Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 35
enginn vissi hvar ég var í heim- inum. Ég á fjórar sonardætur sem ég verð að hvetja til að standa á sínu. Það verður erfiðara ef það er ekkert land, ekkert draumaland því Ísland er svo yfirþyrmandi í sínum raunveruleika að eina leiðin til að upplifa það er að opna fyrir veröld draumsins. * * * Það á ekki bara að taka af okkur land en líka tilfinningar. Að skamma fólk fyrir að hafa tilfinn- ingar til landsins síns er svipað og veitast að lögfræðingi fyrir að beita lagabókstaf í dómsmáli en hvað um það, við settumst niður og reikn- uðum djöfulinn ráðalausan en það skiptir engu, það er búin til ný gáta í hvert sinn sem hún er leyst. Það á kannski að reyna að plata okkur til að finna lausnarorðið pólitík. En þar á undan kemur hrákasmíð, leið- indi, endalaus hringorða sem eru svipt merkingu sinni með valdboði um leið og þau eru sögð. Þessi um- ræða um tilfinningarnar er einstök. Í sjúkum samböndum þykja tilfinn- ingar hættulegar af þeirri einföldu ástæðu að þær hafa þann eiginleika að geta sagt satt. Tilfinningar haga sér einsog öldur og á hápunktinum opnast fyrir innsæið. Þegar ég var lítil trúði ég því að heimurinn myndi hrynja ef ég færi að gráta. Ég var föst í hetjuhlutverki sem fólst í því að vera stór og sterk og hafa ekki tilfinningar. Ef ég hefði farið að gráta hefði ég orðið mann- eskja. Manneskjan á hjartað sam- eiginlegt í Súdan og Grímsnesinu en mótar sína persónu eftir upplagi, erfðum og umhverfi. Persónuein- kenni verða til. Við verðum sérstök, heimur okkar og það sem við höfum að segja. Við lifum prívat lífi, sú dulúð er nauðsynleg aukþess sem þjóðfélagsaðstæður spila inní. Per- sónan er sérstök, það er hennar orka og hefur ekki alltaf verið vel séð. Við höfum þörf fyrir að móta umhverfið, heimili eða íþróttafélag. Hverdagslífið er mikilvægt og það öðlast næstum trúarlegt vægi. Þessvegna berjumst við fyrir því, spjöllum um það, hlúum að því. Það er hversdagslegt sjálfsagt mál fyrir okkur Íslendinga að eiga þetta há- lendi. Halldór Laxness sagði: Töframaðurinn er sá sem lætur vinninginn liggja. Hálendið hefur alltaf verið þarna, það er þarna og við viljum að það verði þarna áfram. Ekki af því að það sé eitt- hvað svona rosalega sérstakt, þetta er bara hálendið okkar. Auðvitað er ekkert hversdagslegt að fara þang- að, við tökum okkur frí og upplifum hátíðastundir. En það er hvers- dagslegt að því leyti að það er part- ur af lífi okkar. En það hvílir svo þungt pólitískt farg yfir málinu að við verðum að skoða persónulegar leiðir. Persónuleg umræða er jafn vandmeðfarin og sú málefnalega en í þjóðfélagi þarsem velmegun hefur leitt til meira frelsis og persónan öðlast svigrúm til að stíga fram úr hinum gráa massa sem hefur barist í bökkum gegnum aldirnar, er eðli- legt að hún opni munninn og segi eitthvað persónulegt. * * * Hvað er svona merkilegt við þetta hálendi? Ég veit það ekki en mér finnst gaman að fóta mig í skriðunni, vaða ár, finna uppgöngu- leiðina. Og ég hef fengið orku á há- lendinu sem tengist trúarlegri skynjun og kynhvötinni. Ég er ekki að segja að ég trúi á stokka og steina, siðfræði trúarinnar er mik- ilvæg en ég hef séð guð á bak við stein á Sprengisandi, hann hefur vaggað mér í svefn í Vonarskarði og ég finn tilfinningar sem ég tengi trú einsog gleði, lotningu, auðmýkt, ég hef fengið vitranir sem minna á trúarlega upplifun einsog þegar uppúr mér kom ósjálfrátt söngur þegar ég sá Dettifoss, ég stóð