Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.11.2002, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 15 LÍF hf., sem áður hét Lyfjaverslun Íslands, hefur keypt 51,64% eignar- hlut í lyfjafyrirtækinu Ilsanta UAB í Litháen. Fyrir átti Líf 26,06% eign- arhlut í fyrirtækinu þannig að heild- areignarhlutur Lífs í Ilsanta er nú 77,70%. Kaupverðið miðast við að heildarverðmæti Ilsanta sé 2 millj- ónir evra og er kaupverð hlutanna því um 89 milljónir króna. Líf gerði öðrum hluthöfum Ilsanta sambæri- legt tilboð í þeirra hluti sem þeir höfnuðu. Ilsanta var stofnað árið 1993, m.a. af Lyfjaverslun Íslands, sem þá var í eigu íslenska ríkisins. Ilsanta hefur framleitt dreypilyf frá árinu 1995. Í tilkynningu frá Líf segir að sú fram- leiðsla hafi ekki staðið undir sér og verði verksmiðju fyrirtækisins lokað um næstu áramót og hún seld ásamt 2.400 fermetra fasteign þess. Eftir lokun verksmiðjunnar mun Ilsanta stunda svipaða starfsemi og dóttur- félög Lífs á Íslandi, en Ilsanta er tólfta dótturfélag samstæðunnar. Ilsanta hefur gert samning við dreypilyfjaframleiðandann Fresen- ius Kabi um einkarétt á að markaðs- setja og dreifa vörum framleiðand- ans í Eystrasaltslöndunum. Svipaðir samningar hafa verið gerðir við nokkur minni lyfjafyrirtæki. Jafn- framt lyfjum mun Ilsanta einbeita sér að sölu hjúkrunarvara, tækja- búnaðar fyrir sjúkrahús og heilsu- tengdra neytendavara. Áætluð velta Ilsanta á næsta ári er um 500 milljónir króna og segir í tilkynningunni að nú þegar sé farin af stað vinna hjá Líf sem miði að því að auka þessa veltu enn frekar. Vanmat vegur upp ofmat Heildarverðmæti eignarhluta Lífs í öðrum félögum er eignfært í bók- um félagsins á tæpar 295 milljónir króna fyrir framangreind kaup. Þar af er sá 26,06% eignarhluti sem Líf átti í Ilsanta fyrir kaupin eignfærður á ríflega 150 milljónir króna. Miðað við það verðmat sem framangreind viðskipti miðast við væri verðmat hlutarins um 45 milljóna króna virði. Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir að markaðsvirði einstakra eignar- hluta í öðrum félögum, eins og Ils- anta í þessu tilviki, sé lægra en bók- fært virði þeirra telji félagið að vanmat eignarhluta í öðrum fé- lögum, einkum Lyfjaþróunar hf. sé meira en ofmat annarra eignarhluta. Reiknað er með því að í ársreikn- ingi fyrir árið 2002 verði bókfært virði eignarhlutar Lífs hf. í Ilsanta UAB endurskoðað í samræmi við fyrirliggjandi verðmat. Hagnaður Lífs 205 milljónir Hagnaður Lífs var 205 milljónir króna fyrstu níu mánuði þessa árs. Á sama tímabili í fyrra nam tap af rekstri félagsins um 21 milljón. Meginskýringin á bættri afkomu fé- lagsins er að fjármunatekjur um- fram fjármagnsgjöld á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu 154 millj- ónum króna en þessi liður var nei- kvæður um 179 milljónir á síðasta ári. Rekstrartekjur og rekstrargjöld jukust um 7% milli ára. Tekjur tíma- bilsins námu 4.973 milljónum króna og rekstrarkostnaður 4.885 milljón- um. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld, EBITDA, var 235 milljónir á tímabilinu. Afskriftir juk- ust úr 103 milljónum fyrstu níu mán- uði 2001 í 137 milljónir árið 2002, og segir í tilkynningu félagsins frá því í gær að þetta stafi aðallega af aukn- um afskriftum á viðskiptavild vegna kaupa félagsins á A. Karlssyni hf. og Thorarensen Lyfjum hf. Rekstrar- hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 99 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta nam 252 milljónum króna. Líf með 78% hlut í Ilsanta í Litháen alltaf á föstudögum OLGEIR Kristjónsson stjórnarfor- maður EJS og forstjóri þess frá 1991–2002 hefur látið af störfum hjá félaginu að eigin ósk. Kemur þessi ákvörðun hans í kjöl- far skipulagsbreytinga sem gerðar voru í maí síðastliðnum, þegar hann lét af starfi forstjóra og tók við stjórnarformennsku. Við stjórnarformennsku af Olgeiri tekur Örn Andrésson, en hann hefur setið í stjórn EJS frá árinu 1991. EJS rekur upphaf sitt til ársins 1939, en lengi vel starfaði félagið undir nafni stofnandans, Einars J. Skúla- sonar. Hjá EJS starfa nú 220 manns. Olgeir Krist- jónsson hættir sem stjórnarfor- maður EJS Útgefandi Lífís trygginga er Líftryggingafélag Íslands hf. www.lifis.is F í t o n / S Í A F I 0 0 4 5 2 4 Ł Líftryggingar á yfir 100 þjónustustöðum Ráðgjöf og sala á líftryggingum frá Lífís í útibúum VÍS og Landsbankans um allt land Í næsta Landsbanka eða skrifstofu VÍS getur þú nú hitt tryggingaráðgjafa og gengið frá tryggingamálum þínum. Þér stendur til boða hefðbundin líftrygging, sjúk- dómatrygging og/eða söfnunarlíftrygging — sem sameinar reglubundinn sparnað og líftryggingu. Það er stutt í eitthvert hinna rúmlega 50 útibúa Lands- bankans eða 60 afgreiðslustaða VÍS um land allt þar sem tryggingaráðgjafi Lífís fer yfir með þér hvernig þú færir þér og þínum tryggari framtíð. Hikaðu ekki við að hafa hlutina í lagi! Nánari upplýs- ingar í síma 560 5000 eða á www.lifis.is. Tryggðu fjárhagslegt öryggi þitt og þinna nánustu. Þjónustuver sími 560 5000Þjónustuver sími 560 6000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.