Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.12.2002, Qupperneq 26
Rappari reynir fyrir sér í jólamyndagerð Friday After Next með Ice Cube frumsýnd hér- lendis um helgina MJÖG margar álitlegar kvikmyndir eru meðal þeirra 54 sem keppa um Óskarsverðlaunin sem besta er- lenda myndin en bandaríska kvik- myndaakademían hefur nú birt lista yfir gild framlög. Hafið eftir Baltasar Kormák er íslenska fram- lagið en allar hinar myndirnar eru enn ósýndar hérlendis. Meðal þeirra sem taldar eru eiga góða möguleika eru 8 konur eftir Frakkann Francois Ozon, Hetja eftir Zhang Yimou frá Kína, Gosi eftir Roberto Benigni frá Ítalíu sem áður hefur hreppt verðlaunin fyrir Lífið er dásamlegt, Hús flónanna eftir Rússann Andrei Konchal- ovsky, Bollywoodmyndin Devdas eftir Sanjay Leela Bhansali, mexí- kanska myndin Glæpur föður Am- aro eftir Carlos Carrera, ísraelska myndin Brotnir vængir eftir Nir Bergman, Út eftir Japanann Hid- eyuki Hirayama, Elddansarinn eft- ir Jawed Wassel frá Afganistan, svo einhverjar séu nefndar. Norrænu framlögin eru, auk Hafsins, Elska þig að eilífu eftir Susanne Bier frá Danmörku, Mað- ur án fortíðar eftir Aki Kaurismäki frá Finnlandi, Þjófurinn, þjófurinn eftir Trygve Allister Diesen frá Noregi og Lilja 4-Ever eftir Lukas Moodysson. Einkum þykja myndir Kaurismäkis og Moodyssons sterk- ar en teljast trúlega of djarfar í efnistökum fyrir akademíuna. Val hennar er hins vegar eins óútreikn- anlegt og jafnan áður en tilkynnt verður um myndirnar fimm sem fá tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í febrúar. Hörð keppni um óskarstilnefningar fyrir bestu erlendu myndina 2002 Reuters No Man’s Land: Í fyrra vann þessi bosníska stríðsádeila Ósk- arsverðlaunin sem besta erlenda myndin.  NÚ þykir líklegt að leikkonan Drew Barrymore komi til liðs við Adam Sandler í rómantísku gam- anmyndinni 50 First Kisses, sem gerð verður á næsta ári og fjallar um mann sem verður ástfanginn af minnislausri konu og þarf því að endurnýja tilfinn- ingar hennar reglulega. Þau Barrymore og Sandler slógu saman í gegn fyrir fjórum árum með The Wedd- ing Singer, sem blés nýju lífi í feril þeirrabeggja. Barrymore til liðs við Sandler á ný Saman á ný: Sandler og Barrymore í The Wedd- ing Singer.  LEIKARINN Jon Favreu gerist æ umsvifameiri sem leikstjóri en hann er að hefj- ast handa við gamanmynd með Will Ferrell (Saturday Night Live) í aðalhlutverki. Myndin heitir Elf og fer Ferrell þar með hlutverk manns sem frá blautu barnsbeini elst upp hjá álf- um á norðurpólnum. Þegar hann veldur óafvitandi fjaðrafoki í álfabyggðinni er hann sendur til New York til að kynnast blóðföður sín- um, sem James Caan leik- ur. Auðvitað veldur hann ekki minna fjaðrafoki í stórborginni en hjá álfunum. Meðal annarra leikara í þessari gáfulegu sögu eru Mary Steenburgen, Bob Newhart og Ed Asner. Álfaleg saga hjá Favreu Will Ferrell: Álfur út úr hól í New York.  EFTIR mörg mögur ár hefur leikferill Dennis Quaid heldur betur tekið fjörkipp og gengi hans hef- ur hækkað til muna í Holly- wood. Þar ræður trúlega mestu velgengni mynd- arinnar The Rookie. Leik- stjóri hennar, John Lee Hancock, hefur nú ráðið Quaid í annað aðal- hlutverkanna í næstu mynd sinni The Alamo, sem fjallar um hina sögufrægu orustu um samnefnt virki og eftirleik hennar. Hitt aðalhlutverkið leikur Billy Bob Thornton. Næstu myndir Dennis Quaids eru Far From Heaven, Cold Creek Manor og The Day After Tomorrow. Quaid á fleygiferð Dennis Quaid: Loks- ins á uppleið.  