Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 53
BURTSÉÐ frá því hvort hún er
meðvituð kímnin sem fólgin er í
titli nýjustu plötu sveiflukóngsins
úr Skagafirðinum þá er hann fynd-
inn. „Alltaf eitthvað nýtt“ er
kannski ekki fyrsta setningin sem
kemur upp í hugann er Geirmund
og tónlist hans
ber á góma, en
þar hafið þið það;
nýja platan hans
ber þetta kostu-
lega nafn og það
er nákvæmlega
ekkert að því. Sýnir bara að karl-
inn hefur greinilega góðan húmor
fyrir sjálfum sér. Auðvitað vita
þeir sem til Geirmundar þekkja að
hann er ekki líklegur til þess að
venda kvæði sínu í kross og hefur
svo sem ekki mikla ástæðu til, eins
vinsæll og hann hefur nú verið í
gegnum tíðina. En dokum aðeins
við. Ef grannt er skoðað þá er
meira til í þessum titli en í fyrstu
virðist. Aðal Geirmundar hefur
löngum verið skagfirska sveiflan
hans, sígilt rokk og ról, nett
skandinavískir júróvisjóntaktar og
auðlærð og hugljúf vangalög,
m.ö.o. grunnuppskriftin að eldfjör-
ugu sveitaballi. Og vissulega er
hún til staðar hér. En eftir mark-
vissar þreifingar undanfarin ár
virðist hann loksins hafa komist að
því hvernig gera megi góða upp-
skrift ennþá betri, með því að
bæta í hana klípu af vel tugginni
kántrístemmningu með tilheyrandi
fiðlustrokum og fetilgítarslætti.
Og þar höfum við það. Alltaf eitt-
hvað nýtt.
Geirmundur er að fullu búinn að
tileinka sér kántríbylgjuna sem
tröllriðið hefur landanum síðasta
veifið og kristallast það í óðnum til
vinsælasta hópdans landsins, línu-
dansins, í laginu „Lífið það er línu-
dans“. Og þar sem Geirmundur
syngur lagið í fullu fjöri studdur
hinum einu sönnu Snörum þá veit
maður vel að karlinn meinar það
sem hann segir. Honum þykir lífið
vera einn bráðfjörugur línudans og
maður getur ekki annað en dáðst
að jákvæðni þessa manns sem svo
lengi hefur glatt landann á dansi-
böllum með leik sínum og söng.
Alltaf eitthvað nýtt er hressileg,
traust og vönduð Geirmundar-
plata, alveg eins og þær eiga að
vera. Hún inniheldur góða blöndu
af fjörugum lögum og ballöðum í
hnökralausum og viðeigandi flutn-
ingur Geirmundar og samstarfs-
fólks, með upptökustjórann Magn-
ús Kjartansson í fararbroddi. Vel
var til fundið hjá Geirmundi að fá
Snörurnar með í kántrísveifluna
en að öðrum ólöstuðum syngja
Helga Möller og Páll Rósinkranz
listilega vel bestu lög plötunnar,
gullfallegar ballöður „Ég veit það
kæri vinur“ og „Ég vildi geta flog-
ið“ en í því fyrrnefnda á Samúel J.
Samúelsson einkar smekkvíst bás-
únusóló sem setur afar sterkan og
tregafullan svip á lagið. Þessi tvö
lög innihalda líka einna bestu
texta plötunnar sem allir voru ort-
ir af Kristjáni Hreinssyni. Oftast
fellur yrkisefni hans vel að laga-
smíðum Geirmundar, er jákvætt
og sígilt en betur tekst honum þó
upp í hugljúfu lögunum en fjörinu
þar sem kímnin missir gjarnan
marks og verður klaufaleg, eins og
í „Samba fyrir Silla“ sem fjallar
eins og nafnið gefur til kynna um
Silla, sem er svo „sauðheimskur
maður“ en samt „alltaf svo glað-
ur“.
Alltaf eitthvað nýtt ætti að vera
kærkominn gripur í plötusafn unn-
enda Geirmundar og ekki kæmi á
óvart ef honum tækist að þessu
sinni að vinna einhverja lífsglaða
línudansara á sitt band að auki.
Tónlist
Lífið er
línudans
Geirmundur Valtýsson
Alltaf eitthvað nýtt
Skífan
Alltaf eitthvað nýtt, geislaplata Geir-
mundar Valtýssonar. Lög eftir Geirmund
og textar eftir Kristján Hreinsson. Auk
Geirmundar sungu aðalsöng þau Helga
Möller, Páll Rósinkranz, Snörurnar, Berg-
lind Björk Jónasdóttir og Guðrún Gunn-
arsdóttir. Gunnlaugur Briem lék á tromm-
ur, Harldur Þorsteinsson bassa,
Vilhjálmur Guðjónsson gítara, Samúel J.
Samúelsson útsetti fyrir blásturs-
hljóðfæri og lék á básúnu, Jóel Pálsson
saxófón, Kjartan Hákonarson trompet og
Magnús Kjartansson lék á píanó, hljóm-
borð, nikku og söng bakraddir. Magnús
Kjartansson útsetti lögin og stjórnaði
upptökum í MK hljóðveri í Hafnarfirði í
september 2002.
Skarphéðinn Guðmundsson