Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á MEÐAN barnamessa stóð yfir á Dóm- kirkjuloftinu var mikið um dýrðir niðri, því frumfluttur var sálmur af Skagfirsku söng- sveitinni. Ljóðið er eftir séra Hjálmar Jóns- son dómkirkjuprest og lagið eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. „Við Björgvin höfum þekkst lengi og þegar hann hóf að semja sálma, fór ég að móta sálmana sjálfa, ljóð- in, við lögin. Þannig verður bragarhátt- urinn að taka mið af laginu. Mér líkar þetta vel. Við byrjuðum á dýrðarsöng og síðan sömdum við miskunnarbæn, sem safn- aðargestir fengu að heyra á sunnudaginn var,“ segir séra Hjálmar. Flutningurinn var tilkomumikill, enda ekki á hverjum degi sem 65 manna kór með skagfirskum rödd- um syngur í almennri messu. Og miskunn- arbænin er svohljóðandi: Leita ég Drottinn líknar þinnar lækna undir sálar minnar. Vertu Kristur vinur bestur, veg mér greiddu kærleikans. Þú sem náðar, þú sem gefur, þjáðum auðsýnt miskunn hefur láttu heiminn lækning finna lausn á vanda sérhvers manns. Drottinn miskunna þú oss, Drottinn minn af miskunn þinni mættu heimsins ógn og þraut. Séra Hjálmar segist ánægður með við- tökurnar hjá söfnuðinum við því að hafa barnamessuna á Dómkirkjuloftinu á messutíma á sunnudögum. „Það hafa ver- ið að mæta 40 til 50 manns í barnastund- ina,“ segir hann. „Það ánægjulega hefur verið að þetta virðist hrein viðbót og æ fleiri eru því að sækja messu.“ Þá segir hann ánægjulegt að börnin komist í snertingu við sögu lands og þjóð- ar á Dómkirkjuloftinu, því þar hafi Þjóð- minjasafnið verið stofnað, sem og Lands- bókasafnið og Þjóðskjalasafnið. Þá hafi Hið íslenska bókmenntafélag verið þar til húsa í marga áratugi. „Kirkjugestir hafa líka almennt tekið þessu vel. Stundum heyrist léttur kliður af loftinu í fjörugum söngvum og mér þykir gott að sjá bros á andlitum fólksins á þeim stundum. Kirkjuloftið er mikið notað alla jafna. Það er notað undir æfingar þriggja kóra, stundum kaffi eftir messu, fundahöld og á miðvikudögum eru hér alltaf í kring- um 40 manns í léttum hádegisverði, þar sem byrjað er á bæn.“ En það mikilvægasta að sögn Hjálmars er að kirkjan er vettvangur fólks á öllum aldri. „Þar eru stundum alvörustundir á dögum sorgar og saknaðar og stundum glaðir hlátrar í góðum félagsskap, sem kemur saman vegna fagnaðareindisins.“ Skagfirska söngsveitin frumflutti sálm í messu í Dómkirkjunni fyrir skemmstu. Textinn er eftir séra Hjálmar Jónsson og lagið eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Frumflutningur á miskunnarbæn „ÉG ER frekar nýorðin mamma og langaði að fara með litluna mína í barnastarfið,“ segir María Ellingsen leikkona. „Ég hafði lengi tautað yfir því að kirkjan væri óaðgengileg og af- skiptalaus, en í samtali við Karl Sig- urbjörnsson biskup, benti hann mér hlýlega á að kirkjan væru jú fólkið sem sækti hana. Þá ákvað ég að hætta öllu tauti og leggja mitt af mörkum.