Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Flugeldasala björgunarsveitanna 900 tonn af flugeldum NÚ STYTTIST ígamlárskvöld meðtilheyrandi flug- eldakveðjum landsmanna. Björgunarsveitir og íþróttafélög hafa lengi haldið úti öflugri flugelda- sölu til að fjármagna starf- semi sína og í tilviki þeirra fyrrefndu er þar um einu tekjuöflunina að ræða. Það má því segja að landsmenn eigi starfsemi þeirra undir því að kaupa af þeim eld- færin. Jón Gauti Jónsson er formaður fjáröflunar fyrir Flugbjörgunarsveit- ina í Reykjavík, sem er ein stærsta einingin innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar. – Það væri fróðlegt að vita svona í byrjun spjalls hvað þið flytjið inn mikið af flug- eldum? „Þetta eru í kringum 900 tonn af flugeldum og koma víða að, m.a. frá Kína, Bretlandi og Þýska- landi.“ – Og allt er vottað og viður- kennt? „Já, það renna stundum tvær grímur á fólk þegar það heldur að við séum að kaupa inn einhverja ódýra lélega vöru. Það er ekki til- fellið. Við verslum við framleið- endur milliliðalaust og höfum gengið úr skugga um að varan sem í boði er standist þær kröfur sem við gerum til hennar hér á landi.“ – Er ekki talsverð samkeppni á þessum flugeldamarkaði? „Jú, það er mikil samkeppni. Björgunarsveitirnar byrjuðu með þetta á sínum tíma og búa að því í dag og hafa saman um 80% hlut- deild eftir að íþróttafélögin bætt- ust í hópinn. Nú sýnist okkur að nýir aðilar ætli að blanda sér í samkeppnina og í því tilviki sé það siðferðilega á mörkunum því við erum að selja flugelda til að fjár- magna þjónustu sem þjóðfélagið ætlast til að sé til staðar og er ekki fjármögnuð á annan hátt.“ – Hætta landsmenn nokkru sinni að styðja gott málefni? „Auðvitað vill maður trúa því og margir myndu ugglaust ekki hvika frá því að styðja okkur með flugeldakaupum. En ég óttast líka dálítið að margir hugsi ekki þann- ig. Menn hafi bara svo gaman af flugeldum að þeir hlaupi til ef það koma undirboð. En við sjáum hvað setur, helst vildum við auð- vitað ekki þurfa að standa í þessu harki. Mér finnst það hálfbjána- legt að vera í forsvari fyrir fjár- öflun og vera að selja flugelda án þess að hafa sjálfur nokkuð gam- an af þeim.“ – 80% markaðshlutdeild er ekki lítið? „Þetta er náttúrulega ótrúleg tala, en eins og ég gat um vorum við fyrstir og lengi vel einir með þessa flugeldasölu. Aðrir komu síðar. En vel að merkja, þetta er sameiginleg markaðstala allra björgunarsveita. Það eru allir í þessu, hjálp- arsveitir skáta, Flug- björgunarsveitir og slysavarnafélögin. Hver og einn fjár- magnar sína starfsemi og þannig séð erum við í bullandi samkeppni hver við annan þótt við markaðs- setjum okkur saman undir einum hatti, sem er Slysavarnafélagið Landsbjörg.“ – Er það þá þín skoðun að hið opinbera eigi að reka þessa þjón- ustu? „Það er alveg spurning hvað væri best í þessu sambandi. Nú- verandi fyrirkomulag hefur bæði kosti og galla. Það er í raun ein- stakt í heiminum að slík starfsemi sé rekin af áhugamannafélögum og eftir því hefur verið tekið er- lendis. Íslenska fyrirkomulagið er rómað og talið til eftirbreytni. Fyrirkomulagið hækkar gæða- stuðulinn. Það er með ólíkindum að geta sagt að það séu 7.000 manns á útkallsvakt og þar af sé hægt að ná út 3.000 með ýmsum boðleiðum á innan við hálftíma. – Ef við snúum okkur aftur að flugeldasölu, hvað segirðu um að fólki finnist flugeldar dýrir? „Ég fullyrði á móti að álagning- in er hófleg. Hins vegar fer alltaf einn og einn yfir strikið í flugelda- kaupum. Menn gleyma sér kannski aðeins af því þeir hafa svo gaman af þessu og áramót eru að- eins einu sinni á ári.“ – Nú standið þið fyrir gríðar- mikilli flugeldasýningu á ári hverju, er það ekki bara bruðl? „Þær eru ekki sérlega dýrar þessar sýningar, vel innan við milljón tel ég víst. Á móti kemur að fólk þyrpist á þessar sýningar og því skapa þær velvild í garð þeirra sem standa fyrir þeim og það skilar sér kannski í aukinni sölu. Það segja markaðsmennirnir a.m.k.“ – Eru svona stórsýningar á flugeldaskothríð mikið fyrirtæki? „Já, alveg gríðarlega mikið fyr- irtæki. Það er hópur manna vikum saman að skipuleggja slíka sýningu. Menn hafa farið utan og lært þessi vísindi og komið heim sem nokkurs konar sprengjusér- fræðingar.