Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ósk Vilhjálmsdóttir „Söfnin mættu marka sér skýrari stefnu – vera vog- aðri og leggja meiri metn- að í það að fylgjast með samtímanum.“ Ingólfur Arnarsson „Í raun held ég að umræð- an um málverkið hér á landi hafi mótast af hræðslu við nýjungar al- mennt en snúist ekki um þennan tiltekna miðil.“ Kristinn Hrafnsson „Eins og málin standa nú er lítill greinarmunur gerð- ur hér á milli þeirrar listar sem felur í sér raunveruleg verðmæti og handverks sem selt er dýrum dómum í nafni listarinnar.“ Einar Hákonarson „Svo virðist sem menn telji að málverkið hafi hætt að vera til um 1960 og endurspeglast lista- sögulegar yfirlitssýningar safnanna m.a. af þeirri hugmynd.“ MIKIÐ líf er í umræðuum myndlistarmál áÍslandi og eru þarmörg sjónarmið álofti. Á undanförnu ári hefur t.d. verið efnt til nokkurra málþinga þar sem fólk sem lætur sig myndlist varða hefur rætt saman og reifað hugmyndir um hvernig mætti leitast við að byggja hér upp faglegra umhverfi fyrir þessa listgrein og má ætla að sú umræða muni fara vaxandi á næstunni. Þar hefur komið fram margvísleg gagnrýni á núverandi ástand í safna- og sýningarmálum á Íslandi. Rætt er um að forsendur og hvatning fyrir myndlistarmenn að starfa hér séu litlar og að tækifæri til að byggja upp faglegt myndlistarum- hverfi sem byggðist á virkum tengslum við hið alþjóðlega svið myndlistar séu vannýtt. Hér vanti t.d. öflugan millilið fag- og fræðafólks sem sjái um að miðla myndlist til al- mennings og kaupenda og koma henni á framfæri í alþjóðlegu sam- hengi. Í viðtölum við áhrifamikið fólk af erlendum listavettvangi, s.s. Ólaf Elíasson myndlistarmann (Lesbók 29.9. ’01), Tessu Blackstone ráðherra lista í Bretlandi (Mbl. 12.5. ’02) og Richard Vine listgagnrýnanda hjá Art in America (Lesbók 10.8. ’02), hef- ur verið bent á mikilvægi listrænnar stefnumótunar sem kallist á við al- þjóðavæðingu listarinnar. Ljóst sé orðið að listheimurinn eigi sér í raun einn vettvang sem gangi þvert á landamæri og þar tali listamenn sama sjónræna tungumálið, þó svo að stað- bundin einkenni skapi ákveðin blæ- brigði. Sagðist Richard Vine t.d. telja að með markvissri stefnumótun og fjárfestingum gæti Reykjavík orðið fullgildur þátttakandi í hinum alþjóð- lega heimi myndlistar. Ólafur Elías- son hefur sett fram sams konar sjón- armið, auk þess sem hann vakti máls á mikilvægi þess að erlent fagfólk sem hingað leitaði eftir upplýsingum um íslenskt myndlistarlíf hefði að- gang að skrifstofu eða kynningarkerfi á vegum ráðuneytis menningarmála er annaðist slíka upplýsingastarf- semi. Það er jafnframt vert að minn- ast faglegra sjónarmiða Tessu Black- stone þess efnis að listir hafi hlutverki að gegna í öllum samfélögum sem eins konar frumafl í þjóðfélaginu er síðan nærir atvinnulífið og efnahag- inn. Þessu frumafli sé mikilvægt að hlúa að með markvissum hætti. Þá má ætla að almenningur hafi ekki farið varhluta af þeirri gagnrýni sem málarar af eldri kynslóð hafa sett fram á stefnu opinberra safna- og sýningarstofnana á sviði myndlistar. Nægir þar að vísa til opins bréfs Kjartans Guðjónssonar listmálara til borgarstjórnar þar sem hann sagðist hvergi fá inni með sýningu í opinber- um sölum. Hefur Kjartan verið meðal þeirra sem sett hafa fram það sjón- armið að málverkið og klassísk gildi í myndlist séu látin víkja fyrir einsleitri sýn forsvarsmanna myndlistarstofn- ana á það hvaða list eigi upp á pall- borðið. Þetta viðhorf hafa yngri myndlistarmenn og listfræðingar gagnrýnt og hafa harkalegar ritdeilur milli þessara aðila óneitanlega litað mjög umræðuna um myndlistarmál hér á landi. Morgunblaðið leitaði til nokkurra aðila er virkir eru á sviði listsköpunar eða faglegra starfa í ís- lenskum myndlistarheimi eftir