Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 51
DAGBÓK
TÍGULLITURINN hér að
neðan dregur fram í dags-
ljósið þekkt bókarstef varð-
andi litaríferð. Í blindum er
Áxx, en heima KGxx. Besta
leiðin til að tryggja þrjá
slagi á litinn er að taka
fyrst á kónginn, svo ásinn
og spila loks að gosanum.
Það er öryggisspila-
mennska sem tekur inn í
myndina Dx á eftir KGxx.
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 96432
♥ G73
♦ Á84
♣ÁD
Suður
♠ ÁKDG7
♥ 102
♦ KG32
♣87
Vestur Norður Austur Suður
– – 1 hjarta 1 spaði
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Suður verður sagnhafi í
fjórum spöðum eftir opnun
austurs á hjarta. Vestur
kemur út með hjartaáttu og
austur spilar þremur efstu í
litnum. Suður stingur þriðja
hjartað frá með gosa og þá
hendir vestur laufi. Þegar
trompin eru tekin reynist
vestur hafa byrjað með eitt,
en austur tvö. Hvernig á að
spila?
Hættan er sú að vestur
sé með tíguldrottningu og
austur laufkóng. Ef tígull-
inn fríast er hægt að henda
laufdrottningunni niður, svo
þeirri hugsun lýstur vissu-
lega niður að taka „bókar-
stefið“ í tíglinum. En er lík-
legt að austur sé með fjórlit
í tígli? Hann hefur þegar
sýnt sexlit í hjarta og tvö
tromp. Og einhvers staðar
er allt laufið.
Norður
♠ 96432
♥ G73
♦ Á84
♣Á84
Vestur Austur
♠ 10 ♠ 85
♥ 85 ♥ ÁKD964
♦ D1076 ♦ 95
♣965432 ♣KG10
Suður
♠ ÁKDG7
♥ 102
♦ KG32
♣87
Betri leið (en ekki örugg)
er að spila tígulkóng og
litlum tígli á áttuna! Eins
og spilið er lendir austur
inni á níu og verður að spila
hjarta í tvöfalda eyðu eða
laufi upp í gaffalinn. Vestur
getur engu bjargað með því
að stinga upp tígultíu, því
þá fríast gosinn. Og ef aust-
ur hefur byrjað með þrjá
tígla (til dæmis Dxx) fríast
þrettándi tígullinn.
Es. Ef vestur stingur níu
eða tíu á milli og ekkert
bitastætt kemur úr austrinu
þarf sagnhafi að gera upp
við sig framhaldið. Hann
gæti spilað tígli áfram, eða
laufás og drottningu í þeirri
von að austur lendi inni og
eigi engan tígul. Síðar-
nefnda leiðin er ekki
„makkervæn“ ef austur
reynist eiga drottningu
þriðju í tígli og vestur lauf-
kóng.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 20.
nóvember, er sextugur Hall-
dór Sigurður Hafsteinn
Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri, Langagerði 8,
Reykjavík. Hann og eigin-
kona hans, Hrafnhildur
Konráðsdóttir, taka á móti
vinum og vandamönnum á
afmælisdaginn í Versölum,
Hallveigarstíg 1, kl. 17.30.
60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 20.
nóvember, er sextug Ólína
Torfadóttir, framkvæmda-
stjóri hjúkrunar, Óðinsgötu
24A, Reykjavík. Ólína tekur
á móti samstarfsfólki og
samferðamönnum á afmæl-
isdaginn á Akureyri í Bláu
könnunni, Paris, II. hæð kl.
16–19 og 23. nóvember tek-
ur hún á móti ættingjum og
öðru samferðafólki ásamt
fjölskyldu sinni í safnaðar-
heimili Fríkirkjusafnaðarins
í Reykjavík á Laufásvegi 13
á milli kl. 15 og 19.
50 ÁRA afmæli. Ámorgun, fimmtudag-
inn 21. nóvember, er fimm-
tugur Þorfinnur Snorrason,
Selfossi 4, Selfossi. Eigin-
kona Þorfinns er Ingunn
Stefánsdóttir. Þorfinnur
verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
LJÓÐABROT
HAUSTVÍSA
Lengir nóttu, lúta höfðum blóm,
laufið titrar fölt á háum reinum,
vindur hvíslar ömurlegum óm
illri fregn að kvíðnum skógargreinum,
greinar segja fugli, og fuglinn þagnar.
