Morgunblaðið - 20.11.2002, Síða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 19
1. Setning og kosning fundarstjóra
2. Kynning á árshlutauppgjöri Baugs Group hf., staða og horfur
3. Tillaga um sérstaka 15% arðgreiðslu til hluthafa af nafnverði
4. Kosning stjórnar
5. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
verður haldinn að Grand hótel, Gullteig,
í dag 20. nóvember 2002 kl . 14:00
Hluthafafundur
Baugs Group hf.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
A
U
1
93
43
1
1/
20
02
NÆR allir hægriflokkar í Frakk-
landi stofnuðu á sunnudag nýjan
flokk, Samband þjóðarhreyfingar
(UMP) og er gaullistaflokkur
Jacques Chiracs forseta meðal þátt-
takenda. Fyrir þingkosningarnar í
júní sl., sem færðu hægriöflunum
öruggan meirihluta, fékk forsetinn
flokkana til að mynda kosninga-
bandalag. Alain Juppé, fyrrverandi
forsætisráðherra, var kjörinn leið-
togi hins nýja flokks en hann er tal-
inn stefna að forsetaframboði 2007
er kjörtímabil Chiracs rennur út.
Um 15.000 manns, leiðtogar og
almennir flokksmenn, tóku þátt í
stofnfundinum sem var haldinn í Le
Bourget, í útjaðri Parísar. Hægri-
blöð sögðu að stofnun nýja flokks-
ins væri söguleg tíðindi og taldi
Figaro að um „byltingu“ í stjórn-
málalífi landsins væri að ræða. Aðr-
ir töldu óvíst að eindrægnin myndi
endast. Vinstriblaðið Liberation
hvatti vinstrimenn til að feta í fót-
spor hægrimanna og sameinast en
glundroði og uppgjöf hefur ríkt á
vinstri vængnum eftir þingkosning-
arnar. Blaðið sagði þó að erfitt yrði
að sameina kraftana vegna þess að
innbyrðis deilur um hugmynda-
fræði og valdabarátta meðal
vinstrimanna væru harðvítugri en
nokkru sinni.
Franskir hægri-
menn í einn flokk
París. AFP.
AP
Alain Juppe, t.v., fagnar ásamt Jean-Claude Gaudin, varaformanni nýja
flokksins (í miðju), og Bernadette Chirac, eiginkonu Frakklandsforseta.
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti gerir lítið úr þeirri stað-
reynd að hryðjuverkamaðurinn
Osama bin Laden sé að öllum
líkindum á lífi, og leggur Bush
meiri áherslu á þá hættu sem
stafi af samtökum hans. Kemur
þetta fram í viðtali útvarps-
stöðvarinnar Radio Free Eur-
ope við forsetann, en Hvíta hús-
ið birti viðtalið í gær. „Hvort
sem það er hann eða einhver
annar þá eru þeir að leggja á
ráðin um árás, á því leikur eng-
inn vafi. Þess vegna verðum við
að ná þeim,“ sagði Bush. Hann
bað bandarískan almenning að
sýna stjórnvöldum þolinmæði á
meðan þau leituðu að bin Laden.
Talsmaður Hvíta hússins sagði
á mánudag að leyniþjónustu-
fulltrúar teldu sig geta staðfest
að bin Laden hefði í raun talað
inn á segulband sem arabísku
sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera
barst í síðustu viku, og var það
fyrsta óræka vísbendingin um
að bin Laden hefði lifað af her-
för bandamanna til Afganistans.
Ali í
Afganistan
BANDARÍSKA hnefaleikagoð-
sögnin Muhammad Ali lauk í
gær þriggja daga heimsókn til
Afganistans
með bílferð í
gegnum
vesturhluta
Kabúl, sem
er lítið ann-
að en rústir,
og kom við í
rústum hall-
ar fv. kon-
ungs lands-
ins. Ali hitti konunginn
fyrrverandi, Mohammad Zaher
Shah, á mánudagskvöld, og fór
um höllina í fylgd sonarsonar
Zahers. Ali kom til Afganistans
á sunnudaginn í hlutverki sínu
sem „friðarboði Sameinuðu
þjóðanna“ í þeirri von að beina
athygli heimsins á ný að land-
inu.
Líkamsárásin
„uppspuni“?
INDVERSKUR kvikmynda-
leikstjóri, sem talinn var hafa
orðið fyrir barsmíðum reiðra,
herskárra hindúa sem voru illir
vegna nýjustu kvikmyndar
hans, kann að hafa skrifað hand-
ritið að barsmíðunum og leik-
stýrt þeim sjálfur, að því er fjöl-
miðlar greindu frá í gær. Um 25
manns, er kváðust tilheyra
hreyfingu hægrisinnaðra hind-
úa, gengu í skrokk á leikstjór-
anum, Raja Bundela, fyrir fram-
an sjónvarpstökuvélar á sunnu-
daginn, eftir að kvikmynd
Bundelas, Pratha, var sýnd í
borginni Bhopal á Indlandi.
Bundela slapp að mestu með
skrekkinn og sagðist „verulega
sár“ vegna þeirra „fasísku að-
ferða“ sem beitt hefði verið við
mótmælin. En eftir að þrír árás-
ármannanna voru handteknir
greindi lögreglan frá því að leik-
stjórinn kynni að hafa lagt sjálf-
ur á ráðin um barsmíðarnar, því
einn hinna handteknu hefði
reynst náinn vinur hans. Burt-
séð frá því hvort líkamsárásin
var „uppspuni“ eða ekki hefur
kvikmyndin verið fordæmd af
hægrisinnuðum hindúum, sem
segja hana móðgun við sig.
STUTT
Bush
hvetur til
þolinmæði
Muhammad Ali