sjón- armiðum þeirra um það ástand sem ríkir í safna- og sýningarmálum á sviði myndlistar hér á landi. Þá var rætt við safnstjórana Ólaf Kvaran hjá Listasafni Íslands og Eirík Þorláks- son hjá Listasafni Reykjavíkur um fjölmörg þeirra gagnrýnissjónarmiða sem fram hafa komið á safnaumhverf- ið að undanförnu. Áhrif listfræðinga Einar Hákonarson er meðal þeirra listmálara sem komið hafa fram með gagnrýni á íslenskt safna- og sýning- arumhverfi. Sjálfur hefur Einar starf- rækt sýningarsalinn Hús málaranna við Eiðistorg, og lýsir hann starfsem- inni sem nokkurs konar griðastað málara í listaumhverfi sem hafni mál- verkinu og virði íslenska myndlistar- sögu að vettugi. Telur Einar þá list- fræðinga sem starfi við opinberar listastofnanir stuðla að útilokun ákveðins hóps listamanna og taka hlutdræga afstöðu til þess sem hann vísar til sem grimmrar rimmu milli þeirra sem mála og hinna svokölluðu „konsept“- eða hugmyndalistamanna, þótt ljóst megi vera að hugmyndir liggi einnig að baki málaralistinni. „Flestir listfræðingar sem stýra op- inberum sýningarsölum virðast hafa sömu sýn á hvað teljist list. Ekki þarf annað en að skoða sýningu Listasafns Íslands sem nú stendur yfir til að fá hugmynd um hvers konar list er þeim þóknanleg og hefur sú einsýni orðið til þess að stórum hópi manna sem sannað hafa gildi sitt með ævistarfinu er ýtt út í ystu myrkur og verk þeirra ekki keypt eða sýnd af opinberum að- ilum. Því má segja að söfnin standi ekki undir þeirri lagaskyldu að gefa sem réttasta mynd af íslenskri mynd- listarsögu,“ segir Einar og bætir við að hann og margir fleiri líti þannig á að vísvitandi sé verið að falsa íslenska myndlistarsögu. „Ég hef ítrekað ósk- að eftir skýringum á starfsháttum Listasafns Íslands frá forstöðumanni þess og þeirri söguskoðun sem birtist í innkaupum og sýningarhaldi safns- ins þegar sýning á myndlist tuttug- ustu aldar var haldin, en ekki fengið svör enn. Svo virðist sem menn telji að málverkið hafi hætt að vera til um 1960 og endurspeglast listasögulegar yfirlitssýningar safnanna m.a. af þeirri hugmynd. Hvar eru verk mál- ara á borð við Magnús Kjartansson, Sigurð Örlygsson, Björgu Þorsteins- dóttur, Gunnar Örn, Jón Reykdal, Þórð Hall og Jóhönnu Bogadóttur? Svo ekki sé minnst á eldri kynslóð málara á borð við Jóhannes Geir. Þá standa menn eins og Kjartan Guð- jónsson frammi fyrir því á efri árum að fá hvergi að sýna, og erum við að upplifa það að umsóknum okkar um stærri sýningarsali er hvarvetna hafnað af þröngsýnum listfræðingum sem setið hafa allt of lengi á sama póstinum.“ Einar segir þá þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár, í þá átt að listasöfnin fylgi afmörkuðum sýningarstefnum slæma, hún hafi fært of mikil völd til listfræðinga og leitt til miðstýringar í viðhorfum til lista hér á landi. Sjálfur gegndi Einar hlutverki listræns ráðgjafa Kjarvals- staða á árum áður um stuttan tíma. „Það er vert að minna á að Kjarvals- staðir voru upphaflega byggðir að frumkvæði listamanna eftir að gamli listamannaskálinn við Austurvöll var rifinn. Eftir að Gunnar Kvaran tók við stjórn safnsins kom hann á þeirri ójafnaðarreglu að listamönnum væri aðeins boðið að sýna þar. Með því lok- aði hann sýningarsölunum á Kjar- valsstöðum fyrir umsóknum og hefur Eiríkur Þorláksson, núverandi safn- stjóri, fylgt þeirri stefnu dyggilega eftir, þrátt fyrir að sýningarrými safnsins hafi aukist mjög mikið með tilkomu Hafnarhússins. Það er í lög- um flestra opinberra sýningarsala og listasafna að forstöðumenn séu ráðnir í stutt tímabil, þ.e. 4–5 ár í senn, en hér sitja menn í allt að tvö til þrjú tímabil, sem gengur þvert á hug- myndina um einvald í stuttan tíma.