Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir M IKIL uppbygging hefur átt sér stað í bryggju- hverfinu í Grafarvogin- um, einkum við Nausta- bryggju og Básbryggju og nú er svo komið, að þeir sem fengu lóðum út- hlutað á þessu svæði, eru langt komnir með sínar byggingar. Út- koman er fallegra og heillegra yfir- bragð. Þetta hverfi verður að mörgu leyti mjög sérstætt. Smábátahöfnin verð- ur snar þáttur í ásýnd hverfisins, en hún er grjótvarin og í henni er gert ráð fyrir sex flotbryggjum, en við þær eiga að rúmast allt að 200 smá- bátar. Í bryggjuhverfinu eiga að bland- ast saman margir þættir borgarlífs, þannig að það verði ekki bara svefn- hverfi, heldur verði þar fólk á ferli allan daginn en ekki bara á kvöldin. Í hverfinu verða því ekki eingöngu íbúðir heldur líka verzlanir og skrif- stofur. Bryggjuhverfið er að mörgu leyti hentugt fyrir íbúðarbyggð, því þar er gott skjól, þó að hvasst sé annars staðar. Þessu veldur staðsetningin, en hverfið er í kvos og nýtur skjóls af holtinu fyrir sunnan. Tuttugu og tvær nýjar íbúðir Einn þeirra byggingaraðila, sem haslað hafa sér völl í Bryggjuhverfi, er Þ.G. verktakar ehf. Við Nausta- bryggju 1–7 er þetta fyrirtæki að ljúka við 22 íbúða fjölbýlishús. Íbúð- irnar eru 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja af stærðinni 60,4 ferm. og upp í 178,6 ferm. Þær eru afhentar fullbúnar án gólfefna. Sérstæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð og lóð og sameign verða fullfrágengin. Þessar íbúðir eru í sölu hjá fasteignasölunni Höfða, en verð á þeim er frá 10,5 millj. kr. á minnstu íbúðinni og upp í 21,9 millj. kr. á þeirri stærstu og dýrustu. Húsið er steinsteypt með hefð- bundnu stál- og timburburðarvirki í þaki, en fjórir stigagangar eru í hús- inu og því fáar íbúðir í hverjum stigagangi. Þak og veggir hússins eru klæddir með viðhaldsléttu, lituðu báruáli. Útveggir eru einangraðir að utan með 80 mm steinullareinangr- un. Gluggar eru timburgluggar, klæddir að utan með áli en opnanleg fög eru úr áli og gler er K gler. Arkitekt hússins er Björn Ólafs, en Björn er einnig hönnuðurinn á bak við útlit og skipulag Bryggju- hverfisins. Húsið hefur þrjár burstir, en hver burst myndar í raun sjálf- stæða einingu, sem gefur húsinu sér- stætt og fallegt yfirbragð, auk þess sem húsið hefur á vissan hátt frekar yfirbragð sérbýlis en hefðbundins fjölbýlis. Húsinu er skilað fullbúnu að utan, bílastæði verða malbikuð og gang- stéttar við hús hellulagðar. Úti- tröppur og inngangar verða með snjóbræðslu og við íbúðir á jarðhæð verða hellulagðar verandir. Sameign er skilað fullfrágenginni. Að innan skilast íbúðirnar fullbún- ar án gólfefna, en innréttingar eru af vandaðri gerð frá danska fyrirtæk- inu HTH. Lögð hefur verið áherzla á að hagræða skipulagi eldhúsanna á sem beztan hátt með nútímahönnun í huga. Ragna Þórsdóttir hönnuður var fengin til þess að hafa yfirumsjón með efnisvali og útliti innan íbúð- anna, þar á meðal innréttingum, flís- um og tækjum. Hún segir, að til hlið- sjónar voru hafðar stefnur og straumar í hönnun í dag og hvernig umhverfið gæti hentað sem flestum. Leitazt var við að hafa útlit létt og aðgengilegt með þarfir ólíkra heim- ila í huga. Að sögn Ásmundar Skeggjasonar hjá Höfða er þegar búið að selja átta af íbúðunum. „Það er mikið um fyrirspurnir og greini- lega til staðar mikill áhugi á þessum íbúðum, sem þarf ekki að koma á óvart, þar sem um vandaðar og skemmtilegar íbúðir að ræða í hverfi, sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir marga,“ sagði Ásmundur. Byggir húsnæði auk alhliða verktakastarfsemi Þorvaldur Gissurarson er enginn nýgræðingur í húsbyggingum, en hann hefur rekið byggingarfyrirtæki frá árinu 1990, þegar hann stofnaði verktakafyrirtækið Akkorð sf. ásamt félaga sínum. Það fyrirtæki ráku þeir saman til ársins 1994 þegar leið- ir skildu og Þorvaldur hóf rekstur í eigin nafni. Árið 1998 var rekstrar- fyrirkomulaginu breytt í einkahluta- félag enda umfang rekstrarins orðið verulegt. Í dag skiptist rekstur fyrirtækis- ins milli verktakastarfsemi á útboðs- markaði annars vegar og sölu íbúða og atvinnuhúsnæðis hins vegar, en svipað vægi er milli þessara þátta í rekstrinum. Útboðsverk eru nú nær eingöngu unnin fyrir opinbera aðila. Fyrir Reykjavíkurborg hafa Þ.G. verktakar t.d. byggt leikskólann Sel- ás, sinnt endurbótum á Öldusels- skóla og Hólabrekkuskóla og endur- nýjað ýmis mannvirki fyrir gatnamálastjóra ásamt fleiri verk- efnum. Þ.G. verktakar hafa ennfremur sinnt margvíslegum verkefnum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur t.d. ýmis verkefni á Nesjavöllum m.a. stækk- un virkjunarinnar á árinu 2000. Stærsta einstaka verkefni fyrirtæk- isins til þessa er bygging nýrra höf- uðstöðva Orkuveitunnar við Réttar- háls í Reykjavík, en því verkefni lýkur um áramótin. Auk þess hafa Þ.G. verktakar byggt fjölda íbúða og mikið af at- vinnuhúsnæði á liðnum árum. Fram- kvæmdir standa nú yfir við