðslum í ríkissjóð tryggja lands-
menn sér réttindi sem nauðsynlegt er
að skilgreina. Það verður að vera ljóst
hve biðtími eftir skoðun á heilsu-
gæslustöð eða hjá sérfræðingi á að
vera langur. Það verður að vera ljóst
hve biðtími eftir aðgerð á sjúkrahúsi
eða vist á hjúkrunarheimili á að vera
langur. Einkavæðing og einkarekstur
á þessum þætti þjónustunnar er ekki
á dagskrá.
Grundvallaratriði rekstrarþáttar-
ins er að allur kostnaður við hina
ýmsu þætti þjónustunnar sé þekktur.
Greiðslur fyrir hana verða að vera af-
kastatengdar, þ.e. að fjármagnið á að
fylgja sjúklingnum. Ekkert er á móti
því að einstakir þættir verði einka-
væddir á grundvelli þjónustusamn-
inga við tryggingakerfið. Má þar
nefna hvers konar læknisþjónustu,
rekstur sjálfseignarstofnana á hjúkr-
unarheimilum og öðrum stofnunum.
Sveitarfélög hljóta einnig að koma inn
í myndina varðandi ýmsa heimaþjón-
ustu.
Hagkvæmustu lausnir á núverandi
vanda eru aukin ferliþjónusta og upp-
bygging hjúkrunarheimila. Þar gætu
sjálfseignarstofnanir með fjármögn-
un lífeyrissjóða átt stóran þátt.
Við rekstur þjónustunnar verður
að hafa að leiðarljósi að nýta fjár-
magn sem best þannig að allir fái jafn-
an þá þjónustu sem þeir þurfa fyrir
sem minnstan kostnað.
Eftir Láru Margréti
Ragnarsdóttur
Höfundur er alþingismaður.
„Hagkvæm-
ustu lausnir
eru aukin
ferliþjónusta
og uppbygg-
ing hjúkrunarheimila.“
Stefnumótun í
heilbrigðismálum
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
er eini fjöldaflokkurinn sem Ísland
hefur átt. Hið breiða fylgi má rekja til
þess að hann hefur sett velferð allra
þegnanna á oddinn.
Forystumenn hans
um og eftir miðja síð-
ustu öld gengu heils-
hugar að uppbygg-
ingu þess
velferðarkerfis á veg-
um ríkis og sveitarfé-
laga, sem þjóðin býr að enn í dag. Það
hefur hinn almenni kjósandi kunnað
að meta.
Katrín Fjeldsted er málsvari þess-
arar stefnu flokksins og talar þar fyr-
ir munn fjölmargra flokksmanna.
Menntun hennar og reynsla sem
heimilislæknis í Reykjavík um ára-
tuga skeið hafa veitt henni sjaldgæf-
an skilning og innsýn í líf og kjör
fólks, og sem borgarfulltrúi Reykvík-
inga í tólf ár beitti hún sér fyrir fjöl-
mörgum málum sem varða velferð
okkar allra.
Katrín er gáfuð, hugrökk og
hjartahlý þingkona, sem þorir að
fylgja sinni sannfæringu. Hennar
rödd þarf að hljóma hátt og skýrt á
Alþingi. Kjósum Katrínu í fjórða sæt-
ið.
Katrínu í fjórða
sætið
Guðrún Pétursdóttir skrifar:
TRYGGJA verður ráðherrum
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
þrjú efstu sætin í
prófkjörinu um
næstu helgi. Davíð
Oddsson, forsætis-
ráðherra, Geir H.
Haarde, fjár-
málaráðherra, og
Sólveig Pétursdóttir,
dóms- og kirkjumálaráðherra, eru
röggsamir og atorkumiklir ráð-
herrar, sem sýnt hafa það og sannað
hve góðum forystumönnum Sjálf-
stæðisflokkurinn býr yfir. Sólveig
Pétursdóttir sækist eftir þriðja sæti
á listanum í Reykjavík og mikilvægt
er að veita henni brautargengi í það
sæti. Málaflokkar ráðuneytis hennar
eru umfangsmiklir og taka til flestra
þátta mannlegs lífs. Í störfum sín-
um, bæði sem þingmaður frá 1991 og
ráðherra í þriðja ráðuneyti Davíðs
Oddssonar, hefur Sólveig unnið öt-
ullega að umbótum á fjölmörgum
sviðum sem ekki er unnt að telja upp
í stuttri grein. Hún fylgir málum sín-
um eftir af mikilli festu og leggur
ríka áherslu á úrbætur, m.a. í lög-
gæslu- og fíknefnamálum svo dæmi
sé nefnt.
Fjölmennum á kjörstað og tryggj-
um Sólveigu þriðja sætið.
Ráðherrana í
efstu þrjú sætin
Magnús L. Sveinsson, fyrrv. formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, skrif-
ar:
EFTIR að hafa unnið sem aðstoð-
armaður Björns í nærri fjögur ár
finnst mér hans sterkustu leiðtoga-
hæfileikar felast í skýrri sýn, krafti
og kjarki. Hann býr yfir einstakri
þekkingu á mál-
efnum Reykjavíkur,
mennta- og utanrík-
ismálum. Alþingi Ís-
lendinga hefur þörf
fyrir mann eins og
Björn, sem hefur
sterka pólitíska
sannfæringu og er um leið reiðubú-
inn að skoða málin út frá ólíkum
sjónarhornum með hagsmuni fram-
tíðarkynslóða að leiðarljósi.
Styðjum Björn
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri
Garðabæjar, skrifar: