Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                 !     "    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. RITDÓMUR Inga Boga Bogasonar um bók mína „Rómúlía hin eilífa“ (18/ 12) er vægast sagt undarlegur. Í hon- um má finna beinar og milliliðalausar staðreyndavillur auk þess sem frá- sögn af inntaki bókarinnar er villandi. Tökum staðreyndavillurnar fyrst: 1) Ingi Bogi segir að samkvæmt bókinni sé aðeins ein öld síðan hin skáldaða þjóð Rómúlir hafi tekið að rita sögur sínar. Þetta er rangt, í bókinni kemur skýrt fram að þeir hafi tekið að festa sögur sínar á blað skömmu eftir Krists burð (sjá blaðsíðu 21). 2) Ingi Bogi segir að bókin sé „sagnasafn“. Enn skjátlast Inga Boga, sú stað- reynd að bókin inniheldur fjölda ljóða, stuttar ritgerðir og heljarlangt leikrit sýnir annað. Ingi Bogi heldur því fram að bókin sé sundurlaus, það vanti grunnhugmynd. En hann nefnir hvergi að bókin hefur aðalpersónu, „útgefandann“ og „þýðandann“ Valdemar Septimus Gunnsteinsson sem „ritar“ um bókmenntir og sögu Rómúlíu. Auk þess „skrifar“ hann um tengsl sín við landið og segir frá því hvernig hans líf tengist ýmsum bók- menntaverkum þess. Í bókarlok eru þræðir bundnir saman er lesandi fær tvo kosti: Er Valdemar geggjaður og landið hugarburður eða er þetta allt saman satt og Rómúlía næsti ferða- áfangi íslenskra flökkukinda? Ævi og örlög Valdemars eru því það lím sem heldur sögunni saman ásamt hinni að- alpersónunni. Sú aðalpersóna er bók- menntahugtakið sjálft, því inniheldur bókin sýnishorn af öllum bókmennta- greinum og -stílum sem til eru. Þess vegna má finna póstmódernískar sög- ur um Andrés Önd en Ingi Bogi segist ekki skilja hvað slíkar sögur hafi með rómúlska menningu að gera. Svarið er að þær hafa með heimsbókmenntir og -menningu að gera. Auk þess virð- ist Ingi Bogi ekki skilja að mikilvægt er að tengja sögur, ljóð og leikrit bók- arinnar við „bókmenntasögu“ lands- ins. Valdemar segir þar frá hinum ýmsu höfundum og er „höfundur“ sagna á borð við Andrés Önd og Sher- lock Holmes er ákveðin persóna, Maríus Tíberíus að nafni. Skilja verð- ur sögur Agrippa Ajacanda í ljósi þess sem sagt er um þennan mann og flest skáldverk bókarinnar í ljósi þess sem sagt er um sögu landsins. Þetta virðist hafa farið fram hjá Inga Boga enda nefnir hann hvergi að skáldverk bókarinnar séu skrifuð af uppdiktuð- um höfundum. Því er frásögn hans af bókinni vægast sagt villandi. Hann ræðir ekki spurningar á borð við „er Rómúlía Ísland eða bara heimur- inn?“, „er bókin póst-módernískt völ- undarhús?“ Þess vegna ristir ritdóm- ur hans grunnt. Honum er frjálst að þykja bókin vond en hann er skyldug- ur til að skýra rétt frá inntaki hennar. Þeirri skyldu bregst hann. STEFÁN SNÆVARR, Lillehammer, Noregi. Svar við ritdómi Stefán Snævarr skrifar 1964 eignuðust iðnaðarmenn athvarf í menntakerfi þjóðarinnar – skóla sem beinlínis var stofnaður til að bjóða þeim framhaldsmenntun við hæfi. Þótt skólinn lúti frá 2002 lögum um háskólastig og nefnist Tæknihá- skóli Íslands hefur þetta hlutverk ekki verið frá honum tekið. Starfinu verður frá 2003 skipað í deildir með þessum hætti: Undir- búningsdeild, tæknideild, heilbrigð- isdeild og rekstrardeild. Tvær þær síðartöldu eru viðhengi við upphaf- legt hlutverk skólans og ber alls ekki að lasta það. Hið upphaflega verður því falið tæknideildinni einni (og á sinn hátt undirbúningsdeildinni). Bakþanki að þessu bréfi eru tvær spurningar: Hvernig fara Íslending- ar að því að ná aukinni velmegun fyr- ir fjölgandi þjóð? Þarf þjóðin ekki að verða mjög góð í einhverju umtals- verðu? Eitt er víst, þörf fyrir vélbúnað til að auðvelda lífsbaráttuna í mann- heimi er óendanleg. Líklega liggja tækifærin í afburða hönnun og fram- leiðslu á einhverju af öllum þessum vélbúnaði (dæmi: Marel). Til þessa þarf ekki aðeins góða iðnaðarmenn, þeir þurfa mikla framhaldsmenntun. Undirritaður leyfir sér að lýsa þessum hugrenningum um leið og lýst er trausti á ráðherrann til efl- ingar nefndrar tæknideildar sem hafi það hlutverk að hámennta iðn- aðarmenn. BJARNI KRISTJÁNSSON, fv. rektor. Opið bréf til mennta- málaráðherra Frá Bjarna Kristjánssyni FYRIR allmörgum árum, líklega í kringum 1975, las ég lesendabréf í einmitt þessum dálkum þar sem höf- undurinn stakk upp á því að byggður yrði risablásari í því tilefni að kæla loftið á hálendi Íslands. Þar með skyldi hop jöklanna stöðvast og einn- ig komandi kynslóðir skilja kvæði ís- lenzkra skálda um þá. Það hef ég talið vera bréf sem skrifað var af manni (eða konu? – það man ég ekki, og kannski var það birt undir dulnefni) sem skildi það sem er mikilvægt í lífinu. En tímar breytast. Nú hugsa menn í fullri alvöru um orkustofnun í Kárahnjúkum, um að fórna Dimmugljúfrum fyrir hugsan- legar – en ekki vissar – tekjur. Það minnir á það sem er að gerast austur í Kína, en ekki verður illt betra af því. Ég vona innilega að áætlanir um þessa virkjun stöðvist og að eftirkom- endur okkar fái að njóta einstæðrar fegurðar landsins eins og við. Stokkhólmi, annan í jólum 2002. ERIK ELVERS, (sem hefur verið Íslandsvinur frá strákaárum sínum og komið til Íslands í um 20 skipti). Tímar breytast Frá Erik Elvers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.