“ María ákvað að sækja Dómkirkjuna, sem er í hennar sókn og kirkjan sem hún tengir alltaf við, því langafi hennar, Haraldur Níelsson, var prestur þar á sínum tíma. Fjölskyldan fékk hlýjar móttökur og tók María að sér að stjórna brúðuleikhúsinu í barnastarf- inu. Bangsi litli höfðar til barnanna Það hefur verið gefandi tími að taka þátt í þessu skemmtilega samfélagi. „Ekki er nóg með að maður sé að koma með barnið sitt, heldur rifjast upp lögin sem voru sungin fyrir mann í æsku og bænirnar sem farið var með. Það er dýrmætt að fá að fylgja Láru litlu í gegnum þessi litlu skref og stíga þau sjálfur upp á nýtt.“ Af brúðunum er það Bangsi litli sem höfðar mest til barnanna, þótt stund- um komi fleiri brúður í heimsókn. „Ástæðan er sú að flest börnin eru á leikskólaaldri, þó hingað komi líka eldri og yngri börn. Og Bangsi litli er að velta því fyrir sér af hverju Guð svarar ekki þegar maður talar við hann og hvernig hann geti alltaf verið hjá öllum og séð allt.“ Það fer ekki á milli mála að börnin á Dómkirkjuloftinu hlusta af athygli á og stemmningin er sérstök á þessu gamla kirkjulofti. Eftir barnastundina gefst líka tími til að teikna, spjalla, drekka djús og borða gulrætur og epli.“ Að lokum segist María að aðstand- endur barnamessunnar á kirkjuloftingu vonist til þess að þar geti börn og for- eldrar átt nærandi samveru og tekið fyrstu skrefin í trúarlífinu saman, lært að biðja, talað við Guð, hlustað á Guð og eignast hann að vini. „Og að hér skapist samfélag sem er gefandi og myndar öryggisnet fyrir fjölskyldurnar í lífsins ólgusjó.“ hvert orð sem bangsi segir, t.d. þegar hann segir Guð vera langt uppi í himn- inum og ósýnilegan. Samt finni maður fyrir honum. Og Bangsi spyr krakkana: „Vitiði með hverju?“ „Með hjartanu,“ svarar ein stúlkan alveg viss í sinni sök. Öryggisnet í lífsins ólgusjó „Við reynum að hafa þetta einfalt, enda finnum við að börnin tengja best við sönginn og litlar bænir, eins og: Takk, góði Guð, fyrir að passa okkur,“ segir María. „Þau fá mikið út úr þessu Af hverju svarar Guð ekki þegar talað er við hann? „HEYRIÐ þið þegar Jesú talar við ykkur?“ spyr Hans Guðberg Alfreðsson, æskulýðs- fulltrúi í barnastund á Dómkirkjuloftinu. „Ég hef gert það,“ segir einn drengurinn ákafur. Og blaðamaður sperrir eyrun. „Nú, og hvað sagði hann?“ spyr Hans. „Ég man það ekki,“ svarar drengurinn og yppir öxl- um. Á hverjum sunnudegi er barnastund á Dómkirkjuloftinu undir handleiðslu Hans og Maríu Ellingsen leikkonu. Öll fjölskyldan byrjar niðri í messunni, en eftir fyrstu fimm mínúturnar trítla börnin upp á loft, oft með öðru foreldranna, og hlýða á messu sem höfðar meira til þeirra. „Við berum upp ljósið,“ segir Hans, en ljósberarnir eru þær Valbjörg og Iðunn, sem eru boðnar og búnar að hjálpa til. „Þar eigum við saman stund, byrjum á því að signa okkur og fara með bæn. Svo er sung- ið, enda er mikil áhersla lögð á sönginn. Sagðar eru sögur og við fáum heimsóknir frá bangsa litla og brúðunum Sollu og Kalla. Við heyrum sögur af börnum í öðrum löndum og auðvitað Biblíusögur. Við endum alltaf á bæn og á sálminum „Í bljúgri bæn“.“ Það sama var uppi á teningnum á sunnu- daginn var. Áður en beðist var fyrir spurði Hans eina stúlkuna: „Talar þú við Guð?“ Hún svaraði: „Já.“ Spurð hvað hún segði eiginlega við hann, þá þagði hún. Þangað til Hans sagði: „Segirðu: Vaktu yfir mér.“ Stúlkan svaraði: “Nei,“ og bætti við í fyllstu einlægni að hún segði: „Hjálpaðu mér.