Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 B 21 ferðalög Rússland Tvær ferðir á næsta ári Ferðaskrifstofan Bjarmaland skipuleggur tvær ferðir til Rúss- lands næsta sumar. Flogið verður til Moskvu og höfuðborg landsins skoðuð. Þaðan verður farið með járnbrautarlest til St. Pétursborgar þar sem mönnum gefst kostur á að kynnast borginni við Finnskaflóa. Ferðirnar verða tveggja vikna lang- ar og í fréttatilkynningu frá Bjarmalandi kemur fram að lögð sé áhersla á sögu Rússaveldis, auk menningar og lista. Aðalfararstjóri er Haukur Hauks- son sem í mörg ár hefur dvalið í Rússlandi og nágrannalöndum, og er því flestum hnútum kunnugur þar um slóðir. Rússland er fornt menningarríki, frægt fyrir ballett og tónlist, bókmenntir og kirkjulist. Margt er þar að skoða: vetrarhöll keisaranna – sem nú hýsir Hermi- tage-listasafnið, Péturs- og Páls- virkið þar sem keisararnir eru grafnir, Kreml, Rauða torgið, graf- hýsi Lenins, Novodevitsi (meyjar-) klaustrið og prúttmarkaðinn Izmai- lovo. Siglt verður eftir Moskvuánni og Ostankino-sjónvarpsturninn sem er 540 m á hæð skoðaður. Far- ið verður í sveitaferð til klaust- urborgarinnar þekktu Sergeiev Posad sem áður hér Zagorsk.  Nánari upplýsingar eru á www.austur.com eða hjá að- alfararstjóra Hauki Haukssyni í síma: 848 44 29 Sendið fyr- irspurnir á: bjarmaland@strik.is ÞÝSKALAND hefur um árin dreg- ið til sín ferðamenn og af samtals skráðum 327 milljón gistinóttum árið 2001, eiga Þjóðverjar sjálfir 289 og útlendingar 38. Af erlendum ferðamönnum í Þýskalandi, eru Hollendingar jafnan fjölmennastir, en þeir voru skráðir fyrir 5,5 millj- ónum gistinátta í fyrra. Í öðru sæti eru Bandaríkjamenn og í því þriðja eru Bretar. Norðurlandabúar voru í fyrra skráðir fyrir um 3,5 millj- ónum gistinótta, þar af notuðu Ís- lendingar rúmlega 47 þúsund gisti- nætur. Árið 1990 voru Íslendingar skráðir fyrir 80 þúsund gistinótt- um og fimm árum síðar hafði hlut- fallið farið niður í 25 þúsund. „Mitt markmið er að hækka hlutfallið hjá Íslendingum upp í 80 þúsund gistinætur á ný áður en ég fer á eftirlaun eftir þrjú ár,“ segir Íslandsvinurinn Knut Haenschke, forstöðumaður Ferðamálaráðs Þýskalands á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. „Ég geri mér hinsvegar grein fyrir því að ferðaframboðið er allt annað og meira en það var fyrir tólf árum. Frankfurt keppir ekki við Miðjarð- arhafssólina eða borgir á við Lond- on, París og Kaupmannahöfn, en hún er fullkominn fyrsti viðkomu- staður inn í miðja Evrópu og ekki þarf að ferðast langt út frá borg- inni þangað til komið er til staða eins og Würzburg, Heidelberg, Freiburg, Stuttgart og fjölda bæja sem sérhæfa sig í heilsulindum. Farþegar Flugleiða geta nú keypt lestarmiða til hvaða áfangastaðar sem er innan Þýskalands um leið og flugmiðinn er keyptur og því er hægt að halda áfram för með lest- um beint frá flugstöðinni. Í fyrrahaust kynntu þýsk ferða- málayfirvöld í samvinnu við Flug- leiðir borgarferðir til Stuttgart, München og Kaiserslautern þar sem fólk gat blandað saman versl- un, menningu og knattspyrnu und- ir fararstjórn fjögurra kunnra ís- lenskra knattspyrnumanna, sem allir hafa leikið í þýsku deildinni, en eftir voðaatburðina í New York 11. september sl. og efnahagsnið- ursveiflu á Íslandi, var ákveðið að fresta þessum fyrirætlunum þar tilsíðar. Heilsuferðir með menningarívafi Auk þess eru uppi hugmyndir um að bjóða upp á heilsuferðir í heilsulindir með verslunar- og menningarívafi, bjór- og vínsmökk- unarferðum. „Ég sé fyrir mér að með því að blanda þessu tvennu saman, væru slíkar borgarferðir sniðnar fyrir bæði kynin. Á meðan karlinn fer á völlinn, fer konan á snyrtistofuna og lætur dúlla við sig. Saman geta pörin svo notið menningar, verslunar, veitinga- staða og vínsmökkunar,“ segir Knut. Knut, sem nú er 58 ára að aldri, hefur starfað allan sinn starfsaldur við ferðaþjónustu, en frá 1986 hjá þýska ferðamálaráðinu. Aðsetur hans er nú í Kaupmannahöfn, en hefur áður verið í Amsterdam og New York. Þegar þýski ferðamála- frömuðurinn er inntur eftir því hvers vegna hann láti ekki bara ís- lenska markaðinn eiga sig í ljósi þess hve fámennur hann er, svarar hann því til að líklega megi rekja það til persónulegrar væntum- þykju til lands og þjóðar. Íslendingar og Þjóðverjar um margt líkir „Á meðan Ísland tilheyrir mínu sölusvæði, finnst mér mjög eðlilegt að sækja Ísland heim einu sinni til tvisvar á ári og heilsa upp á ís- lenska ferðaþjónustuaðila. Íslend- ingar og Þjóðverjar eru um margt mjög líkir og alltaf má ná betri ár- angri með því að vinna betur“, seg- ir Knut sem reiknast til að Íslands- ferðirnar séu orðnar yfir 50 talsins. „Ég veðja hinsvegar á Eystrasalts- löndin þrjú, þar sem íbúar eru um sjö milljónir, sem vaxandi framtíð- armarkað. Þar er fólk að sjá pen- inga í fyrsta skipti og er nú mjög tilbúið að fara að njóta lífsins.“ Borgarferðir fyrir bæði kyn Morgunblaðið/Ómar Kastalinn í Nürnberg í Suður-Þýskalandi.Knut Haenschke Húfur - um jólin Brekka húfur frá 1.290 kr. Brekka vettlingar frá 1.490 kr. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 12 /2 00 2 Um jól og/eða áramót! Notalegt, látlaust og náttúrulegt hátíðarhald um jól og/eða áramót í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í friðsæld og gefandi stemmningu sem skapast við sérstakar aðstæður. Veljið íslenskt Ferðaþjónustan Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, sími 456 4844 - rnes@rnes.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.