Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 55 HEIMILDARMYND um stór- skáldið Stein Steinarr er löngu tíma- bært verkefni sem var hrundið í framkvæmd af Jóni Óttari Ragnars- syni og fengu landsmenn að njóta af- rakstursins á jóladagskvöld. Það er engin tilviljun að þessi gamalkunni sjónvarpsmaður og eldhugi tæki að sér kvikmyndagerðina því það var faðir hans, menningarfrömuðurinn og iðnrekandinn Ragnar Jónsson, sem átti drýgstan þátt í að koma verkum Steins á framfæri og hefja hann á stall með góðskáldunum. Jón Óttar fékk að njóta kynna við Stein og greinir hann frá því í mynd sinni, hvað þau höfðu mikil og langvarandi áhrif á hann þótt ungur væri að ár- um. Í Eitt sinn upp skal rísa er farið yfir stórbrotna og raunalega ævi Að- alsteins Kristmundssonar frá því hann fæðist í örbirgð og níðfátækt vestur við Ísafjarðardjúp árið 1908, uns hann deyr á sóttarsæng hálfri öld síðar. Lengst var það lífshlaup ein þrautaganga. Samkvæmt fá- tækralögunum var Aðalsteinn litli fluttur hreppaflutningum í fæðing- arsveit föður síns í Dalasýslu þar sem fjölskyldan var leyst upp. Átti drengurinn illa ævi uns hann var vistaður hjá góðu fólki í Saurbænum. Fljótlega kom í ljós að Aðalsteinn var lítt hneigður til bústarfa en tók snemma upp á þeim ónýtjungshætti að yrkja. Við litla hrifningu hús- bændanna en var hinsvegar hvattur til dáða af skáldunum Stefáni frá Hvítadal og Jóhannesi úr Kötlum, sem þá starfaði við farkennslu í Döl- um. Leiðin lá því til Reykjavíkur um leið og tækifæri gafst og pilturinn fór að sjá fyrir sér við almenna verkamannavinnu. Henni lauk snögglega því Aðalsteinn veiktist illilega af lömunarveiki sem skildi við hann fatlaðan til æviloka. Fljót- lega uppúr því fór hann að yrkja undir skáldanafninu Steinn Steinarr. Jón Óttarr rekur síðan lista- mannsferil Steins, erfið kjör í krepp- unni og á árunum fyrir stríð. Steinn var vinstri sinnaður frameftir aldri en tók síðar að efast um ágæti kommúnismans, Moskvureisan fræga gerði útslagið. Vikið er að ekki síður erfiðum ástamálum skáldsins, stéttaskiptingunni sem enn réð ríkjum og setti mjög mark sitt á kvennamálin, einkum hvað snerti Ásthildi Björnsdóttir, sem hann fékk þó að eiga síðar á ævinni, og listmálarann Louisu Matthías- dóttur. Áhersla er lögð á mikilvægi Steins í skáldastéttinni, ekki síst sem frum- kvöðuls í módernískri ljóðagerð sem löngum var mönnum þyrnir í augum og uppnefndur atómkveðskapur. En Steinn hafði löngu fyrr sannað sig sem hefðbundið ljóðskáld, því olli stefnubreyting hans byltingu í menningarheiminum. Jón Óttar líkir byltingarmanninum Steini við rapp- ara samtímans og velur Erp Eyvind- arson, einn Rottweilerhundanna, til að flytja nokkur af ljóðum skáldsins og tekst Erpi vel upp, einsog hans er von og vísa og kemur með ferskan andblæ inní annars hefðbundna heimildarmyndargerð sem rís hæst í listilegri kvikmyndatöku og lýsingu og viðtölum við merka samferða- menn sem þekktu Steinar. Líkt og Agnar Bogason, Elías Mar og Matthías Johannessen, auk ævi- sagnaritarans, Gylfa Gröndal. Heim- ildarmyndin fer vel við það ágæta verk en óneitanlega væri forvitnilegt og mikilvægt að sjá þá leiknu mynd sem Jón Óttar hefur á prjónunum um þessa stórbrotnu örlagasögu. „En minning hans mun lifa ár og aldir …“ RÚV SJÓNVARP Leikstjórn og handrit: Jón Óttar Ragn- arsson. Kvikmyndataka, ljósmyndir og lýsing: Gunnar Heiðar. Klipping og hjóð- vinnsla: Haraldur Sigurjónsson. Ljóða- lestur: Erpur Eyvindarson:. Framleiðandi: Margrét Rafnsdóttir. Heimildarmynd. Othar and Raven Picture/Skjár einn, 25. des. 2002. Steinn Steinarr – „Eitt sinn upp skal rísa“ Sæbjörn Valdimarsson JENNIFER Lopez er komin með nýjan mann og nýja plötu. Og nýja platan er svolítið mikið um nýja manninn. Þeir sem búast við því að öll platan hljómi eins og hið stórskemmtilega „Jenny From the Block,“ verða áreiðanlega fyrir von- brigðum. Bón- uslagið „I’m Gonna Be Al- right“ sem J-Lo tekur með Nas er í sama dansvæna hipp hopp-gírnum og skemmtir áreiðanlega mörgum. Ballöðurnar ráða svo ríkjum á disknum og reyna þær ekki svo mikið á raddsvið Lopez en hún er (sem betur fer) engin Celine Dion eða Mariah Carey. Rólegu lögin eru öll í svipuðum stíl og uppfull af til- vísunum í tónlist áttunda og níunda áratugarins. Þarna leynist enn- fremur tökulag frá Carly Simon, „You Belong to Me“, hugljúft en fremur óminnisstætt. Textarnir á plötunni eru nærri allir um ástina og fyrir viðkvæma er gott að hafa sjóveikispillurnar ná- lægt. Lopez segir þegar hún þakkar kærastanum Ben Affleck á plötu- umslaginu að hann sé helsta anda- gift hennar á plötunni. Að minnsta kosti er kallast eitt lagið „Dear Ben“ þar sem Lopez syngur: „Ég elska þig, þú ert fullkominn, opin- berun drauma minna“. Einhvern veginn er hún trúverð- ugari sem Jenny úr hverfinu heldur en í þessari ástardellu. Lagið er hið sísta á plötunni og hefði mátt missa sín því nóg er af ástarjátningum þó að þetta hefði ekki ratað á plötuna. Lagið „All I have“ er hins vegar Lopez upp á sitt besta en það sam- einar hina dansvænu og væmnu Lopez. Lagið er vel heppnað og inn- legg LL Cool J gott. Að ósekju hefðu mátt vera fleiri hipp hopp-danslög á plötunni, ekki síst til að gera hana fjölbreyttari en galli er á This Is Me … Then hversu einsleit hún er. Platan stendur þó fyrir sínu, ekki síst fyrir aðdáendur Lopez, sem eru vægast sagt fjölmargir. Allavega er ekki líklegt að hún fæli neina frá sér í bráð og er ekki enn séð fyrir endann á heimsyfirráðum Jennyar.  Væmna stúlkan í hverfinu Jennifer Lopez This Is Me … Then Þetta er þriðja breiðskífa Jennifer Lopez en áður hefur hún gefið út On the 6 og J. Lo. Einnig hefur komið út diskur með endurhljóðblöndunum á lögum hennar. Epic Inga Rún Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.