Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 19

Morgunblaðið - 15.12.2002, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 B 19 ÞAÐ er töluvert um vín frá Bordeaux á sér-listanum, mörg þessara vína eru ekkertsérstök, sum eru alveg ágæt og nokkureru virkilega góð. Góð Bordeaux-vín eru ekki ódýr en þau standa vel undir verði. Best er að kaupa vín frá traustu víngerðarhúsi og góðum ár- gangi. Flestir þeir árgangar sem nú eru í umferð eru ágætir og í raun eru einu árgangarnir sem þið ættuð að varast frá síðasta áratug árin 1991 og 1992 en þá voru aðstæður í Bordeaux ekki upp á marga fiska. Auðvitað voru framleidd góð vín inni á milli en flest voru þau fremur þunn. Sömuleiðis var árið 1994 ekkert sérstakt. Öll árin þar á eftir hafa hins vegar verið góð. Chateau les Ormes de Pez (2.790 kr.) er vín frá nyrsta bænum í Médoc, St. Estephe sem klikkar aldrei. Nú er árgang- urinn 1997 í sölu, sem var ágætur í Médoc, ekki árgangur til að geyma lengi, þetta vín er fínt til neyslu núna eða næstu fimm árin eða svo. Kaffi, tóbak og sedrusviður í nefi, þægilegur ilmur, vínið þægilegt og allt að því tilbúið. Frá Pessac- Léognan, suður af Bordeaux, kemur vínið Chat- eau Larrivet-Haut-Brion (3.580 kr.). Þetta er eitt af fáum góðum vínum sem hægt er að fá frá hinum afskaplega góða árgangi 1996. Appelsínubörkur og kaffi, ávöxtur farinn að þorna aðeins í munni. Þarf varla að geyma mikið lengur. Ástralir framleiða mörg góð vín, mjög frá- brugðin þeim evrópsku enda veðurfar jafnt sem víngerðarmenning gjörólík. Áströlunum tekst ekki hvað síst vel upp með frönsku þrúgurnar Shiraz (Syrah) og Cabernet Sauvignon þegar rauðvín eru annars vegar. Meðal mjög góðra Shiraz-vína sem í boði eru má nefna Orlando-Wyndham Bin 555 (1.490 kr.). Sæt eik og hindberjasulta, súkkulaði, mikið vín. Frá Penfold’s kemur Kalimna Bin 28 Shiraz 1998 (2.330 kr.). Þykk amerísk eik tekur á móti, mjúk berjaangan, vínið enn ungt og tannískt en mýkist um leið og það er drukkið með mat. Fínt nú en mun batna enn frekar á 2–3 árum. Peter Leh- mann, baróninn frá Barossa, framleiðir magnaðan Shiraz sem heitir Stonewell og er 1995 árgang- urinn nú í sölu (3.490 kr.). Dökkt, vanillusykur og berjasulta, feitt og gífurlega stórt og bragðmikið í munni. Lehmann framleiðir einnig undursamlegt vín sem heitir Mentor (3.090 kr.) og er framleitt úr þrúgunum Cabernet Sauvignon, Merlot, Mal- bec og Shiraz. Það er mjúkt, heitt og bragðmikið og Cabernet og Shiraz-þrúgurnar renna þarna saman á stórkostlegan hátt. Algjört konfekt. Ef menn kjósa hreinræktaða Bordeaux-blöndu er Lindeman’s vínið Pyrus (2.970 kr) góður kostur. Plómusulta, mikil vanilla, stórt og mikið vín með mikilli fágun. Og ef það er hreinn Cabernet sem heillar gerast þau áströlsku ekki mikið betri en Wynn’s John Riddoch (4.890 kr.). Annar stórkostlegur Cabernet Sauvignon er hið kaliforníska Joseph Phelps 1998 (4.640 kr.) frá Napa-dalnum. Fyrir þá sem eru til í ævintýri er Chateau Mus- ar 1995 (2.690 kr.) frá Beeka-dalnum í Líbanon spennandi kostur. Þetta er vín sem fyrir löngu er búið að vinna sér tryggan sess áhangenda í vín- heiminum. Farið að sýna þroska í lit, olía, sultaður sætur rabarbari í nefi í bland við fjósalykt, svolítið villt, stórt og flott. Í raun vín sem á sér engan sinn líka. Vín sem maður annaðhvort elskar eða hatar, það er ekki hægt