Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög „ÞAÐ er ekki síst fjölþjóðlegt and- rúmsloftið í borginni sem heillar mig,“ segir Bryndís Hólm sem ný- lega skrapp í frí til Miami á Flór- ída ásamt vinkonu sinni Kolbrúnu Sævarsdóttur. „Ég var sannfærð um að Miami væri skemmtileg borg að heimsækja ekki síst vegna þess að ég hafði lesið margt spenn- andi um borgina og heyrt vel af henni látið. Auk þess hafði ég horft á nokkrar kvikmyndir þar sem heillandi senur voru teknar í borg- inni eins og til dæmis í Birdcage og Something about Mary.“ Bryndís segir að það hafi verið frábært að fara í tíu daga ferð til Miami. Flug- leiðir fljúga tvisvar í viku til Or- lando á Flórída og þær hafi pantað hótel á Miami og leigt sér bíl í viku í gegnum flugfélagið. Þær voru fjóra tíma að aka frá Orlando til Miami. „Það er auðratað á þessum slóðum og í rauninni bein braut frá Orlando til Miami og varla hægt að villast.“ Stóð borgin undir væntingum? „Já, hún er yndisleg. Ég hef far- ið víða, bæði um Bandaríkin og Evrópu, en þetta er skemmtileg- asti staður sem ég hef komið til. Borgin er lífleg, litrík og mannlífið fjölbreytilegt en Miami er undir sterkum áhrifum frá Karíba-hafinu og Suður-Ameríku.“ Bryndís segir að hótelið hafi verið við ströndina en þegar þær voru ekki að sleikja sólina hafi þær verið duglegar að ganga um borgina. Art Deco-hverfið heimsótt „Miami skiptist niður í mörg skemmtileg hverfi sem við vorum duglegar að þræða og skoða. Uppúr stendur Art Deco-hverfið en í því er hin fræga gata Ocean drive þar sem öll hótel og veitinga- hús eru í pastellitum og neonskilti áberandi.“ Hún segir að á Ocean drive leggi frægt fólk leið sína til að sýna sig og sjá aðra og þangað sæki líka þeir sem eru að reyna að komast áfram í leiklistar- eða tón- listarheiminum. „Það var mjög sérstakt að koma á þessa götu og fylgjast með mann- lífinu og líflegu andrúmsloftinu því lífsgleðin er svo mikil og fólk hálf- vegis dansar eftir götunni.“ Það er um að gera að nýta sér ferðaþjón- ustuna í borginni en boðið er upp skipulagðar ferðir um hin ýmsu hverfi. Þar sem stjörnurnar búa Stöllurnar fóru t.d. í siglingu í kringum Miami en að sögn Bryn- dísar eru allskyns skoðunar- og skemmtiferðir í boði á sjó enda mikil snekkju- og bátamenning í borginni. „Við sigldum í kringum Miami og framhjá eyjunni Star Island. Þar búa bandarísku stjörnurnar, leikarar, tónlistarfólk og þeir sem hafa efnast ríkulega í viðskiptum. Húsin eru í spænskum stíl, þetta eru miklar villur sem kosta gjarn- an á bilinu einn og hálfan til tvo íslenska milljarða. Meðal hús- eiganda á Star Island eru Madonna og Sylvester Stallone. Þegar siglt er framhjá eyjunni sést miðborg Miami í bakgrunni með sínum háhýsum og andstæð- urnar eru sláandi, ríkulegar vill- urnar og háhýsin.“ Þegar Bryndís er spurð hvort kíkt hafi verið í búð- ir segir hún að það sé ekki annað hægt í Miami því þarna séu versl- Uppáhaldsborgin hennar er Miami á Flórída Eitt af glæsihúsunum sem eru á Star Island en meðal íbúa á eyjunni eru Madonna og Sylvester Stallone. Bryndís Hólm ásamt vinkonu sinni, Kolbrúnu Sævarsdóttur, á News Café á Ocean Drive á Miami á Flórída. Gestir þurfa að vera í að minnsta kosti 2 metra fjarlægð frá krókódílunum. Fólk nánast dansaði eftir götunni Eftir að hafa séð nokkrar heillandi senur í kvikmyndum þar sem Miami kom við sögu ákvað Bryndís Hólm að skella sér þangað í frí. Hún varð ekki fyrir vonbrigðum. N OKKRUM dögum fyrir jól ætlar Elín Birna Krist- insdóttir að fara til Kanaríeyja ásamt eiginmanni sínum Ólafi Péturssyni og börnunum þeirra sem eru fjögur. „Við fórum í fyrravetur til Kanaríeyja og loftslagið átti mjög vel við okkur. Vinnu okkar vegna eigum við erfitt með að taka frí á sumrin og það er erfitt að vera að taka börnin úr skóla til að fara í frí. Þess vegna ákváðum við að fara um jólin. Við verðum í tvær vikur og börnin þurfa ekki að taka frí í skólanum.