Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 25
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 25
www.ef.is
Skoðaðu þessa
frábæru pönnu!
Fást grunnar eða
djúpar og sem
grillpönnur.
24-26-28-30 sm.
Feitislaus steiking.
Hagstætt verð!
3 viðurk
enningar
„Frábær“
hjá
þýskum
neytenda
samtöku
m
Besta steikarpannan
í Evrópu....
samkvæmt dómi þýskra
neytendasamtaka
NÝLEGA fór fram úthlutun menn-
ingarstyrkja til ungs fólks á Austur-
landi. Á Fosshóteli á Reyðarfirði voru
mætt menntamálaráðherra Tómas
Ingi Olrich, menningarfulltrúi Aust-
urlands Signý Ormarsdóttir og
fulltrúar ungs fólks í fjórðungnum.
Þessi styrkveiting Menningarráðs
Austurlands er hluti af samstarfs-
verkefni menntamálráðuneytis og
Sambands austfirskra sveitarfélaga.
Veittir voru 17 styrkir, samtals að
upphæð 1,5 milljónir króna, til mis-
munandi verkefna bæði á vegum ein-
staklinga og félagasamtaka. Hæstu
styrki fengu LungA-Grobb Seyðis-
firði, listahátíð ungs fólks „Grobb
kvöld“ í framhaldsskólum á Austur-
landi 200.000 kr. og áhugafólk um
menningar og listviðburði í Fjarða-
byggð, vinna með ungmennum í
óhefðbundnum hljóðfæraleik og tón-
listarsköpun með Gunnari Franssyni
fékk 150.000 kr. Einnig fengu styrki
Minjastofnun Austurlands, Gunnars-
stofnun, leikfélög, skólar, útgáfufélög
bóka og geisladiska, skáld o.fl.
Ekki voru allir mættir sem tilnefn-
ingar fengu, m.a. mætti Grýla ekki til
að sækja sínar 50.000 kr. Hefur henni
ekki litist á þennan glæsilega hóp
ungs fólks og ekki talið sig eiga erindi
sem erfiði á þessa samkomu og var
það gestunum mikill léttir.
En ræningjarnir Kasper, Jesper
og Jónatan ruddust fram og hrifsuðu
til sín 100.000 kr. án þess að nokkur
gæti stoppað þá. Síðan sungu þeir
eins og þeim einum er lagið um þá al-
þekktu óreiðu sem ríkir á þeirra
heimili og ekki virðist hægt að laga.
Allt fór þetta vel og lauk samkom-
unni með súkkulaði og kökum sem
gestir gerðu góð skil.
Menningarráð út-
hlutar styrkjum
Reyðarfjörður
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Inga Mekkin tekur við styrki tónlistarfólks í Fjarðabyggð. Á myndinni eru
einnig Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi og Tómas Ingi Olrich.
Á DÖGUNUM voru sett upp gangbrautarljós við Inn-
nesveg á Akranesi og er markmiðið að auka öryggi
nemenda úr Grundaskóla sem fara yfir götuna margoft
á hverjum degi á leið sinni í sund eða íþróttir.
Undanfarin ár hafa eldri nemendur skólans tekið að
sér gangbrautavörslu við skólann á álagstímum en nú
hefur tæknin og rauði og græni kallinn tekið við hlut-
verki þeirra við Innnesveg.
Ekki er laust við að ferðum nemenda yfir götuna hafi
fjölgað eftir að umferðarljósin voru sett upp en Marvin
Þrastarson, Maren Leósdóttir, Elísa Svala Elvarsdóttir
og Kristrún Skúladóttir úr 3. bekk biðu spennt eftir
græna kallinum á dögunum er þau voru á leið yfir göt-
una eftir íþróttatíma.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Beðið eftir græna kallinum
Akranes
ÞINGEYINGAKÓRINN var með
tvenna tónleika á dögunum, þá fyrstu
í sögu kórsins á heimaslóðum. Fyrri
tónleikarnir voru í Þorgeirskirkju við
Ljósavatn og þeir síðari í Húsavík-
urkirkju. Það var vel var mætt í kirkj-
una á Húsavík og hlýddu gestir á létta
og skemmtilega efnisskrá kórsins þar
sem þingeyskir laga- og textahöfund-
ar voru í fyrirrúmi. Ekki var annað að
sjá og heyra af undirtektum við-
staddra en að þeim líkaði vel það sem
kórinn hafði upp á að bjóða.
Stjórnandi kórsins er Kári Frið-
riksson, tónmenntakennari frá
Helgastöðum í Reykjadal, og undir-
leikari Arngerður María Árnadóttir,
frá Öndólfsstöðum í sömu sveit. Þor-
bergur Skagfjörð Jósefsson söng ein-
söng með kórnum auk þess sem hann
og Kári sungu tvísöng.
Kári stofnaði kórinn árið 1999 og
samanstóð hann þá af 12–15 manns
en hefur nær þrefaldast að stærð síð-
an þá. Kórinn er blandaður kór brott-
fluttra Þingeyinga og annars söng-
fólks sem býr á höfuðborgarsvæðinu.
Kórinn hefur haldið vortónleika í
Reykjavík á hverju ári frá stofnun,
sungið á þorrablótum, jólatónleikum
og fleiri samkomum á höfuðborgar-
svæðinu.
Morgunblaðið/Hafþór
Þingeyingakórinn
á heimaslóðum
Húsavík
NÍTJÁNDA Bónusverslunin opnaði
á Egilsstöðum um helgina. Jóhann-
es Jónsson stofnandi verslunar-
innar opnaði hana formlega og gaf
við það tækifæri hálfa milljón
króna til Sjúkrahússins á Egils-
stöðum.
Sagði Jóhannes peningana ætl-
aða til þess að bæta aðbúnað og vel-
líðan aldraðra á sjúkrahúsinu.
Halla Eiríksdóttir hjúkrunarfor-
stjóri tók við gjöfinni fyrir hönd
Sjúkrahússins.
Forsvarsmenn Bónuss segja að
vöruverðið á Egilsstöðum sé hið
sama og í öðrum Bónusverslunum
landsins og vonast til að Austfirð-
ingar nýti sér verslunina.
Lofa sama
vöruverði og
í Reykjavík
Egilsstaðir
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Það var handagangur í öskjunni
þegar Bónus var opnað á Egils-
stöðum um helgina.