dol- fallin á brúninni, svo fæddist söng- ur í líkamanum og ég söng og söng, þetta er trúarlegt að því leyti að guð einsog ég skil hann, tekur við þegar maður gefur eftir, þá er það hann sem stjórnar, þessi söngur sem kom uppúr mér gat alveg eins verið guð, eða tónlist sem kom mér í opna skjöldu þegar ég flýði í skjól til þess að heyra öræfaþögnina sem ég hafði heyrt talað svo mikið um, og allra síst bjóst ég við því að ég rithöfundurinn með nánast enga tónlistargáfu heyrði tónlist, og fyllt- ist þakklæti, það var einsog óvirkt skynfæri hefði opnast, þakklæti er einmitt trúarleg tilfinning. Um kyn- hvötina er það að segja að eftir fjögurra daga göngu yfir Kjöl að Hveravöllum reiknast mér til að hún hafi aukist í hverju skrefi. * * * Afhverju er verið að græta Jónas Hallgrímsson. Það er vegna þess að við tökum ekkert mark á skáldum, þeim er bara hossað og hampað. Halldór Laxness gaf okkur Ísland aftur. Björk sprettur hér upp eftir þúsund ár og syngur ég er Ísland í hverju orði. Afhverju er Guðmund- ur Páll Ólafsson ekki ráðgjafi í há- lendismálum? Það er svipað og hafa Eið Smára ekki með í landsliðinu. Ég hélt að við værum söguþjóð en hef komist að því að við erum grúskþjóð. Í þúsund ár höfum við setið í keng og grúskað. Öðru hverju réttum við úr bakinu og sungum. Það var þegar huldukonan kallaði. Sagnaritun er hluti af grúskinu en annars grúskuðum við í jörðinni, veðrinu, lögunum, lækn- ingum, guði og stjörnunum, hand- verkinu. Nú er að koma okkur í koll að við eigum ekki góða stjórnmála- menn og spurning með bissniss- mennina. Kárahnjúkavirkjun er hvorki bissniss né pólitík. Hún er bara rugl. Bissnissmenn höfðu vit á að bjóða ekki í virkjunina á frjáls- um markaði en hafa ekki skipt sér af umræðunni. Það væri forvitnilegt að vita hverskonar bissniss þeir sjá í sambandi við hálendið ef þeir láta bissnisssjónarmið ráða. Stjórnmála- menn geta verið góðir í að rekast í málum, góðir samningamenn, góðir í ná sambandi en það sem setur þá á mælikvarða heimsins er þegar þeir hrinda í framkvæmd óvæntum og djörfum hugmyndum. Hugmynd Jóns Sigurðssonar og Fjölnismanna að mennta bændur og virkja þá í baráttunni verður að teljast galin, líka sú hugmynd Jóns að Ísland væri ekki hluti af konungsríkinu Danmörku heldur fann hann út samkvæmt gömlum lögum að við værum aðeins í konungssambandi við Dani sem skulduðu okkur þá bætur. Og Danir spurðu hve mikið! Að lítil nýlenda leyfi sér að rífa því- líkan kjaft og komast upp með það er auðvitað galið. Lúðvík Jósepsson sýndi hugmyndafræðilega djörfung þegar hann færði landhelgina út í 12 mílur og seinna 50 mílur og stóð einn í ríkisstjórninni sem fannst það ekki tímabært en útfærslan varð til þess að við fengum sjálf- stæði á miðunum fyrr en ella. Þótt þjóðin vildi 12 mílur árið 1958 var galið að framkvæma það útfrá stöðu íslenskra stjórnmála og sam- skipta okkar við umheiminn en það gekk. Mér skilst að Ingibjörg Sól- rún eigi þennan styrk og sé helsti hugmyndafræðingur að þeirri til- raun að sameina vinstri menn sem er með merkilegri stjórnmálaað- gerðum á síðustu öld. Stjórnmála- maður sem gerði hálendið að þjóð- garði og úthýsti stóriðjustefnunni úr landinu yrði líka talinn galinn en það væri hugmynd sem skapaði okkur algjöra sérstöðu í heiminum. Hér gæti sprottið upp menningar- og vísindalegt samfélag sem teygði sig inní búskap og fiskveiðar. Það er auðveldara að hleypa stóriðjunni að, hitt reynir á frumkvæðið. Það hefði verið auðveldara fyrir