“ Einar telur það rétt að snúa við þróuninni og opna eitthvert stóru op- inberu safnanna aftur fyrir umsókn- um listamanna. „Ég myndi leggja til að vestursalur Kjarvalsstaða yrði opnaður fyrir umsóknum listamanna um að leigja þar sýningaraðstöðu. Til þess að hafa þetta dálítið lýðræðislegt mætti skipa þriggja manna nefnd leikmanna, myndlistarmanna og þess vegna einhverra listfræðinga sem sæi um að afgreiða umsóknir. Endurnýj- un þyrfti síðan að vera mjög ör í þess- ari nefnd og væri best að skipt væri út fólki árlega. Þetta myndi tryggja það að gæðin yrðu há, komið yrði í veg fyrir að listapólitísk sjónarmið yrðu allsráðandi og myndlistarmenn ættu greiðari aðgang að sæmandi sýning- arsal,“ segir Einar Hákonarson. Kreppa safnanna í nútímanum Margrét Elísabet Ólafsdóttir fag- urfræðingur ritaði grein í Morgun- blaðið fyrir nokkru og sagði tíma til kominn að beina umræðunni um ís- lenskt myndlistarumhverfi að öðru en „karpi um hver fái að sýna og hvort sé betra málverk eða konsept“. Margrét gegndi um tíma stöðu sem deildar- stjóri við Listasafn Íslands og telur hún að margt megi betur fara í áherslum og rekstri leiðandi lista- stofnana á vegum hins opinbera. Tel- ur hún að nokkuð skorti á að opinber listastofnun á borð við Listasafn Ís- lands sé virkur þátttakandi í hinni lif- andi listsköpun, og því sem er í gerjun á hverjum tíma. Margrét telur stóru listastofnanirnar hér starfa mjög í anda hins hefðbundna hlutverks lista- safna, sem fram til síðustu áratuga hafi haft tilhneigingu til að standa ut- an við vaxtarbroddana og hræring- arnar í listsköpuninni, og umfaðma aðeins það sem hlotið hafi viðurkenn- ingu annars staðar og í tímans rás. „Listasafn Íslands hefur fyrst og fremst lagt áherslu á að halda reglu- legar sýningar á safneign sinni. Það er auðvitað nauðsynlegt að almenn- ingi sé veittur aðgangur að myndlist- arhefðinni, en á meðan ekki er hér starfandi stofnun sem sinnir nýjum og ferskum straumum myndlistarinn- ar á markvissan hátt, má spyrja hvort þjóðarlistasafn í svo litlu samfélagi eigi að marka sér eingöngu svo þröngt starfssvið.“ Margrét segir hina hefðbundnu stöðu listasafna hafa verið í mikilli endurskoðun undanfar- in ár, og leitist stjórnendur safna þar við að bregðast við ákveðinni kreppu sem söfnin hafi staðið fyrir í samtím- anum. „Stjórnendur margra safna hafa verið að átta sig á því að á tímum Hlúa þarf að hinni virku listsköpun Margrét Elísabet Ólafsdóttir „Stjórnendur margra safna hafa verið að átta sig á því að á tímum aukins hraða og áreitis í menningar- neyslu þurfi þeir að keppa um athygli almennings.“ Edda Jónsdóttir „Það virðist ekki ríkja hér skilningur á því hversu mikilvæg menningarkynn- ing það er fyrir þjóð að taka þátt í listakaup- stefnum. Þær eru mikil- vægt tækifæri til að gera íslenska listamenn sýni- lega á markaðstorgi mynd- listarinnar í heiminum.“ Af menningarástandi Það umhverfi sem listsköpun er búið í hverju sam- félagi fyrir sig getur haft mótandi áhrif á þá mynd sem listalífið tekur á sig. Á undanförnum árum hefur myndlistarlífið í heiminum tekið stakkaskiptum og hafa nágrannaþjóðir á borð við Breta og Skandinava verið að átta sig á mikilvægi þess að listsköpun sé búið lífvænlegt umhverfi með markvissri stefnumót- un af hálfu stjórnvalda. Hér á landi hefur umræða verið áberandi að undanförnu meðal þeirra er láta sig myndlist varða, um það hvernig byggja mætti upp faglegra umhverfi fyrir þessa listgrein. Þar hafa kom- ið fram margvísleg sjónarmið og ekki síður gagnrýni á þær opinberu listastofnanir sem hér starfa. Heiða Jóhannsdóttir ræddi ítarlega við nokkra aðila er virkir eru á ólíkum sviðum í íslenskum myndlistar- heimi og leitaði eftir sjónarmiðum þeirra um það ástand sem ríkir í myndlistarumhverfinu hér á landi og hvað mætti þar betur fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.