Í NÆSTA mánuði hefjast tökur í London á nýrri mynd breska leikstjórans Michaels Winterbottom (24 Hour Party People, Jude). Hún heitir Code 46 og er eins konar ástarsaga úr framtíðinni þar sem ástarsam- band karls og konu kemst í upp- nám þegar á daginn kemur að konan var klónuð úr erfðaefni frá móður elskhuga síns og minnir við- fangsefnið nokkuð á þýsku myndina Blueprint sem Hilmir Snær Guðnason leikur í ásamt Frönku Pot- ente. Í aðalhlutverkunum eru Tim Robbins og Samantha Morton. Hæpnar ástir Robbins og Mortons Tim Robbins: Klónuð ástkona. HANN lagði ekki út á leiklist-arbrautina fyrr en hannvar orðinn 29 ára gamall. Nú er Gabriel Byrne, 52 ára að aldri, í hópi fremstu leikara Írlands ásamt vinum sínum Stephen Rea, Liam Neeson og Colm Meaney sem hann kynntist þegar þeir unnu saman í Project-leikflokknum í Dyflinni um 1980, ásamt leikstjór- unum Jim Sheridan og Neil Jordan. Þessir félagar hafa haldið hópinn síðan og þeir Sheridan stóðu m.a. saman að gerð Óskarsverðlauna- myndarinnar In the Name Of the Father (1993). Byrne fæddist í Dyflinni, einn sex barna hjúkrunarkonu og starfsmanns Guinnessbrugghúss- ins. Hann átti, að eigin sögn, venjulega æsku en minnist þess að á sumrin hafi hann verið fasta- gestur í kvikmyndahúsunum, ekki síst þegar vestrar og Hitch- cockmyndir voru á boðstólum, og farið síðan út á engi og leikið þar atriði úr myndunum með sjálfum sér. Samt var leiklistin ekki fram- tíðarstarf í huga piltsins heldur kaþólskur prestskapur og trúboð. Hann var sendur í þeim tilgangi í skóla á Englandi. Hann var rek- inn úr honum að fjórum árum liðnum fyrir reykingar. Þá var hann sextán ára, en síðar sagði Byrne frá því að einn kennaranna hefði misnotað sig kynferðislega. Sams konar sögur hafa Pierce Brosnan og margir fleiri haft að segja. Þegar Byrne skýrði frá at- burðinum opinberlega kvaðst hann ekki gera það til að ná sér niðri á viðkomandi manni, heldur til að benda á þær hörmungar sem hljótist af þeirri afstöðu kirkj- unnar að prestar hennar megi ekki lifa kynlífi og ekki kvænast. Hann kaus sjálfur aðra leið og áður en hann hóf nám að nýju vann hann fyrir sér með ýmsum hætti – sem starfsmaður í graf- hýsi, við pípulagnir og matreiðslu á skyndibitastað. Í University College í Dyflinni lagði Byrne stund á fornleifafræði og málfræði og þegar hann hafði útskrifast starfaði hann í þrjú ár sem forn- leifafræðingur og svo sem spænsku- og gelískukennari við kaþólskan stúlknaskóla í fjögur ár. Á seinna tímabilinu tók hann þátt í áhugamannaleiksýningu og viðstaddur var leikari einn frá Abbey-leikhúsinu fræga sem hvatti hann til að leggja leiklistina fyrir sig. Hann gerðist leikari við Project-leikflokkinn og var síðan ráðinn til Abbey-hússins, auk þess sem hann tók að leika í vinsælli írskri sjónvarpssyrpu, Bracken. Hún vakti mikla athygli á honum og kvikmyndahlutverkin tóku að berast, fyrst smá, eins og í mið- aldaævintýri Johns Boorman Ex- calibur (1981), þar sem hann lék föður Artúrs konungs, Hanna K og The Keep (báðar 1983), en að- alhlutverkið í þeim prýðilega póli- tíska samsæristrylli The Defence Of the Realm (1985), þar sem hann gerði rannsóknarblaða- manni á hálum ís fín skil, braut endanlega ísinn og hlutverkin stækkuðu. Myndirnar voru þó misjafnar: Gothic (1986) var dæmigerð blanda af snilld og del- eringu frá Ken Russell, Hello Again mislukkuð gamanmynd (1987) og Siesta (1987) brokkgengt furðu- verk sem þó kynnti Byrne fyrir leikkonunni Ellen Barkin. Þau giftu sig skömmu síðar, eignuðust tvo syni en skildu 1993, sama ár og þau léku saman í fallegri írskri fjölskyldumynd, Into the West, sem Byrne framleiddi að auki. Árið 1990 gekk hann fyrst að ráði í aug- un á Hollywood þegar hann lék írskan glæpon í flókinni og sér- viskulegri glæpamynd Coen- bræðra, Miller’s Crossing. Síðasta áratug hefur Gabriel Byrne leikið í að meðaltali þremur bíómyndum á ári, auk sjónvarps- verka og leikhúsvinnu. Þær hafa verið mismerkilegar, Little Wo- men (1994) var bærileg bók- menntaleg „kvennamynd“, Dead Man (1995) kyndugur vestri frá Jim Jarmusch, The Usual Suspects (1995) einhver snjallasti og flókn- asti krimmi allra tíma og Smilla’s Sense Of Snow (1997) frekar mis- hæðótt kvikmyndun á skáldsögu Peters Höeg, svo dæmi séu tekin. Kaþólikkinn Byrne gerði sér lítið fyrir árið 1999 og lék fyrst prest sem rannsakar dularfull kross- festingarsár á ungri stúlku í Stigmata og svo djöfulinn sjálfan í hasartryllinum End Of Days