Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 47                                   Fyrir jólin bjóðum við upp á glæsilegt mini-hlaðborð Rjómalöguð súpa með nýbökuðu brauði, hangikjöt, ávaxtafyllt lambalæri, hamborgarhryggur, kalkúnn, villipate, hreindýrapate, kartöflusalat, hrásalat, rauðkál, grænar baunir, 4 tegundir af síld, sjávarrétta- gratín, sykurbrúnaðar kartöflur, fiskipate, tartarsósa, rauðvínssósa, sveppasósa og ýmislegt fleira sem og eftirréttir. Jólahlaðborð á aðeins 2.100 kr. (Munið að panta strax) Pantanasími 569 0098 eða hjá Siggu í síma 699 1070 Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá og með 28. nóvember Ferðafélag Íslands stendur fyrir kvöldgöngu á fullu tungli mið- vikudagskvöldið 20. nóvember. Gengið verður frá Kaldárseli í Vala- ból. Þátttakendum er bent á að hafa með sér góð ljós. Fararstjóri er Sig- urður Kristjánsson. Brottför er frá BSÍ kl. 19.30 og komið við í Mörk- inni 6. Þátttökugjald 1.700 kr. fyrir félagsmenn og 1.900 kr. fyrir aðra. Frjálshyggjufélagið stendur fyrir hádegisverðarfundi í Iðnó miðviku- daginn 20. nóvember kl. 12. Yf- irskrift fundarins er „Samkeppni á matvörumarkaði“ og er hann hald- inn í kjölfar umræðu um hugsanlega fákeppni á matvörumarkaðinum og of hátt vöruverð til neytenda. Hauk- ur Örn Birgisson, formaður Frjáls- hyggjufélagsins, Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, munu flytja erindi á fundinum. Að loknum framsöguer- indum verður opnað fyrir almennar umræður og spurningar frá fund- argestum. Fundarstjóri verður Jón Gnarr. Söfnun til styrktar bágstöddum börnum verður í dag, miðvikudag- inn 20. nóvember, á veitingastofum McDonald’s í yfir 100 þjóðlöndum standa að fjársöfnun til handa börn- um. Þetta framtak er nefnt „World Children’s Day at McDonald’s“ eða Alþjóðadagur barna hjá McDon- ald’s. Það er breytilegt á milli landa, markaða og veitingastofa úti í hinum stóra heimi hvernig að söfnun er staðið og hvernig söfnunarfénu verður varið. Sem dæmi stendur til að styrkja um 200 miðstöðvar víða um heim, sem berjast gegn krabba- meini, hvítblæði, geðsjúdómum, fötl- un og hvers konar misnotkun á börnum … Í Rússlandi, Eistlandi og Kúveit mun 21 munaðarleys- ingjahæli njóta hjálpar … Í Egypta- landi, Króatíu, El Salvador, Singa- pore og fleiri löndum munu um 70 barnaspítalar njóta styrkja … Og í Kína er ætlunin að dreifa 300.000 orðabókum til barna í fjarlægum héruðum … Það fé sem safnast á Íslandi á al- þjóðadeginum mun renna óskipt til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna (SKB), en Lyst ehf. mun verja 10% af allri nettó sölu (án vsk) dags- ins til SKB. Söfnunarbaukar verða settir upp á veitingastofunum, sem fólk getur sett framlög sín í. Þessir baukar eru algjörlega undir stjórn SKB og fulltrúi þess mun sjá um tæmingu. Þess má geta að góðgerð- arfélögin Ronald McDonald House Charities hafa áður varið samtals 340 milljónum Bandaríkjadala til ýmissar barnahjálpar. McDonald’s er stærsta veitinga- húsakeðja heims. Um 46 milljón manns heimsækja daglega yfir 30 þúsund veitingastofur í 121 landi. Um 80 af hundraði veitingastofanna eru í eigu sjálfstæðra leyfishafa. Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar um alþjóðadaginn World Children’s Day með því að heim- sækja www.media.mcdonalds.com Í DAG Stefanía Óskarsdóttir heldur í kvöld, miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 20, opinn fund um gæði og þjón- ustu í velferðarkerfinu á kosn- ingaskrifstofu stuðningsmanna Stefaníu Óskarsdóttur, Laug- arásvegi 1. Að lokinni framsögu Stefaníu verða almennar umræður. Heitt kaffi á könnunni. Þetta er fjórði opni fundurinn, sem Stefanía heldur í prófkjörsbaráttunni. Hinir fyrri voru um matvöruverð, stöðu Íslands í umheiminum og jafnrétti í reynd. Stefanía sækist eftir 6. sæti í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem haldið verður 22. og 23. nóv- ember. Í DAG STJÓRNMÁL Kínaklúbbur Unnar kynnir næstu Kínaferð