Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 41
ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 41 Í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu afa míns, Jóns Kristjánssonar, og ömmu minnar, Jón- ínu Bjargar Baldvins- dóttur. Jón Kristjáns- son fæddist í Mjóafirði hinn 3. maí 1902 og var næstyngstur sex systkina í barnaskara Kristjáns Lars Jóns- sonar og Maríu Hjálm- arsdóttur í Sandhúsi í Mjóafirði. Jón ólst upp í foreldrahúsum og byrjaði ungur að stunda þau störf sem bjargræði Mjófirðinga byggðist á, aðallega sjósókn og veiðiskap. Jón- ína, sem fæddist 29. desember 1902, var dóttir Baldvins Jóhannessonar, hreppstjóra í Stakkahlíð, og Maríu Jónatansdóttur á Borgarfirði eystra. Jónína kom til Mjóafjarðar með móður sinni 1913 og átti fyrstu árin heima á Borgareyri. Hún var svo í Sandhúsi frá 1922. Jón og Jónína gengu í hjónaband 17. maí 1925. Þau bjuggu fyrstu fjögur ár hjúskapar síns á Borgareyri en fluttu í Sandhús 1929 þegar vesturendi Sandhúss losnaði. Þau fluttu til Norðfjarðar eftir tveggja ára búsetu í Sandhúsi en sneru aftur til Mjóafjarðar 1932. Í annað sinn bjuggu þau svo á Norð- firði um eins árs bil, 1936–1937. Árið 1942 fluttu þau að Sléttu í Mjóafirði þar sem þau bjuggu í fimm ár. Árið 1947 fluttu þau loks til Keflavíkur og bjuggu þar síðan. Jón og Jónína eignuðust fjögur börn, þrjú sem komust til fullorðins- ára. Kristján Jónsson fæddist 1. mars 1926 og lést 2. júlí 1996. Hann var kvæntur Matthildi Magnúsdótt- ur og bjó á fullorðinsárum á Suður- nesjum, fyrst í Keflavík og síðar í Njarðvík. Kristján starfaði sem lög- regluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Barn númer tvö var drengur, fædd- ur 13. maí 1929. Hann lifði aðeins í 16 daga og dó 29. sama mánaðar. Sig- urjón Jónsson fæddist 3. nóvember 1930 og lést 29. júní 1975. Hann bjó á fullorðinsárum í Keflavík og starfaði sem bifreiðastjóri á Keflavíkurflug- velli. Aðalheiður Jónsdóttir fæddist 10. nóvember 1932. Hún býr í Garði og starfaði við fiskvinnslu til 69 ára aldurs. Aðalheiður er gift Eiríki Guðmundssyni útgerðarmanni. Auk barna Jóns og Jónínu ólst undirrit- aður, sonur Aðalheiðar og Hauks Jónssonar, upp hjá þeim. Eftir flutning Jóns og Jónínu til Suðurnesja starfaði Jón lengst af hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrst í bakaríi og síðar í mötuneyti. Jónína vann um tíma við fiskvinnslu í Keflavík og svo í þvottahúsi varnar- liðsins. Þegar undirritaður fæddist 1956 bjuggu afi og amma í íbúð í Keflavík. Ég var víst mjög mótfallinn því að flytja með móður minni og stjúpföð- ur mínum Eiríki í Garðinn og varð það ofan á að ég yrði eftir hjá afa og ömmu. Ég ólst því upp sem einka- barn þrátt fyrir að systkinahópurinn stækkaði frá fæðingu bróður míns, Guðmundar Eiríkssonar, 1959 uns 6. barn Aðalheiðar og Eiríks, Svanhild- ur, sá dagsins ljós 1968. Afi og amma festu kaup á eldra timburhúsi í Hafnarfirði upp úr 1960. Þetta hús var svo flutt að Hólmsbergi við Keflavík. Við flutt- um á „Bergið“ snemma árs 1963. Móðurbróðir minn, Sigurjón, bjó einnig hjá okkur. Þrátt fyrir mikinn aldursmun var hann mér meira sem eldri bróðir en frændi. Við höfðum einnig þétt og gott samband við mömmu og Eirík. Heimsóknirnar fram og til baka milli Garðsins og „Bergsins“ voru margar. Ég var oft með systkinum mínum á sumarferð- um þeirra og Eiríks og Aðalheiðar til ýmissa staða á suður- og vesturhluta Íslands. Kristján