með Arnold Schwarzenegger. Báðar þessar myndir áttu aðeins athyglisverða spretti en Byrne sjálfur var traust- ur að vanda. Hann virðist svolítið mistækur í verkefnavali og stjarna hefur hann ekki orðið og verður tæpast úr þessu; til þess skortir hann sanna útgeislun. En hann verður áfram myndarprýði, hann Gabriel Byrne. Enginn erkiengill Þungbúinn augnsvipurinn fer létt með að lýsa, hvort heldur sem er, döprum huga eða ógnvekjandi nærveru, en skarpleitt og myndarlegt andlit írska leikarans Gabriels Byrne hefur löngum fært honum annars konar og al- vörugefnari hlutverk en hæfa innsta eðli hans, að því er hann segir sjálfur, þ.e. gamansemi og lífsgleði. Hann hef- ur sterka stöðu hvenær sem hann birt- ist á myndfletinum og gildir það sjálf- sagt líka um hrollvekjuna Ghost Ship sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Árni Þórarinsson SVIPMYND Gabriel Byrne segir Írland og írskar ræt- ur sér afar mikilvæg. Og það fer í taugarnar á hon- um þegar Bandaríkja- menn eða Englendingar eru fengnir til að leika Íra í bíómyndum. „Til er hell- ingur af hæfileikaríkum írskum leikurum og leik- konum sem aldrei fá tæki- færi.“ Hann nefnir Ang- ela’s Ashes sem dæmi en myndin er byggð á upp- vaxtarsögu Írans Franks McCourt. „En er hún írsk kvikmynd? Leikstjórinn er Englendingur – Alan Parker. Fjármagnið er ekki írskt. Bandaríkjamaður skrifaði handritið. Framleiðandinn er Am- eríkani. Skoskur leikari leikur föðurinn og ensk leikkona móðurina.“ ÆVINTÝRAMYNDIN Treasure Planet, sem frumsýnd verður um hátíðarnar, er teiknuð Disney- útgáfa af Treasure Island eftir Ro- bert Louis Stevenson. Munurinn á þessari útgáfu og öllum hinum er að Treasure Planet gerist í geimn- um með tilheyrandi geimverum og geimfurðum. Sagan segir frá Jim Hawkins og ferð hans umhverfis alheiminn sem káetudrengur um borð í risastóru og tignarlegu geimskipi. Hann hefur vingast við kokk skipsins, John Silver, sem er vélmenni, gæddur miklum per- sónutöfrum. Jim og hinir í áhöfn- inni þurfa að berjast við margar af hættunum í geimnum, svo sem sprengistjörnur, svarthol og grimma geimstorma. En einn dag- inn kemst Jim að því að vinur hans John Silver er í raun og veru slótt- ugur geimræningi með uppreisn í huga. Handritið var í höndum Barry Johnson, en leikstjórar voru Ron Clements og John Musker. Í grimmri geimveröld Í MYNDINNI The Good Girl, sem væntanlega verður frumsýnd hér- lendis í byrjun nýs árs, leikur Jennifer Aniston þrítuga kassa- stúlku í stórmarkaði í Texas. Hún heitir Justine og er orðin dauðleið á innihaldslausu lífi sínu, stein- geldu starfi og er þar að auki búin að fá nóg af eiginmanninum, dáðlausum húsamálara, sem slæpist um á kvöldin með þrælskökkum félögum. Just- ine telur sig sjá ljós í myrkrinu er hún uppgötvar annan kassa- starfsmann hjá fyrirtækinu, hinn unga og ásjálega Holden. Hann er reyndar ekkert ýkja gáfaður og á að auki við áfengisvandamál að stríða. Um hríð er þó loksins gam- an að lifa og skötuhjúin svala fýsn- um sínum hvar sem þau fá því við komið uns ástarsambandið rústar hreinlega lífi ungu konunnar sem segja má að hafi verið nógu slæmt fyrir. Með önnur aðalhlutverk fara Mike White, Jake Gyllenhaal, John C. Reilly, Deborah Rush og Zooney Deschane. Leikstjóri er Miguel Arteta. Lengi getur vont versnað The Good Girl: Jennifer Aniston ekki svo góð.  INDVERSK kvikmyndagerð færist sífellt í aukana og nú stendur fyrir dyrum gerð stórmyndar sem verður sú dýrasta sem Bollywood hefur framleitt. Myndin, sem mun kosta 13 milljónir dollara, verður tekin í fimm löndum með alþjóðlegum stjörnum í leikhópnum en aðalhlutverkið leikur indverska of- urstirnið Amitabh Bachchan. Leikstjórinn heitir Ram Gopal Varma en myndin er sögð alþjóðleg pólitísk spennumynd. Dýrasta mynd Bollywood til þessa er Devdas, sem var heimsfrumsýnd á Cann- eshátíðinni í vor og hefur nú gefið af sér 34 millj- ónir dollara. Þakið hækkað í Bollywood

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.