Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Vakri
Þau eru mörg góðhrossin sem getur að líta á landsmótsspólunum og þeirra á meðal er Samba frá Miðsitju.
Myndbandsspólur eru sem betur
fer einn af hinum föstu fylgi-
fiskum landsmóta og heims-
meistaramóta og nú fyrir
nokkru voru gefnar út fjórar
slíkar sem hafa að geyma flest
þau hross sem fram komu á
landsmótinu í sumar. Það er
Plúsfilm sem stendur að útgáf-
unni nú eins og undanfarin ár.
Ein af þessum spólum er þver-
skurður af öllu því helsta sem
boðið var upp á á mótinu og gef-
ur nokkuð góða mynd af lífinu
og hrossasýningum á Vind-
heimamelum fyrstu vikuna í júlí.
Þessi spóla er vafalaust sú sem
mest verður keypt eðli málsins
samkvæmt því hinar spólurnar
þrjár eru fyrir dellufólkið, það
er þá sem vilja helst sjá hvert og
eitt einasta hross sem fram kem-
ur á mótinu, skoða það fram og
til baka og skilgreina kosti þess
og galla í botn.
Kynbótahrossin eru flest sýnd
í dómum en einnig í sumum til-
vika á yfirlitssýningu, sér-
staklega í þeim tilvikum sem þau
hafa hækkað sig í einhverjum
dómsatriðinna. Í upphafi mynd-
skeiðs með hverju hrossi kemur
fram nafn og einkunn sem hross-
ið hlaut. Sá texti fellur fljótlega
út en hefði að ósekju mátt lifa
meðan hrossið er í mynd. Einnig
hefði verið snjallt að birta með
númer hrossins til dæmis í móts-
skrá eða blaðsíðu þannig að auð-
velt væri að fletta upp frekari
upplýsingum um hrossið. með
þessu móti væri notagildi
skráarinnar aukið verulega og
auglýsingagildi hennar um leið.
Stundum hafa verið prentaðar
upplýsingar sem fylgja með
spólunum sem einnig er mjög
gott en hagkvæmast er að geta
notað skrána og spara þannig
óþarfa pappírseyðslu.
Dreifingaraðili spólanna er
hestavöruverslunin Hestar og
menn hefur einnig útbúið upp-
lýsingalista sem hægt er að
nálgast á vefsíðu verslunarinnar
hestarogmenn@hestarog menn-
.is. Þar kemur reyndar ekki
fram ættartala hrossanna heldur
aðeins nafn, fæðingarstaður, lit-
ur, sundurliðaðar einkunnir og
nafn knapa.
Ekki er lagt mikið í þessa
myndbandsgerð að öðru leyti en
því að sýna hrossin vel og koma
allra nauðsynlegustu upplýs-
ingum til skila á sem bestan hátt
og tekst það prýðilega. Enginn
þulur er á spólunum þremur en
Samúel Örn Erlingsson ljær
rödd sína á samantektarspóluna
og kemst að vonum vel frá því
þótt ekki komist hann alveg hjá
því að stíga í ranghermispyttinn
en þar er ekki um stórvillur að
ræða.
Eins og á fyrri spólum er hér
að sjálfsögðu um að ræða afar
merkilega heimild um bæði
hross og sýnendur sem komu
fram og svo mótið í heild sinni.
Þá er það stórkostlegt að geta
séð flest öll hross mótsins. Sá er
þetta ritar hafði til dæmis aldrei
séð efsta hest í flokki fjögra
vetra stóðhesta, Illing frá Tóft-
um, þar sem hann kom ekki
fram á yfirlitssýningu né í verð-
launaafhendingu, fyrr en á spól-
unni.
Þá er mikill fengur fyrir þá
sem vilja grúska í einkunnum,
hrossunum eða knöpunum. Spóla
fram og til baka, spá og spek-
úlera og bera saman og þar
fram eftir götum. Það er mikill
fengur í þessum spólum og má
segja að þær séu framlenging á
þeirri miklu veislu sem fram fór
á Vindheimamelum í sumar.
Framlenging á
landsmótsgleðinni
HESTAR
44 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFÐINGJARNIR gömlu týna tölunni einn
af öðrum og nú nýlega var heiðursverðlauna-
hesturinn og Sleipnisbikarhafinn Þokki frá
Garði felldur 26 vetra gamall. Ferill hans í ís-
lenskri hrossarækt var nokkuð sérstakur og
hann oft kallaður öskubuskuhesturinn á þeim
vettvangi.
