Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 11.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Rapparinn Lil Bow Wow finnur galdraskó sem Jordan átti og kemst í NBA! Margur er knár þó hann sé smár - frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 12, 2 og 4. Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30. kl. 3, 7 og 11. YFIR 50.000 GESTIR DV RadíóX Sýnd kl. 2, 5, 6.30, 8, 10 og 11.30. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i “Besta mynd ársins” SV. MBL Kvikmyndir.com 1/2HK DV “Mögnuð upplifun” FBL “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i RadíóXDV YFIR 50.000 GESTIR. Sýnd kl. 5.15 og 7.40. B.i. 12 ára Sýnd kl. 12 KRAFTSÝNING, 2, 4, 8, 10 og KRAFTSÝNING kl. 12. KRAFTsýningar kl. 12 og 12 “Besta mynd ársins” SV. MBL Kvikmyndir.com 1/2HK DV “Mögnuð upplifun” FBL EKKI er mikið um að vera í ís- lensku rokki, krafturinn virðist mestur vera í hiphopinu. Þrátt fyr- ir það hafa komið út á árinu nokkrar ágætar rokkskíf- ur, þar á meðal þessi skífa Diktu sem hér er tekin til kosta; mjög skemmtileg nýrokkskífa þar sem fléttað er saman hreinræktaðri keyrslu og síðrokkstöktum. Ég man eftir að hafa séð hljóm- sveitina Diktu á tónleikum í Mús- íktilraunum Tónabæjar fyrir tveimur árum og þótti þá sveitin efnileg en ómótuð. Hún hefur bætt sig mikið síðan þá, ef marka má minninguna, því á plötunni And- artaki stígur hún fram sem full- mótuð rokksveit, kraftmikil og frumleg í senn, er kannski ekki að feta nýjar slóðir en fer sínar eigin leiðir, vinnur vel úr rokkarfinum og skapar sér persónulegan stíl. Upphafslag plötunnar, „Enn einn ósigur“, er gott dæmi um þetta, mjög kraftmikið og skemmtilegt með þungri og flæð- andi bassalínu, grimmdarkeyrslu og þunglyndislegum söng. Mjög gott lag. Engin orð er enn betra, skemmtilega útsett lag með léttri grípandi keyrslu. Það er líka vel sungið af Hauki Heiðari sem stendur sig afbragðsvel á skífunni, beitir röddini óþvingað og vel, allt frá djúpum öskrum upp í leikandi falsettu. Þannig syngur hann „Enn einn ósigur“ og ballöðuna „And- artak“ vel svo dæmi séu tekin, en svei mér þá ef gítarstefið í And- artaki minnir ekki rækilega á Led Zeppelin. Það er einmitt skemmti- legasta lag skífunnar, grípandi gott rokklag með letilegum að- draganda þar sem spennan kraum- ar þó undir niðri. „Fimm ára“ er þó líka gott, þó á allt annan hátt en „Andartak“; strengjaútsetning á laginu kemur skemmtilega á óvart og gæðir það meiri dýpt og þunga. Stígandin í laginu síðustu tvær mínúturnar er líka skemmti- leg; mjög gott lag. Ágæt breidd er í lagasmíðum; áður er nefnd rokkkeyrslan í „Andartaki“, strengjarokk í „Fimm ára“, tilraunakenndari tón- list í „Xanthias“, með skemmti- legum drungalegum sprettum, sér- staklega í lokin, „Taminóra“, sem hefur nokkuð heyrst í útvarpi, er venjulegasta lag disksins, nokkuð fyrirsjáanlegt í uppbyggingu en gott engu að síður, og til viðbótar er síðrokkslegur blær á „Easy Jack“, lagi án söngs, og lokalag disksins, „Fráhvarf“, skemmtilega rólyndisleg rokkballaða sem Hauk- ur Heiðar syngur mjög vel. Textarnir eru yfirleitt góðir, drungalegur blær yfir þeim flest- um og viðfangsefnið ekki alltaf fal- legt, ofbeldi og firring, ótti og ein- angrun. Hljómur á plötunni er góður og sérstaklega er gaman að heyra góðan bassa- og trommu- hljóm. Þessi plata Diktu er hið besta verk, mjög skemmtileg flétta af hressandi emo-kryddaðri nýbylgju og víða skemmtilega útsett. Veru- lega hressandi plata og fær bestu meðmæli. Tóndæmi og frekari upplýsingar um sveitina er að finna á slóðinni www.dikta.net/ Tónlist Bestu meðmæli Dikta Andartak Mistak hljómplötur Andartak hljómsveitarinnar Diktu. Sveit- ina skipa þeir Jón Bjarni Pétursson gít- arleikari, Jón Þór Sigurðsson trommu- leikari, Skúli Gestsson bassaleikari og Haukur Heiðar Hauksson söngvari og gítarleikari. Tónlistina semja þeir félagar saman en Haukur Heiðar á textana. Diktumenn stýrðu sjálfir upptökum en Hallur Ingólfsson sá um hljóðblöndun og gerði frumeintak. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.