að vera hlutlaus. Ódýrari og minni útgáfa frá Serge Hochar er Hochar 1998 (1.690 kr.). Krydd og hesthús, sýnir töluverðan þroska í lit og bragði, sýrumikið og feitt. Ekki síð- ur forvitnilegt vín. Musar hefur stundum verði líkt við vínin frá Rón þótt ég sé því ekki alveg sammála. Þau standa þó alltaf fyrir sínu. Toppframleiðandi sem er „nýr á lista“ er Louis Bernard. Vínið Chateau- neuf du Pape 1999 (2.620 kr.) er góður kostur. Ilmur þungur og djúpur, kryddaður ávöxtur undir niðri, sviðinn eik, tannín og öflugur ávöxtur í munni, skemmtilega stórt og mikið. Lakkrís áber- andi, sólþurrkuð ber í lokin. Enn betra er Hermi- tage 1998 (3.870 kr.) Leður og fjós, kirsuber og krydd, virkilega opið og aðgengilegt í nefi, sem munni, tannínin ekki of gróf. Hvað hvítvín varðar eru einnig nokkrir mjög góðir kostir á sérlistanum. Elsass hefur lengi ver- ið í uppáhaldi og nýjung á árinu eru stórvínin frá Domaine Weinbach. Til dæmis Riesling Grand Cru Schlossberg Cuvée Ste Catherine 1999 (3.400 kr.) Mikill sætur og framandi ávöxtur, fágað og fínlegt í munni, þurrt, með löngu steinefnakenndu bragði. Gewurztraminer Cuvée Laurence 2000 (3.750 kr.) er annað dúndur hvítvín, sætur blóma og kryddilmur, mildur og fágaður. Þurrt og sætt í senn, með löngu arómatísku bragði, blóm og ilm- jurtir í fyrirúmi. Gengur með nánast öllu, þetta vín er svo gott. Morgunblaðið/Árni Torfason Vín á sérlista. Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Vín vikunnar matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, at- hugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengd- ar efninu eða þá óskir um að eitt- hvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is.  LÍTIL kökumót úr áli eru notuð undir flotkerti og sett við hvert glas, einnig má þeim raða eftir endilöngu borðinu og fá þannig röð af ljósum, notið hug- myndaflugið. Ofan á vatninu fljóta einnig granateplafræ og greninálar. Grenigreinum og rauðri rós hefur verið snúið utan um hnífapörin með vír (sætt ef á endum hans eru litlar gylltar eða rauðar kúlur). Lítill gullmálaður gifsengill hangir utan á glasi hvers og eins. Auðvelt er að búa sér til litla gifsmuni með þar til- gerðum mótum sem fást í fönd- urverslunum og mála svo t.d. gyllta. Festið einn enda snúru í gifsmótið þegar engillinn er steyptur, þannig má fest hinn endann við það sem verkast vill til skrauts. Hugmynd að borð- skreytingu um jólin Sálmar í gleði! Geisladiskur með 27 lofgjörðarsálmum úr Sálmabókinni í flutningi Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Lofsyngið Drottni Dýrlegi Jesús Víst ertu Jesús, kóngur klár Lofið vorn Drottin Þú, mikli Guð Guð faðir, himnum hærri Sé Drottni lof og dýrð Mikli Drottinn Ég á mér hirði Ég veit um himins björtu borg Nú gjaldi Guði þökk Stjörnur og sól Syngið Drottni sól og máni Nú skrúða grænum Leið mig, Guð Lofa, sál mín, lofa Drottin Lof sé þér, Guð Upp, skapað allt Dag í senn Þú ert Guð sem gefur lífið Ó, Guð, ég veit hvað ég vil Fögur er foldin Englar hæstir Ó, ást, sem faðmar allt! Þér lof vil ég ljóða Drottinn, ó, Drottinn vor Son Guðs ertu með sanniLaugavegi 31, sími: 552 1090 Sálmar í gleði fást í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, stórmörkuðum og í öllum helstu hljómplötuverslunum um allt land Í P O K A H O R N IN U

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.