Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 272. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 mbl.is
Meiri djass
frá Jóel
Framúrstefnudjass á daginn,
sinfónían á kvöldin Fólk 57
Rómeó og Júlía
frumsýnd í kvöld Listir 26
Ljóðið er
eilíft
Sextánda ljóðabók Þorsteins
frá Hamri Bækur 4
Nýtt bílablað
Lækkandi vextir og meiri bjart-
sýni á framtíðina hefur komið
bílasölunni á hreyfingu og fer
salan jafnt og þétt vaxandi.
Nýtt bílablað fylgir blaðinu í dag
og bílaáhugamenn binda miklar
vonir við. Í þessu fyrsta tölublaði
er athyglisverð auglýsing frá einu
bílaumboði en vegna ótrúlegrar
sölu á nýjum bílum Brimborgar
undanfarið hefur umboðið úrval
notaðra bíla á sérstöku jólaverði
til 1. des. Fólk vill góða bíla fyrir
jólahátíðina. Til að auðvelda
kaupin er fjölskyldubíllinn tekinn
upp í og fólki hjálpað við að fjár-
magna mismuninn á lækkuðu
verði jólabílsins.
auglýsing
HAGNAÐUR Flugleiða á fyrstu níu mánuðum
ársins nam 3,3 milljörðum króna eftir skatta. Það
er 2,9 milljörðum króna betri afkoma en á sama
tímabili í fyrra, þegar hagnaðurinn nam 385 millj-
ónum króna.
Aðspurður hvort þessi rekstrarbati valdi því
ekki að erlend flugfélög sjái sér ef til vill aukinn
hag í að fljúga til og frá landinu, segir Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða, að félagið sé ávallt
viðbúið aukinni samkeppni. „Millilandaflug er
reyndar aðeins ein eining innan Flugleiða,
stærsta einingin þó, með 55–60% starfseminnar.
Afkoma millilandaflugsins var mjög góð. Við er-
um stöðugt að búast við því að hingað komi erlend
flugfélög; reyndar höfum við heyrt tilkynningar
þess efnis. Markaðurinn er algjörlega opinn og
við erum tilbúin í slaginn hvenær sem er,“ segir
hann, „jafnvel enn reiðubúnari en áður, þar sem
við höfum náð að lækka kostnað umtalsvert.“
Rekstrarkostnaður lækkar mikið
Sigurður segir að rekstrarkostnaður Flugleiða
sé nú með því lægsta sem þekkist í áætlunarflug-
rekstri í Evrópu. „Við teljum okkur hafa staðið
okkur mjög vel í samkeppninni. 75% af tekjum í
millilandaflugi Flugleiða koma erlendis frá, en
25% myndast á íslenska markaðinum,“ segir
hann.
Auk þess sem kostnaður lækkaði um 9,2% á
milli ára hækkuðu tekjur um 2,8%. Rekstrartekj-
urnar námu 31,6 milljörðum króna, en voru tæp-
lega 30,7 milljarðar í fyrra. Rekstrargjöldin lækk-
uðu úr 29,9 milljörðum fyrstu níu mánuði ársins
2001, í 27,1 fyrstu níu mánuði ársins 2002.
Segir Flugleiðir ávallt vera
viðbúnar meiri samkeppni
Tekjur hækka/14
Afkomubati Flugleiða 2,9 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins
AÐ MINNSTA kosti 6.000 tonn af
olíu fóru í hafið undan norðvestur-
strönd Spánar í gær þegar olíuskipið
Prestige sökk þar eftir að hafa liðast
í sundur.
Nær 70.000 tonn af olíu eru enn í
Prestige og leki hún öll úr skipinu
verður mengunin tvöfalt meiri en frá
olíuskipinu Exxon Valdez úti fyrir
strönd Alaska árið 1989 í einu mesta
umhverfisslysi sögunnar.
Hætta talin
á miklu um-
hverfisslysi
La Coruna. AP.
70.000 tonn af olíu/18
Reuters
Stafn olíuskipsins Prestige sekkur.
FULLTRÚAR ríkisins og Lands-
samband eldri borgara undirrituðu
í gær samkomulag sem felur í sér
hækkanir á almannatryggingum og
breytingar á skipulagi öldrunar-
þjónustu. Þessar breytingar koma
til framkvæmda á næstu tveimur til
þremur árum.
Á næsta ári munu útgjöld ríkisins
vegna greiðslna í lífeyristrygginga-
kerfið aukast um 1,6 milljarða
króna og um einn milljarð 2004, en
innifaldar í útgjöldunum eru breyt-
ingar á bótum öryrkja sem taka
sömu breytingum og samið var um
við Landssamband eldri borgara.
Árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna
aðgerðanna er áætlaður fimm millj-
arðar þegar þær verða að fullu
komnar til framkvæmda árið 2005.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
segist telja að með þessu sé veru-
lega komið til móts við aldraða og
þá sem lægstar hafa tekjur. Fyrir
hvern og einn sem njóti trygginga-
bóta muni tekjur hækka um 8–14
þúsund krónur á mánuði.
Starfshópi, sem skipaður var til
að fjalla um málefni aldraðra, var
einnig ætlað að fjalla um uppbygg-
ingu hjúkrunarheimila og þjónustu
við aldraða með það að markmiði að
stytta biðlista og bæta þjónustu.
Heimaþjónusta verði efld
Ríkisstjórnin hefur þegar fjallað
um tillögurnar og samþykkt að
beita sér fyrir því að þær nái fram
að ganga.
Í álitsgerð starfshópsins er lagt
til að tryggðar tekjur bótaþega
verði hækkaðar og að dregið verði
úr jaðaráhrifum tekjutenginga.
Hækkun bótanna verði umfram
hækkun á greiðslum Trygginga-
stofnunar ríkisins sem svarar al-
mennum umsömdum launahækkun-
um í upphafi næsta árs og getið er
um í fjárlagafrumvarpi.
Starfshópurinn leggur til að
heimaþjónusta við aldraða verði
efld verulega frá því sem nú er með
það að markmiði að aldraðir geti
dvalið sem lengst utan stofnana. Þá
er lagt til að húsnæði Vífilsstaða-
spítala verði tekið í notkun hið allra
fyrsta til að tryggja að hjúkrunar-
sjúklingar komist af sjúkrahúsum í
aðstæður sem henta þörfum þeirra
betur.
Benedikt Davíðsson, formaður
Landssambands eldri borgara, seg-
ir að með samkomulaginu hafi náðst
viðunandi áfangi í baráttu eldri
borgara fyrir bættari kjörum og
hann fagnar því að Landssamband-
ið hafi fengið að koma að tillögu-
gerðinni frá upphafi.
Ólafur Ólafsson, formaður Félags
eldri borgara í Reykjavík, segir að
verulega sé komið til móts við aldr-
aða með því að draga úr bili milli
ellilauna og launaþróunar og sér
sýnist sem hægt verði að brúa það
bil á næstu tveimur árum.
Tekjur ellilífeyrisþega
hækka um 8–14 þúsund
GARÐAR Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Ís-
lands, segist ánægður með samkomulag um hækkanir á
greiðslum almannatrygginga sem muni gagnast ör-
yrkjum talsvert betur en öldruðum, einkum þeim sem
ekkert hafa nema bætur almannatrygginga.
Þá sé liðkað fyrir um möguleika til að afla viðbótar-
tekna með því að falla frá 67% skerðingu tekjutrygg-
ingarauka. „Þetta er virðingarvert og sterk vísbending
um að það hafi myndast gagnkvæmur skilningur á
þeim vanda sem við er að glíma. Það er ekki lengur sá
gríðarlegi ágreiningur sem var milli Öryrkjabanda-
lagsins og ríkisstjórnarinnar um að þetta væri yfir höf-
uð vandamál,“ segir hann. Hann segir um samkomu-
lagið að hann hafi vitað hvað var í vændum þótt
formlegur fundur milli Öryrkjabandalagsins og full-
trúa ríkisins hafi ekki átt sér stað.
Morgunblaðið/Þorkell
Fagnar skilningi á vanda öryrkja
AMRAM Mitzna,
borgarstjóri Haifa,
sigraði í leiðtoga-
kjöri Verkamanna-
flokksins í Ísrael í
gær. Mitzna er
hlynntur því að
Ísraelar hefji frið-
arviðræður við
Palestínumenn án skilyrða.
Mitzna fékk 54% atkvæðanna og
núverandi leiðtogi flokksins, Bin-
yamin Ben-Eliezer, 37%, samkvæmt
síðustu tölum í gærkvöldi. Miðju-
maðurinn Haim Ramon fékk aðeins
7% atkvæðanna.
Amram Mitzna
Jerúsalem. AFP.
Vill að Ísraelar/18
Friðarsinni
sigurvegari
♦ ♦ ♦
Ástarsaga allra
tíma
Öryrkjar fá
sömu hækkun
og ellilífeyr-
isþegar
Mun kosta/11
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara, handsala samkomulagið í
Ráðherrabústaðnum. Að baki þeim standa ráðherrarnir Geir Haarde, Guðni Ágústsson og Jón Kristjánsson.