“ Að sögn Hans velta börn á þessum aldri helst fyrir sér lífinu og tilverunni. „Þau eru mikið að spá í hvernig Guð er og hvar hann sé.“ – Það er auðvitað einfalt að svara því, skýtur blaðamaður inn í. „Já,“ segir Hans og hlær innilega. „Það er enginn efi í þeim, þau velta því bara fyrir sér hvar hann sé. Mörg eru með það alveg á hreinu – að Guð sé alls staðar.“ Þannig ganga samræðurnar fyrir sig, stórt er spurt og hlýtur stundum að vera erfitt að finna svör. „Þetta eru svo einlægar og góðar spurningar hjá börnunum og hitta yfirleitt beint í mark,“ segir Hans. „Þannig að maður þarf bara að vanda sig og vera einlægur. Þau taka þetta mjög alvarlega og sýna því virðingu sem við erum að gera. Eftir þessar stundir er alltaf eitthvað sem situr í manni og alltaf jákvætt og gott.“ Notalegar samverustundir Eftir barnamessuna sest fjölskyldan jafn- an saman. Börnin lita og fá mynd í bæk- urnar sínar. Boðið er upp á kaffi og djús og oftast grænmeti og ídýfur, en þegar blaða- mann bar að garði var boðið upp á snakk. „Stefnan er sú að hafa þetta á léttari nót- unum og er fólk ánægt með það,“ segir Hans. „Við reynum að hafa stundina skemmtilega og búa til notalegar sam- verustundir fyrir fjölskylduna. Ætli þetta verði ekki að teljast vísir að kirkjukaffi.“ Hans Guðberg er guðfræðingur og segir spennandi að vinna á þessum vettvangi, enda hafi tekist frábært samstarf við Vest- urbæjarskóla, leikskólana í sókninni og frí- stundaheimilið Skýjaborgir í Vesturbæj- arskóla. „Ég sé um barna- og unglingastarf í Dómkirkjunni, þ.m.t. barnastundir á kirkjuloftinu, fer í heimsóknir í leikskóla í sókninni, er með kirkjustarf í Vesturbæj- arskóla fyrir sex til níu ára bekk, er með níu til 12 ára starf í Dómkirkjunni og ung- lingaklúbbinn Nedó, sem er samstarf Nes- kirkju og Dómkirkjunnar, fyrir krakka á aldrinum 13 til 16 ára.“ Það eru einmitt fimm krakkar úr Nedó sem aðstoða í barnamessunni eða þau Diljá, Vala, Snorri, Melkorka og Jónas, sem spilar allajafna á gítar, þótt hann hafi forfallast sunnudaginn sem blaðamann ber að garði, svo Hans spilar sjálfur á gítarinn. „Það er betra fyrir mig að annar sjái um gítarinn, því maður hefur í mörg horn að líta,“ segir hann. Yfirskrift barnastarfsins í þjóðkirkjunni er „Réttum hjálparhönd“. „Við erum að benda börnunum á að við höfum eitthvað að gefa,“ segir Hans. „Við fræðumst um börn í öðrum löndum, t.d. ætlar Þorsteinn J. að sýna þeim myndir á sunnudag [í dag] af börnum í Afríku. Þá ræðum við um hjálp- arstarf og vináttuna. Við komum inn á svo margt sem lýtur að því góða og fallega í líf- inu. Það er barnastarf í öllum kirkjum og hefur það óskaplega mikla þýðingu. Ég er ánægður með það góða samfélag sem mynd- ast hefur á kirkjuloftinu og finn að foreldr- arnir eru mjög áhugasamir.“ Barnastund á Dómkirkjuloftinu Messa á léttari nótunum Besta leiðin til að ná til barnanna er í gegnum sönginn, að sögn Maríu. Eftir barnamessu er komið að því að lita. Það er nægur efniviður í vangaveltur í barna- messu. „Jesús er besti vinur barnanna“ var sungið með táknmáli. María og Hans í miðju lagi með börnunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.