Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 52
KVIKMYNDIR
52 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNN á hraðbrautinni, allir
að flýta sér, þeirra á meðal tveir New
York-búar sem þurfa að ná til borg-
ardómara í afar mikilvægum erinda-
gjörðum. Þar skiljast leiðir, annað
eiga þeir tæpast sameiginlegt. Gavin
Banek (Ben Affleck) er rísandi lög-
fræðingur á virtri lögmannsstofu,
ekki sakar að hann er giftur dóttur
annars aðaleigandans. Liggur lífið á
því hann þarf að leggja fram (heldur
vafasama) pappíra en um leið og þeir
eru samþykktir fyrir dómstólunum
er Banek orðinn einn af eigendum
lögfræðistofunnar
Doyle Gipson (Samuel L. Jackson)
er á hinn bóginn lágt settur, þeldökk-
ur tryggingasali með slæma skap-
gerðarbresti og óvirkur alkóhólisti (í
augnablikinu). Gipson liggur ekki
minna á því hann á að mæta stund-
víslega í forræðismáli sem varðar
unga syni hans tvo en móðirin er bú-
in að fá nóg af eiginmanninum, vill
skilja og flytja sem lengst í burtu.
Gipson hefur bætt ráð sitt og er bú-
inn að festa kaup á íbúð sem hann
vonar að tryggi að fjölskyldan fari
ekki frá honum. Þá rekast bílar
mannanna saman með það hrikaleg-
um afleiðingum að dagurinn verður
sá versti í lífi beggja. Banek fer af
vettvangi, skilur Gipson eftir – og í
ógáti pappírana. Uppgötvar það ekki
fyrr en frammi fyrir dómaranum
sem gefur Banek frest til kvölds að
leggja þá fram. Annars á hann jafn-
vel fangelsisvist yfir höfði sér.
Óhappið dregur ekki síður dilk á
eftir sér hjá Gipson því búið er að af-
greiða forræðismálið er hann mætir
20 mínútum of seint og heimur hans
hrynur saman. Skellir allri skuldinni
á Banek og hyggur á hefndir þar sem
hann er með pappíra lögfræðingsins
undir höndum. Nú hefst daglangt
stríð þar sem báðir aðilar beita öllum
brögðum til að klekkja á hinum.
Til að byrja með skal það skýrt
tekið fram að Changing Lanes er
enginn hversdagslegur hefndartryll-
ir með tilheyrandi ofurofbeldi, slags-
málum, kúlnahríð o.s.frv. Öllu frekar
sálfræðilegs eðlis því Banek og Gip-
son beita útsjónarsemi og huglægum
árásaraðferðum í marglitri orrustu
þessa örlagaríka dags. Til að bæta
enn á innri spennu fléttast í fram-
vinduna hliðarsögur tengdar áfeng-
issýki og skapbrestum Gipsons til
viðbótar hjónabandsraunum og fast-
eignakaupum sem lenda í uppnámi.
Hvað Banek snertir þarf hann að
glíma við vægast sagt hæpnar að-
ferðir lögfræðistofunnar að kippa í
lag vandanum sem skapast yfir
horfnu pappírunum. Þar er öllum
meðölum beitt . Samviskan er þó enn
með einhverri meðvitund því Banek
sér sig knúinn til að endurskoða
stöðu sína í einkalífi og starfi sem
hvort tveggja hangir á bláþræði.
Myndin fjallar því undir yfirborð-
inu um ranglæti og réttlæti, ábyrgð
og skyldur engu síður en uppgjörið
milli aðalpersónanna. Sið-
fræði samtímans, ekki síst
lögfræðistéttarinnar,
blekkingarnar sem við
gerum okkur að góðu í
hversdagslífinu með því
að bregða upp blinda aug-
anu. Tengdapabbi (Sydn-
ey Pollack) gerir hinum
tvístígandi Banek grein
fyrir eðli starfsins; það
snýst ekki um að koma
alltaf heiðarlega fram
heldur að reyna að hafa
góðverkin fleiri en illvirk-
in á ársgrundvelli!
Banek og Gipson eru
báðar vel skrifaðar og
skýrar persónur, aukin-
heldur fá flestir aðrir sem
koma við sögu markvissar
og hnitmiðaðar setningar. Heildar-
myndin er óvenjuleg, umhugsunar-
verð og kraftmikil afþreying sem
ristir oft á slétt og fellt yfirborð
hversdagsins einsog við þekkjum
hann og út vellur vilsan. Hinsvegar
er umfjöllunin misjafnlega trúverð-
ug, sveiflast úr egghvassri ádeilu í
hæpnar dramatískar uppákomur.
Leikstjórinn, Roger Michell, er
kunnastur fyrir gamanmyndina
Notting Hill, sem er í flestum skiln-
ingi algjör andhverfa Changing Lan-
es. Hann heldur vel á spöðunum og
áhorfendum við efnið. Líkt og í Nott-
ing Hill tekst honum að skapa per-
sónulegan stíl og hefur fína stjórn á
leikurunum. Nokkrir kunnir skap-
gerðarleikarar fylla upp í rúmið, eft-
ir stendur oft athyglisverð og vel
gerð mynd sem kemur notalega á
óvart.
Flýttu þér
hægt
CHANGING LANES
(SKIPT UM AKREIN)
Laugarásbíó, Sambíóin
Leikstjóri: Roger Michell. Kvikmynda-
tökustjóri: Salvatore Totino. Tónlist: Dav-
id Arnold. Aðalleikendur: Ben Affleck,
Samuel L. Jackson, Toni Collette, Kim
Staunton, Sydney Pollack, William Hurt,
Tina Sloan. 100 mín. Paramount. Banda-
ríkin 2002.
Sæbjörn Valdimarsson
Skipt um akrein er mynd sem fjallar „undir
yfirborðinu um ranglæti og réttlæti, ábyrgð og
skyldur engu síður en uppgjörið milli aðal-
persónanna“, segir í umsögn.
Russell Crowe
hefur ákveðið að
taka sér hlé frá
kvikmyndaleik
vegna mikils
álags og til að
geta verið meira
með kærustunni
og veikum föður
sínum. Crowe
hyggst halda
heim til Ástralíu
um leið og tökum
myndarinnar
Master and
Commander lýk-
ur í Mexíkó og
hefur þegar af-
lýst fyrirhugaðri
hljómleikaferð
hljómsveitar
sinnar 30 Odd
Foot of Grunts til Bandaríkjanna
vegna þessa … Jennifer Lopez grét
gleðitárum þegar Ben Affleck bað
hennar í kertalýstu herbergi stráðu
rósablöðum. Lag hennar Glad hljóm-
aði í græjunum en hún samdi lagið
um ástina sína … Stúlkurnar í At-
omic Kitten fá 135 milljónir króna
fyrir að láta sjá sig í kynþokkafullum
undirfötum. Liz McLarnon, Jenny
Frost og nýbakaða móðirin Nat-
asha Hamilton hanna undirfötin
sjálfar. Ef vel gengur getur verið að
þær framleiði heila fatalínu undir
nafni hljómsveitarinnar …
Christina Ricci er hrædd við stökk-
mýs. Leikkonan hefur óttast dýrin
umfram allt annað frá því að hún var
þriggja ára. Þá beit mús af þessu
tagi hana í nefið og ætlaði aldrei að
sleppa takinu … Söngkonan Hann-
ah Spearritt úr S Club 7 er trúlofuð
fyrrum hljómsveitarfélaga sínum
Paul Cattermole. Þau ætla að
ganga í hljónaband innan tíðar og
setjast að á bóndabæ … Kelly Os-
bourne þolir ekki Christinu Aguil-
era og segir hana matvanda og vera
stöðugt að skipa fólki fyrir. Þetta
sagði hún eftir að hafa unnið með
söngkonunni djörfu í hljóðveri.
