Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 11 vissulega kostar það sitt að koma út fimm diskum. Þeir sem studdu mig í því verki fá sitt til baka.“ Fyrirtækið 1001 nótt er til húsa að Garðastræti 37 í Reykjavík. „Við er- um í einu litlu herbergi og það er mjög þröngt um okkur. Að vísu er þetta betra húsnæði á sumrin, því við erum með stórar svalir. Í upphafi var þetta í lagi, en fyrirtækið hefur stækkað hraðar en ég gerði ráð fyrir. Ég ætla að skipta því upp á nýju ári. Annars vegar verður fyrirtæki sem einbeitir sér að alhliða útgáfustarf- semi, tónleikahaldi og leikhústengd- um verkefnum. Þar ætlum við að líta fremur til gæða en magns. Það segir sig sjálft að þegar gefnir eru út 130 íslenskir diskar fyrir jólin er ýmis- legt á ferðinni sem á ekkert erindi á markaðinn. Hitt fyrirtækið mun einbeita sér að markaðs- og hönnunarstarfi og þar ætlum við að bjóða upp á ýmsar nýjungar. Fljótlega á nýja árinu ætl- um við að kynna nýjar og spennandi hugmyndir, en þær eru leyndarmál enn sem komið er.“ Opinn fyrir öllum góðum hugmyndum Aðspurður hvort hann ætli líka að hasla sér völl í bókaútgáfu segir Samúel að það komi alveg til greina. „Ég er opinn fyrir öllum góðum hug- myndum, áhugaverðu efni frá áhugaverðu fólki. Mér finnst eðlilegt að fara á fleiri svið útgáfu og sam- nýta dreifingarleiðir. Norðurljósa- leiðin, þar sem fyrirtækið á líka miðl- ana sem kynna útgáfuna, er mér ekki að skapi. Þá eru menn komir út fyrir samkeppnina.“ Samúel segist alltaf hafa haft áhuga á tónlist, hann lærði á píanó í nokkur ár og segist eiga gott með að átta sig á hvaða tónlist sé líkleg til að höfða til fjöldans. „Ég hef alltaf verið fylgjandi því að listamenn séu trúir sér og sannfæringu sinni og ég reyni að fylgja sömu reglu. Sannfæringin skilar manni lengst.“ Sigurður Hrannar Hjaltason, Jó- hannes Kjartansson og Vilhjálmur Vilhjálmsson byrjuðu með Samúel í fyrirtækinu. Jóhannes hvarf aftur til náms í haust og Vilhjálmur sneri sér að öðrum verkefnum enda á leiðinni til útlanda. Síðar bættust við þau Bjarni Helgason, grafískur hönnuð- ur, Halla Kristjánsdóttir, fjármála- stjóri fyrirtækisins, og nýjasti starfsmaðurinn er markaðsmaður- inn Ásgeir Ólafsson. Það mun ekki vera skilyrði að vera Verzlunar- skólagenginn til að fá vinnu hjá fyr- irtækinu, þótt fyrstu starfsmennirn- ir hafi allir komið þaðan. „Við höfum haft mikið að gera síðustu mánuðina og vissulega hefur álagið verið tölu- vert. Sem betur fer hefur vinátta okkar samstarfsmannanna þolað álagið og þetta hefur gengið ótrúlega vel, sérstaklega með hliðsjón af því hvað ég er þrjóskur. Þar sem ég vil gjarnan ganga í öll verk hefur reynst erfitt að láta samstarfsfólkið um að sinna sumum störfum, en það hef ég lært á þessu ári, enda verður annað fólk að fá að spreyta sig þótt ég hafi fastmótaðar hugmyndir um hvernig eigi að gera hlutina. Það var dálítil kúnst að læra að vera stjórnandi.“ Samúel segir að eftir fyrsta sumar fyrirtækisins hafi hann séð að reynsluleysi var helsti veikleiki fyr- irtækisins og meiri en hann hefði trúað að óreyndu. „Það hefur verið í þróun og núna eftir áramótin verður fyrirtækið skipað afar reynslumikl- um og duglegum hópi starfsfólks á sínum sviðum. Ég og hinir hörku- duglegu félagar mínir sem störfuðu hjá 1001 nótt í sumar lærðum samt ótrúlega mikið á samstarfinu og af því að gera allt í fyrsta skipti. Sá skóli mun nýtast okkur ævilangt.