Morgunblaðið - 10.12.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 10.12.2002, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 C 47HeimiliFasteignir Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar  564 1500 20 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Steinasel 246 fm einbýli, 4 svefnh., rúmgott eldhús með eikarinnréttingu, parket á stofu og sjónvarpsholi, flísar á baði. Bílskúr og geymsla um 80 fm. Gauksás - Hf. 205 fm raðhús tilb. til málningar að utan, fokh. að innan, 26 fm bílskúr, mikið útsýni. 2JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR Reynihvammur Ný 2ja herb. 60 fm á 1. hæð, afhent máluð að innan án inn- réttinga. V. 9,7 m. Til afh. strax. Gnoðarvogur 130 fm miðhæð í fjór- býli, nýleg innrétting í eldhúsi, þrjú rúm- góð svefnherbergi, stofa með suðursvöl- um, parket á herb. og stofu, flísalagt bað, 32 fm bílskúr. Furugrund 2ja herb. á 1. hæð, eikar- innrétting í eldhúsi, suðursvalir. V. 7,3 m. Laugavegur 125 fm 4ra herb. á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi, góðar innréttingar, þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa, suð- vestursvalir, stæði í lokuðu bílahúsi. Barmahlíð Mikið endurnýjuð miðhæð í þríbýli, eikarinnrétting í eldhúsi, 3 svefn- herb., tvær stofur, merbau-parket á herb. og stofu, 28 fm bílskúr. Dalvegur 247 fm á götuhæð sem er um 140 fm. Stórar innkeyrsludyr. Á efri hæð eru skrifstofa, kaffistofa, snyrting og geymslur. Húsnæðið er mjög vel innrétt- að með vönduðum innréttingum. Malbik- að bílaplan, laust strax. V. 27 m. Vesturvör Nýtt 308 fm iðnaðarhús- næð, stórar innkeyrsludyr, malbikuð bíla- stæði, til afh. strax. Sjá nánar fleiri eignir á netinu www.eignaborg.is/— Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá í Kópavogi EINBÝLISHÚS BRÚNAVEGUR Glæsilegt og vel stað- sett 252,6 fm einbýlishús á tveimur hæð- um ásamt 54,8 fm bílskúr. Tvær samliggj- andi stofur, fimm herb., eldhús, þrjú bað- herb., fallegur gróðurríkur garður. Frábært útsýni. Laus fljótlega. HEIÐARGERÐI Mjög fallegt 187 fm einbýlishús, hæð og ris ásamt 32,8 fm bíl- skúr. Góðar stofur, sólskáli, fallegur skjól- góður garður með verönd og heitum potti. Ný eldhúsinnrétting, fimm herb. Fallegt flísalagt bað. Húsið hefur verið mikið end- urnýjað. Verð 27,9 millj. RAUÐAGERÐI Vandað einbýlishús á tveimur hæðum m. innb. bílskúr. Skiptist í stofur, eldhús, sex herb., baðherb. og snyrtingar og þvottaherb. Tvennar svalir. Parket og flísar á gólfum. Glæsilegur garð- ur. Eignin er laus strax. ÞINGHÓLSBRAUT - KÓP. Vandað einb.hús á tveimur hæðum ásamt innb. bíl- skúr. Á efri hæð er eldhús, stofur, 4-5 herb. og bað. Svalir frá stofu. Á neðri hæð er stórt sjónvarpsherb., 2-3 herb. baðherb. þvottahús og geymslur. Hiti í stéttum. Stór, afgirt og skjólgóð verönd og garður með fallegum gróðri. Mjög vönduð eign. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 w w w . s t a k f e l l . i s RAÐHÚS/ PARHÚS HRYGGJARSEL Gott raðhús 272 fm, tvær hæðir, kjallari og 54,6 fm tvöfaldur bílskúr. Stofur og fimm herb., rúmgott eld- hús með búri, mjög gott baðherbergi. Rúmgóð gestasnyrting og þvottaherb. Aukaíbúð er í kjallaranum. Góð áhvílandi lán. Verð 24,5 millj. HÆÐIR NJÖRVASUND 4ra herb. íbúð 93 fm á 1. hæð. Skiptist í 2 samliggjandi stofur og tvö svefnherb., eldhús og bað. Bílskúr, 28 fm fylgir eigninni. Verð 14,2 millj. 3JA - 4 HERBERGJA EFSTASUND Fjögurra herbergja íbúð í risi í tvíbýlishúsi. Tvær stofur og tvö svefn- herbergi. Lítill geymsluskúr í garði. Laus fljótt. Verð 9.3 millj. 2 - 3JA HERBERGJA VESTURBERG 2ja herb. íbúð 63,6 fm á 4. h. í góðu lyftuhúsi. Stofa, svefnherb. eldhús og bað. Austursvalir. Sameiginl. þvottahús á hæðinni. Laus strax. Verð 7,9 millj. BAKKASEL Gullfalleg 2ja herb. íbúð 64,2 fm á jarðhæð með sérinngangi í rað- húsi. Nýlegar innréttingar og tæki í eldhúsi og baði. Parket og flísar á gólfum. Sérlega falleg eign. HÁALEITISBRAUT 2ja herb. íbúð 70 fm í kjallara í góðu fjölbýli með sér- inngangi. Fallegt eldhús. Rúmgóð stofa og svefnherbergi. Parket á holi og stofu. Áhv. 3,8 millj. Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölu- samningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölusamningsins með undirritun sinni. Allar breytingar á sölusamningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eftirfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind- ur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá ein- um fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar söluþóknunar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í maka- skiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fast- eignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem sel- ur eignina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé auglýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýsingakostn- aður skal síðan greiddur mán- aðarlega samkv. gjaldskrá dagblaðs. Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskattskyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölusamn- ingi er breytt í almennan sölusamn- ing þarf einnig að gera það með skrif- legum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að út- búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fast- eignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fasteignasal- ans við útvegun skjalanna. Í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 900 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók- arvottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing- lýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borg- artúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagn- ingu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðslu- seðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteigna- gjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna.  Brunabótamatsvottorð – Vott- orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vott- orðin eru ókeypis. Einnig þarf kvitt- anir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríksins og biðja um nýtt brunabóta- mat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yf- irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yf- irstandandi framkvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út- fylla sérstakt eyðublað Félags fast- eignasala í þessu skyni.  Afsal – Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkom- andi sýslumannsembætti og kostar það nú kr. 100. Afsalið er nauðsyn- legt, því að það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni.  Kaupsamningur – Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það er því aðeins nauðsynlegt í þeim til- vikum, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst.  Eignaskiptasamningur – Eigna- skiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eign- arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig af- notum af sameign og lóð er háttað.  Umboð – Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs- maður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignarinnar.  Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, umferðarréttur, viðbyggingarréttur o. fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lút- andi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yf- irleitt hjá viðkomandi fógetaembætti.  Teikningar – Leggja þarf fram samþykktar teikningar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar bygg- ingarnefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá byggingarfull- trúa. Kaupendur  Þinglýsing – Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá við- komandi sýslumannsembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn- inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þing- lýst.  Greiðslustaður kaupverðs – Al- gengast er að kaupandi greiði afborg- anir skv. kaupsamningi inn á banka- reikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði.  Greiðslur – Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Seljanda er heimilt að reikna dráttarvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur.  Lánayfirtaka – Tilkynna ber lán- veitendum um yfirtöku lána.  Lántökur– Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það getur verið tímafrekt að afla tilskil- inna gagna s. s. veðbókarvottorðs, brunabótsmats og veðleyfa.  Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undirrituð samkvæmt um- boði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingarsam- vinnufélög, þarf áritun bygging- arsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæjar/ sveitarfélags einnig á afsal fyrir þing- lýsingu þess.  