Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 B 15
segja að mér fannst óskaplega erfitt
fyrir okkur í Alþýðubandalaginu að
vinna í meirihlutanum með flokki eins
og Framsóknarflokknum sem skipti
um skoðun eftir því hver hringdi í þá.“
Varstu sjálf góður pólitíkus?
„Njaei, ég held ég hafi nú ekki verið
það. Kannski ekki síst vegna þess að ég
tók ekki þátt í fyrirgreiðslupólitík. Á
Íslandi merkir það að vera vondur póli-
tíkus.“
Fékkstu komið einhverju til leiðar
sem bætti bæjarfélagið?
„Jájá, heilmiklu. Umhverfismálin
snerust við í Mosfellsbæ í okkar tíð.
Þetta var svo mikil subbusveit lengi,
með opnum malargryfjum og óstöðv-
andi ofbeit og lítt aðlaðandi umhverfi
fyrir útivistarfólk; því breyttum við.“
Sitt er hvað, centrum og mið …
Í Stellu í framboði fá stjórnmálin
nokkuð hraklega útreið; málefnafá-
tæktin mikil og mannahallærið líka, og
flokkarnir sem helst keppa sín í milli
bera sem næst sama vörumerkið,
Centrumlistinn og Miðflokkurinn, og
eru þá væntanlega sama varan. Er
þessi skrípaleikur í þínum huga blá-
kaldur raunveruleikinn?
„Fyrst og fremst er þetta auðvitað
skemmtimynd fyrir Íslendinga. En að
vissu leyti er raunveruleikinn svona, já.
Það má ekki taka á neinum stórmálum
því þá óttast flokkarnir að missa fylgi.
Yfirleitt er ekki neitt á dagskrá sem
skiptir máli. Í atkvæðaleitinni eru allir
að reyna að vera sem næst miðju og því
eru stefnuskrár vinstri-, hægri- og
miðjumanna ósköp svipaðar í það heila
tekið.“
Er þinni stjórnmálaþátttöku lokið?
„Neinei, það verður aldrei. En mér
finnst stjórnmálin, sérstaklega í svona
litlum samfélögum, of oft vinna gegn
hagsmunum fólks. Þegar fólk leitar til
stjórnvalda með sín mál, t.d. bara að fá
að byggja bílskúr, þá er byrjað að vera
með kjaft og óalmennilegheit; fólkið er
sett í eins erfiða aðstöðu og lög og regl-
ur leyfa í stað þess að reyna að gera því
allt eins auðvelt og unnt er. Ekki síst
ræðst þessi afstaða í gamalgrónu emb-
ættismannakerfi sem ekki haggast ár-
um og áratugum saman, burtséð frá
öllum pólitískum meirihlutum. Við er-
um orðin ennþá verri kerfiskarlar en
Svíar voru hvað þekktastir fyrir.“
Pólitískur húmor og krúttkynslóðin
Það hlýtur þá að vera nauðsynlegt
fyrir stjórnmálamann að hafa húmor?
„Þú verður að hafa það og líka
væntumþykju til fólks, sem er að
reyna að koma undir sig fótunum í lífi
og atvinnu, og aðstoða það til þess en
ekki bregða fæti fyrir það. Vinur minn,
sem býr útí Frakklandi en rekur mark-
að upp í Mosfellsdal yfir sumartímann
og ræktar þar salat og kál, sem er mjög
vinsæl og skemmtileg starfsemi, fær
ekki að halda henni áfram nema hann
setji upp eldhús og sturtu og grænmet-
ið sem kemur beint upp úr jörðinni
þarf að fara niður á Keldur í rannsókn.
Svona er þetta samfélag orðið gelt og
mannfjandsamlegt.“
Hvernig finnst þér húmor íslenskra
stjórnmálamanna?
„Góður, svona yfirleitt. Mér finnst
þeir helvíti fyndnir Guðni Ágústsson,
Steingrímur J. Sigfússon, Davíð Odds-
son og Össur Skarphéðinsson svo ég
taki dæmi. Þeir hafa allir góðan húmor
en taka allt of alvarlega þessar reglur
og lög sem þeir fá send frá Brüssel.“
Síðustu árin hefur rutt sér til rúms
ný tegund af húmor á Íslandi með fólki
eins og Jóni Gnarr, Tvíhöfða, Fóst-
bræðrum, Radíusbræðrum. Hvernig
slær hann þig?