FÓLK Ífréttum
Russell Crowe
Jennifer Lopez
KVIKMYNDIN No Such Thing
eftir hinn virta bandaríska kvik-
myndaleikstjóra Hal Hartley var
frumsýnd á föstudaginn. Myndin
er ekki síst merkileg fyrir þær
sakir að hún var tekin hérlendis
en framleiðendur eru þeir Frið-
rik Þór Friðriksson og Francis
Ford Coppola. Tökurnar fóru
fram á suðvesturhorni landsins, á
Reykjanesi, í Hvalfirði og í
Reykjavík. Í myndinni segir frá
skrímsli og sambandi þess við
unga blaðakonu en á milli lína
tekst myndin á við firringu sam-
tímans og manneskju- og ómann-
eskjulegheitin sem hann ein-
kenna.
Morgunblaðið/Kristinn
Steindór Andersen og Helgi Björnsson létu sjá sig.
Skrímslið hans Hartley
No Such Thing frumsýnd í Háskólabíói
"Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun."
S.S og L.P. Rás 2
Grettissaga saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu
lau 23. nóv kl. 20, nokkur sæti, föst 29. nóv, kl. 20, laus sæti
Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur
mið 20. nóv, uppselt, föst 22.nóv AUKASÝNING, nokkur sæti, sun 24. nóv, uppselt,
þri 26. nóv, uppselt, mið 27. nóv, örfá sæti, sun 1. des, uppselt,
mið 4. des, nokkur sæti, fim 5. des, laus sæti,
Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00
Stóra svið
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
fö 22/11 kl 20, su 1/12 kl. 20
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Lau 23/11 kl 20 ATH: Kvöldsýning,
Su 24/11 kl 14, Su 1/12 kl 14
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Fim 21. nóv kl 20 - AUKASÝNING
Fö 29. nóv kl 20 - AUKASÝNING
Fi 5. des kl 20 - AUKASÝNING
KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel
Lau 30/11 kl 20
SÍÐASTA SÝNING
15:15 TÓNLEIKAR
Lau 23/11 Sveinn L. Björnsson, Lárus Grímsson og
Guðni Franzson. CAPUT
Nýja sviðið
Þriðja hæðin
Litla svið
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
HERPINGUR e. Auði Haralds og
HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason
í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA
Lau 23/11 kl 20
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
fi 28/11 kl. 20
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
FRUMSÝNING Í dag kl 17.30 UPPSELT
Su 24/11 kl 20
Ath. breyttan sýningartíma
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
fim 21/11, fö 22/11,
Veisla í Vesturporti!
..ef ykkur langar til að eiga stund
þar sem þið getið velst um af
hlátri, ekki missa af þessari leiksýn-
ingu... (SA, Mbl.)
fös. 22. nóv. kl. 21.00
lau. 23. nóv. kl. 21.00
Vesturport, Vesturgata 18
Miðasala í Loftkastalanum,
Sími 552 3000
loftkastalinn@simnet.is
www.senan.is
Hin smyrjandi jómfrú
sýnt í Iðnó
2. sýn. 20. nóv. kl. 20
3. sýn. 24. nóv. kl. 20
4. sýn. 1. des. kl. 15
5. sýn. 1. des. kl. 20
Léttur kvöldverður innifalinn
Miðasala í síma 562 9700
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Munið gjafakortin!
Fim. 21/11 kl. 21 Örfá sæti
Fös. 22/11 kl. 21 Örfá sæti
Lau. 23/11 kl. 21 Örfá sæti
Fös. 29/11 kl. 21 Örfá sæti
Lau. 30/11 kl. 21 Nokkur sæti
Fim. 5/12 kl. 21 Nokkur sæti
Fös. 6/12 kl. 21 50. sýning - Uppselt
Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti
8. sýn. sun 24. nóv. kl. 14 örfá sæti
9. sýn. sun. 1. des. kl. 14 laus sæti
10. sýn. lau. 7. des. kl. 14. laus
sæti
11. sýn. sun. 8. des kl. 14. laus sæti