“ Lögfræðiheimspeki og markaðsfræði Þrátt fyrir að Samúel hafi stofnað fyrirtæki og látið til sín taka í útgáfu- málum á nýliðnu ári hyggur hann á framhaldsnám. „Ég ætla að fara í há- skóla næsta haust, en verð þá að fara til útlanda því annars myndi ég ekki ná að slíta mig frá fyrirtækinu og sinna náminu. Mig langar mikið í lögfræðiheimspeki með alþjóða- markaðsfræði sem aukafag og er bú- inn að finna tvo skóla, annan í Eng- landi og hinn í Bandaríkjunum, þar sem ég get hugsað mér að stunda nám. Ef ég ætla að halda áfram að hrinda hugmyndum mínum í fram- kvæmd er ekki endilega mikilvægast að hafa viðskiptafræðimenntun. Ég get hæglega ráðið fólk með þá menntun. En stjórnandi, eða frum- kvöðull, þarf að standa sig í mann- legum samskiptum og reyna að vinna af almennri skynsemi. Nú eru stjórnendur með menntun í heim- speki eða sagnfræði, með viðskipta- fræði að auki, eftirsóttir. Sú þróun er til dæmis greinileg í Bandaríkjunum. Slíkir stjórnendur eru taldir geta séð hluti frá fleiri sjónarhornum en þeir sem eingöngu fást við viðskiptahlið- ina. Ég hef stundum velt fyrir mér öryrkjamálinu fræga í þessu sam- hengi. Í því máli myndaði fólk sér oft skoðanir út frá einstaka upphrópun- um. Geta ekki allir sett sig í þau spor að lenda í hjólastól og eiga þeir þá ekki þau sjálfsögðu mannréttindi að geta séð fyrir sér sjálfir, án tillits til tekna maka? En á hinn bóginn, er ekki eðlilegt að nýta skattpeningana á sem skynsamlegastan hátt og að þeir njóti þeirra sem á þurfa að halda? Eiga þeir sem eiga tekjuháan maka að fá sömu greiðslur af al- mannafé og hinir, sem engan slíkan bakhjarl eiga? Þarna eru sterk rök á báða bóga og þetta er það sem góður stjórnandi þarf að fást við, að líta á öll sjónarmið og vinna út frá þeim.“ Háskólamenntun Samúels veltur nokkuð á því hvernig til tekst að finna fólk til að reka fyrirtækið í fjar- veru hans. „Ef ég fæ traust fólk til að stýra þessu get ég farið í nám. Svo er auðvelt að nýta Netið, skreppa heim í styttri ferðir og á sumrin. Ég stefni alla vega enn að því að fara í fram- haldsnám næsta haust.“ Verzlunarskóli Íslands gaf honum ágætan grunn að byggja á, þótt hann sé ekki alsæll með þá menntun sem boðið er upp á hér á landi. „Verzló er alveg áreiðanlega mjög fínn fram- haldsskóli og betri en aðrir hér á landi, þótt ég hafi ekki samanburð- inn, en mér finnst ekki gerðar nógu miklar kröfur til nemenda í skóla- kerfinu. Fólk fær meira að segja þrjár tilraunir til að ná prófum, ef á þarf að halda. Svo skrá 900 manns sig til náms í viðskiptafræði í Há- skólanum en innan við 200 mæta í próf. Þetta er ein ástæða þess metn- aðarleysis sem ríkir almennt, fólki finnst svo sjálfsagt að lífið sé létt. Ef við pössum okkur ekki eigum við eft- ir að missa öll störf hér á landi til þeirra sem nenna að vinna og líta ekki svo á að það sé ekki þeim sam- boðið að gegna ákveðnum störfum. Nú er þegar svo komið að fiskvinnslu er haldið uppi af hörkuduglegum Pólverjum, sem nenna að vinna störfin sem við þykjumst of merkileg til að vinna.“ Kosningar eiga að vera persónubundnar Samúel segist hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, en er lítt hrifinn af ís- lenska flokkakerfinu og segist ekki hallur undir einn flokk öðrum frem- ur. „Fólk er ekkert að kjósa Sjálf- stæðisflokk eða Samfylkingu, heldur Davíð eða Össur. Við eigum að horf- ast í augu við þetta og gera fólki kleift að velja einstaklinga, ekki flokkslista. Björn Bjarnason, Davíð Oddsson og Pétur Blöndal eiga ekk- ert endilega heima í sama flokki, svo dæmi séu tekin. Ég myndi líka vilja sjá önnur viðhorf manna til starfa á Alþingi, þeir virðast líta á þetta sem æviráðningu og verða reiðir þegar þeir detta út af listum í prófkjörum. Þetta starf á að vera tímabundið, fólk á að koma til starfa vegna þess að það hefur þörf á að láta til sín taka og vilja til að breyta einhverju. Ef það nær engum árangri á einu eða tveimur kjörtímabilum á það að hverfa á braut og hleypa öðrum að. Þarna á að vera sífelld endurnýjun, því þingmennska er ekki venjulegt starf sem fólk sinnir í áratugi og fer svo á eftirlaun. Þannig á það alla vega ekki að vera. Og það er líka hægt að gera svo ótalmargt til að gera stjórnsýsluna skilvirkari. Skrif- ræði fer alveg óendanlega í taugarn- ar á mér.