„Vel, mjög vel. Samt finnst mér
hann eldast illa. Hann er eintóna. Þetta
er húmor krúttkynslóðarinnar.“
Hvað meinarðu með krúttkynslóð-
inni?
„Krúttkynslóðin er þessi sem núna
er kringum þrítugt. Björk krútt og all-
ar krúttlegu hljómsveitirnar með húf-
urnar niðrí augum. Krúttkynslóðin tal-
ar eins og börn og finnst ofsalega
gaman bara eitthvað.“
Gúmmískóahúmorinn rótgróni
Stendur þá þinn húmor nær
Spaugstofuhúmornum, Kaffibrúsa-
körlunum, Halla og Ladda?
„Já, ég held það. Hann er meira
gamaldags. Svona rótgróinn gúmmí-
skóahúmor.“
Í Stellu í framboði sameinar þú full-
trúa beggja þessara hópa eða kynslóða
í leikhópnum – Eddu Björgvinsdóttur,
Ladda, Gísla Rúnar Jónsson, Júlíus
Brjánsson, Sigurð Sigurjónsson, Örn
Árnason, Randver Þorláksson, Ólafíu
Hrönn Jónsdóttur, Helgu Brögu Jóns-
dóttur, Þorstein Guðmundsson, Egg-
ert Þorleifsson, Stefán Karl Stefáns-
son, Stein Ármann Magnússon, svo
einhver nöfn séu nefnd, auk Margrétar
Danadrottningar?
„Já, það eru allir þarna. Þetta eru
allt svo fínir leikarar og mjög margir
ungir sem eru góðir í gríninu. Það var
ekki auðvelt að ná öllum þessum hópi
inn, skipulagslega, en allir voru til í
djókið.“
Og tökurnar í sumar gengu vel?
„Já. Utan leikhópsins var Stella í
framboði frumraun mjög margra, eins
og tökumannsins (Hálfdán Theodórs-
son), búningakonunnar (Rebekka Ingi-
mundardóttir), leikmyndamannsins
(Þorkell Harðarson), hljóðmannsins
(Pétur Einarsson), tónskáldsins
(Ragnhildur Gísladóttir), svo ég taki
dæmi, þótt þau hafi öll unnið lengi í
öðrum störfum í bransanum. Það var
mjög spennandi að vinna með þeim því
þau voru svo jákvæð og viljug til
vinnu.“
Þú hefur annars vegar einbeitt þér
að gamanmyndum (Stella í orlofi,
Karlakórinn Hekla, Stella í framboði)
og hins vegar að dramatískum mynd-
um eftir sögum föður þíns, Halldórs
Laxness (Kristnihald undir Jökli,
Ungfrúin góða og Húsið). Hvort höfðar
meira til þín?
„Ég geri ekki upp á milli. Hins vegar
er erfitt að reka kvikmyndafyrirtæki á
Íslandi sem einbeitir sér einungis að al-
varlegum, dramatískum myndum, því
þær kosta yfirleitt miklu meira. Þá
koma gamanmyndirnar til að borga
upp skuldaslóðann eftir alvarlegu
myndina. Í rauninni er þetta að öðru
leyti sama vinnan, nema að sá sem
stýrir gamanmynd verður að vera í
góðu skapi frá morgni til kvölds.“
Af hvaða mynd ertu sjálf stoltust?
„Mér þykir jafnvænt um þær all-
ar…“
Stormarnir í kvikmyndaheiminum
Það hafa leikið stormar um íslenska
kvikmyndagerð undanfarna mánuði,
ekki síst um Kvikmyndasjóð Íslands,
sem um áramótin verður lagður niður
og úr verður Kvikmyndamiðstöð Ís-
lands. Meðal annars varð úthlutun til
Stellu í framboði umdeild. Hvað finnst
þér um þessar sviptingar allar?
„Þetta var nú allt einskær pólitík. Í
forystu fyrir svona stofnun verður að
vera einhver sem veit eitthvað um
kvikmyndir og fjármögnun þeirra.