“ – Hvenær er svo sýningin? „Hún verður við Perluna í dag, sunnudag, klukkan fimm og magnaðri en nokkru sinni fyrr og að auki í fyrsta skipti í takt við tónlist á vegum Bylgjunnar. Þessi sýning á að taka fram öllum öðr- um sem boðið hefur verið upp á í gegnum tíðina, ekki síst endirinn sem verður ógleymanlegur.“ Jón Gauti Jónsson  Jón Gauti Jónsson er formað- ur fjáraflana fyrir Flugbjörg- unarsveit Reykjavíkur. Hann er fæddur í Reykjavík 1969, eig- inkona hans er Hulda Stein- grímsdóttir og börnin eru þrjú, Sólveig Lára, 8 ára, Hera, 4 ára, og Kolbeinn Tumi, 2 ára. Jón Gauti er menntaður hjúkr- unarfræðingur frá HÍ. Hann hef- ur verið framhaldsskólakennari og starfsmaður hjá Flögu, á sumrum gjarnan í leiðsögu- mennsku á fjöllum. Síðasta árið hefur hann starfað sem slíkur hjá Íslenskum fjallaleiðsögu- mönnum. … í fyrsta skipti í takt við tónlist ÞAÐ var verið að leika golf á velli Golfklúbbs Ólafs- fjarðar á aðfangadag og jóladag, en það mun vera eins- dæmi á Ólafsfirði, enda var völlurinn iðagrænn eins og á góðum sumardegi. Enginn snjór var á vellinum og gripu áhugasamir golfmenn tækifæri fegins hendi. Þrír þeirra slógu upp þriggja manna móti á jóladag en engum sögum fer af úrslitum. Léku golf á jóladag Morgunblaðið/Helgi Jónsson RAUÐI kross Íslands hefur ákveðið að veita tvær milljónir króna til vetraraðstoðar við bosn- íska flóttamenn sem hafa snúið aftur heim til Bosníu á undanförn- um mánuðum. Um er að ræða síð- asta framlag félagsins til alþjóð- legs hjálparstarfs á þessu ári en alls hefur Rauði kross Íslands var- ið um 116 milljónum króna til neyðar- og þróunarhjálpar erlend- is á árinu sem er að líða. Fram kemur í tilkynningu frá RKÍ að framlagið til Bosníu verði notað til að aðstoða flóttamenn sem hafa snúið aftur á síðustu sex mánuðum. Í flestum tilvikum sé um að ræða fátækt fólk sem flúði land sitt fyrir tæpum áratug og sé að koma sér fyrir á ný við erfiðar aðstæður og vetrarkulda. Tíu sendifulltrúar við störf Á vegum Rauða kross Íslands eru nú 10 sendifulltrúar við hjálp- arstörf erlendis en alls störfuðu á vegum félagsins 19 sendifulltrúar við verkefni í fjölmörgum löndum á árinu sem er að líða, meðal ann- ars Suður-Afríku, Simbabve, Mós- ambík, Tansaníu, Eþíópíu, Kína, Afganistan og Aserbædjan. Stærsta framlag Rauða kross Íslands til neyðaraðstoðar á árinu var til landanna í sunnanverðri Afríku, 30 milljónir króna, auk þess sem þrír sendifulltrúar fé- lagsins eru við störf vegna mat- væladreifingar þar. Notaður fatn- aður, sem almenningur gaf félaginu, var á árinu sendur til sjö landa í austanverðri Evrópu og í Afríku. Rauði kross Íslands hefur í alþjóðlegu hjálparstarfi einbeitt sér að svonefndum „gleymdum svæðum“. Þannig voru á árinu veittar umtalsverðar fjárhæðir til neyðaraðstoðar í löndum eins og Georgíu, Aserbædjan og Tadsjík- istan. Í ár hefur félagið varið rúmri 51 milljón kr. til þróunarverkefna í tíu löndum. Umfangsmestu verk- efnin eru á sviði heilsugæslu í þremur Afríkuríkjum, það er Malaví, Mósambík og Suður-Afr- íku, en í þessum löndum hefur Rauði kross Íslands stutt starf í þágu alnæmissmitaðra með sam- tals 16 milljóna framlagi. Fé vegna aðstoðarinnar í sunn- anverðri Afríku var safnað í söfn- uninni Göngum til góðs í október en önnur aðstoð félagsins er að mestu til komin vegna hlutdeildar Rauða krossins í Íslenskum söfn- unarkössum. Rauði krossinn styrk- ir flóttamenn í Bosníu Um 116 milljónir til neyðar- og þró- unarhjálpar er- lendis á þessu ári UMHVERFIS- og tæknisvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út leyfi fyrir ellefu brennum í Reykjavík. Enn er verið að safna efni í brennurnar, en söfnun verður hætt kl. 14 á gamlársdag. Kveikt verður í þeim flestum kl. 20:30. Tveir til þrír starfsmenn hverfabækistöðva Gatnamála- stofu verða við móttöku og upp- röðun í bálkesti og standa þeir vakt við brennurnar. Slökkt verður í brennunum kl. 2 um nóttina og á fimmtudag hefst síðan hreinsun brennubotna. Nánari upplýsingar um brennurnar verða í áramóta- blaði Morgunblaðsins. Ellefu brennur í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.