og Matthildur með börn sín voru einnig tíðir gestir á Berginu og við hjá þeim. Við vorum öll jól sem ég man eftir annaðhvort hjá Kristjáni og Matthildi eða hjá mömmu og Eiríki í mat einhvern dag jólanna. Efni afa og ömmu voru oft knöpp fyrr á árum en urðu talsvert betri eftir flutning þeirra til Suðurnesja. Amma vann ekki utan heimilis þann tíma sem ég man eftir en var fyr- irmyndarhúsmóðir og sá til að heim- ilið var hlýtt og vistlegt og að alltaf var til góður matur og heimabakað með kaffinu. Afi stundaði vinnu sína á Keflavíkurflugvelli fram til sjö- tugs. Hann var að sumu leyti á und- an sínum tíma og þvoði til dæmis oft upp og ryksaug. Matargerðina lét hann þó ömmu sjá um. Hún hefði varla viljað hafa það öðruvísi. Afi og amma voru mér einstaklega góð. Þau hvöttu mig mjög til náms. Án hvatningar þeirra og stuðnings er það mjög vafasamt að ég hefði ráðist í háskólanám. Ég bjó eitt ár í Keflavík, 1981– 1982, eftir lok grunnnáms og starfaði sem kennari við nýlega stofnaðan Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ég hafði mikið samband við gömlu hjón- in það árið og sá til að þau fengu heimilishjálp sem þau voru þó mjög hikandi að þiggja. Amma lést 11. nóvember 1983 þegar ég var nýflutt- ur til Finnlands vegna fjölskyldu- myndunar. Heilsu hennar hafði hrakað mjög á efri árum. Hún þjáð- ist af þrálátu fótasári árum saman og hafði sykursýki á eldri árum. Afi var alltaf heilsubetri en amma. Þó leið ekki langur tími frá andláti hennar þangað til tími hans var kominn. Hann lést 16. maí 1984 eftir nokk- urra mánaða vist á sjúkrahúsinu í Keflavík. Blessuð sé minning Jóns Krist- jánssonar og Jónínu Baldvinsdóttur. Ef líf er til eftir þetta líf sjáumst við eflaust á ný. Jón B. Hauksson, Umeå, Svíþjóð. JÓN KRISTJÁNSSON OG JÓNÍNA BJÖRG BALDVINSDÓTTIR MINNINGAR þessa sorg, sofðu rótt amma mín, sjáumst seinna. Þín Tinna Rut. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín dótturdóttir Guðrún Telma. Mig langar að í örfáum orðum að minnast minnar kæru vinkonu, Diddu. Við höfðum þekkst frá ung- lingsaldri. Fórum saman í sumarfrí austur í sveitir, sumarið 1947 fórum við með Esjunni í kringum landið, enduðum á Akureyri og vorum þar í hálfan mánuð og nutum samverunn- ar. Mönnunum okkar kom vel saman, þeir tefldu mikið á meðan við Didda áttum okkar stundir. Svo fórum við saman í bíó og leikhús og alltaf var gaman hjá okkur. Elsku Didda, þakka þér fyrir ynd- islegar stundir. Þín vinkona, Soffía. ur upp. Hann bara var þarna og svo gat hann náttúrulega breyst í mikinn húmorista þegar hann loksins fékk hvíldarstund og sett- ist með alpahúfuna og munntób- akið í armstólinn sinn. Hann gat verið mikill prakkari og stríðnis- púki hann afi. Hann gat setið þarna og geiflað sig í framan fyrir okkur krakkana og skopast með og að sveitungum sínum, alveg þar til ömmu ofbauð og bað hann blessaðan að hætta þessum fífla- látum og sögum fyrir framan börnin. Ég finn það svo vel í dag hversu holl þessi sveitavist var fyrir mig sem barn. Ég fæ ennþá myndir af umhverfinu, landslaginu upp í höf- uðið, svo skýrt. Ég er sannfærð um að fólk sem býr í svo nánum tengslum við náttúruna eins og afi gerði sjái, finni og viti hluti sem aðrir ekki endilega finna eða vita um. Í seinni tíð komst ég svo að því að við höfðum svipaðar skoð- anir um lífið og tilveruna. Saman veltum við fyrir okkur heimspeki- legum málefnum, kynslóðamun, líf- inu og dauðanum. Það