Jón Sigurðsson að berjast ekki fyrir sjálfstæði Íslands en hvaða Ísland var það? * * * Gegnum aldirnar hefur verið til fólk sem virðist ekki hafa verið bundið þeirri sjálfsmynd að vera Ís- lendingur en sett sig í stærra sam- hengi. Kona á Hornströndum sem var fædd á þarsíðustu öld var sem lítil stúlka bundin í fjárhúsinu þeg- ar hún hafði gert eitthvað af sér. Fjárhúsið stóð í fjörunni og þar gætti sjávarfalla. Svo giftist hún, eignaðist jörð og tíu börn, hún missti jörðina og þrjá syni sína í sjóinn, bjó í bragga og blokk í Reykjavík og vann við skúringar. Þegar hún varð gömul og fór á elli- heimili heimsótti dóttursonur henn- ar hana um það leyti sem lent var á tunglinu. Henni var mikið niðri fyr- ir og hreytti út úr sér: Nú er helv. Ameríkaninn búinn að spora út tunglið. Hún hefur haft mynd af sér sem jarðarbúa og kannski alheims- búa. Kannski varð tunglið vinur hennar þær nætur sem hún stóð bundin í fjárhúsinu og sjórinn flæddi yfir fætur hennar, það glitti í það gegnum rifu og gaf henni styrk til að þrauka. Styrk til að vera ann- að en lítil telpa á Íslandi ofurseld óréttlætinu. Það er mynd á bak við allt. Þegar lið sigrar í fótbolta hefur það mynd sigurvegarans bak við sig. Við þraukuðum hér í þúsund ár því við höfðum mynd manneskjunn- ar á bak við okkur, manneskjan þraukar, en við áttum sérstakt líf því við höfðum mynd Íslendinga- sagnanna bak við okkur. Og bjugg- um yfir stærri fjársjóð því í villtri náttúru hverfa myndir og orð. Til verður ástand eða upplifun sem kemst næst því að segjast með orð- inu: Að vera. Það er kraftur augna- bliksins. Augnablikið er perla í festi eilífðarinnar. Við höfum þekkt þetta orðlausa, formlausa ástand. Enda eru orð og myndir bara verkfæri. Kraftur og áræði okkar er til komið af því að við gátum komist bak við myndina og sagt: Mér er sama þótt ég sé Íslendingur, ríkur eða fátæk- ur, veikur eða heilbrigður, karl eða kona, ég ætla að gera þetta. Stund- um dugar ekkert annað en að hafa Dettifoss á bak við sig. Dettifoss er. Við eigum land sem gerir okkur að meira en Íslendingum. Land sem er meira en land. * * * Hvað gerist þegar maður er? Þá kemur friður og friður er upp- spretta. Maður hættir að dæma, hættir að finnast, hættir að vita, maður bara er. Sameinast kannski uppsprettu heimsins sem er kær- leikurinn. Þegar einn sona minna var fimm ára og kom heim vestan úr Aðalvík þar sem hann hafði klifr- að á fjöll, farið í berjamó og veitt í vatninu sagði hann við mig kvöldið: Mamma, ég elska Aðalvík. Hann var ekki viss um að orðin gætu tjáð tilfinningar hans svo hann léði röddinni aukinn hita og kraft. Kannski gæti ég aldrei skilið þetta samband til fulls en það forðaði mér ekki frá því að virða það. Hann hafði upplifað eitthvað annað og persónulegra en daglegar athafnir hans gáfu til kynna. Og ég uppgötv- aði þegar ég rifjaði upp þessa sögu að í upphafi hefur það verið náttúr- an sem hefur kallað á hann með nafni og sagt: ég elska þig. Höfundur er rithöfundur. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 35 Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 Frönskunámskeið Innritun 2. - 10. janúar Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna Taltímar Einkatímar Námskeið fyrir börn. Viðskiptafranska Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820 Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Upplýsingar í símum 552 3870 og 562 3820 Námskeiðin hefjast 13. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.