Í brjósti mannsins haustar einnig að,
upp af hrelldu hjarta gleðin flýgur,
en vetrarmjöll í daggardropa stað
á dökkvan lokk og mjúkan þögul hnígur,
og æskublómin öll af kinnum deyja.
Grímur Thomsen
Árnað heilla
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hugsjónamaður sem
tekur málstað þeirra sem
minna mega sín. Komandi ár
getir orðið magnaðasta ár
ævi þinnar. Láttu drauma
þína rætast.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fjárhagsáhyggjur gær-
dagsins eru liðnar hjá og þú
finnur hjá þér kraft til að
koma málstað þínum á
framfæri.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir að borga reikninga
og huga að fjármálunum í
dag. Þú þarft að koma
skipulagi á þennan þátt lífs
þíns.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tunglið er í tvíburamerkinu
og það veitir tvíburunum
forskot á önnur stjörnu-
merki. Notaðu tækifærið til
að koma ár þinni vel fyrir
borð.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Tunglið hefur mikil áhrif á
stjörnumerki þitt og þú
finnur því vel fyrir þeirri
spennu sem fylgir fullu
tungli. Þú hefðir gott af því
að hvíla þig í dag.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Samskipti þín við aðra
ganga vel í dag. Vandamál
þín virðast viðráðanleg og
ekki eins ógnandi og áður.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Streitan sem hefur þjakað
þig að undanförnu hefur
minnkað mikið. Þú finnur
þó enn fyrir eðlilegri, heil-
brigðri streitu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er eins og þú andir létt-
ar í dag. Tunglið er fullt og
þú ert tilbúinn til að takast
á við ný verkefni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ættir að huga að því
hvernig þú getir aflað þér
fjár með lántökum eða
aukaverkum. Hindranir sem
hafa staðið í vegi þínum eru
að hverfa.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Spennan sem fylgir fullu
tungli er að minnka.
Reyndu að slaka á og njóta
lífsins.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Með góðri hjálp geturðu
komið miklu í verk í
vinnunni. Þótt þú viljir fá
viðurkenningu fyrir verk
þín þarftu ekki að gera allt
upp á eigin spýtur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Stattu upp frá tölvunni eða
sjónvarpinu og farðu út á
meðal fólks. Njóttu þess að
vera með öðrum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Dagurinn hentar vel til út-
réttinga og framkvæmda.
Þú hefur kraft og áræðni til
að láta hendur standa fram
úr ermum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 a6 5. a4 Rf6 6. Rc3
Dc7 7. Be2 Bb4 8. O-O Bxc3
9. bxc3 Rxe4 10. c4 Rc3 11.
De1 Rxe2+ 12. Dxe2 O-O
13. Ba3 d6 14. Hfd1 Hd8 15.
Hd2 Rc6 16. Had1 Ra5
Staðan kom upp á Ólymp-
íuskákmótinu sem lauk fyrir
skömmu í Bled. Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir (2025)
hafði hvítt gegn Rani Hamid
(2148). 17. Bxd6! Hxd6
17...Dd7 var einnig
slæmt vegna 18. Bb4
Dxa4 19. Bxa5 Dxa5
20. Rc6 Hxd2 21.
Rxa5 og hvítur vinn-
ur. Í framhaldinu
reynist staða svarts
einnig erfið þótt
óþarfi hafi verið að
missa hrókinn jafn
fljótt og raun bar
vitni. 18. Rb5 axb5?!
19. Hxd6 h6 20. cxb5
b6? 21. Hd8+ Kh7 22.