liðlega 3.000 ferm. atvinnuhúsnæði við Lónsbraut í Hafnarfirði og ennfrem- ur við 35 íbúða fjölbýlishús við Andr- ésarbrunn í Grafarholti. Um þessar mundir starfa um 50 manns á vegum Þ.G. verktaka auk fjölda undirverktaka. Meðeigandi fyrirtækisins er sambýliskona Þor- valdar, Helen Neely, og sinnir hún meðal annars fjárreiðum og reikn- ingshaldi fyrir fyrirtækið. Á síðustu árum hefur fyrirtækið vaxið ört og veltan aukist jafnt og þétt og stefnir í liðlega 1.000 millj- ónir á þessu ári. Þorvaldur kveðst vera bjartsýnn á framtíðina þrátt fyrir marga óvissu- þætti í byggingariðnaði á Íslandi. Hann segir mikið ójafnvægi skapast til að mynda á íbúðamarkaði þegar lóðarúthlutanir eru háðar pólitískum ákvörðunum og það skiptist á of- framboð og lóðaskortur eins og verið hefur á liðnum árum. Einnig getur hið síbreytilega og óstöðuga efnahagsumhverfi gert mönnum í greininni erfitt fyrir og nægir þar að nefna þætti eins og vexti, gengi gjaldmiðla, afföll hús- bréfa, fasteignaverð o.s.frv. Alltaf er þó þörf fyrir mannvirkjagerð og nú til dags verða byggingarfyrirtæki að vera í stakk búin til að mæta kröfum markaðarins. „Markaðurinn knýr til að mynda á um sífellt styttri byggingartíma og aukinn framkvæmdahraða í hvers konar mannvirkjagerð,“ segir Þor- valdur. „Þetta á ekki sízt við hjá op- inberum aðilum þar sem svigrúm er oft mjög lítið innan þess tímaramma sem gefinn er fyrir hvert verk.“ Bryggjuhverfið fær heillegra yfirbragð Við Naustabryggju 1–7 eru Þ.G. verktakar ehf. að ljúka við 22 íbúða fjölbýlishús. Íbúðirnar eru 2ja, 3ja, 4ra og fimm her- bergja af stærðinni 60,4 ferm. og upp í 178,6 ferm. Þær eru afhentar fullbúnar án gólfefna. Sérstæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð og lóð og sameign verða fullfrágengin. Þessar íbúðir eru í sölu hjá fasteignasölunni Höfða, en verð á þeim er frá 10,5 millj. kr. á minnstu íbúðinni og upp í 21,9 millj. kr. á þeirri stærstu og dýrustu. Morgunblaðið/Kristinn Þorvaldur Gissurarson húsasmíðameistari og Ásmundur Skeggjason hjá fast- eignasölunni Höfða, þar sem íbúðirnar eru til sölu. Myndin er tekin fyrir framan fjölbýlishúsið Naustabryggju 1–7. Að innan skilast íbúðirnar fullbúnar án gólfefna. Innréttingar eru af vandaðri gerð frá danska fyrirtækinu HTH. Fjölbýlishúsið hefur þrjár burstir, en hver burst myndar í raun sjálfstæða einingu, sem gefur hús- inu sérstætt og fallegt yf- irbragð. Magnús Sig- urðsson kynnti sér nýjar íbúðir Þ.G. verktaka við Naustabryggju. Efnisyfirlit Ás ........................................ 5 16-17 Ásbyrgi ..................................... 5 21 Berg .............................................. 37 Bifröst ........................................... 19 Borgir ................................... 24-25 Eign.is ........................................... 13 Eignaborg .................................... 47 Eignalistinn ................................. 15 Eignamiðlun ....................... 22-23 Eignanaust ................................... 15 Eignaval .......................................... 3 Fasteign.is .................................. 48 Fasteignamarkaðurinn ............. 18 Fasteignamiðlunin .................... 20 Fasteignamiðstöðin .................... 7 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 24 Fasteignasala Íslands ................. 5 Fasteignastofan ........................... 7 Fasteignaþing ............................... 9 Fjárfesting .................................. 46 Fold ................................................ 31 Foss ................................................ 41 Frón .............................................. 45 Garður .......................................... 22 Garðatorg ...................................... 11 Gimli ................................................ 8 Heimili ......................................... 22 Híbýli ............................................ 15 Hóll ................................................. 12 Hraunhamar ........................ 38-39. Húsakaup .................................... 30 Húsavík ........................................ 43 Húsið ........................................... 27 Húsin í bænum ............................ 10 Höfði ............................................. 29 Höfði, Hafnarfirði ...................... 28 Kjöreign ....................................... 34 Laufás ........................................... 32 Lundur .................................. 44-45 Lyngvík ......................................... 10 Miðborg ........................................... 6 Remax – Þingholt .................... 33 Skeifan ............................................ 4 Smárinn ....................................... 27 Stakfell ........................................ 47 Valhöll ..................................... 14-15 101 Reykjavík ............................. 35

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.