Þokki náði aldrei fyrstu verðlaunum í ein-
staklingsdómi þrátt fyrir að hann færi fjórum
sinnum í dóm en það voru afkvæmi hans sem
fleyttu honum í hæstu hæðir. Fjögurra vetra
var Þokki sýndur á Vindheimamelum 1980, árið
eftir kom hann fram á fjórðungsmóti á Gadd-
staðaflötum. Í dómsorði sagði að Þokki þætti
ekki líklegur til stórra afreka á sviði kynbóta,
eða eins og það var orðað: „Fallegur foli, eink-
um hálsbygging, en afturbygging of grönn.
Góðir hæfileikar, þó mjög hæpinn sem stóð-
hestur.“
Vitlaus hestur suður
Lengi vel mátti ætla að þessi spádómur rætt-
ist því það er ekki fyrr en um eða undir árið
1990 sem afkvæmi hans fóru að þoka honum
upp í einkunn í kynbótamati Bændasamtak-
anna. Á landsmóti 1990 á Vindheimamelum
stóð Þokki öllum á óvart efstur 1. verðlauna
stóðhesta með afkvæmum. Næstu árin á eftir
styrktist staða Þokka í kynbótamatinu enn
frekar og á næsta landsmóti 1994 á Gadd-
staðaflötum blasti toppurinn við en þá stóð
Þokki efstur heiðursverðlaunahesta og eigandi
hans, Jón Karlsson í Hala, fékk að handfjatla
hinn eftirsótta Sleipnisbikar.
Það var síðsumar 1979 sem Jón keypti Þokka
óséðan af Bryndísi Aðalsteinsdóttur á Sauð-
árkróki en ræktandi hestsins er skráður Sig-
urjón Björnsson í Garði. Ekki tókst betur til en
svo að rangur hestur var sendur suður um
haustið og var liðið fram á vetur þegar mistökin
uppgötvuðust en Þokki var sóttur norður um
miðjan janúar. Jón gerði sér að sjálfsögðu ekki
grein fyrir þessum mistökum þar sem hann
hafði aldrei séð hestinn en það voru seljend-
urnir sem uppgötvuðu hvernig í hlutunum lá og
létu Jón vita.
Þokki var undan hinum frækna kynbótahesti
Hrafni frá Holtsmúla og var hann sá hesta sem
skákaði föður sínum af toppi kynbótamatsins.
Móðir Þokka var Molda frá Ási I en hún var
heimaræktuð hryssa af austanvatnakyni eins
og það hefur verið kallað. Ekkert af nafn-
kunnum hrossum er á bak við hana að frátöld-
um Hreini frá Þverá sem er móðurafi hennar.
Þokki var að langmestu leyti notaður heima í
Hala og hefur hann skilað eiganda sínum vel á
þriðja hundrað afkvæma. Einnig var Þokki
talsvert notaður á Sandhólaferjubúinu sem er
skammt frá Hala. Ekki er fyrirséð að Þokki
muni ná mjög mikilli útbreiðslu í íslenska
hrossastofninum sökum þess hversu þröngt
hann hefur verið notaður og eins hins að hann
skilaði mjög fáum athygliverðum stóðhestum.
Þeirra fremstur er án efa Tývar frá Kjart-
ansstöðum en einnig mætti nefna Mjölni frá
Sandhólaferju sem vann það frækna afrek að
ná 10,0 í einkunn fyrir tölt, einmitt á lands-
mótinu á Gaddstaðaflötum þegar Þokki stóð á
hátindi frægðar sinnar. Alls eru 453 skráð af-
kvæmi undan Þokka og hafa 109 þeirra skilað
sér til dóms. Óhætt er að segja að Þokki hafi
stigið upp úr öskustónni og unnið sig upp í
krafti erfðastyrks til hæstu metorða.
Aðdáendaklúbbshesturinn
Þá hefur annar nafnkunnur stóðhestur sem á
sér merkilega sögu verið felldur. Sá er Stormur
frá Stórhóli og þótt ekki hafi hann reynst jafn
sterkur á sviði hrossaræktar og Þokki á hann
sér ekki síður merkilega sögu. Fimm vetra var
eigandi hans, Torfi heitinn Sigurjónsson í Stór-
hóli, að teyma Storm út í girðingu meðfram
þjóðveginum skammt frá bænum. Missti hann
hestinn sem lét ófriðlega og í þeim svifum ber
að flutningabíl sem ekur á hestinn þannig að
hjólin fara yfir hluta afturfóta hans. Leit út fyr-
ir að fella þyrfti Storm eftir óhappið en end-
irinn varð sá að Páll Stefánsson, dýralæknir á
Stuðlum við Selfoss, lét senda sér klárinn suður
og freistaði þess að koma honum til heilsu á
nýjan leik. Eftir harða baráttu Páls í eitt ár var
Stormur kominn að heita má í gagnið aftur þó
aðeins sem stóðhestur en ekki sem reiðhestur.