“ Elín Birna segir að þau hafi keypt flug hjá Úrvali-Útsýn og leitað sjálf að gistingu á Netinu. Kom það betur út en að kaupa pakkaferð? „Það var ekki ástæðan heldur einfaldlega að ferðaskrifstofur hér heima sem við leituðum til gátu ekki útvegað íbúð fyrir okkur sex sem okkur líkaði.Við förum ekki mikið út á kvöldin með börnin og viljum njóta þess að vera í rólegheitum með krakkana, spila saman, grilla og hafa það notalegt. Því skiptir miklu máli að hafa huggulega og rúmgóða íbúð sem okkur líð- ur vel í.“ Funduð þið góða íbúð á Netinu? „Í fyrra leituðum við á Netinu að íbúð og þá vorum við mjög heppin. Við lentum á fimm stjörnu hóteli sem stóð alveg und- ir þeirri stjörnugjöf. Þetta var hótel eins og maður sér í bíó- myndum, stór og flott móttaka þar sem allt var klætt marm- ara, upphitaðar laugar við hótelið, heitur pottur, rennibraut fyrir krakkana og gestir þurftu ekki að berjast um sólbekki eins og víða þekkist. Íbúðin okkar var á jarðhæð, hún var loft- kæld, við fengum ný handklæði á hverjum degi, þvotturinn var þveginn fyrir okkur og þrifið alla daga. Baðherbergin voru marmaraklædd með nuddbaðkari. Í íbúðinni voru tvö sjónvarpstæki, huggulegur garður fylgdi henni með garðhúsgögnum og legubekkjum. Hótleið bauðst til að sækja fólk á flugvöllinn og fara með það í lok dvalar. Eini gallinn sem við sáum á þessari gistingu var að við máttum ekki grilla.“ En hvað kostaði vika á svona hóteli fyrir fjölskylduna? „Við borguðum hundrað þúsund krónur fyrir vikuna.“ Verðið þið á sama hóteli? „Nei við vorum frekar sein að panta í ágúst því íbúðagisting á Kanaríeyjum var meira og minna upppöntuð um jólin. Við fundum samt hótel í sama hverfi og síðast, en hverfið er nýlegt og heitir Maspalomas Sonnenland. Þetta er nýlegt hót- el samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum aflað okkur. Það er með upphituðum laugum, nuddpotti og við fáum íbúð á jarðhæð. Að þessu sinni borgum við um 70.000 krónur fyr- ir vikuna, þ.e. fyrir okkur sex.“ Hvernig ætlið þið að halda upp á jólin á Kanaríeyjum? „Við ætlum að minnsta kosti að hafa með okkur humar að heiman og ef íbúðinni fylgir góður ofn ætlum við að kaupa kalkún úti og elda eins og við erum vön að gera hér heima. Ef ofninn er lélegur grillum við bara. Við ætlum ekki að taka jólapakkana með okkur, krakkarnir fá peninga og nú verður farið í búðaráp á Kanarí, sem er nýtt fyrir þeim, því venjulega sniðgöngum við búðir á ferðalögum okkar.“ Elín Birna segir að venjulega fari fjölskyldan í kirkju á aðfangadagskvöld og þau ætla að athuga hvort ekki sé messa í einhverri kirkju á Kanaríeyjum. Verður annað en humar í ferðatöskunum sem minnir á jólin heima? „Við ætlum að taka með okkur lítið gervijólatré og jólaseríur og playstation-tölvuna fyrir krakkana.“ Hafið þið farið víða um eyjarnar? „Nei. Við reynum sem mest að hafa það rólegt og slaka á með börnunum, lesa, spila, fara í göngutúra og hafa það notalegt saman. Við tókum bíl í þrjá daga síðast og fórum þá t.d í Sioux city, sem er kúrekaþorp. Þar eru kúrekar og indíánar og ýmsar uppákomur sem tengjast þeim, bankarán sett á svip, bardag- ar og svo framvegis. Við heimsóttum líka vatnsleikjagarð og krakkarnir kunnu vel að meta það.“ Borða jólahumarinn á Kanaríeyjum Það verður lítið jólatré í ferðatöskunni hennar Elínar Birnu Kristinsdóttur, jólaseríur og playstation-tölva. Fjölskyldan ætlar að eyða jólunum á Kanaríeyjum. Elín Birna ásamt eiginmanninum Ólafi Péturssyni og Elínu Ósk. Baðslopparnir fylgdu íbúðinni. Fjölskyldan fór einnig í fyrravetur til Kanaríeyja. Hér eru börnin Anna Margrét, Eyþór Ingi, Elín Ósk og Valberg Snær. Elín Birna segir að fjölskyldan kunni að meta að vera í rólegheitum, spila, lesa og fara í göngutúra eftir ströndinni. Hvert ertu að fara?  Slóðir sem nýtast áhugasömum: http://www.palm- oasis.com/ 5 stjörnu sem Elín Birna og fjölskylda var á í fyrra: www.jp-holidays.com. Tölvupóstfang: res@jp-holidays.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.