sló mig hvað við vorum sammála. Ég sem lifi á upplýsingaöldinni þar sem streymi upplýsinga er gífurlegt, hef lifað vernduðu lífi, gengið í skóla og fengið alla þá örvun og hvatningu sem ég hef þurft. Hann bjó allt sitt líf á sveitabæ, megnið af tímanum við frumstæð- ar aðstæður, ferðaðist lítið sem ekkert eftir því sem ég best veit og lifði yfirhöfuð mjög einföldu og nægjusömu lífi. Samt var lífsýn okkar afar lík. Kannski segir það meira um afa en aðstæðurnar sem mótuðu líf hans. Ég veit að undir það síðasta hugsaði afi stundum um þá stað- reynd að hann eignaðist aldrei sína eigin afkomendur. Honum hlýtur að hafa þótt það erfitt, þrátt fyrir að hann hafi ekki talað mikið um það við mig. Ég veit það eitt að afakrúsin sem hann fékk frá mér einhvern tímann á síðustu öld, og stóð AFI á, var notuð undir molasopann hans þar til hún „dó“ og að fyrir mér var hann afi minn. Hvíldu í friði. Þín Ingibjörg Ósk Sigurjónsdóttir. ✝ Aðalheiður Þór-oddsdóttir fædd- ist á Einhamri í Hörgárdal 13. maí 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 20. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þórey Sigurðardóttir, f. 27.12. 1889, d. 10.12. 1935, og Þóroddur Magnússon, f. 29.6. 1885, d. 3.1. 1970. Systkini Aðalheiðar eru þau Helga, f. 1910, d. 1989, Hólm- fríður, f. 1913, Jóhanna, f. 1915, d. 1932, Jónas Bolli, f. 1918, Þór, f. 1919, Njáll, f. 1919, d. 1997, Rebekka Sigríður, f. 1921, og yngst var Svanhildur, f. 1925, d. 1995. Stuttu eftir að Aðalheiður fæddist fluttist fjölskyldan að Vallholti á Akureyri þar sem hún ólst upp. Aðalheiður fluttist til Reykja- víkur 1952 og stofnaði heimili með manni sínum Sigurði Ófeigssyni, f. 13.10. 1919, d. 3.12.1991. Börn þeirra eru: Ófeigur Sigurður tæknifræðingur, f. 8.4. 1953, kvæntur Jónínu M. Þórðardóttur; Þórey sjúkraliði, f. 9.6.1954, gift Hafliða Sævaldssyni; Sigríður húsmóðir, f. 15.5. 1956, gift Grét- ari Óskarssyni; Svan- hildur skrifstofu- maður, f. 2.12. 1957, gift Borgþóri Yngva- syni; Auður Margrét viðskiptafræðingur, f. 9.9. 1961, gift Magnúsi Magnús- syni. Áður átti Aðal- heiður Hólmfríði húsmóður, f. 7.7. 1950, hennar maður er Fritz Bjarnason. Barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin eru 5. Aðalheiður og Sigurður bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík og síðast í Gnoðarvogi 34. Eftir að Sigurður lést bjó hún þar áfram meðan heilsan leyfði en fluttist árið 1999 á Hjúkrunar- heimilið Eir og naut þar einstak- lega góðrar umönnunar síðustu árin. Aðalheiður var heimavinn- andi húsmóðir en eftir að börnin voru komin á legg starfaði hún við heimilishjálp. Útför Aðalheiðar verður gerð frá Bústaðakirkju á morgun, mánudaginn 30. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Horfin er frá heimsins þrautum, hjartkær móðir rík af dáð. Öll þín trausta ævisaga, er í starfi og fórnum skráð. Þú varst okkar stoðin styrka, stór í því sem göfugt er. Um eigin þarfir aldrei spurðir, allt í kærleik gjört hjá þér. Þú varst góð og ástrík, amma ávallt hlýja höndin þín. Örlát gaf af auði hjartans, elsku þá, er fegurst skín. Langömmunnar litlu börnin, líka muna kærleik þinn. Athvarf hlýtt, sem aldrei gleymist, áttu hjá þér hvert eitt sinn. Öll við færum einum huga, ástarþökk á kveðjustund. Hjörtun vermir, huggun veitir, heilög von um endurfund. Fyrir allt sem okkur varstu, æðstur Drottinn launar þér. Elskuð minnig um þig lifir, allar stundir blessuð