Var hann þó alltaf haltur en gat með góðu móti
gagnast hryssum og stóð sig bara vel í því. Eft-
ir þessa baráttu varð það að samkomulagi milli
Páls og Torfa að sá fyrrnefndi keypti hestinn
enda hafði myndast með þeim sterk tilfinn-
ingabönd. Þá var annað tvennt sem Stormur
hafði fram yfir aðra stóðhesta, hann hafði hlotið
9,5 fyrir háls, herðar og bóga, eitthvað sem
engum öðrum stóðhesti hefur hlotnast til þessa.
Hitt var að í kringum Storm var stofnaður
hreinræktaður aðdáendaklúbbur og er sjálf-
sagt rétt að taka það fram að það var ekki að
frumkvæði eigandans Páls. Stormur var aðeins
15 vetra þegar Páll tók þá ákvörðun nú fyrir
skömmu að fella sinn kæra vin. Sagði hann ljóst
að áður skaddað hófbein í öðrum afturfæti væri
greinilega búið og því um tvennt að ræða; að
fella hann eða taka úr sambandi taugar sem
lægju til hófbeinsins. Hefði honum þótt fyrri
kosturinn betri. Fimm hryssur voru hjá Stormi
í sumar og voru allar geldar og því greinilegt að
hann hefur ekki náð að lyfta sér upp á þær til
að vinna sitt verk. Má því segja að aðdáenda-
klúbbur Storms sé nú eins og munaðarlaust
barn og spurning hvort klúbburinn verði leyst-
ur upp eða fundin verði ný „stjarna“ til að dást
að.
„Öskubuskuhestur-
inn“ fallinn í valinn
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Frey-
faxi var stofnað í apríl árið 1952 og
er því með elstu hestamannafélög-
um landsins. Í félaginu eru hesta-
menn af Fljótsdalshéraði, Reyð-
arfirði, Borgarfirði eystra,
Eskifirði og Seyðisfirði og spannar
félagið því mjög stórt svæði þó
stofnfélagar í öndverðu hafi ein-
vörðungu verið af Héraði.
Gunnar Jónsson á Egilsstöðum
er formaður Freyfaxa. Hann segir
hvatamanninn að stofnun félagsins
hafa verið Pétur Jónsson afabróð-
ur sinn. „Það sem vakti fyrir hon-
um,“ segir Gunnar „var að end-
urvekja hestinn sem reiðhest. Á
þessum tíma voru vélarnar að taka
yfir og hesturinn hættur að vera
þarfasti þjónninn. Það var einhver
glampi í kallinum með að end-
urvekja hlutverk reiðhestsins.“
Jafngóð ef ekki betri
hross á Austurlandi
Gunnar segir aðaltilgang félags-
ins lengst af hafa verið kynbóta-
starf. Það hafi þó fyrir nokkrum
árum hætt að vera meginviðfangs-
efni, þegar stofnað var hrossa-
ræktarsamband á Austurlandi.
„Félagið er búið að vinna mjög
gott starf hvað þetta varðar. Ég
fullyrði að við séum með jafngóð,
ef ekki betri, hross en í mörgum
öðrum landshlutum, miðað við
hrossafjölda, því þetta er hrossa-
fátt svæði. Hér er mjög gott í
hrossum og það hafa margir hest-
ar héðan að austan gert garðinn
frægan, bæði innanlands og er-
lendis.“
Aðspurður um verkefni félagsins
segir Gunnar þau vera að standa
fyrir mótum og æskulýðsstarfi og
einnig sé kynbótadeild innan fé-
lagsins enn í gangi. „Fjöldinn allur
af reiðnámskeiðum hefur verið
haldinn í gegnum tíðina því það er
ekkert gaman af hestum ef menn
kunna ekki á þá.“ Þá gengst félag-
ið fyrir árlegum samreiðum, ístölti
á Lagarfljóti og firmakeppnum,
auk þess að halda fjórðungsmót,
sem mikið hafa verið sótt af fólki
alls staðar að af landinu.
Að sögn Gunnars er aðaláhersl-
an nú lögð á að byggja áfram upp
svæði Freyfaxa við Stekkhólma á
Völlum þar sem haldin hafa verið
fjórðungsmót og að efla æskulýðs-
starfið innan félagsins.
Félagar í Freyfaxa eru nú um
130 talsins.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Búið er að skipuleggja íbúðarbyggð þar sem nú er hesthúsahverfið Truntu-
bakkar við Egilsstaði, en ekki liggur ljóst fyrir hvar hestamenn fá aðstöðu.
Hestamannafélagið Freyfaxi á
Austurlandi fimmtíu ára
Æskulýðsstarf
og uppbygging
á Vallhólma