Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR BRYNÞÓRA BÖÐVARSDÓTTIR, sem lést fimmtudaginn 19. desember, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 13.30. Bjarnfinnur Hjaltason, Erna Jónsdóttir, Ingunn Hjaltadóttir, Agnar Friðriksson, Rannveig Hjaltadóttir, Jónas Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kær bróðir okkar og frændi, HERBJÖRN BJÖRGVINSSON, Ásvegi 26, Breiðdalsvík, lést aðfaranótt 25. desember. Jarðarförin fer fram frá Heydalakirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.30. Aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 30. desember kl. 13.30. Hólmfríður Davíðsdóttir, Fritz Bjarnason, Ófeigur Sigurðsson, Jónína Þórðardóttir, Þórey Sigurðardóttir, Hafliði Sævaldsson, Sigríður Sigurðardóttir, Grétar Óskarsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Borgþór Yngvason, Auður M. Sigurðardóttir, Magnús Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR GUNNLAUGSDÓTTUR frá Reynihólum, síðast til heimilis í Víðinesi. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana með hlýhug og virðingu síðustu árin. Gunnlaug Björk Þorláksdóttir, Ólafur Þórðarson, Bjarney Gísladóttir, Helga Þórðardóttir, Svavar Júlíusson, Bergljót Þórðardóttir, Katla Þórðardóttir, Ingi Þór Jóhannesson, Heiðrún Bára Jóhannesdóttir, Sigurður Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG BÁRA ÓLAFSDÓTTIR, Frostafold 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 23. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 6. janúar kl. 13.30. Sigurmundur Guðmundsson, Guðfinna Elsa Haraldsdóttir, Sigríður Svansdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson og barnabörn. ✝ Guðrún HelgaBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 6. janúar 1950. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut aðfaranótt 22. desembers síðastlið- ins. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Guð- jónsson og Vilborg Bjarnfreðsdóttir. Systkini hennar eru Hansína Ósk Lárus- dóttir, búsett í Reykjavík, Arnheið- ur Lindsey, búsett í Reykjavík, og Kristinn Ásmunds- son, búsettur á Selfossi. Bjarni Guðjónsson lést þegar Guðrún Helga var á fyrsta ári, seinni maður Vilborgar var Ás- mundur Siggeirsson sem var fóst- urfaðir Guðrúnar Helgu. Guðrún Helga eignaðist dótt- urina Helmu Hreinsdóttur, f. 12.6. 1967, sem var ættleidd. Síðan gift- ist hún Birni Fossdal og áttu þau Vil- borgu Ásu, f. 30. október 1970. Eigin- maður hennar er Reynir Ólafsson og eiga þau þrjú börn, Guðrúnu Helgu, f. 5. mars 1988, Elísa- betu Söru, f. 25. júní 1990, og Ólaf Garð- ar, f. 17. janúar 2001. Seinni maður Guðrúnar Helgu var Jakob Páll Sigur- björnsson, þau slitu samvistir, með honum átti hún Soffíu Hrönn, f. 3. des. 1974, sambýlis- maður hennar er Steinar Örn Magnússon. Útför Guðrúnar Helgu verður gerð frá Keflavíkurkirkju á morgun, mánudaginn 30. desem- ber, og hefst athöfnin klukkan 14. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Elsku mamma, þú hefur kvatt þetta líf og haldið áfram. Við vitum að þar sem þú ert núna líður þér vel. Þú ert búin að berjast eins og hetja í gegnum erfið veikindi og neitaðir að gefast upp. Þó svo að þú hafir orðið að kveðja á þessum erfiða tíma lifir minning um allar þær ánægjulegu stundir sem við áttum með þér. Þú áttir alltaf auðvelt með að tjá okkur tilfinningar þínar og við vissum alltaf hve vænt þér þótti um okkur. Þú kenndir okkur að hafa samúð með öðrum