Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 27
SYSTURNAR Signý Sæmunds-
dóttir sópransöngkona og Þóra
Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari
koma fram á 2. áskriftartónleikum
Tónlistarfélags Ísafjarðar í Hömr-
um annað kvöld. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 20.30 og flytja þær ljóða-
söngva eftir Franz Liszt, Hugo
Wolf, E. Chausson og Tryggva
Baldvinsson auk nokkurra enskra
gamansöngva.
Áskriftarkort félaga í Tónlistar-
félaginu gilda á tónleikana, en einn-
ig verða seldir miðar við innganginn
á kr.1.500, en ókeypis er fyrir skóla-
nema, 20 ára og yngri.
Signý hefur verið áberandi í ís-
lensku tónlistarlífi undanfarinn ára-
tug og tekið þátt í óperuupp-
færslum Íslensku óperunnar og
Þjóðleikhússins og leikið með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands. Ennfremur
hefur hún verið gestur á fjölmörg-
um tónlistarhátíðum, hérlendis og
erlendis.
Þóra Fríða hefur starfað sem pí-
anóleikari og kennari í Reykjavík.
Hún hefur tekið þátt í ýmiss konar
tónleikum og leikið í útvarp og sjón-
varp.
Ljóðasöngv-
ar í Hömrum
Þóra Fríða
Sæmundsdóttir
Signý
Sæmundsdóttir
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor-
ræna húsinu í hádeginu í dag kl.
12.30 leika Lín Wei á fiðlu og Anna
Guðný Guðmundsdóttir á píanó
fiðlusónötu nr. 1 í A-dúr eftir Gabr-
iel Fauré.
Aðgangseyrir er 500 kr. en
ókeypis er fyrir handhafa stúd-
entaskírteina.
Lín Wei og Anna Guðný.
Fauré leikinn
í hádeginu
STÚDENTALEIKHÚSIÐ frum-
sýndi leikritið Íbúð Soju eftir
Mikhaíl Búlgakov sl. fimmtudag í
Vesturporti. Önnur sýning er í
kvöld kl. 21.
Leikritið var skrifað á árunum
1927 til 1935 en hefur aldrei fyrr
verið sett upp á Íslandi. Það gerist
á seinni hluta þriðja áratugarins en
er þó tímalaust og hefur samfélags-
lega skírskotun enn þann dag í dag.
Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson
og þýðandi verksins er Þórarinn
Kristjánsson sem þýddi það beint
úr frummálinu.
Vann til verðlauna
á síðasta ári
Stúdentaleikhúsið er áhugaleik-
félag ungs fólks. Vorið 2001 vann
það til verðlauna með leikritinu
Ungir menn á uppleið sem þá var
valin besta áhugaleiksýningin.
Leikstjóri þá var einnig Bergur Þór
Ingólfsson.
Verkið fjallar um Soju sem
ákveður að stofna saumastofu en
hin svokallaða saumastofa hefur
þann vafasama tilgang á kvöldin að
sýna „flegna undirkjóla“ við tónlist-
arspil. Á saumastofunni verður
mikið líf, fjör og koma við sögu ást-
ir, afbrýðisemi, peningar og dauði.
Næstu sýningar eru á fimmtu-
dagskvöld, sunnudagskvöld og mið-
vikudagskvöld kl. 21.
Leikritið
Íbúð Soju í
Stúdenta-
leikhúsinu
Hannes Óli Ágústsson í hlutverki sínu í leikritinu Íbúð Soju.
ÞEIR hafa það fyrir satt tónlist-
arsagnfræðingar, að Mozart hafi
sótt ýmislegt til J. Chr. Bachs, jafn-
vel einstaka stef en einnig ýmislegt
úr píanókonsertum Johanns. Þenn-
an skyldleika í „stile galante“ rit-
hætti mátti heyra í fyrsta viðfangs-
efni Camerartica-hópsins á Tíbrár-
tónleikum Salarins sl. sunnudags-
kvöld, sem var kvartett fyrir flautu
og strengi, op. 19, nr. 3, eftir J. Chr.
Bach. Þessir kvartettar, sem voru
gefnir út eftir lát Johanns, eru frek-
ar af léttari gerðinni, ætlaðir til
heimabrúks en leikandi og lagræn
tónlist, er var sérlega vel flutt og þá
helst að nefna Hallfríði Ólafsdóttur,
er fór fyrir hópnum, en með henni
léku Hildigunnur Halldórsdóttir,
Guðmundur Kristmundsson og Sig-
urður Halldórsson.
Annað viðfangsefni tónleikanna
var klarinettukvartett op. 7, eftir
Bernhard Crusell, finnsk-sænskan
klarinettusnilling, sem svo mikið
orð fór af að hann var „lánaður“ í
fimm mánuði til óperunnar í París.
Tímann notaði hann til að læra tón-
smíði hjá Berton og Gossec. Klarin-
ettukvartettinn er lipurlega samið
verk, þar sem klarinettið er leið-
andi í nær öllum köflunum og var
verkið sérlega léttilega leikið af
Camerartica-hópnum og þá ekki
síst af „einleikaranum“ Ármanni
Helgasyni.
Lokaverkið á tónleikunum var G-
dúr strengjakvintettinn op. 111,
eftir Brahms og þá bættust í hópinn
Sigurlaug Eðvaldsdóttir og gestur
hópsins, Guðrún Þorsteinsdóttir á
lágfiðlu. Þetta er stórbrotið verk og
er fyrsti kaflinn sérlega erfiður en
einmitt í þessum kafla var ýmislegt
ekki fullunnið, enda þar í margt
þungt fyrir hendi. Verkið hefst á
sérkennilegum tremólum en stefið
birtist í sellóinu. Annar kaflinn er
tregafullur en vefur sig upp í sárs-
aukafulla sorg. Um síðir hjaðnar
þessi sársauki og þá birtist aftur
upphafsstef kaflans, er var í heild
einstaklega fallega fluttur. Skersó-
ið, þriðji kaflinn, hefst á vals-stefi
og í tríóinu gat að heyra fallegan
víxlleik á milli fiðlnanna og lágfiðln-
anna en einmitt lágfiðlan opnar
lokakaflann með eins konar ung-
verskri tataratónhugmynd. Þegar
til alls er litið, var þetta glæsilega
tónverk, sem sveiflast á milli sorg-
legra tóntilþrifa og allt að því upp-
gerðarglaðværðar, mjög vel flutt,
sérstaklega þrír seinni kaflarnir og
þar var best leikinn hægi þátturinn.
Glaðværð og sorg
TÓNLIST
Salurinn
Camerartica flutti verk eftir J, Chr. Bach,
Bernhard Crusell og Johannes Brahms.
Sunnudagurinn 17. nóvember, 2002.
KAMMERTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
Húsi verslunarinnar og Glæsibæ
Símar: 568 7305 - 568 5305