De4+ f5 23. Dxa8
Bb7 24. Hh8+ Kg6
25. De8+ Kg5 26. Dxe6
Dxc2 27. De7+ Kh5 28. He1
Dc3 29. Hg8 g5 30. Df7+ og
svartur gafst upp. Íslenska
kvennasveitin stóð sig með
mikilli prýði og lenti í 65.
sæti af 90 keppnisþjóðum en
árangur liðsmanna varð
þessi: 1. borð Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir 6 vinn-
inga af 13 mögulegum. 2.
borð Harpa Ingólfsdóttir 7
v. af 13 mögulegum 3. borð
Aldís Rún Lárusdóttir 6 v.
af 13 mögulegum varamaður
Anna Björg Þorgrímsdóttir
0 v. af 3 mögulegum.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
undirfataverslun
Síðumúla 3-5 - Sími 553 7355
Opið mánudaga-föstudaga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15.
Glæsilegt
úrval af
undirfötum
PÓSTSENDUM
Brjóstahaldarar með og án
fyllingar í skálastærðum:
A, B, C, D, DD, E, F.
Ótal litir og snið.
Verð 3.900-4.550.
T-buxur, háar buxur,
boxer-buxur í stíl.
Verð 1.900-2.800.
Spariskór
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Suðurnesjamenn Íslands-
meistarar (h)eldri spilara
Helgina 16.–17. nóv. fór fram Ís-
landsmót heldri spilara í tvímenn-
ingi.
Eftir miklar sviptingar undir lokin
höfðu Valur Símonarson og Kristján
Örn Kristjánsson sigur, en í síðustu
setunni spiluðu þeir við Gísla Haf-
liðason og Guðmund Magnússon
sem þá voru efstir. Gísli og Guð-
mundur lentu í 2. sæti og Eggert
Bergsson og Torfi Ásgeirsson fengu
bronsið. Í flokki yngri spilara voru
aðeins 2 pör. Anna Guðlaug Nielsen
og Sigurður Björgvinsson skoruðu 7
stigum meira en Ari Már Arason og
Halldór Sigfússon.
Lokastaðan:
Kristján Ö. Kristjáns. - Valur Símonarson
64
Guðmundur Magnússon - Gísli Hafliðason
48
Eggert Bergsson - Torfi Ásgeirsson 38
Gylfi Baldursson - Jón Hjaltason 22
Ásmundur Pálsson - Sigtryggur Sigurðs. 20
Tvímenningsmót Súgfirðinga
Önnur umferð í tvímenningsmóti
Súgfirðingafélagsins var spiluð um
helgina í sal svfr.is. Keppni var jöfn
að venju en meðalskor var 130 stig.
Keppnin verður í fjórum lotum og
gilda þrjú bestu kvöldin til verð-
launa.
Fjórtán pör eru í keppninni.
Óskar Kristjánss. - Þorleifur Hallbertss. 148
Ólafur Ólafsson - Ellert Ólafsson 139
Björn Guðbjörnss. - Gunnar Ármannss. 137
Arngr. Þorgrímss. - Sigurpáll Ingibss. 137
Guðbjörn Björnss. - Steinþór Benedss. 135
Guðrún K. Jóhannesd. - Gróa Guðnad. 134
Jóhann M. Guðm. - Þorvarður Guðm. 134
Guðbjartur Halldórss. - Gísli Jóhannss. 134
Einar Ólafsson - Sigurður Kristjánsson 131
Eftir umferðirnar tvær standa
eftirfarandi pör best í baráttunni um
Súgfirðingaskálina.
Guðbjörn Björnss. og Steinþór Benedss. 301
Guðrún Kristín Jóhannesdóttir og Gróa
Guðnadóttir/Kristjana Steingrímsdóttir 299
Björn Guðbjörnss. og Gunnar Ármannss.273
Óskar Kristjss. og Þorleifur Hallbertss. 268
Einar Ólafss. og Sigurður Kristjánss. 264
Þriðja umferð verður spiluð í lok
febrúar á næsta ári.
Þeir skelltu sér í bæinn um helgina,
félagarnir Valur Símonarson og
Kristján Örn Kristjánsson, formað-
ur Bridsfélags Suðurnesja, og sigr-
uðu á Íslandsmóti heldri spilara eft-
ir hörkukeppni.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
www.avon.is
Snyrtivöruverslun
opin allan sólarhringinn