Samþykki maka – Samþykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni.  Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni koma í ljós eftir afhendingu, ber að tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðr- um kosti getur kaupandi fyrirgert hugsanlegum bótarétti sakir tómlæt- is. Gjaldtaka  Þinglýsing – Þinglýsingargjald hvers þinglýsts skjals er nú 1.200 kr.  Stimpilgjald– Það greiðir kaupandi af kaupsamningum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þinglýs- ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af af- salinu. Stimpilgjald kaupsamnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón.  Skuldabréf – Stimpilgjald skulda- bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar- upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir þinglýsingar- og stimpilgjald útgef- inna skuldabréfa vegna kaupanna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum.  Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mán- aða frá útgáfudegi, fá á sig stimp- ilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyr- ir hverja byrjaða viku. Sektin fer þó aldrei yfir 50%.  Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar húseignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til brunabóta svo og við- byggingar við eldri hús, ef virðing- arverð hinnar nýju viðbyggingar nem- ur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbætur, sem hækka brunabótavirðingu um 1/5. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryf- irvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkom- andi skrifstofu. Í stöku tilfelli þarf í umsókn að gera tillögu að húshönn- uði en slíkra sérupplýsinga er þá get- ið í skipulagsskilmálum og á umsókn- areyðublöðum.  Lóðaúthlutun – Þeim sem út- hlutað er lóð, fá um það skriflega til- kynningu, úthlutunarbréf og þar er þeim gefinn kostur á að staðfesta út- hlutunina innan tilskilins tíma, sem venjulega er um 1 mánuður. Þar koma einnig fram upplýsingar um upphæðir gjalda o.fl. Skilyrði þess að lóðaút- hlutun taki gildi eru að áætluð gatna- gerðargjöld o.fl. séu greidd á réttum tíma. Við staðfestingu lóðaúthlutunar fá lóðarhafar afhent nauðsynleg gögn, svo sem mæliblað í tvíriti, svo og hæðarblað í tvíriti og skal annað þeirra fylgja leyfisumsókn til bygg- ingarnefndar, auk frekari gagna ef því er að skipta.  Gjöld – Gatnagerðargjöld eru mis- munandi eftir bæjar- og sveit- arfélögum. Upplýsingar um gatna- gerðargjöld í Reykjavík má fá hjá borgarverkfræðingi en annars staðar hjá byggingarfulltrúa. Að auki koma til heimæðargjöld. Þessi gjöld ber að greiða þannig: 1/10 innan mánaðar frá úthlutun, síðan 30% sex mánuðum eftir úthlutun, 30% tólf mánuðum eftir úthlutun og loks 30% átján mánuðum eftir úthlutun.  Framkvæmdir – Áður en unnt er að hefjast handa um framkvæmdir þarf framkvæmdaleyfi. Í því felst byggingaleyfi og til að fá það þurfa bygginganefndarteikningar að vera samþykktar og stimplaðar og eft- irstöðvar gatnagerðargjalds og önnur gjöld að vera greidd. Einnig þarf að liggja fyrir bréf um lóð- arafhendingu, sem kemur þegar byggingarleyfi er fengið og nauðsyn- legum framkvæmdum sveitarfélags er lokið, svo sem gatna- og holræsa- framkvæmdum. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir stað- setningarmæling bygginga á lóð en þá þarf einnig byggingarleyfi að liggja fyrir, lóðarafhending að hafa farið fram og meistarar að hafa skrifað upp á teikningar hjá byggingarfull- trúa. Fylla þarf út umsókn um vinnu- heimtaugarleyfi til rafmagnsveitu og með þeirri umsókn þarf að fylgja byggingarleyfi, afstöðumynd sem fylgir byggingarnefndarteikningu og umsókn um raforku með undirskrift rafverktaka og húsbyggjanda. Umsækjanda er tilkynnt hvort hann uppfyllir skilyrði rafmagnsveitu og staðfestir þá leyfið með því að greiða heimtaugargjald. Fljótlega þarf að leggja fram sökklateikningar hjá byggingarfulltrúa og fá þær stimpl- aðar en að því búnu geta fram- kvæmdir við sökkla hafist. Þá þarf út- tektir á ýmsum stigum framkvæmda og sjá meistarar um að fá bygginga- fulltrúa til að framkvæma þær. Minnisblað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.