sína, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20.30 í húsi Kína- klúbbsins, Njálsgötu 33. Ferðin verður 8. – 31. maí á næsta ári. Far- ið verður vítt og breitt um Kína og m.a. verður sigling á Jang-Tse- Kiang fljótinu, um gljúfrin þrjú. Þessi ferð verður 18. ferð Unnar Guðjónsdóttur til Kína. Allir eru vel- komnir á kynninguna. Inga Dóra Björnsdóttir mannfræð- ingur flytur fyrirlestur í boði fé- lagsvísindadeildar um rannsóknir sínar á ævi Ólafar Sölvadóttur, sem þekkt var í Bandaríkjunum undir nafninu Olof Krarer the Esquimaux Lady. Í fyrirlestrinum er m.a. fjallað um þann vanda sem fylgir því að skrá ævisögu konu sem villti á sér heimildir og skildi eftir rangar upplýsingar um líf sitt. Fyrirlest- urinn er haldinn í stofu 101 í Odda, kl. 17. Fimmtudaginn 21. nóvember mun Svandís Svavarsdóttir ræða um fæðingarsögur íslenskra kvenna í Rabbi Rannsóknastofu í kvenna- fræðum, fimmtudaginn 21. nóv- ember kl. 12, í stofu 101 í Lögbergi. Allir velkomnir. Kristín Björg Guðmundsdóttir, dýralæknir, rannsóknadeild dýra- sjúkdóma, embætti yfirdýralæknis á Keldum flytur erindi sem hún nefn- ir: Listeria monocytogenes í dýrum á Íslandi, fimmtudaginn 21. nóv- ember kl. 12.20 í bókasafni Keldna. Málstofa í læknadeild fer fram fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 16.15, í sal Krabbameinsfélags Ís- lands, efstu hæð. Anna Guðmunds- dóttir flytur erindið: Map kinasar í æðaþelsfrumum. Málstofan fer fram á hverjum fimmtudegi kl. 16:15, en kaffiveitingar eru frá 16. Mágus, félag viðskiptafræði- nema við Háskóla Íslands, í sam- starfi við viðskiptafræðiskor býður fulltrúum úr íslensku viðskiptalífi í heimsókn og léttan hádegisverð í Odda, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 12. Þar gefst gestum tækifæri á að kynnast starfsemi viðskiptaskor- ar, þeirri menntun sem hún býður nemendum og hvernig hún nýtist at- vinnulífinu. Ágúst Einarsson, deild- arforseti Viðskipta- og hag- fræðideildar, Stefán Svavarsson dósent og Brynjólfur Ægir Sæv- arsson viðskiptafræðanemi og fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs Há- skóla Ísland munu m.a. ávarpa gesti. Skráning á netfangi, astadis@hi.is Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur heldur erindi í opinni málstofu í praktískri guðfræði um karl- mennsku og hetjufyrirmyndir í ís- lenskum fornsögum, á morgun, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 12.05, í stofu V í aðalbyggingu H.Í. Eftir erindi hans gefst tækifæri til umræðna. Allir velkomnir. Á MORGUN INNAN upplýsingatækniáætlunar ESB eiga Íslendingar hvað mesta möguleika á heilbrigðistæknisvið- inu að því er fram kemur í samtali við Sigurð Guðmundsson land- stengilið áætlunarinnar. Hann seg- ir að helsti vandi Íslendinga felist í því að fá fyrirtæki hafi fjárhags- legt bolmagn til að bera kostnað af mótframlagi sínu til rannsókn- anna. Sjöttu rannsóknaáætlun ESB verður hleypt af stokkunum með ráðstefnu Rannís nk. föstudag. Eins og fram hefur komið eru und- irsvið áætlunarinnar sjö. Eitt þeirra er svokallað upplýsinga- tæknisvið og hefur í sviðið í dag- legu tali verið kallað upplýsinga- tækniáætlun ESB. Sigurður Guðmundsson tekur fram að upp- lýsingatækniáætlunin sé afar víð- tæk, þ.e. nái yfir allar rannsóknir á því hvernig upplýsingatækni geti nýst í samfélaginu. „Ég get nefnt að gert er ráð fyrir því að skoðað verði hvaða áhrif upplýsingatækn- in hafi á þróun innan læknisfræði, erfðafræði, samgangna, stjórn- sýslu, öryggismála og samskipta manna á milli almennt. Innan heil- brigðiskerfisins verður því velt upp hvernig megi með tækjum og tólum að gera sjúklingum lífið létt- ara og áfram mætti telja. Satt að segja er nánast allt undir.“ Sigurður segir að lögð sé áhersla á að verkefni innan sjöttu rannsóknaáætlunarinnar séu þver- fagleg, þ.e. horft sé á viðfangs- efnin í víðu samhengi. „Eitt dæmi er að þegar sjónum er beint að upplýsingatækni innan heilbrigð- isgeirans er gert ráð fyrir því að velt sé upp spurningum um hvern- ig ákveðnar upplýsingatækniað- gerðir hafi á samfélagsmyndina í heild.