Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 19 1. Setning og kosning fundarstjóra 2. Kynning á árshlutauppgjöri Baugs Group hf., staða og horfur 3. Tillaga um sérstaka 15% arðgreiðslu til hluthafa af nafnverði 4. Kosning stjórnar 5. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin Dagskrá fundarins verður sem hér segir: verður haldinn að Grand hótel, Gullteig, í dag 20. nóvember 2002 kl . 14:00 Hluthafafundur Baugs Group hf. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B A U 1 93 43 1 1/ 20 02 NÆR allir hægriflokkar í Frakk- landi stofnuðu á sunnudag nýjan flokk, Samband þjóðarhreyfingar (UMP) og er gaullistaflokkur Jacques Chiracs forseta meðal þátt- takenda. Fyrir þingkosningarnar í júní sl., sem færðu hægriöflunum öruggan meirihluta, fékk forsetinn flokkana til að mynda kosninga- bandalag. Alain Juppé, fyrrverandi forsætisráðherra, var kjörinn leið- togi hins nýja flokks en hann er tal- inn stefna að forsetaframboði 2007 er kjörtímabil Chiracs rennur út. Um 15.000 manns, leiðtogar og almennir flokksmenn, tóku þátt í stofnfundinum sem var haldinn í Le Bourget, í útjaðri Parísar. Hægri- blöð sögðu að stofnun nýja flokks- ins væri söguleg tíðindi og taldi Figaro að um „byltingu“ í stjórn- málalífi landsins væri að ræða. Aðr- ir töldu óvíst að eindrægnin myndi endast. Vinstriblaðið Liberation hvatti vinstrimenn til að feta í fót- spor hægrimanna og sameinast en glundroði og uppgjöf hefur ríkt á vinstri vængnum eftir þingkosning- arnar. Blaðið sagði þó að erfitt yrði að sameina kraftana vegna þess að innbyrðis deilur um hugmynda- fræði og valdabarátta meðal vinstrimanna væru harðvítugri en nokkru sinni. Franskir hægri- menn í einn flokk París. AFP. AP Alain Juppe, t.v., fagnar ásamt Jean-Claude Gaudin, varaformanni nýja flokksins (í miðju), og Bernadette Chirac, eiginkonu Frakklandsforseta. GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti gerir lítið úr þeirri stað- reynd að hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden sé að öllum líkindum á lífi, og leggur Bush meiri áherslu á þá hættu sem stafi af samtökum hans. Kemur þetta fram í viðtali útvarps- stöðvarinnar Radio Free Eur- ope við forsetann, en Hvíta hús- ið birti viðtalið í gær. „Hvort sem það er hann eða einhver annar þá eru þeir að leggja á ráðin um árás, á því leikur eng- inn vafi. Þess vegna verðum við að ná þeim,“ sagði Bush. Hann bað bandarískan almenning að sýna stjórnvöldum þolinmæði á meðan þau leituðu að bin Laden. Talsmaður Hvíta hússins sagði á mánudag að leyniþjónustu- fulltrúar teldu sig geta staðfest að bin Laden hefði í raun talað inn á segulband sem arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera barst í síðustu viku, og var það fyrsta óræka vísbendingin um að bin Laden hefði lifað af her- för bandamanna til Afganistans. Ali í Afganistan BANDARÍSKA hnefaleikagoð- sögnin Muhammad Ali lauk í gær þriggja daga heimsókn til Afganistans með bílferð í gegnum vesturhluta Kabúl, sem er lítið ann- að en rústir, og kom við í rústum hall- ar fv. kon- ungs lands- ins. Ali hitti konunginn fyrrverandi, Mohammad Zaher Shah, á mánudagskvöld, og fór um höllina í fylgd sonarsonar Zahers. Ali kom til Afganistans á sunnudaginn í hlutverki sínu sem „friðarboði Sameinuðu þjóðanna“ í þeirri von að beina athygli heimsins á ný að land- inu. Líkamsárásin „uppspuni“? INDVERSKUR kvikmynda- leikstjóri, sem talinn var hafa orðið fyrir barsmíðum reiðra, herskárra hindúa sem voru illir vegna nýjustu kvikmyndar hans, kann að hafa skrifað hand- ritið að barsmíðunum og leik- stýrt þeim sjálfur, að því er fjöl- miðlar greindu frá í gær. Um 25 manns, er kváðust tilheyra hreyfingu hægrisinnaðra hind- úa, gengu í skrokk á leikstjór- anum, Raja Bundela, fyrir fram- an sjónvarpstökuvélar á sunnu- daginn, eftir að kvikmynd Bundelas, Pratha, var sýnd í borginni Bhopal á Indlandi. Bundela slapp að mestu með skrekkinn og sagðist „verulega sár“ vegna þeirra „fasísku að- ferða“ sem beitt hefði verið við mótmælin. En eftir að þrír árás- ármannanna voru handteknir greindi lögreglan frá því að leik- stjórinn kynni að hafa lagt sjálf- ur á ráðin um barsmíðarnar, því einn hinna handteknu hefði reynst náinn vinur hans. Burt- séð frá því hvort líkamsárásin var „uppspuni“ eða ekki hefur kvikmyndin verið fordæmd af hægrisinnuðum hindúum, sem segja hana móðgun við sig. STUTT Bush hvetur til þolinmæði Muhammad Ali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.