hér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kveðja börn, barnabörn og lang- ömmubörn. Mig langar að minnast tengda- móður minnar Aðalheiðar með nokkrum orðum. Ung kynntist hún hinni hörðu lífsbaráttu sem einkenndi líf alþýðu- fólks á fyrri hluta síðustu aldar. Varla hafði hún slitið barnsskónum þegar hún þurfti að fara að vinna fyrir sér því hún missti móður sína um fermingu og þurfti að sjá sér farborða eftir það. Í barnæsku veiktist Aðalheiður af lömunarveiki og hafði upp frá því aldrei fulla starfsorku. Þessi reynsla mótaði hana fyrir lífstíð og gerði hana sterkari í lífsbaráttunni. Þetta kom berlega í ljós nú síðasta árið þegar hún háði hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Vakti þrautseigja hennar og dugnaður aðdáun þeirra sem til þekktu. Okkur unga fólkinu reynist erfitt að setja okkur í spor þeirra kvenna sem unnu heima og skilja þá ósér- hlífni sem þær sýndu við að sinna búi og börnum, eins og Aðalheiður, sem eldaði tvisvar á dag heita mál- tíð auk annarra starfa sem til féllu við að sinna stórri fjölskyldu. Nú- tímaheimilistæki þekktust ekki og því urðu öll störf á heimilinu tíma- frekari og erfiðari en við þekkjum í dag. Hin raunverulegu auðæfi voru tengdamóður minni ljós. Í hennar augum lágu þau ekki í veraldlegum verðmætum. Samvistir við hennar nánustu voru raunveruleg verðmæti og hvikaði hún aldrei frá þeirri lífs- sýn. Enda átti velferð fjölskyldunn- ar huga hennar allan. Hún lagði áherslu á að fjölskyld- an hittist við sem flest tækifæri og taldi ekki eftir sér að undirbúa sam- verustundir þar sem allir gætu kom- ið saman. Þær eru margar ógleym- anlegar stundirnar sem við áttum heima hjá Aðalheiði, stundum var spilað eða farið í leiki með barna- börnunum og var þá gaman að lifa. Í kaffitímunum gæddum við okkur á gómsætum heimabakstri, en kakóið hennar og vínarbrauðin voru alveg í sérflokki og í miklu uppáhaldi hjá öllum í fjölskyldunni. Tengdaforeldrar mínir lögðu á það áherslu að öll samskipti sem þau áttu við börnin sín einkenndust af hreinskilni og fengu börnin á heimilinu að segja hug sinn um- búðalaust og var fullt tillit tekið til skoðana þeirra. Þau settu hag barna sinna í öndvegi. Nú þegar þeirra nýtur ekki lengur við njóta barna- börnin þessara lífsgilda í gegnum foreldra sína sem hafa tileinkað sér þau í sínum uppvexti. Ævi okkar má líkja við gönguferð þar sem hlutverk foreldranna er að leiða börnin fyrstu skrefin, þá tekur æskan við létt í spori en með aldr- inum hægir á og víst er að síðustu sporin verða mörgum erfið og er þá hlutverk okkar að styðja foreldrana síðasta spölinn. Börnin hennar Að- alheiðar voru einhuga í að sinna henni þegar líða tók að ferðalokum. Aðalheiður naut einstakrar hlýju og umhyggju á hjúkrunarheimilinu Eir síðustu árin og vil ég hér fyrir hönd aðstandenda færa starfsfólk- inu sérstakar þakkir. Á einum fegursta degi þessa des- embermánaðar, rétt áður en hátíð ljóss og friðar gekk í garð, kvaddi Aðalheiður þennan heim. Að leið- arlokum vil ég þakka henni sam- fylgdina. Guð blessi minningu hennar. Magnús Magnússon. AÐALHEIÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR Hjartkær bróðir minn, BIRGIR JÓNASSON, síðast til heimilis í Skálagerði 3, lést laugardaginn 21. desember. Jarðað verður frá Fossvogskapellu mánu- daginn 30. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Jónasdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.