“ Völdin á gólfinu Samúel segist hafa áttað sig á að þau fyrirtæki nái bestum árangri sem nái að halda völdum hjá almenn- um starfsmönnum, þótt fyrirtækið stækki. „Starfsmaðurinn á gólfinu á að geta svarað viðskiptavinum án þess að bera alla hluti undir yfir- menn sína. Þetta vantar nú ansi oft hjá ríkisfyrirtækjum og hjá of mörg- um einkafyrirtækjum. Stór hluti vandans er að fólk ber enga virðingu fyrir vinnunni sinni og það virðing- arleysi fer hraðvaxandi, ekki síst með minni kynslóð. Afköstin verða lítil, því fólki er alveg sama um vinn- una og leggur engan metnað í hana. Auðvitað er þetta að hluta bundið launum, en höfuðvandinn er sá að fólk lítur ekki á sig sem hluta af fyr- irtækinu. Sölumaðurinn veit ekkert hvaða máli hans vinna skiptir fyrir fyrirtækið og gerir sér ekki grein fyrir hvort vinna hans stendur undir kostnaði fyrirtækisins við að hafa hann á launaskrá. Honum er alveg sama um afkomu fyrirtækisins, því þetta er bara vinnan hans. Svona af- staða er skelfileg, bæði fyrir fyrir- tækið og starfsmanninn sjálfan. Auðvitað er duglegt starfsfólk á hverju strái, en ég held að dýrtíðina hér á landi megi að stórum hluta rekja til þess að framleiðni er ekki nóg og það má svo aftur rekja til þess að fólk hefur engan metnað til að sinna störfum sínum vel og fær jafnvel litla sem enga þjálfun til þess.“ Allt gott að vestan Samúel er Vestfirðingur, ættaður úr Djúpinu, sonur Svönu Sam- úelsdóttur og Kristjáns Bjarndal Jónssonar. Hann er einkasonur móð- ur sinnar, en á fimm hálfsystkin samfeðra. „Ég fór alltaf vestur á sumrin, en þeim heimsóknum hefur fækkað með árunum. Systir mömmu, Hrafnhildur Samúelsdótt- ir, og hennar fjölskylda búa í Hnífs- dal og Sigurjón bróðir hennar á Hrafnabjörgum, þar sem Samúel afi minn bjó. Það eru trúarbrögð að vera að vestan. Mér hefur verið sagt frá bernsku að allt gott sé af Vest- fjörðum, hvort sem það er matur eða mannfólk, og er nú farinn að trúa því.“ Sú sem hefur innrætt drengnum þennan sannleika er Svana móðir hans, starfsmaður Landsbanka Ís- lands í áratugi. „Við höfum alltaf bú- ið tvö saman í Kópavoginum, við mamma. Hún hefur kennt mér næst- um allt sem ég kann, er algjör snill- ingur og besti vinur minn. Það allra versta við vinnutörnina núna fyrir jólin var að ég gat ekki bakað pip- arkökuhús með mömmu eins og ég er vanur að gera, og skreytt íbúðina hátt og lágt. Það var dálítið erfitt fyrir jólabarn eins og mig.“ Samúel bætir því við að þau mæðginin séu aldeilis ekki ein á báti, því Ásdís móðursystir hans og henn- ar fjölskylda búi í Garðabæ og alltaf hafi verið mikill samgangur á milli heimilanna. „Þetta eru tvö heimili, en ein fjölskylda. Þau hafa alltaf vilj- að allt fyrir mig gera.“ Vandfundin lygna Fyrirtækið 1001 nótt er ekki nema átta mánaða gamalt, en Samúel er inntur eftir því hvenær hann reikni með að reksturinn verði kominn á lygnan sjó. „Er einhvers staðar lygn sjór í þessum bransa?“ spyr hann á móti. „Ég held alltaf að nú sé verk- efnum að ljúka, en þá bætast bara ný við. Þetta er alltaf hörkuvinna.“ forstjóri Framkvæmdastjórinn Samúel Kristjánsson þriggja ára árið 1984. ’ Ég hef mikinnáhuga á útgáfu- málum og vil helst starfa við úrvals söngleiki, tónleika og annað menning- artengt, en fyrir- tækið verður að sinna ýmsu öðru, því við höfum ekki bolmagn í slíkt starf eingöngu. ‘ ’ Ég er nú enginnstórforstjóri og hef það mottó að biðja starfsfólkið ekki að vinna þau verk sem mig lang- ar ekki sjálfan til að vinna. ‘ rsv@mbl.is Samúel og móðir hans, Svana Samúelsdóttir, í sumarfríi í Danmörku 1997. Með frænku sinni, Guðrúnu Árdísi Össurardóttur, í sumarbústað Ásdísar móðursystur á Miðhúsum í Reykhólahreppi. Samúel ætlaði sér alltaf að verða arkitekt og teiknaði bústaðinn þegar hann var 12 ára. Móðursystur hans leist vel á teikningarnar og byggði bústaðinn eftir þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.