“ Sigurður viðurkennir að meðal- stórum íslenskum fyrirtækjum geti reynst erfitt að starfa innan áætlunarinnar. „Innan íslenskra fyrirtækja er gríðarlega mikill áhugi á því að starfa innan áætl- unarinnar. Hlutverk okkar land- stenglanna er að aðstoða fulltrúa fyrirtækjanna eftir fremsta megni við að komast inn í áætlunina, t.d. með því að fylla út umsóknir og finna samstarfsaðila,“ sagði hann og bætti við að helsti vandinn fæl- ist í því að fá íslensk fyrirtæki hefðu fjárhagslegt bolmagn til að bera kostnað af mótframlagi sínu til rannsóknanna. „Þversögnin felst í því að mörg íslensk fyr- irtæki hafa ekki efni á því að vera með þó að þau geti verið nokkuð viss um góðan ávinning af sam- starfinu. Hjá fámennum þjóðum eins og Íslendingum er þessi vandi enn meira áberandi heldur en meðal fjölmennari þjóða því að fyrirtækin eru flest svo lítil á heimsmælikvarða.“ Gríðarlegir möguleikar Sigurður var spurður að því á hvaða sviðum hann teldi að Íslend- ingar ættu besta möguleika. „Ég tel að bestu möguleikar okkar Ís- lendinga séu á heilbrigðistækni- sviðinu. Þar standa nokkur íslensk fyrirtæki verulega vel að vígi, t.d. Össur, Flaga, Decode og fleiri. Þótt sum þeirra séu ekkert sér- staklega stór á heimsmælikvarða eru þau að vinna að ákaflega spennandi rannsóknum. Eins held ég að við ættum að eiga ágæta möguleika á sviði upplýsingatækni í námi og kennslu,“ sagði hann og tók fram að þrátt fyrir ákveðna erfiðleika fæli áætlunin í sér gríð- arlega möguleika fyrir aðildar- þjóðirnar. „Einn af möguleikunum eru rannsóknir í tengslum við raf- rænt lýðræði. Þessi notkun á upp- lýsingatækninni mun að sjálfsögðu breyta öllu upplýsingastreymi til og frá almenningi. Almenningur á eftir að koma að allri stjórnsýslu með mun virkari hætti en áður. Ekki má heldur gleyma því að okkur gefst kostur á að sækja um stuðning til að gera forathuganir vegna djarfra hugmynda. Þess vegna er um að gera setja fram góðar hugmyndir þó að fjármagn vanti til að láta reyna hvernig þær koma út í veruleikanum.“ Upplýsingatækniáætlun ESB Mestir mögu- leikar í heil- brigðisgeiranum BÓKASAFN Þórshafnarhrepps fékk á dögunum myndarlega bókagjöf frá Verkalýðsfélagi Þórs- hafnar en bækurnar eiga eflaust eftir að nýtast safngestum vel. Það voru tuttugu og tvær kennslubækur í hinum ýmsu tölvu- forritum til lærdóms á eigin spýt- ur en það kemur sér vel að geta setið við tölvuna og farið yfir námsefnið á þeim hraða sem hent- ar hverjum og einum. Gott bóka- safn er menningarauki á hverjum stað og hvert framlag í það er mikils virði, svo forráðamenn bókasafnsins kunnu Verkalýðs- félaginu bestu þakkir fyrir gjöf- ina. Bókasafni voru færð- ar kennslubækur Þórshöfn. Morgunblaðið. FERMINGARBÖRN úr 43 sóknum söfnuðu 4.650.000 króna þegar þau gengu í hús 4. nóv- ember síðastliðinn. Fengu börnin 1,5 milljónum meira en í fyrra en þá söfnuðu börn úr 39 sóknum. Safnað var fyrir verkefnum í Afríku og fyrir peningana er t.d. hægt að grafa 50 brunna og út- vega þar með 50.000 manns hreint drykkjarvatn. Fénu verð- ur einnig varið til menntunar barna. Fermingarbörn voru allt frá þremur á Miklabæ í Skagafirði í 300 í Grafarvogssókn í Reykja- vík. Í Miklabæjarsókn, á Pat- reksfirði, Siglufirði og í Bolung- arvík fengu börnin yfir 5.000 krónur í hvern bauk. Árangurinn fór fram úr björtustu vonum og mikil stemmning ríkti. Víða buðu sóknarnefndir uppá veitingar að söfnun lokinni. Söfnunarfénu verður varið til verkefna í Afríku í samvinnu við Lútherska heims- sambandið sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að. Söfnunin er árleg, segir í fréttatilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Fermingarbörn söfn- uðu 4,6 milljónum PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 MORTEL Marmara- mortel hvít/græn Verð frá kr. 1.600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.