Þarna er heilmiklum peningum úthlut-
að, sem koma reyndar aftur að tölu-
verðu leyti til ríkisins, og það óhollasta
sem til er ef einhverjir vinargreiðar
eiga að ráða ferðinni. Mér fannst mjög
illa farið með Þorfinn Ómarsson. Og ég
vona bara að ekki verði settur í hans
stað einhver kvikmyndagerðarmaður
sem enginn nennir lengur að horfa á
myndir eftir. Ég vona að þeir, sem
ráða, fatti að í svona starf þarf mann
sem veit hvað markaðurinn er að
hugsa, veit hvernig á að fjármagna
myndir, talar öll helstu tungumál sem
notuð eru hér í kringum okkur, er vak-
andi og flottur og ópólitískur. Þessum
kröfum fullnægir hann Þorfinnur. Ég
veit að kvikmyndagerðarmenn á hin-
um Norðurlöndunum t.d. öfunda okkur
af honum. Hann hefur staðið sig betur
en nokkur annar forstöðumaður Kvik-
myndasjóðs og íslenskir kvikmynda-
gerðarmenn eru ákaflega ánægðir með
hann og ég skil ekki afhverju er ráðist
á hann og honum vikið úr starfi af því
hann gleymdi einhverjum nótum í
rassvasanum. Og þetta mál er enn
ófrágengið. Ég hef hvergi séð afsök-
unarbeiðni honum til handa. Þetta er
voðalega lamandi fyrir okkar litla kvik-
myndaiðnað. Við rífumst oft innbyrðis
en stöndum saman sem einn maður að
baki Þorfinni. Ef Vilhjálmur Egilsson
hefur einhvern betri til að veita for-
stöðu hvort heldur er Kvikmyndasjóði
Íslands eða Kvikmyndamiðstöð Ís-
lands væri fróðlegt að vita hver sá er.“
Íslenskar myndir á „broken English“?
Heldurðu að breytingin yfir í Kvik-
myndamiðstöðina verði til góðs?
„Ég hef séð drögin að þessari nýju
reglugerð og mér sýnist ýmsu þurfa að
bæta við hana. Við erum eina landið
sem finnst sjálfsagt að útlendingar
borgi fyrir okkar kvikmyndamenn-
ingu. En við verðum að búa þannig um
hnútana að við getum treyst á okkar
smekk og hvað við viljum gera en ekki
hvað útlendingar vilja fjármagna. Ég
hefði t.d. getað fengið mun meira fé í
Ungfrúna góðu og Húsið ef ég hefði
gert hana á ensku, en ég vildi það ekki.
Við megum ekki reikna með því að út-
lendingar borgi myndirnar okkar uppí
70%. Hvers konar myndir koma út úr
þeirri kvörn til lengdar? Ekki íslenskar
myndir, svo mikið er víst. Og stefnan
er sú að ýta kvikmyndagerðarmönnum
okkar í þessa átt. Viljum við að Rúrík
og Bessi og Laddi tali einhverja „brok-
en English“ í myndunum okkar? Ég
held ekki.“
Er Stella í framboði þá algjörlega
fjármögnuð á Íslandi?
„Já, og það gekk tiltölulega vel. Við
töluðum við fjárfestingarfyrirtæki sem
fann aðila sem vildi setja pening í hana,
og svo fengum við þennan umdeilda
styrk frá Kvikmyndasjóði. Samtals
kostar myndin í kringum hundrað
milljónir. Ég er mjög ánægð með að
þetta tókst svona, en býst við að erf-
iðara yrði að fjármagna dramatíska
mynd með sama hætti.“
Og hvað svo? Stella III?
„Ekkert endilega. Ég þarf að hugsa
minn gang. Það er ekki einfalt að
hugsa um framtíð sína sem kvik-
myndaleikstjóri á Íslandi. Ég býst við
að þurfa að vinna meira fyrir aðra og
vil gera fleiri heimildarmyndir. En
auðvitað er ég líka með hugmyndir að
leiknum bíómyndum, um eitthvað sem
mig langar til að gera upp í lífinu. Þar
sækja hippaárin að mér núna.“
Salomon Gustavsson, skipulagsfræðingur hjá Framkomu.is, rís upp við dogg
eftir erfiða nótt: Þórhallur Sigurðsson í hlutverki sínu.
Útivistarparadís Antons Skúlasonar flugstjóra: Verður að útibrennu.
Táp og fjör: Lionsklúbburinn Kiddi á ferð.
Stella í framboði: Skvísa úr sjónvarpinu á allan séns.
Stellu?
Manst’ ekki eftir mér? Salomon syngur á leiðinni í „risaverkefnið“.