Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 23
anamiðstöðvar á hverju strái og víða hægt að gera góð kaup. „En það er ekki alls staðar ódýrt og þarna eru mjög dýrar og flottar verslanir fyrir þá sem kjósa að kaupa þekktar merkjavörur. Það er líka einstaklega gaman að fara til Coconut Grove að versla, en það er sjarmerandi lítill miðbær í út- hverfi Miami með skemmtilegum göngugötum.“ Hefur Miami sérstöðu í matar- gerð? „Maturinn er engu líkur á Miami því borgin er leiðandi í nýjungum í matargerð. Mikilla áhrifa gætir frá Karíba-hafinu, Suður-Ameríku og sérstaklega frá Kúbu. Þeir sem eru áhugasamir um slíka matargerð ættu endilega að fara í hverfið litlu Havana. Þar eru veitingastaðir á hverju strái, þeir eru ódýrir en maturinn frábær.“ Bryndís segir að þrír staðir standi uppúr eftir ferðina. „Á lúxushótelinu Delano á Miami er veitingastaður sem okkur fannst einstakur. Hann heitir Blue Door og þar er verðið svipað og á flottustu veitingastöðum á Íslandi. Þar er hægt að fá steikur, kjúkling og fiskrétti en hótelið hefur getið sér gott orð fyrir sjávarrétti. Þetta er rómantískur og huggulegur staður. China grill er skemmtilegur veit- ingastaður. Það má eiginlega segja að þetta sé stemmningsstaður. Tónlistin yfirgnæfir allt og fólk byrjar á því að fara á barinn og þar dansa barþjónarnir eiginlega. Yfirleitt er mikið að gera og aust- urlenskur matur í boði í bland við allskonar annarskonar matargerð, sushi, rétti frá Miami og svo fram- vegis. Þriðji staðurinn er News café sem er frægur staður á Ocean drive í Art Deco-hverfinu. Sá stað- ur öðlaðist frægð eftir að Gianni Versace var myrtur. Heimili hans er stutt frá veitingahúsinu og hann var nýkominn úr morgunkaffi af þessu veitinghúsi þegar hann var skotinn til bana. Á News café fá gestir gott kaffi og léttan mat, eins og samlokur og salöt. Það sem ger- ir staðinn sérstaklega aðlaðandi er staðsetningin en hann er á þessari vinsælu götu við ströndina og út- sýnið frábært.“ Bryndís segir að áhugafólk um byggingarlist njóti hverrar mínútu í borginni. „Miami er ekki hefðbundin bandarísk borg þegar byggingarstíll er annarsveg- ar. Þarna ægir öllu saman, háhýsa- menningu, spænskum húsum og klassískum bandarískum bygging- um.“ Krókódílarnir meinlausir Bryndís og Kolbrún lögðu líka leið sína í Everglades-þjóðgarðinn. „Hann hefur upp á margt að bjóða, fjölskrúðugt dýralíf og villta náttúru. Everglades er gífurlega stór þjóðgarður og þar er t.d. hægt að sigla um síkin og taka reiðhjól á leigu og skoða hluta garðsins þann- ig. Þarna búa ýmsar dýrategundir sem eru í útrýmingarhættu og okk- ur Íslendingunum þótti áhugavert að sjá krókódílana sem eru í síkj- unum víða um garðinn og eru að sögn starfsfólks garðsins alveg meinlausir.“ Bryndís segir að lokum að Miami sé tvímælalaust borg sem hægt sé að mæla með að heimsækja. Þessi mynd er að sögn Bryndísar einkennandi fyrir Miami.  Athyglisverðar slóðir sem nýtast vel þegar skipuleggja á frí til Miami: www. see- southflorida.com og www.see- miami.com Slóð þjóðgarðsins er: www.- everglades.com Bryndís segir að Ocean Drive sé mjög skemmtileg gata við ströndina. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 B 23 ferðalög /T ei kn in g: H al ld ór Ba ld ur ss on Se nn ko ma jólin Njóttu aðventun nar í m iðb æn um Opinn í dag frá 13.00 – 22.00. Kerti, jólaskraut, hlæjandi húfur, ljúffengar heimagerðar sultur og margt fleira. Jólamarka›urinn á Lækjartorgi Dagskrá á Jólamarka›num 14.00: Bjarni Karlsson prestur í Laugarneskirkju flytur hugleiðingu og tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson, Gunnar Gunnarsson og Þorvaldur Þorvaldsson flytja fallega jólasálma 15.00: Hljómsveitin Santiago leikur lög af nýútkomnum geisladisk sínum Girl 20.00: Eyjólfur Krisjtánsson leikur og syngur fyrir markaðsgesti Dagskrá í Hressingarskálanum 15.00: Barnastund 16.00: Guðrún Helgadóttir les upp úr nýútkominni bók sinni Öðruvísi dagar 16.30: Danssýning í garðinum 17.00: Léttir söngvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.