og máttir ekkert aumt sjá. Þar getum við tekið sem dæmi alla fuglana sem Ása fékk að koma með heim og þú áttir að lækna. Oftast voru þeir nú samt dauðir og þá voru þeir geymdir í frystinum þar til þiðn- aði á vorin og hægt var að grafa þá. Þú varst ekki bara mamma okkar heldur líka vinkona. Við gátum alltaf leitað til þín eftir ráðum, hvort held- ur sem mömmu eða sem vinkonu. Það var stórkostlegt ævintýri að fylgjast með þér þegar þú varst að horfa á bíómyndir. Þú lifðir þig svo inn í myndirnar að allt gleymdist í kringum þig og við skemmtum okkur konunglega við að horfa á þig. Tím- unum saman gastu setið og lofað okkur að dúlla við hárið á þér þegar við vorum litlar og mála þig í framan og gera þig „fína“. Tíminn í kringum hátíðarnar var þér ávallt erfiður eins og svo mörgum. En það vissum við aldrei sem börn þar sem þú hélst allt- af jólin hátíðleg fyrir okkur. Eftir að við urðum fullorðnar reyndum við allt sem við gátum til að auðvelda þér þennan tíma. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim og þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Þú ert hetjan okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þínar dætur, Ása og Soffía. Mamma hennar Soffíu vinkonu er dáin eftir mjög erfið veikindi. Það er svo margt sem mig langar að tala um en á erfitt með að koma því niður á blað. Gunna var miklu meira en mamma vinkonu minnar, hún var eins og svona aukamamma, svo hjartahlý og góð og sýndi mér mikla væntumþykju í gegnum árin. Hún sagði oft við mig að ég væri svona næstum því dóttir hennar. Það er erfitt að hugsa um að Gunna sé farin en samt léttir, hún fékk frið eða eins og Soffía sagði þegar hún hringdi í mig í vinnuna 22. desember: „Mamma hefur fengið hvíldina.“ Það var orðið mjög erfitt að sjá þig svona veika síðustu mánuði. Ég mun samt alltaf geyma þá stund er ég hitti þig síðast í nóvember. Þú varst orðin mjög lasin. Ég sagði þér að ég ætlaði að syngja eitt lag fyrir þig og sagði þér að loka augunum og hugsa um eitthvað fallegt. Ég söng kvæðið um fuglana og þú varst svo ánægð og baðst mig hálftíma síðar að syngja lagið aftur því það væri svo fallegt. Elsku Soffía, Steinar, Ása, Reynir og börn, ykkar missir er mikill og ég bið Guð að styrkja ykkur öll. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Vertu sæl, elsku Guðrún, hvíl þú í friði. Þín vinkona Sigrún Lína. Ég man eftir Helgu systur minni, lítilli hnátu, glaðlyndri og upplits- djarfri. Hnyttin í tilsvörum var hún og ófeimin að láta skoðun sína í ljós, á stundum óþægilega hreinskilin, en það fyrirgafst allt því hún kom ávallt öllum í gott skap sem í kringum hana voru. Ég vissi ekki þá hve oft lífið átti eftir að fara ómjúkum höndum um hana, en vegir guðs eru órannsakan- legir, segir einhvers staðar. En vissulega átti hún sínar hamingju- stundir og góðu daga, dæturnar, sól- argeislarnir hennar, færðu henni mikla hamingju, og seinna fjölskyld- ur þeirra og barnabörnin. Það hefur verið aðdáunarvert hvernig Ása og Soffía hugsuðu um mömmu sína í hennar miklu veikindum. Hún var mikill dugnaðarforkur hún systir mín og vílaði ekki fyrir sér að taka að sér erfiðisvinnu, þrátt fyr- ir oft ekki góða heilsu, enda eftirsótt til vinnu, hvar sem hún var. Hún hafði mikinn lífsvilja og missti aldrei vonina. Þótt hana vant- aði bæði nýru og væri með ónýt lungu talaði hún um það af mikilli bjartsýni að tækninni fleygði svo fram að innan tíðar yrði farið að græða í fólk líffæri úr dýrum, og þá gæti hún aftur orðið fleyg og fær. Ég samsinnti því, en var samt vantrúuð á að það ætti eftir að verða í hennar tilfelli, en lífsvonin var svo mikil. Við áttum mörg góð samtöl á síð- astliðnu sumri, þá bar margt á góma, meðal annars eilífðarmálin og him- ingeiminn, hún hafði sínar útskýr- ingar á því öllu saman. Elsku systir mín, nú ert þú á guðs- vegum og ekki lengur bundin við súr- efnisslöngur eða nýrnavél. Þessari þrautagöngu er lokið, þú varst mikil hetja. Elsku Ása og Soffía, við Ingjaldur biðjum góðan guð að styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar og eitt er víst að þið eigið minningu um góða móður. Hanna Lárusdóttir. Mín elskulega systir Helga, eins og ég kallaði þig. Þegar ég kveð þig langt fyrir aldur fram, fullur sakn- aðar, hugsa ég til æskuáranna okkar á Svanavatni í Stokkseyrarhreppi og síðan á Selfossi. Við brölluðum margt saman og alltaf var ég litli bróðir sem þér fannst þú bera ábyrgð á. Þú fórst ung að heiman og þá hittumst við sjaldnar en alveg fram á síðasta dag kallaðir þú mig „litla bróður“. Fimm- tug horfðist þú í augu við að þurfa að fá ný lungu. Full bjartsýni fórstu í skoðun fyrir lungnaskiptin en það fór öðruvísi en ætlað var. Eitt leiddi af öðru og bæði nýrun þurfti að taka vegna krabbameins, síðan tók við löng og erfið sjúkralega þar sem ég sá hversu hugrökk þú varst. Ég minnist þess með hlýju Helga mín hversu stutt var alltaf í hláturinn hjá þér þrátt fyrir erfiðleikana. Ég veit að þetta var það besta fyr- ir þig eins og komið var, að þú fengir að falla í náðarfaðm Hans og þeirra sem bíða þín, og að þú fáir loks lang- þráða hvíld. Elsku Ása og Soffía, Reynir og Steinar, Guðrún, Elísabet og Ólafur litli, Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg og hjálpi ykkur eftir svo löng veikindi móður, tengdamóður og ömmu. Þið voruð hetjur sem með svo miklu æðruleysi stóðuð við hlið henn- ar og hjálpuðuð í einu og öllu, mikill er missir ykkar. Við spyrjum margs en finnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar allra kjör. Í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins för. Þú minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ó.) Við Bryndís og börnin biðjum Guð að blessa ykkur öll, Kristinn Ásmundsson. Elsku Gunna. Þú varst alltaf brosandi, sama hvað gekk á hjá þér. Það er nokkuð langt síðan ég hitti þig síðast og þá varstu að jafna þig eftir stóra aðgerð en þú brostir þínu sólskinsbrosi sem náði alltaf til augnanna. Þannig man ég eftir þér og þannig ætla ég að muna eftir þér, brosandi. Þegar Soffía, Sigrún og ég komum heim til þín kallaðirðu okkur alltaf dúllurnar þínar. Okkur Sigrúnu fannst hún Soffía eiga bestu mömmu í heimi. Við fengum að halda partý heima hjá ykkur og þú sast inni í eldhúsi og fylgdist með. Þetta hefðum við aldrei fengið að gera heima hjá okkur og í dag sjáum við hvað þetta var rétt hjá þér. Það er miklu betra að vita hvar börnin eru og geta fylgst með þeim. Við sátum oft hjá þér inni í eldhúsi og gátum látið allt flakka. Gunna mín þú varst svo sannarlega kjarnakona og ég efast ekki um að þú látir verkin tala þar sem þú ert núna. Elsku Soffía, Steinar, Ása, Reynir og börn, missir ykkar er mikill. Ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Harpa Sævarsdóttir. GUÐRÚN HELGA BJARNADÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks- entimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.